Morgunblaðið - 02.08.1953, Side 1
40. árgangu?
172. tbl. — Sunnudagur 2. ágúst 1953.
Prentsmiðja Mcrgunblaðsim
12 síðiar og Lesbók
Undanfarnar sólskinsvikur hafa ungir sem gamlir gripið hverja stund, sem gefizt hefur, til þess að
njóta veðurblíðunnar. Efri myndin er tekin í Sundlaugunum, en sú neðri í Nauthólsvíkinni. Ól. K. M.
Bandaríkjamenrc veita
vinaþjóðum yfir 6,6
milijarða dala aðstoð
WASHINGTON, 1. ágúst. — Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa
samþykkt að veita vinveittum þjóðum 6,6 milljarð dala fjárhags-
aðstoð á þessu fjárhagsári. Er það 700 þús. dölum minna en for-
setinn hafði farið fram á. — Áður en samkomulag náðist um
sðstoðarupphæðina höfðu deildirnar deilt harðlega um, hver hún
skyldi verða.
Af þessari miklu fjárhæð verð-
ur tæpum 2 milljörðum dala
varið til öryggismála, 110 millj.
til ýmiss konar tækniaðstoðar;
auk þess fá hin nálægari Austur-
lönd, Afríka og Suður-Asía um
240 milljón dali, sem varið verð-
ur sérstaklega til tækni- og efna-
hagsaðstoðar í löndum þessum.
MIKLAR UPPHÆÐIR
Af heildarupphæðinni fá Ev-
rópuríkin hátt á þriðja milij-
arð dala framlag, nálægari
Austurlönd og Afríka fá 600
milljón dali, Asíu og Kyrra-
hafslöndin fá rúmlega 1,2
milljarð dali. Einnig má geta
þess, að Formósa, Vietnam,
Cambodía og Laos fá um 100
Færri Bretar yfirgefa landið
Síðasta ársfjórðung iluttust
32.000 Bretar til Samveldisland-
anna. — Er það færra en nokkru
sinni áður frá 1947.
milljón dala framlag af heild-
arupphæðinni til viðbótar við
það, sem fyrr er nefnt.
PIECK „HEIMA"
BERLÍN, 1. ágúst. — Pieck, for-
seti Austur-Þýzkalands, sem ver-
ið hefur undanfarið aust-
ur í Moskvu sér til heilsubótar,
er nú kominn aftur til Austur-
Þýzkalands, að því er hermir í
síðustu fregnum þaðan.
Reuter-NTB
Sovétsendiherra til Grikklands
Michael Gregory Serghiev hefur
verið skipaður sendi'herra í Grikk
landi. Enginn rússneskur sendi-
herra hefur verið þar um tíma.
Aiistur-Þjóðverjar varaðir
við að sækja matar-
böggla til V-
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
BERLÍN, 1. ágúst. — Samkvæmt síðustu fréttum frá Berlín
hefur austur-þýzka kommúnistaútvarpið sent út aðvörun til
allra þeirra, sem sækja matvæli til Vestur-Berlínar þess
efnis, að þeir geti átt von á að verða látnir sæta ábyrgð
tyrir það. Þrátt fyrir allar aðvaranir þyrpast tugþúsundir
Austur-Þjóðverja til Vestur-Berlínar til að sækja sér matar-
böggla. Einkum ber nú mikið á austur-þýzkum verkamönn-
um, sem sækja fjölskyldum sínum matvæli og er jafnvel
búizt við, að þeir verkamenn rnuni skipta hundruðum þús-
unda, sem nota helgidagsfríið til að sækja sér björg í bú.
Hunprpnpr austur-þýzkra
verkamanna til ¥-ler!ínar
hafa aukizt til stérra muna
Aþýðulögreglan varpar mönnum
í (angelsi fyrir að sækja sér mal.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
BERLÍN, 1. ágúst. — Um 300 þús. Austur-Þjóðverjar hafa síðustu
daga gengið í berhögg við allar hótanir og bönn austur-þýzku
kommúnistastjórnarinnar og sótt sér matarböggla yfir til Vestur-
Berlínar. — Hafa nú alls um 600 þús. Austur-Þjóðverjar náð sér
í matarböggla og er áætlað, að um 1 millj. bögglum hafi nú þegar
verið úthlutað.
KOMU VIÐ SÖGU
JÚNÍBYLTIN G ARINN AR I
Gert er ráð fyrir, að hungur-
göngur Austur-Þjóðverja til
Vestur-Berlín aukist til muna
um helgina. Hefur það m. a.
heyrzt, að verkamenn ætli sér
að fjölmenna í Vestur-Berlín, og
hafa þeir jafnvel skipulagt sér-
stakar hópgöngur í trássi við
barin kommúnistastjórnarinnar. |
Meðal þeirra verða tugir þús-j
unda frá Henningsdorfs-verk-1
smiðjunum, sem eru skammt frá
Berlín. Má í því sambandi geta
þess, að verkamennirnir þar tóku
mikinn þátt í Júníbyltingunni á
dögunum.
UM 200 TONN Á DAG
Um 50 tonn af bandarískum
matarbögglum voru í dag send
til Vestur-Berlínar með lest og
120 tonn með vöruflutningabif-
reiður. Einnig var nokkuð flutt
flugleiðis.
HERMDARVERK
KOMMÚNISTADRENGJANNA
Síðustu frétíir herma, aff
kommúnistar reyni meff öllu móti
aff koma í veg fyrir aff Austur-
Þjóffverjar sæki sér matarböggla
til Vestur-Berlínar. Hefur alþýðu
lögregla þeirra rænt marga menn
matarbögglum sínum og varpaff
allmörgum Austur-Þjóðverjum í
fangelsi.
Fteiri hötuS
fjúka af bol
ófreskjunnar
BERLÍN, 30. júlí. Nýjar hreins-
amr I kommúnistastjórn Austur-
Þýzkalands voru trlkynntar í dag.
Þingið samþykkti „einum rómi“
að víkja Bernd Weinberger her-
málaráðherra frá. Þá var Max
Fritsch, eldsneytismálaráðherra
og rekinn fyrirvaralaust.
Af öðrum meiri háttar komm-
únistum í Austur-Þýzkalandi,
sem fallið hafa í ónáð eftir að
Bería varð óvinur Rússlands, má
nefna Rudolf Herrnstadt, rit-
stjóra aðalblaðs kommúnista, og
Max Fechner, dómsmálaráðherra,
að ógleymdum Zaisser, öryggis-
málaráðherra._________
Arsraa Pauker
leggur upp
laupana
VÍNARBORG — Það gengur
nú fjöllunum hærra, að Anna
Pauker, fyrrum utanríkisráff-
herra Rúmeníu, sé látin. Sagt
er, aff áreiffanlegar fregnir um
andlát hennar hafi borizt
þekktum kommúnista í Vín-
arborg.
Nú eru níu mánuðir síffan
ættin.gjar Önnu, sem heima
eiga í ísrael, hafa haft nokkr-
ar fregnir af henni, eða ekki
síffan 3 mánuðum eftir aff hún
féll í ónáð.
Líklegt þykir, aff hún hafi
verið flutt til Rússlands til
yfirheyrslu og þar hafi hún
lagt upp laupana.
- Nýtt met -
LUNDÚNUM, 1. ágúst: — Nú er
mesta fríhelgi Breta á þessu
sumri, Bank Holyday. Hefur veðr-
ið batnað mjög á Bretlandseyjum
s.l. sólarhring og hafa tugþúsund
ir manna farið úr borgunum til
að njóta helgarinnar sem bezt á
baðströndum og í sveitasælunni.
Þess má og geta, að fleiri Bret
ar fara til meginlandsins með vél-
flugum um þessa helgi en nokkru
sinni áður. — NTB—Reuter.
Lyf fyrir 10
miHj, dali
NEW YORK( 1. ág. — Spellmann,
kardínáli, sagði í gær, að
kaþólska kirkjan bandaríska
hefði sent yfir 8 millj. pund af
ýmiss konar lyfjum og hjúkrun-
argögnum til Kóreu frá stríðs-
byrjun til styrjaldarloka. Hefði
andvirði þeirra numið um 10
millj. dölum.
Reuter-NTB
USS3F
mótmæla
LUNDÚNUM, 1. ágúst: — Sovét
stjómin héfur sent tyrknesku
stjórninni nýja orðsendingu varð-
andi heimsókn brezkra og banda-
rískra herskipa til Istambul á
þessu sumri. — Mótmæla Rússar
heimsóknum þessum og telja þær
orðnar undaflega tíðar. — Segja
þeir, að þær hafi verið 33 allt árið
1950, en séu orðnar 69 það, sem
af er þessu ári.
Tyrkneska stjórnin vísaði fyrri
orðsendingu Rússa á bug.
—■ NTB—Reuter.