Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. sept. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 ingvar Frímannsson bóndi Yfri Sképm - Sigríður Guðnodóttir Flekkudul 85 úru ESJAN er stolt okkar Reykvík- inga, þar sem hún skartar í hæfilegri fjarlægð með litbrigð- Um sinna fögru hlíða. Hún er eitt af dásemdarverkum hins víða sjóndeildarhrings okkar. Ef við skyggnumst norður fyr- ir Esjuna, sjáum við engu minni tign. Inn í hana skerast þar dal- ir með háum hömrum, fossum og lækjum. Þar eru og víðir vellir. Við erum komin í Kjósina, blóm- lega og fallega sveit. Ég beini huganum í dag heim að Flekkudal í Kjós.þar sem ung kona, Sigríður Guðnadóttir, vaknaði í morgun við það að hún var orðin 85 ára gömuh Ég sagði ung kona, af því það er ekki skráð í andlit Sigríðar, að hún hafi öll þessi ár að baki. Sag- an er að þessu sinni sjón rík- ari. Sigríður er fædd að Eyjum í Kjós 29. dag septembermánaðar 1868, dóttir h jónanna Guðna Guðnasonar og Guðrúnar Ingj- aldsdóttur, sem þar bjuggu. Hún ólst upp í föðurgarði ásamt stór- um systkinahópi, eða þar til hún 27 ára að áldri giftist Ólafi Ein- arssyni frá Flekkudal, hinum á- gætasta manni, eins og hann átti kyn til. Ungu hjónin hófu strax búskap á föðurleyfð hans. Ekki var það löng bæjarleið, sem Sig- ríður flutti. Frá hinu nýja heim- kynni hennar blasti við sama út-. sýni og frá Eyjum, aðeins úr annari átt, Méðalfellsvatnið, og lönd þau sem að því liggja, auk þess sem í vesturátt sér út yfir sveitina og Hvalfjörðinn. Við sem nú lifum á öld véla- menningar og allskyns líísþæg- inda, getum tæplega gert okkur Ijóst, hvað það var erfitt fyr- ir eignalítið fólk að hefja bú- j skap fyrir aldamótin síðustu. En éftir að hafa kynnst þeim Ólafi og Sigríði í búskap þeirra, vissi maður að það var mögulegt,' vegna þess að dugnaður, sarn-1 vinna, stjórnsemi og ráðdeild, væri gulls í gildi. Það voru hinir góðu eiginleikar þeirra hjóna,1 sem gerðu þeim kleift að koma 1 sjö börnum sínum upp og uel til manns, en tvö börn þeirra létust í befnsku. Þau hjón bjuggu í Flekkudal 40 hamingjusöm ár, eða þar til Ólafur andaðist 9. apríl 1935. Þann dag dró dimmt ský fyrir hamingjusól Sigríðar,1 því þá missti hún þann lífsföru- j naut, sem verið hafði henni hinn óstríkasti og umhyggjusamasti j vinur, og borið hana á höndum sér öll þeirra búskaparár. Eftir fráfall síns ástkæra éig- inmanns hefir Sigríður notið umhyggju barna sinna, sem búa í Flekkudal, auk þess sem hún að hætti nútíðarmanna (Og lög- um samkvaemt) hefir farið í or- • lofsferðir ár hvert. Fer hún þá til barna sinna hér í Réykjavík og á Miðnesi og dvélur þar leng- ur eða skemur eftir ástæðum, því öll vilja þau þá géðu móður hafa í húsum sínum, og. skil ég það vel. Þetta er í höfuðdráttum lífs- saga afmælisbarnsins. En margt hefir gerst á hinni löngu leið og margt hefir breytzt. Þau Sig- ríður hófu búskap í torfbæ með moldargólfum, eins og þá var algengast til sveita á Islandi. Tún og engi voru þýfð og gras- lítil, og hverja mínútu varð að nota til athafna, svo afkoman yrði bærileg. Aðkeyptar nauð- synjar varð að fá frá Reykja- vík og flytja heim á hestum, því um önnur flutningatæki var ekki að ræða. Nútímaæska getur lát- ið sér detta í hug, að fólkið hljóti í þá daga að hafa gengið til starfa með tárum og þurtgum stunum yfir erfiðleikunum, og skolfið undan vetrarbyljunum. En svo var ekki, við eigum ein- mitt tilveru okkar að þakka því, hve margir forfeður okkar gengu til starfa með mikilli þrautseigju, kjarki og vinnugleði. Það var aðalsmerki okkar Islendinga, og ætti að vera það áfram. Árin liðu. Sigríður lifði það að sjá gamla bæinn rifinn og nýtt hús byggt. Þægindin jukust og léttu störfin, og hún liíði mörg hamingjusöm ár í nýja bústaðn- um. En hætturnar eru alltaf á næsta leiti, og fyrir fám árum varð Sigríður að flýja út úr brennandi húsinu, sem svo lengi hafði veitt henni skjól og vernd. En Guð yfirgaf hana ekki held- ur að þessu sinni. Börn hennar byggðu strax stærra hús og betra, með óllum nútíma þægindum, þar sem hún nú eyðir ævikvöld- inu umvafin hlýju og vináttu. Út um gluggann hennar blasa við iðjagrænar túnsléttur, sem vélamenning nútímans hefur skapað Meðalfellsvatn er hið sama og áður, en í landi hafa risið upp fjöldi sumarbústaða Reykvíkinga, sem reyna að njóta ögn sveitasælunnar á sína vísu. Hestar sjást nú sjaldnar til mann- flutninga, en bílar þjóta um þvera og endilanga Kjósina. Allt er á ferð og flugi. Allt er breytt frá því sem áður var, nema hjartalag og drenglyndi Sigríð- ar. Nú fyrst skil ég hvers vegna hún söng svo oft við vinnu sína fyrir rúmum þrjátíu árum. Ætli það sé ekki einmitt þess vegna, sem hún í dag er ekki eldri en hún sýhist — hvað sem kirkju- bækurnar segja. Ég held að Sigríður sé ein af þeirh fáu sém snemma hefir fund ið lykilinn að sanníi lífsham- ingju: að ganga glöð til verka og vera þakklát fyrir allt, sem lífið gefur henni, — að miðla öðrum af lífsþrótti áínum. Ég minnist með þakklæti um- hyggju og hlýju Sigríðar frá því að ég var óþekktarangi eða lít- ill kaupamaður í Flekkudal. Ég veit líka að allir, sem kynnzt hafa Sigriði og nótið vináttu Framh. ó bls. 12. Fæddur 17. marz 1903 Uáinn 23. sept. 1953 í DAG er til moldar borinn bónd- inn Ingvar Frímannsson frá Ytri- skógum í Kolbeinsstaðahreppi. En hann lézt af heilablæðingu 23. þ. m. svo sem hefir verið getið í blöðum. En rangt með farið að því leyti, að ekki mun hafa verið um slys að ræða í vmijulegum skilningi þess orðs. Heldur hitt að Ingvar heitinn hneig af hesti sínum af sömu orsök og skóp honum örlög um aldur fram. En hann stóð rétt á fimmtugu er hann lézt. Ingvar bjó með bústýru, Guð- rúnu Pétursdóttur, og áttu þau einn son, Benedikt Hákon, nú tæpra tveggja ára. Foreldrar Ingvars voru þau Una Benediktsdóttir, sem dvelur nú aldurhnigin á elli- heimilinu í Hveragerði og Frí- mann Sigurðsson frá Miklaholti, Hraunahreppi, Mýrarsýslu. Þegar faðir Ingvars féll frá voru börnin ung og í ómegð, fyrirvinnulaus og végalítil. — Dreifðist þá systkinahópurinn og höguðu atvikin því svo, að öll • sín unglingsár átti Ingvar heit- inn sín spor og mal vestan Hvít- ár, í Kolbeinsstaðahreppi. Og er hann dó, bú og jörð, Ytri-Skóga, í brattri hlið Fagraskógafjalls. Er þaðan útsýn mikil um nær- sveitir og allt á sjó fram, mörkuð ' sjónbaug. Orkar ekki tvimælis að þar kunni hann við sig og undi hag sínum vel. Ingvar vár greind- | ur maður og hagorður en um 1 margt sérstæður og fór oft eigin leiðir og ekki almennar. Ég hefi þekkt Ingvar Frímanns son um langan aldur. Enda á líku reki. Og þótt hann eyddi æfi sinni í sveit en ég við sjó, lágu þó leiðjr okkar oft og löng- um saman. Kynni mín af Ingvari | eru hvort tveggja, varanleg og j góð. Öll sín unglingsár og síðar sem 1 fulltíða maður og bóndi, dvaldi Ingvar í Kolbeinsstaðahreppi, trýggur sinni sveit og samferða- mönnum. Æfi og starf bóndans ' mun hann snemma hafa valið séf að hlutskifti, og innti þau störf öll af hendi með festu og dugnaði. J Ekki hlaut IngVar heitinn neina menntun umfram þá, er í hlut kom fátækum og umkomu- litlum, enda meðal vandalausra og háður sínu brauðstriti. En Ingvar var kjarkmaður, brekku- sækinn og þrautseigur. Ög fyrir þá eiginleika náði hann settu marki. Hóf sig úr fátækt til bjargálna. Og gat því nú, er yfir lauk, litið yfir farinn, oft tor- sðttan veg, með hreikni og gleði þess, er farartálmana hefir að baki en framundan breiðan veg álits og velmegunar. I Ég nefndi fyrr skáldhneigð Ingvars, og Vil hér, vegna þeirra er minná þekkja til, tilfæra eftir- mæli hans, eftir Markús Benja- mínsson, bónda að Ytri-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, en hann dó fyrir rúmum tveim áratug- um. Fer þar saman fögur mann- lýsing, Vel sögð og sönn. Munu það allir bera. I í hans framkomu vinsemd var, vonglaður áfram gekk Ásýnd góðleg, en gæflegt svar gestina laðað fékk. I Vikna, ef gæti sorgir sýnt, sannlega myndi fold. Nær ’ins hugprúða, hærum krýnt, höfuð er lagt í mold. ' Ingvár þótti beinskeyttur í ferhendum sínum. En svona gat hann líka ort. SáttfúsUm, bljúg- um huga. —- Í Laét ég svo lokið þéssum kveðjuorðum mínum og minn- inghm um Ingvar Frímannsson.: Þakka honum margar hugþekk- ar samverustundir, bæði á heimili mínu og eins þær ér fleygar urðu Mlnningarorð. er leiðir lágu saman í sveitinni okkar. Blessuð sé minning beggja jafnt. Bóndans og samferða- mannsins. Alexander Guðmundsson. ★ INGVAR FRÍMANSSON var fæddur og alinn upp í fátækt. — Hann naut engrar skólavistar utan hins nauma undirbúnings fermingar. Hann varð snemma að sjá um sig sjálfur, og var hon- um það ljúft því maðurinn var strax í æsku sjálfstæður í hugs- 1 un og spurði lítt til vegar hvert halda skyldi eða hvert farið.Hann var í eðli sínu baráttumaður og j úthaldsgóður. Ingvar var skap- maður mikill, og ekki var hon- um lagið að verða samrekstra eða berast með straumi. Honum var óljúft að ganga undan veðri eða halla. Hann var glaður í skapi er hann fór móti stormi og drjúgstígur á brekku. j Eðli Ingvars réði því að hann f valdi sér bústað þar sem mjög er veðrasamt, bratt heim að sækja, víðsýni mikið og fagurt um að litast þegar heim var komið. ! Ingvar var gáfaður maður svo sem hann átti kyn til í báðar ættir, styrkti ræðu sína gaman- semi og skopi, var orðfrjór, tal- I aði ög skfifaði þróttmikið rtiál. j Þessir kostir allir komu þó bezt fram í kveðskap hans. Ingvari gafst ekki tóm til að liggja í bókum og las þó furðu mikið, kunni vel að velja sér lésttarefni til fróðleiks og þroska, hafði trútt minni og glöggan skilning. Skapgerð Ingvars var svo hátt að að hann hlaut að verða mjög einn á ferð. En að sjálfsögðu þráði hann þó samfylgd fólks. Og skemmtilegt var jafnan að hitta Ingvar. | Hann var allfróður um margt, glaðvær og léttur í máli, hik- laus í dómum um málefni og þá menn sem velta vöngum yfir hverju einu og hafa aldrei kom- izt upp á lag með að segja já eða nei. Slíka menn, hvar sem þeir voru í sveit settir dró hann sund ur í háði, í óbundnu máli og bundnu svo minnisstætt varð. -—• Hann dáði mjög Halldór en hafði skömm á Snorra, föður hans. Þrátt fyrir margskonar erfið- leika komst Ingvar í allgóð ef^i og bjó í Ytri Skógum undu' Fagraskógarfjalli í mörg ár og undi þar vel. Nú var hann að smala og fagna fé sínu af fjalli sem góðra fjármanna er háttur um þetta leytí árs. Ingvar var á leði heim úr Mýrdalsrétt, glaður og léttur í lund. Þá er það að dularfull og ómótstæðileg hönd sker í sundur lífsþráð hans. — Hann er ekki látinn bíða and- legrar eða líkamlegrar hrörnun- ar. Á hægri ferð milli tvegigja fjárhópa sést hann hniga ffeun. á makka hestins. Nokkrum klukkustundum síð- ar var hann látinn. Það er alltaf skaði hverju sam- félagi að missa manndómsmana frá nytsömum störfum mitt i dagsins önn. Og það er andlegur skaði fyrir fámennt sveitarfélag að missa svo andlega frjóan mann, og skemmtilegan mann sem Ingvar var. Óbætanlegt er það fyrir kórlu hans og ungan son þeirra. í dag e» honum gerð hinzta hvíla að Kolbeinsstöðum. Benjamín Kristjánsson. Brattar voru brautir þínar, bar þinn hugur raunir sínar. Fjarri móður fórstu ungur, föður og vinum, lífs um skeið, Æskuára angrið dvínar, ef að lífsins viðhorf hlýnar, og þú hófst þig yfir klungur örbyrgðar, frá sárri neyð. Einn svo fórstu engum háðu^. einyrkinn, varðst dável fjáður, sýndir trú og vilja í verki, valdir bóndans fagra starf. Varst af þínum vinum dáður; værir þú í orði smáður, barstu hátt hitt manndómsmerki, mannkærleikann fékkst í arf. HeiIIaði þig Hávaþjóðin, hádýrkaðir tívaóðinn, fannst þinn styrk í söng og sögu, sálin þín var hugvitsgjörn.n Kunnir beztu lög og ljóðin, lagðir pérlur inn í sjóðinrt, settir streng í brag og bögu, bættir hvers manns hag og vörn. Undir dökkum brúna bogum birta skein, frá innri logum, trúarrteisti átti ylinn, og hann náði himins til. Geðs á þínum víðu vogum var í þankans djúþu sogum andinn stundum ekki skilinn, eða skyggnzt í þelsins hyl. Héðan ertu frá oss farinn, fránéygur og veðurbarinn. Samtíð hvers, er varðar veginn, víkur inn á leiksins svið. Minnisglóð við andans arih eilíft brenna skal — og variru_ Hugans eilífð hinumegih hafsins mikla, skín þér við. 28. sept. 1953. Lárus Salómonsson. II íBÚD ÓSKAST til leigu, 2 stofur og eldhús. Upplýsingar í síma 7171. Sau.makon.u.r Nokkrar vanar saumakonur geta fengið atvinnu í Sjóklæðagérð íslands h.f. Skúlagötu 51.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.