Morgunblaðið - 15.09.1953, Side 9

Morgunblaðið - 15.09.1953, Side 9
Þriðjudagur 15. sept. 1953 MOKGVNBLAÐIÐ I Þeir sem verkin vinna bezt stækka — og virðing manna fyrir verkunum vex FYRSTA sjálfstæða starfsíþrótta mótið, sem haldið hefur verið hér á landi, fór fram í Hveragerði s.l. sunnudag og sá Ungmennafélag Olfusinga um framkvæmd þess. Áður hefur að vísu verið keppt í einstökum greinum starfsíþrótta en sú keppni hefur alltaf verið liður í dagskrá annarra mann- fagnaða. — Hver er í stuttu máli saga starfsíþrótta, spurði tíðíndamað- ur blaðsins Árna G. Eyiands, sem hiklaust má telja frumkvöðul að starfsíþróttum hér á landi, því nú eru 8 ár liðin síðan hann hóf fyrst að skýra landsmönnum frá starfs íþróttum. ^ — Sú saga er ekki löng, sagði Árni. Þær voru orðnar útbreidd- ar í Svíþjóð 'og Fínnlandi fyrir stríðið og Norðmenn voru þá að byrja með þær. En áhuginn á þeim kulnaði út á stríðsárunum en blossaði svo upp að nýju eftir stríðið, og nú er svo komið að skipulagning starfsíþrótta er þar í landi lengra á veg komin en víðast annars staðar. Þar, sem og I fleiri löndum, er efnt m. a. til iandsmóta að afloknum fylkis- mótum og sveitamótum. Á síð- ustu árum hefur verið stofnað til smilliríkjakeppni í starfsíþróttum <og í næsta mánuði fer fram heims meistarakeppni í plægingum með traktor í Kanada. — En hvað er um starfsíþróttir hér á landi að segja? — Það eru um 8 ár síðan fyrst var farið að minnast á starfs- sþróttir. En raunverulegur skrið- ur komst ekki á málið fyrr en 1951 að félagið fsland-Noregur foeitti sér fyrir komu tveggja for- ystumanna norsku starfsíþrótta- hreyfingarinnar hingað til lands. Þeir héldu hér fyrirlestra um starfsíþróttir og sýndu kvikmynd ir og efndu til kennslumóta eða aefinga á Vífilsstöðum, Bessa- stöðum, Selfossi ogaðHvanneyri. Vakti starf þeirra mikla athygli. Jafnframt ræddu þessir góðu norsku vinir okkar, hélt Árni áfram,, við forystumenn U.M.F.I. Varð það auk fyrri kynna til þess að UMFÍ tók starfsíþróttir á stefnuskrá sína og á s.l. ári fékk Stefán Ólafur Jónsson kennari styrk frá landbúnaðarráðuneyt- inu til Noregsferðar til þess að kynna sér starfsíþróttir. Jafn- framt fékk UMFÍ styrk frá Al- þingi til þess að kynna starfs- íþróttir hér á landi. — Eru starfsíþróttir í Noregi eingöngu bundnar landbúnaðin- um? — Já, að langmestu leyti. Ann- ars láta þeir unglinga líka keppa i upplestri o. fl. að vetrarlagi. Og sviðið fyrir starfsíþróttir er óend anlegt, sagði Árni og brá sér nú frá til þess að horfa á fjölda manna keppa í því að dæma út- lit og byggingarlag búpeníngs. BÚPENINGSDÓMAR Þrjátíu og þrír menn á eldrin- <um 20—40 ára höfðu safnazt sam- an í fjósi einu í Hveragerði á Frá starfsiþróttamótinu í Hveragerði s.l. sunnudag Árni G. Eylands. — Frumkvöðull starfsíþrótta á fslandi. keppendum í búfjárdómum. Þeir stóðu afsíðis á meðan ráðunaut- ar í hrossa-, nautgripa- og sauð- fjárrækt báru saman dóma sína um skepnurnar, ysem keppend- urnir áttu að dæma. Síðan eiga keppendurnir að dæma 2 hesta, 2 kýr éða 2 sauðkindur og sá vinnur sem kveður upp dóm yfir skepnunum, sem er samhljóða eða sem líkastur þeim dómi er hinir vísu ráðunautar kváðu upp. Búpeningsdómar eru mjög þýðingarmiklir og með því að gera þá að keppnisgrein í starfs- íþróttum er unnið að því að þjálfa eiginleika manna, sem um skepnur hugsa. Skapa þekkingu meðal þeirra er hirða um skepn- ur fyrir útliti gripanna, og um leið og sú þekking verður til þess að mennirnir fá aukna á- nægju af gripahirðingu og verða að auknu liði í ræktun búpen- ings. Það var furðulegt að sjá, hve keppendurnir voru naskir á að meta eiginleika og byggingarlag gripanna. • Þéir þukluðu og mældu, renndu augunum fram og aftur eftir gripunum og skrifuðu svo niður einkunnirnar, sem þeir gáfu gripunum. Það er þessi þekking á búpeningi, sem ásamt öðru gerir bónda að bústólpa og bú að landstólpa, eins og skáldið komst að orði. Úrslit í búpeningsdómunum urðu þessi: Mögulegt er að hljóta 100 stig. Umf. stig Nautgripadómar: 1. Bjarni Jónsson, Skeiðum 94 2. Ólafur Þorláksson, Ölf. 93 3. Andrés Pálsson, Laugd. 92 V2 4. Sveinn Jónsson, Eyfell. 92 Sauðfjárdómar: 1. Karl Þorláksson, Ölf. 82 2. Jón Teitsson, Laugd. 80 3. Sveinn Skúlason, Biskt. 79 Hestadómar: 1. Þorg. Sveinsson, Hrunam. 87 2. Sveinn Skúlason, Biskt. 86 V2 3. -3. Andrés Pálsson, Laugd. 84 V2 Guðm. Steindórss., Ölf. 84 V2 KEPPNI KVENNA Keppnin í kvennagreinum fór fram í Húsmæðraskólahúsinu. Ragnið buldi á gluggum og þaki, en inni í funhitanum sýndu stúlkurnar kunnáttu sína — kunnáttu, sem öllum stúlkum er þörf — í því að leggja á borð, strjúka lín, gera hnappagat og festa hnapp og smyrja brauð. Þrjár síðastnefndu greinarnar eru sameinaðar í þrí- þraunt. Þarna kepptu 5 stúlkur í því að leggja á borð. Engin þeirra fór eins að því, og ekkert borðið var eins þegar þær höfðu lokið keppninni, enginn þeirra fór eins að strúka skyrturnar og enginn smurði brauðið eins. Það er því mjög skemmtilegt að horfa á stúlkur í keppni sem þessari, bera saman vinnuaðferðir þeirra, vinnuhraða og verklægni en fyr- ir þetta þrennt eru einkunnir gefnar. Úrslit í kvennagreinunum urðu: Upjf. stig Lagt á borð: 1. Auðbjörg Sigurðard. Ölf. 86 mætti finna æðaslög alls þjóð-l trjátegundir og 2 plöntur, á iífsins. fjórðu stöðinni skilar hann þrem- Ráðherrann kvað allt líf þjóð-1 ur skilaboðum, sem hann fékle arinnar öldum saman hafa mót azt af landbúnaði og hér á landi væri að finna hreinni bænda- menningu en finna mætti ann- ars staðar. Á síðustu árum hefði að renna augunum yfir í byrj- un hlaupsins, á fimmtu stöð- inni á hann að lyfta upp steini og segja hve mikið hann vegur, á sjöttu stöðinni á hann að geta þetta nokkuð breyzt enda hefði j sér til um hæð uppreistrar stang- gerzt hér á landi ævintýri bjart ar. Sunnudagsmorgunin. Þetta voru, 4. Magnús Kristj.ss. Laugd. 76 /hx Háls JEyru Ennisttippur Auqu Nefbein Nasi r XverÁ Eicrclabldð Boqut-(&ójjlegqur) mur Fr<im-„hné~ Fótleqgur- Kjúkuíiður Kiuka- Hófut Heri&kámbur Hgyggur • Spjaldhrygqur M]d.bma.rhortt Lend. lærleqqstoppui Setbein. Áfári Læri' Hné 1 Langlegqur T&ql ■Hækill Leggur Kjúkæ JLika.mshluta.r hestsins, sem a.ba\lega. athug&stvid dóma. og fagurt, þegar landsmenn lærðu að taka tæknina í þjón- ustu sína. Þjóðin var hvað eftir annað á heljarþröm vegna þess að þekk- ingu skorti til að hagnýta þá möguleika, sem hér á landi er að fínna. Menn unnu og strituðu en höfðu vart til hnífs og skeiðar. Vinnan var böl í augum þeirra. En með þekkingu á störfunum og árangri þeirra, er vinnan mesta blessun mannkynsins. Það er hollt fyrir æskuna að keppa við náungann og þegar farið er að keppa í hagnýtum störfum, þá er vel farið, sagði ráðherrann og óskaði starfsíþróttahreyfing- unni gæfu og gengis. RÆA ÁRNA G. EYLANDS Næstur talaði Þorsteinn Sig- urðsson, bóndi í Vatnsleysu, for- maður Búnaðarsambands ís- lands og loks Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, sem eins og áður segir má telja brautryðj- anda starfsíþrótta_hér á landi. Hann ræddi nokkuð um gildi starfsíþróttanna. Þeirra hlutverk er, sagði Árni, að efla kunnáttu og dugnað í störfum, jafnframt því sem starfsíþróttin á að vekja háttprýði og metnað hjá þeim, sem starfið vinnur stuðla að Myndin er frá fyrstu keppninni, sem fram fór hér á landi í því að leggja á borð. Ý Keppandinn i búpeningsdómum verður að athuga margt 2. Sigríður Vigfúsd. Skeið. 85 ’ 3. Helga Eiríksd. Skeið. 80 4. Marta Hermannsd. Ölf. 65 Þríþraut: 1. Aauður Kristjánsd. Biskt. 95 2. Arndís Erlingsd., Vöku 83 3. Ragnh. Ingvarsd., Vöku 81 4. María Guðmundsd., Ölf. 80 Línstrok: 1. Ingibjörg Jónasd., Ölf. 77 2. Marta Hermannsd., Ölf. 70 RÆÐA STEINGRÍMS STEINÞÓRSSONAR Eftir hádegis fóru fram ræðu- höld í samkomuhúsinu. Formaður Ungmennafélags Ölfusinga bauð gesti velkomna með nokkrum ávarpsorðum, en síðan tók til máls Steingrímur Steinþórsson, landbúnaðarmála- ráðherra. Fór ráðherrann fögrum orðum um þá hugsjón, sem starfsíþrótt- irnar væru grundvallaðar á. Hann kvað það skyldu allra þegna þjóðfélagsihs að skila þeirri menningarai'fleifð, sem þrjátíu kynslóðir á íslandi hafa skapað meiri að vöxtum í hendur næstu kynslóðar heldur en við 1 Var tekið. í baráttunni fyrir því auknu verksviti og skilningi manna á störfunum. Starfsíþróttin gerir verk- in virðuleg í augum keppandans og í augum áhorfendans, vegna þess að það þarf snilli og kunn- áttu til að leysa þau vel af hendi. Þeir, sem þau vinna bezt stækka að virðingu að sama skapi og menn bera meiri virð- ingu fyrir störfunum sjálfum, sagði Árni G. Eylands. STARFSHLAUPIÐ Að ræðuhöldunum loknum fór fram keppni í síðustu tveim- ur greinunum starfshlaupi og akstri traktora. Voru keppendur 9 í starfshlaupinu og 14 í trakt- orsakstrinum. Starfshlaupið er þraut sem reynir jafnt á andlegan þroska keppandans sem líkamlegt at- gerfi. Á hlaupaleiðinni, sem er ekki mjög löng, eru 6 „stöðvar“, þar sem keppandinn verður að nema staðar og leysa ákveðið verkefni. Á einni stöðinni verð- ur hann að geta sér til um hvað ákveðinn flötur er margir fer- metrar. Á annari stöðinni verð- ur hann að svara þremur spurn- ingum, sem dómnefndin útbýr, á þriðju stöðinni verður hann að þekkja tvær áburðartegundir, 2 Tíminn er lagður til grunu- vallar og svari hann einhverju rangt, er ákveðnum sekúndu- fjölda bætt við tíma hans. Þann- ig kann því svo að fara, að sá sem er lengst að hlaupa vega- lengdina verði fyrstur í keppu- inni, svari hann öllu rétt. Úrslit í þessu hlaupi urðu: Umf. min. sek. Starfshlaup: 1. Hafst. Þorvaldss. Vöku 15.37 2. Andrés Björnss., Skeið 15.5A 3. Hafliði Kristjörnsson, Skeið 18.19 4. Jón Fanndal, Ölf. 18.25 Hafsteinn hljóp vegalengdina á. skemmstum tíma en Andrés var honum hættulegur keppinautur,. því svör hans voru réttari. KEPPNIN í TRAKTORSAKSTRI Starfsíþróttakeppni í traktors- akstri er miðuð við að leysa nokrar þrautir. Til þess að það' takizt glæsilega þurfa þeir, sem keppa, að hafa fullkomið vaid á traktornum og geta gert hlutina á réttan hátt. Allt eru þetta atriði, sem koma fyrir við dag- leg störf, og hafa því hagnýta þýðingu. Hér fer saman leikur og list, þeim til gagns og gam- ans, er keppir og áhorfendum til yndis og lærdóms. Akstur og notkun traktorsins er íþrótt, sem eigi verður lærð, nema sam- an fari þekking, æfing og hátt- prýði, segir í bæklingnum um traktorsakstur. Brautin, sem ekin er, á ekki að vera skemmri en 400 metr ir. Þrautin er að aka gegnum 13 hiið með kerru aftan í traktorn- um og eru hliðin aðeins 15 m. breiðari en kerrann, þannig, að ekki má skeika miklu. Er ekið í gegnum hliðin ýmist aftur á bak eða áfram, aka á aftur á bak eftir planka 10 m löngum og 25 cm. breiðum, þannig að annað hjól kerrunnar, annað aft- urhjól og annað framhjól trakt- orsins fari eftir plankanum, snúið er við á vegamótum og að lokum kerrunni lagt að brúsa- palli. ■ Gefin eru stig fyrir tímann. sem keppandinn notar til að aka. brautina. Jafnframt eru gefin stig fyrir að leysa hinar einsl öku þrautir. Hæsta mögulega stiga- talan er 100 stig, en dregið er frá keppandanum ef hann fellir hlið eða leysir ekki einhverja þrautina rétt. Keppendur í dráttarvélaakstr- inum voru 14 og urðu úrslifc þessi: 1. Karl Gunnlaugss, Hrunam. 72. 2. Bogi Melsteð, Skeið 71 . 3. Magnús Tómasson, Eyfeil. 69- 4. Ragnar Guðlaugss. Bagsbr. 6® Lokaúrslit mótsins urðu þessi: stigr 1. Umf. Ölfusinga Skeiðamanna Biskupstungna Vaka Hrunamanna Laugdæla Eyfeilingur Dagsbrún Ásahrepps 22 Mi 17 9 9 8 714 3 1 0 ÁNÆGJULEGT MÓT Veðrið setti sinn svip á þetta. mót. Ausandi rigning var allan. daginn. Þrátt fyrir það var þátt- takan mikil — 68 keppendur frá. 9 ungmennafélögum — og áhorí- Framh. & bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.