Morgunblaðið - 27.09.1953, Page 9

Morgunblaðið - 27.09.1953, Page 9
Sunnudagur 27. sept. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugarcfagiir 26. september Haustannir — Utanríkisverzlun — Alþýðuflokksformaður í liðs- bón hjá kommúnistum — Fjöllin, fólkið og varnir landsins — Fyrirspurn til Brynjólfs og Einars — Gagnleg reynsla Haustar að EITT hið sólbjartasta og hagstæð asta sumar síðari ára hér á landi er nú senn á þrotum. Haustsvip- urinn er tekinn að færast yfir landið. Ennþá hefur þó aðeins slegið snjóföli á hæstu fjallatinda og öræfi. En sjó er tekið að ó- kyrra og brátt er allra veðra von. Réttir og sláturtíð stendur nú sem hæðst. í ýmsum héruðum landsins er sauðfénaður á ný rek inn til réttar eftir að fjárskipti hafa farið fram, nýr og hraustur fjárstofn fenginn í stað hins mæðiveika sem skorinn var nið- ur. Fjárskiptin hafa kostað mik- ið fé. En vonir standa til þess að jmeð þeim hafi verið sigrast á skæðasta búfjársjúkdómi, sem herjað hefur íslenzkan landbún- að. Karakúlpestirnar hafa vald- ið íslenzkri bændastétt og þjóð- ínni í heild gífurlegu tjóni. En Jþær hafa hvatt til aukinnar var- færni í sóttvörnum. Það gáleysi, sem réði innflutningi karakúl- hrútanna á sínum tíma, mun ekki endurtaka sig. Útflutningur til 30 landa í NÝÚTKOMNUM hagtíðindum er frá því skýrt að við íslending- ar höfum á fyrstu 8 mánuðum |>essa árs flutt út vörur til um það bil 30 landa, fyrir rúmlega 385 millj. kr. Það iand, sem mest hefur keypt af okkur á þessu tímabili eru Bandaríkin. Þangað hafa verið fluttar íslenzkar af- Urðir fyrir 73,4 millj. kr. Næst kemur Bretland, sem keypt hef- ur vörur fyrir 52,8 millj. kr. og þriðja í röðinni er Portugal sem keypt hefur fyrir tæplega 35 jnillj. kr. Þau 10 lönd önnur, sem mest hafa keypt af okkur á umræddu tímabili eru þessi: Vestur-Þýzkaland, 28,2 millj. kr., Austur-Þýzkaland, 25.3 millj. kr., Spánn 22,2 millj. kr., Sviþjóð 17,6 millj. kr., Rússland 12,05 millj. kr., ísrael 11,2 millj. kr., Finnland 10,7 millj. kr., Ítalía 10,3 millj. kr., Brezkar nýlendur I Afríku 10,3 millj. kr., og J3razilía 9,8 millj. kr. Stefna okkar fslendínga í afurðasölumálum okkar er og hefur jafnan verið sú, að verzla við alla, sem við okkur vilja kaupa. Og það hlýtur að •verða takmark okkar fram- vegis sem hingað til að afla afurðum okkar markaða sem víðast. Með þeim hætti sköp- um við atvinnuvegu mokkar «g þjóðinni í heild mest ör- yggi um afkomu sína. i Báðu kommúnista um vernd í HINNI dæmalausu ræðu for- manns Alþýðuflokksins, sem Al- þýðublaðið skýrði frá s.l. fimmtu dag greindi hann frá því, að Al- þýðuflokkurinn hefði lýst sig xeiðubúinn til þess að mynda minnihlutastjórn með Framsókn- arflokknum. En hann hafði einn- ig gert meira. Hann „athugaði möguleika á því að tryggja það, að minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins fengi varizt vantrausti þeirra flokka, sem hefðu viljað knýja fram haustkosningar, ef hún yrði mynduð. Gekk Alþýðuflokkur- inn úr skugga um að þetta væri unnt“. Þessi ummæli hafði Alþýðu- hlaðið eftir formanni flokksins. Alþýðublaðið 24. sept. s.l.: „Næst athugaði Alþýðuflokkurinn möguleika á að tryggja það að minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokk s:ns fengi varizt vantrausti þeirra flokka sem hefðu viljað knýja fram haustkosningar, ef hún yrði mynduð. Gekk Alþýðuflokkurinn úr skugga um, að þetta væri unnt.“ !!! sem nú stendur yfir í heiminum. Það eru þeir, sem bera ábyrgðina á því að um þessar mundir þruma fallbyssur á Atlantshaíi og jafnvel inn til fjalla og dala x nyrztu byggðum Vestfjarða. í eyrum þessarar friðsömm þjóðar er sá gnýr framandi. En það er ekki hennar sök að hann berst nú að ströndum hennar. Engin fórn ÞEGAIt flestar frjálsar þjóði*- leggja fram ógrynni fjár til varma. sinna og milljónir æskumanna verja nokkrum árum ævi sinnar í þágu landvarnanna, getur þaS ekki talizt fórn af okkar hálfa að leyfa bandalagsþjóðum okkar þau afnot af óbyggðu svæði i landi okkar, sem fyrr getur. Kommúnistarnir sem halda uppi árásum á stjórn landsins fyrir þessa ráðstöfun gera það ekkF vegna þess að þeir unni íslandi meir, eða virði friðhelgi íslenzkr» útnesja og fjalla meir en aðrir íslendingar. Frumorsök ofsa þeirra og ádeilna er þvert á móti sú, að þeir hafa meiri áhuga á því að greiða götu erlends hern- aðarstórveldis til árása á ísland og hinn frjálsa heim heldur e» að treysta sjálfstæði og örygg* íslenzks fólks. Það er þeim einsk- is virði. Hlutverk þeirra er þaff eitt að þjóna hagsmunum þeirra kúgunarafla, sem steypt hafa mannkyninu út í tryllt vígbún- aðarkapphlaup. Það er með þessu sannað, að formaður Alþýðuflokksins hefur gengið á fund leiðtoga kommúnistaflokksins og beð- ið þá að hjálpa fyrirhugaðri ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins til þess að verjast vantrausti. Og kommúnistar tóku vel í þessa málaleitan og lofuðu því að verða við henni. Stendur á svari ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur ekki ennþá fengizt til að svara þeirri fyrirspurn Morgunblaðsins, hvort miðstjórn og þingflokkur Alþýðuflokksins í heild, hafi staðið að þessari liðsbón for- mannsins til kommúnista. Allt bendir hinsvegar til þess, að um hana hafi aðeins hann og ónefnd- ur prófessor, haft forystu. Er hér um að ræða pólitízkt baktjalda- makk við kommúnista af hálfu Alþýðuflokksins ,sem vekja mun hina mestu furðu meðal almenn- ings, og þá einnig Alþýðuflokks- manna. ' Hinn nýfallni Alþýðuflokks- formaður tekur sig til og gengur með samsærisfélaga sínum á fund Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar og biður þá að blása lífsanda í nasir sam- eiginlegri stjórn hans og Fram- sóknarflokksins. Og Brynjólfur og Einar sögðu já, að sögn Al- þýðublaðsins og formanns Al- þýðuflokksins!!! Allt strandaði svo á vanþakklæti Framsóknar. Hvað segja Brynjólfur og Einar? EN KOMMÚNISTAR hafa ekki fengizt til þess að stað- festa þessa frásögn. Er það rétt að þeir hafi heitið ríkis- stjórn tveggja „hernáms- ílokka“ hlutleysi sínu? Þeirri fyrirspurn er hér með beint til Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonra. Og það er nauðsynlegt að þeir gefi sem allra fyrst skýr og ótví- ræð svör við henni. Fokið í skjól fjarlægðarinnar ÍSLENZKA þjóðin hefur lengst- um ævi sinnar lifað einangruð „langt frá öðrum löndum“. Fram til síðustu tíma hefur hún þess- vegna litið á fjarlægðirnar sem skjól sitt og skjöld þegar óveður styrjalda og mannvíga hafa geng- ið yfir heiminn. Og enda þótt aukin tækni og bættar samgöng- ur hafi haft stórfelld lífsþægindi í för með sér hefði hún þó gjarn- an viljað njóta þessa skjóls áfram. En þess hefur ekki verið neinn kostur. Fyrir því fengu Is- lendingar sönnun í síðustu heims styrjöld. — Þá varð ísland einn hernaðarlega mikilvægasti stað- ur á norðurhveli jarðar. — Fót- festa hér varð þá þeim þjóðúm lífsnauðsynleg, sem börðust fyr- ir frelsi og lýðræði gegn þeim óheillaöflum, sem hrundu mann- kyninu út í blóðugustu átök ver- aldarsögunnar. Síðan þetta gérðist hefur öllum sæmilega vitibornum mönnum orðið það ljóst að varnir íslands voru ekki aðeins þýðingarmiklar fyrir nágranna okkar, sem byggja hin vestrænu lýðræðisríki, held- ur og fyrir íslendinga sjálfa. Eft- ir að ný einræðis- og ofbeldis- stefna hafði hafið undirbúning árásarstyrjaldar áttu hinar frjáisu þjóðir ekki nema um tvennt að velja: Annað hvort að fljóta sofandi að feigðarósi og bíða þess að árásaraðiljanum þóknaðist að gleypa þær, eða að efla með sér samtök til varnar sjálfstæði sínu og öryggi. Hinar vestrænu þjóð- ir völdu síðari kostinn og íslend- inga skorti ekki raunsæi til þess að skilja að örlög þeirra og ná- granna þeirra hlutu að véra sam- eiginleg. Þessvegna samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þings og þjóðar aðild Islands að varnar- samtökum hinna vestrænu lýð- ræðisþjóða. Fjöllin, fólkið og varnir landsins Um þessar mundir hafa þessi samtök efnt til heræf- inga á norðanverðu Atlants- hafi og í nágrenni við strend- ur Islands. Hafa íslenzk stjórn arvöld veitt leyfi til þess, að nokkur hluti þeirra fari fram á óbyggðu landssvæði nyrzt á Vestfjörðum. Kommúnistar hafa fengið eitt af æðisköstum sínum vegna þessara varnaræfinga hinna vestrænu þjóða í ná- munda við ísland og á hinu óbyggða svæði. Hafa þeir reynt að útmála þau „þjóð- svik“, sem í því felizt að slík- ur varnarviðbúnaður skuli hafður í frammi á íslenzku landi eða í námunda við það. Allir Islendingar, allir frið- samir menn í hinum vestræna heimi hefðu áreiðanlega kosið að hinar frjálsu þjóðir hefðu ekki þurft að hefja vígbúnað að nýju að lokinni síðustu styrjöld. Ef þær hefðu ekki þurft þess hefðu heræfingarnar sem nú standa yf- ir á norðanverðu Atlantshafi heldur ekki þurft að fara fram. Þá hefði erlendur her heldur ekki þurft að dveljazt á íslandi í dag. En hin kommúniska of- beldisstefna knúði lýðræðisþjóð- ornar til varnarundirbúnings síns. Hún knúði Islendinga til þess að leita sér skjóls í samtök- um þeirra þjóðá, sem þeim voru skyldastar og standa vildu vörð um sitt eigið frelsi og okkar frelsi. Þáð eru þessvegna komm- únistar, sem bera ábyrgðina á því villta vígbúnaðarkapphlaupi, Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar hefur nú öðl- ast skilning á þessari staðreynd. Þessvegna fer fylgi hins fjar- stýrða flokks nú hrakandi með hverjum deginum sem líður. Gagnleg’ reynsla REYNSLA Vestmannaeyinga af „vinstri stjórn“ sinni, er aS vissu leyti mjög gagnleg. Hún er greinileg vísbending um það, hvernig að samvinna hinna svo- kölluðu „vinstri" flokka blessast, þar sem þeir taka höndum sam- an. í áratugi hafa þessir flokkar sungið sama svanasönginn um það, að þá fyrst væri hagsmun- um almennings borgið er þeim hefði verið falin völdin í landinu. En reynsia Vestmannaeyinga, og raunar ísfirðinga og Akurnes- inga líka, frá þessu líðandi kjör- tímabili sannar að „vinstri stjórn in“, hefur ekki tryggt hagsmuni fólksins. Hún hefur þvert á móti haft í för með sér kyrrstöðu, glundroða og upplausn. Nauð- synlegar framkvæmdir hafa ver- ið vanræktar. Og ekki nóg með það. Það fólk, sem unnið hefur undir stjórn „vinstri" valdhaf- anna hefur ekki einu sinni feng- ið laun sín hjá bæjarfélaginu greidd. Það hefur orðið að leitá til verkalýðssamtakanna og sam- taka opinberra starfsmanna til þess að knýja rétt sinn fram. Þessa sögu þekkir alþjóð nú frá Vestmannaeyjum, þar sem kommúnistar, Alþýðuflokks- menn og Framsóknarmenn hafa farið með völdin tvö s.l. kjör- tímabil. Þessir flokkar koma nú til Reykvíkinga og bjóða þeim forystu sína. Hrindið meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins og fáið okkur stjórn bæj- armálanna, segja málgögn þessara flokka. Svo blind er oftrú þeirra á dómgreindar- skort fólksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.