Morgunblaðið - 18.09.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1953, Blaðsíða 1
16 sáður 40. árgangur 211. tbl. — Föstudagur 18. september 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Markmið Sjdlfstæðismanna í byggingarmdlum: Sem ílesfir bœjarbúar eignist íbúð fyrir fjölskyldu sína Bæjarstjóra fagnar auknu byggingarfrelsi og afnámi fjárhagsráðs . . J|. Ifc ■*» i'». . 'SjfeJWí ' ’■* 5*»ví . ...J FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti eftirfarandi í gær- kvöldi: Forseti íslands hefur í dag gefið út bréf, er kveður Al- þingi til fundar fimmtudaginn 1. október n.k. Fer þingsetningin fram að lokinni guðsþjónustu í dóm- kirkjunni, er hefst klukkan 13.30. Nor&maður set- ur heimsmet 1000 m hlaupi ÓSLÓ, 17. sept.: — Audun Boysen setti nýtt heimsmet í 1000 metra hlaupi á Bislet- velli í kvöld. Hljóp hann sprettinn á 2:20,4 mín. Belgíu- maðurinn Roger Möns hljóp á 2:20,9. | Gamla heimsmetið átti Júgó -Slafinn Young Wirth. Var það 2:21,3 min. — NTB. I BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær ítarlega tillögu um húsnæðismál frá Gunnari Thor- oddsen borgarstjóra og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins. Var þar lýst yfir ánægju með það fyrirheit hinnar nýju ríkisstjórnar að stuðla að útvegun lánsf jár til umbóta í hús- næðismálunum og auknu byggingarfrelsi. Jafnframt var þv lýst yfir í tillögunni að bæjarstjórnin muni greiða fyrir íbúðabyggingu einstaklinga og félaga í bænum með það megin takmark fyrir augum að sem flestir bæjarbúar geti búið í eigin íbúð. Vegna núverandi húsnæðisvandræða heim- ilar bæjarstjórnin að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að greiða úr erfiðleikum þeirra, sem við borð liggur að bornir verði út úr íbúðum sínum 1. okt. n. k. Lækkun forvaxfa LUNDÚNUM OG PARÍS, 17. sept.: — Englands- og Frakk- landsbanki hafa lækkað forvexti úr 4% í 3,5%. Kom þessi ráðstöf- un óvænt. Hugsa menn sér að stuðla þannig að verðlækkun, með því að iðnaður fái ódýrara lánsfé. — Reuter-NTB. Á kartöfluökrunum við Reykjavík vinna ungir sem gamlir að færa björg í bú. Myndin er tekin í góða veðrinu á miðvikudaginn tr mikill mannfjöldi notaði góða veðrið til að taka upp úr garði sínum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Beykvíkmgar munu taka upp um 80 þús. poka af kartöflum Leigugarðarnir eru nú um 140 hektarar. UM ÞESSAR mundir stendur kartöfluuppskeran sem hæst hér í Reykjavík. Hundruðum saman ganga bæjarbúar til uppskerustarfa á kartöfluökrum, sem Reykjavíkurbær hefur lagt þeim til og ná yfir rúmlega 140 hektara lands. Uppskeran verður fyrirsjáanlega mjög mikil. — Að því er ræktunarráðunautur Reykjavíkurbæjar, E. B. Malmquist, tjáði Mbl. í gær, þá munu Reykvíkingar fá upp úr garðlöndum sínum í ár um 40.000 tunnur. Er það um 10.000— 15.000 tunnum meiri uppskera en búizt var við í vor, er lokið var að setja niður í garðana. Lögregla tveggja ríkja leitar konu og þriggja barna Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. GENF, 17. sept. — Brezk og svissnesk lögregla leitar nú í ákafa brezku konunnar Melindu MacLean, sem hvarf fyrir 5 dögum ásamt þremur börnum sínum ungum. Þykir hvarf hennar ekki síð- ur dularfullt en hvarf manns hennar, starfsmanns brezka utan- ríkisráðuneytisins, 1951. McCarthy ástfanginn NEW YORK, 17. sept. Joseph McCarthy öldungadeildar- maður ætlar að kvænast 43 ára gamalli stúlku frá Wis- consin. Heitir hún Jean Kerr og er einkaritari unnusta síns. Stórblaðið New York Daily Mirror segir frá þessu í dag. Fylgir það sögu blaðsins, að McCarthy hafi fyrir nokkrum dögum dregið einbaug á fing- t or unnustu sinni. Ef miða ætti við það verð sem framleiðendur fá nú fyrir kart- öflupokann hjá kaupmönnum hér í bænum, en það eru 120 krónur, þá er kartöfluuppskera bæjarbúa í ár um 960.000 króna virði. Undanfarna daga hefur mikill mannfjöldi verið við uppskeru- störf í leigugörðunum, svo og í görðum í erfðafestulöndum hér við bæinn. ALDREI MEIRI UPPSKERA Önnur éins kartöfluuppskera og nú er fyrirsjáanleg, hefur ekki verið hér í Reykjavík, sagði ræktunarráðunautur, en það eru Framh. á bls. 12 ÞAR SÁST HÚN SEINAST < Umsjónarmaður bifreiða- geymslu í Lausanne ber, að hún hafi skilið Chevrólettinn sinn eftir fyrir 5 dögum og gengið síðan í átt til járnbrautarstöðv- arinnar. Fyrr um daginn tjáði hún móður sinni, að hún mundi skreppa í 5 daga heimsókn til bæjar skammt frá Lausanne í boði kunningja. Hafði hún af til- viljun hitt hann á götu, en hann boðið henni að heimsækja sig og konu sína. Endilega áttu börn- in að vera með. ROBIN DULARFULLI Enginn' veit, hver þessi maður er, en Melinda kallaði hann Robin og sagði, að hann hefði unnið með manni sínum, þegar hann starfaði í Kairó. í morgun barst skeyti frá Melindu til móður hennar, þar sem hún segir, að heimkoma sín geti dregizt. Lögreglan þyk- ist hafa fært sönnur á, að skeyt- ið hafi verið sent frá sama bæ og konan ætlaði til, en lýsingu á konu, sem afhenti það ber ekki heim við útlit Melindu. VAR HENNI RÆNT? Lögreglumenn eru ráðþrota. Helzt gera menn ráð fyrir, að henni hafi verið rænt og muni aldrei til hennar spyrjast frek- ar en manns hennar. Séu þau hjón bæði austan járntjalds. Aðrir telja aftur á móti hugs- anlegt, að Melinda dveljist enn í Sviss og muni koma fram í dags ins ljós innan skamms. Öllum landamærum er gætt örugglega. Dean var (ramseldur fjendum sínum SEOUL, 17. sept. — Tveir Kóreu menn hafa viðurkennt að hafa framselt bandaríska hershöfðingj ann William Dean í hendur norð- anhernum við Taejon í Suður- Kóreu í ágúst 1950. Fengu þeir 50 dali fyrir viðvikið. — Dean hefir verið skilað nýlega. Reuter-NTB Sipr fyrlr Adenauer STRASSBORG, 17. sept. — Alls- herjarnefnd Evrópuráðsins sam- þykkti í dag einum rómi, að kalla s'aman ráðstefnu níu ríkja að ári til að fjalla um framtíð Saar- héraðs. Telja kunnugir, að þetta sé mikill sigur fyrir Vestur- Þýzkaland. TILLAGA SJALFSTÆÐIS- MANNA Tillaga borgarstjóra og bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýsir ánægju sinni yfir þeirra stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar að stuðla að auknum íbúðabyggingum í kaupstöðum og kauptúnum og fyrirheitum hennar um áukið lánsfé til þeirra framkvæmda. Jafnframt heitir bæjar- stjórn því,. að hún muni a£ sinni hálfu greiða fyrir íbúða byggingum einstaklinga og félaga í bænum, með það fyrir augum, að sem flestir bæjar- búar geti eignast íbúð fyrir fjölskyldu sína. AUKIÐ FRJÁLSRÆÐI Bæjarstjórnin telur, að ekki verði ráðin bót á húsnæðis- vandræðunum í bænum með öðrum betri hætti en þeim, að gera sem flestum fært að eign- ast íbúðir og væntir þess, að verulega muni á vinnast í því efni innan skamms með auknu frjálsræði til íbúðabygginga. Bæjarstjórnin telur nauðsyn legt að hraðað verði sem mest útvegun og úthlutun þeirra 16 millj. kr til smáíbúðalána, sem síðasta Alþingi samþykkti. Vegna núverandi húsnæðis- vandræða heimilar bæjar- stjórnin nauðsynlegar fjár- greiðslur til að greiða fram úr erfiðleikum þeirra, sem við liggur að verði bernir út úr íbúðum um og eftir þann 1. okt. n. k.“. KOMMÚNISTAR SÁTU HJÁ Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum bæjarfull- i trúa Sjálfstæðismanna, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins. En kommúnistar sýndu hug sinni* til raunhæfra umbóta í húsnæðismálum Reykvíkinga með því, að sitja hjá, greiða ekki atkvæði!! Flutti Guðmundur Vig- fússon venjulega þvælu um það, að allt of skammt væri gengið í þessari tillögu!! Kjarni málsins var auðvitað sá, að kommúnistar höfðu ekkert til málanna að leggja frekar en fyrri da,ginn, þegar rætt er um Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.