Morgunblaðið - 18.09.1953, Síða 11

Morgunblaðið - 18.09.1953, Síða 11
Föstudagur 18. spet. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Verðlaun fyrir fegurstu garða í Rvík afhent í gær UNDANFARIN 5 ár hefur Fegr- unarfélag Reykjavíkur veitt verð laun og viðurkenningu fyrir feg- ursta skrúðgarðinn í Reykjavík. — Hinn 18. ágúst s.l., á afmælis- degi höfuðborgarinnar,. var val- inn fegursti skrúðgarðurinn 1953 og fyrir valinu varð, skrúðgarð- ur Hilmars Stefánssonar, banka- stjóra og konu hans frú Margrét- ar Jónsdóttur að Sólvallagötu 28. — I gær afhenti formaður Fegr- unarfélagsins, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, garðeig- endunum verðlaunin, sem voru fallegur silfurbikar, sem eigend- ur fegursta skrúðgarðsins 1952, frú Sigríður og Harald Faaberg, Laufásveg 66, gáfu. Auk þess hlutu Jakob Jónsson og Aðal- heiður Gísladóttir, Sigtúni 53 og Guðmundur Jónsson og frú Þóra J. Magnúsdóttir, Otrateig 6 við- urkenningu — plöntur fyrir 300 kr. hvort, sem Fegrunarfélagið og Schröder garðyrkjumaður gáfu og Björn Þórðarson og frú Elsa D. Jónsdóttir, Flókagötu 41, hlutu úðun á garð sinn í vetur frá Fél. ísl. garðyrkjumanna. <JR RÆÐ VILHJÁLMS Þ. GÍSLASONAR Formaður Fegrunarfélagsins, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri, hélt ræðu og bauð eig- endur þeirra skrúðgarða er hlutu yiðurkenningu velkomna, en það yoru alls 13 garðar sem hlutu viðurkenningarskjöl féiagsins. Vilhjálmur minntist m. a. á að Fegrunarfélag Reykjavíkur hefði viðhaldið þéssum sið til þess að reyna að hvetja til fegrunar á bænum. Góðir og fagrir garðar eru prýði á hverjum bæ og hafa skrúðgarðarnir gerbreytt öllum svip bæjarins á örfáum árum. En það er ekki aðeins Fegrunar- félagið sem þarna er að verki. Það eru margir, sem hlut eiga að máli, bæði bæjarbúar sjálfir og bæ j aryf ir völdin. FEGRUNARFÉLAGIÐ REIÐUBÚIÐ Þá hefur Fegrunarfélagið haft ýmislegt annað á prjónunum, svo sem að veita viðurkenningu fyr- ir snyrtileg og haganlega gerð hús. Þá hefur félagið 3 stand- tnyndir, sem það vill reisa. Ein af þessum myndum hefur vakið nokkurt umtal, en það er „Vatns- berinn“. Mál þessi eru í deigl- unni hjá yfirvöldum bæjarins, en félagið^er reiðubúið með sitt framlag. Það bíður aðeins eftir að fá leyfi til að fegra bæinn. Bærinn sjálfur hefur lagt mik- ið til þess að fegra höfuðborg- ina og má í því sambandi nefna ráðamenn bæjarins, skipulags- menn, verkfræðinga og garð- yrkjumenn, þeir hafa allir gert sitt og breytt hverju moldarflag- inu af öðru í skrúðgarða, gras- bletti og fögur torg. Ag. Eiríksson, Túngötu 7 Gísli J. Johnsen, Grenimel 43 Aron Guð- brandsson, Njálsgötu 11 Harald- ur Amundínusson, Miðtún 15 Theodór Gíslason, Hverfisgötu 29 frú Bodil Begtrup, Nesveg 58 Tryggvi Benónýsson, Barmahlíð 19 Erlendur Pálmason og Sveinn G. Björnsson, Barmahlíð 21 Bald- vin Skaftfell og Jón Möller, Barmahlíð 23 Kristinn Andrés- son, Barmahlíð 25 Högni Eyjólfs- son. UMFANGSMIKIÐ STARF DÓMNEFNDAR Dómnefnd sú, er sá um val skrúðgarðanna var skipuð þess- um mönnum: Jóhanni Schröder, garðyrkjumanni, Sigurði Sveins- syni, garðyrkjuráðunaut bæjar- J ins og Hafliða Jónssyni form. Fél. ísl. garðyrkjumanna. — Hef- I ur nefndin innt af höndum um- fangsmikið starf og var henni þakkað það í gær við verðlauna afhendinguna. Stjórn Fegrunarfélagsins skipa nú, formaður Vilhjálmur Þ. Gísla son, útvarpsstjóri, meðstjórnend- ur, Jón Sigurðsson, borgarlæknir, Ragnar Jónsson, forstjóri, Björn Þórðarson, forstjóri og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Undir borðum við afhendingu verðlaunanna tóku einnig til máls Aron Guðbrandsson, for- stjóri, og þakkaði Fegrunarfélag- inu og bænum störf þeirra og hvatti til áframhalds, og í sama streng tók Kristinn Á. Eiríksson og loks talaði Sehröder garð- yrkjumaður um framfarir garð- yrkjunnar í bænum og hlut heim ilanna í henni. .Kinnarhvo Issysfu r' á íiafirði ÍSAFIRÐI, 16. sept. — Kvenfé- lagið Brautin í Bolungavík hafði tvær sýningar á ævintýraleikn- um Kinnahvolssystur í Alþýðu- húsinu á ísafirði s. 1. sunnudag og þriðju sýninguna á mánudags- kvöldið. Var aðsókn mjög góð á allar sýningarnar og hrifning áhorfenda mikil. Áður hafði félagið haft eina sýningu á leiknum í félagsheim- ilinu í Bolungavík. Ungfrú Hulda Runólfsdóttir frá Hafnarfirði hafði leikstjóm með höndum og lék jafnframt aðalhlutverkið Úlriku. Tókst ung frúnni hvort tveggja með mikl- um ágætum. Leiksviðsstjórn annaðist Guð- mundur M. Pálsson, einnig með prýði. Gengu hinar tíðu sviðs- skiptingar mjög greiðlega miðað við hinar erfiðu aðstæður. Guð- mundur fór einnig með hlutverk Jóhanns, unnusta Úlríku. Aðrir leikendur voru Hildur Einars- dóttir, Þórður Hjaltason, Jónatan Einarsson, Benedikt Þ. Benedikts son, Halldóra Sigurgeirsdóttir, , Friðgeir Einarsson, Sveinn Ágústsson og Bjarni Magnússon. Þessar sýningar voru Bolvík- ingum til mikils sóma og sýndu að þeir hafa lagt mikla rækt við starf sitt. Mun mörgum eldri ísfirðingum hafa þótt ánægjulegt að sjá þarna gamlan kunningja öðru sinni, en leikurinn var sýnd ur hér á ísafirði árið 1920. Þakka allir ísfirðingar þeim sýningarn- ar. — J. Komnir til Bandaríkja OSLO 16. sept. — Margir af yfir hershöfðingjum Norðmanna eru nú komnir til Bandaríkja til skrafs og ráðagerða við starfs- félaga sína þar. Frá sýningu Bolvíkinga á Kinnarhvolssystrum. Sýning á Kinnarhvols- sysirum í Bolungarvík EIN GLÆSILEGASTA samkoma, sem haldin hefur verið í Félags- heimilinu í Bolungarvík, var frumsýning ævintýraleiksins Kinnar- hvolssystra, sem Kvenfélagið Brautin gekkst fyrir á laugardaginn var undir leikstjórn Huldu Runólfsdóttur, kennara. SKRÚÐGARÐARNIR BÆJARFRÝÐI En höfuðatriðið í þessu máli er að halda uppi skynsamlegri, heil- brigðri og fjörugri samvinnu einstaklinga og bæjarfélagsins um að koma þessum málum í framkvæmd. Fegrunarfélagið hefur bent á ýmsar leiðir til fegr- Unar, ýtt undir og hjálpað til þess að koma ýmsum fram- kvæmdum í verk. Skrúðgarðarnir eru til sóma þeim, sem þá hafa ræktað og þeir eru einnig bæjarprýði. Þeir hafa brugðið nýjum svip á allt umhverfið og gerbreytt svip heilla bæjarhverfa sagði formað- Urinn að lokum. ÞEIR SEM FENGU VIÐUR- KENNINGARSKJÖLIN Mikiubraut 7 Gunnar Hannes- SOn, Oddagötu 2 Þorkell Jóhann- .esson, Vesturvallagötu 2 Kristinn Húsfyllir var í Félagsheimil- inu í Bolungarvílc á laugardags- kvöldið var, þegar Kvenfélagið Brautin frumsýndi Kinnarhvols- systur, æfintýrasjónleik danska höfundarins C. Hauchs. Mjög var vandað til sýningar þessarar bæði að ytra búnaði og efnismeð- ferð. Hulda Runólfsdóttir, sem var kennari í Bolungarvík um þriggja ára skeið áður en hún fluttist til Hafnarfjarðar, hefur dvalizt hér í þrjár vikur og stjórn að æfingum og öðrum undirbún- ingi leiksins. Hulda lék sjálf að- alhlutverkið, ÚlrikkU, en það hlutverk hefur hún leikið með Leikfélagi Hafnarfjarðar við góð an orðstír. Enda heillaði lista- konan áhorfendur í þetta skipti gersamlega með tilfinningarík- um og hnitmiðuðum leik sínum. Hlutverkaskipuri að öðru léyti var þessi: Hildur Einarsdóttir lék Jó- hönnu, Þórður Hjaltason Jón bónda, Guðmundur M. Pálsson Jóhann unnusta Úlrikku, Jóna- tan Einarsson . Axel unnusta Jó- hönnu, Benedikt Þ. Benediktsson lék bergkonunginn, en Halldóra Sigurgeirsdóttir Ingibjörgu, Jón Fr. Einarsson Gústaf, Sveinn Ágústsson dreng og Bjarni Magnússon öldung. Auk þessa voru bergandar, púkar, söngfólk og gestir. Guðmundur M. Pálsson var leiksviðsstjóri. Leikstjórn Huldu Runólfsdótt- ur var mjög heilsteypt og má efalaust þakka hénni að veru- legu leyti, hve allir leikendur fóru vel með hlutverk sín, en þar mátti varla snöggan blett á finna og samleikur var ágætur. Kinnarhvoissystur er í 8 sýn- ingum og leiksviðsskipti tíð. — Framh. á bls. 12. I Þorscafé ! Gömfy og nýju dansarnir | ■ að Þórscafé í kvöld kl. 9. ■ ! “. ; Guðmundur R. Einarsson og hljómsveit. ■ ■> Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 — Sími 6497. í TJARNARKAFFI TJARNARKAFFI 2) anó telL ur Almennur danslcikur verður í kvöld klukkan 9. Söngvari: Ragnar Bjarnason. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Félag járniðnaðarnems. Hafnarfjörður — Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur CÉémlis dansana í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 19. þ. m. Miðapantanir í síma 9943 og eftir kl. 8 í húsinu. NEFNDIN Alvöruorð til Reykvíkinga EMANUEL MINOS í ■ flytur erindi í Fríkirkjunni í kvöld kl. ; ■ 8,30, sem hann kallar: Aðvöruorð til Reykvíkinga. Allir eru velkomnir. ; ORBSENDING frá Sindra h.f. Símanúmer okkar er nú 8-24-22 SINÐRI H.F.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.