Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 12
* * 9 12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. sept. 1953 SKIPAUTGCRÐ RIKISINS mMmm Unglingspiltur óskast nú þegar til sendiferða í skrifstofu vorri. Skipaútgerð likisins. LIFUR og HJÖRTU Sí.éu/extú’ KApLASKJÓU 5 • SÍMI 82*43 pófatihh JóhAAch O lOGCtLTUR SKJAiAÞÝÐANDI OG OOmTUlKUR I (NTKU Q KIRKJUHVOLI - SlMI 81655 Léttsaltað DILKAKJÖT '&éu/extá* KApLASKJÓll 5 • SÍMI 82243 RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Lðgfræðistörf og eignaumsýsla. Laugaveg 8. Sími 7752. Hörður Ólafsson Málflutningsskrifstofa. Laugavegj 10. Símar 80332, 7673. PASSAMYNDIR Teknar í dag, tilbúnar á morgun Erna & Eiríkur. Íngólfs-Apóteki. HILIUAR FOSS lögg. skjalaþýð. & dómt. Hafnarstræti 11.— Sími 4824. GÆFA FYLGIR crúlofunarhring- unum frá Sigurþór flafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. — Frú Guðrún Biarnadóítir j Minningarorð AÐ MORGNI hins 19i þ,m. lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, hér í bæ, frú Guð- rún Bjarnadóttir, 77 ára að aldri, eftir langa vanheilsu. Var hún jarðsunginn frá dómkirkjunni í gærdag. Frú Guðrún var gamall og góður Reykvíkingur, fædd hér í bæ 30. júní 1876. Voru foreldrar hennar þau hjónin Bjarni Bjarna son, er var hér næturvörður um skeið og Kristín Guðmundsdóttir. — Til tólf ára aldurs ólst Guðrún upp hér í fæðingarbæ sínum, en þá fluttist hún austur að Kirkju- bæjarklaustri á Síðu og dvaldist þar á vegum Guðlaugs Guð- mundssonar sýslumanns og konu hans, fram yfir fermingu. Hvarf hún þá aftur hingað til bernsku- stöðvanna. Um tvítugsaldur flutt ist hún vestur í Stykkishólm og dvaldist þar um skeið á hinu ágæta heimili þeirra Theilshjóna. Var þá, sem jafnan síðan mikill menningarbragur á Stykkis- hólmi, enda heyrði ég Guðrúnu oft minnast veru sinnar þar með hlýju og þakklæti. I Stykkis- hólmi kynntist Guðrún Jens Jó- hannssyni, skipstjóra, hinum mesta myndarmanni og sægarpi miklum. Giftust þau skömmu síð- ar á ísafirði, eða 4. nóvember 1899. Á ísafirði bjuggu ungu hjónin nokkur ár, en fluttust þá aftur til Stykkisbólms. Áttu þau heima þar til ársins 1912, er þau settust að hér í Reykjavík. Fjór- um árum síðar varð Guðrún fyr- ir þeirri þungu raun að missa mann sinn af slysförum. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, og eru tvö þeirra á lífi, María kona Skúla vélstjóra Sivertsens og Böðvar, er vinnur hjá Eimskipafélagi íslands og er kvæntur Sigríði Þórarinsdóttur. Auk þess höfðu þau hjón, skömmu áður en Jens heitinn lézt, tekið til fósturs stúlkubarn, tveggja ára, Rannveigu Sigurðar- dóttur. Ólst hún síðan upp hjá Guðrúnu, sem reyndist henni sem bezta móðir, engu síður en sínum eigin börnum. Hefur Rann- veig dvalizt erlendis um langt skeið. Það þarf ekki að lýsa því hversu stórkostlegt áfall það var Guðrúnu er hún missti mann sinn frá þremur börnum, sem enn voru í ómegð. En hún var gædd miklu þreki og skap- festu, sem aldrei brást henni á langri og oft erfiðri ævi. Hún hafði í æsku sinni orðið að ganga að hinum margvíslegustu störf- um og hafði hún að sjálfsögðu mikið af því lært. Kom nú dugn- aður hennar "og ráðdeild henni í góðar þarfir, enda tókst henni með þrotlausri vinnu, að sjá börnum sínum og sjálfri sér far- borða með miklum sóma og þrátt fyrir annríkið ól hún börn sín svo upp að til fyrirmyndar var. — Þó að Guðrún hefði margt ] reynt og því kynnst til hlítar hinum alvarlegu hliðum lífsins, var hún að eðlisfari glaðlynd og hafði ríka hneigð til að líta frem- ur á hinar björtu hliðar lífsins. Því varð henni alla tíð vel vina, og öllum sem þekktu hana var hún aufúsugestur, er hún. kom í þeirra hóp. Hún hafði sérstakt yndi af að deila geði við ungt fólk og með glaðværð sinni og hlýju laðaði hún það að sér. Ailir þessir ungu vinir hennar bundu við hana tryggð sem entist alla ævi hennar og sjálf bar hún til vina sinni órofa tryggð. Munu allir vinir hennar minnast henn- ar nú með söknuði og þakklátum huga. Eftir að aldurinn færðist yfir Guðrúnu og vinnuþrekið tók að réna, dvaldist hún lengst af á heimili Maríu dóttur sinnar og Skúla tengdasonar síns, hér í bæ. Undi hún þar vel hag sínum, enda voru þau hjónin samhent um að hlúa að henni og gera henni samvistirnar og síðustu ár- in sem ánægjulegust. Voru börn hennar og tengdabörn henni ávalt góð og nærgætin, enda minntist Guðrún oft á það við mig að hún hefði átt miklu láni að fagna í því efni. Og ekki dró það úr gleði hennar er sonar- börnin komu í heimsókn til ömmu sinnar. Með frú Guðrúnu Bjarnadótt- ur er til moldar hnigin þrekmikil mannkostakona og pérsónuleiki, sem gott var að eiga að vini. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Grímsson. Ljúífengt og hressandi sjá m upp- bygginp iþöku STRASSBORG, 25. sept. — Á fundi Evrópuráðsins í dag var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis, að Evrópuráðslöndin að- stoði öll við uppbyggingu Jónísku eyjanna, sem harðast urðu úti af landskjálftum nýlega. — Er hug- myndin sú, að löndin sjái um uppbyggingu einnar eyjar — og verður íþaka sennilega fyrir val- inu. Stofnaður verður 300 þúsund sterlingspunda sjóður nú þegar til þess einnig að stuðla að upp- byggingu á öðrum eyjum. 11 ára telpa vekur á sér athygli fyrir seng KYNNING nýrra skemmtikrafta nefnist starfsemi, sem byrjað var á í fyrravetur í Þjóðleikhús- kjallaranum í síðdegiskaffitíma á sunnudögum. Það var Pétur Pétursson, útvarpsþulur, sem stóð fyrir þessari starfsemi og átti hún þegar í upphafi mikl- um vinsældum að fagna. Nú hef- ur þessi starfsemi hafizt að nýju eftir sumarhlé og fór fyrsta kynningin fram í Þjóðleikhús- kjallaranum s.l. sunnudag. Pétur Pétursson gat þess að tilgangur þessarar starfsemi væri að laða fram nýja skemmti krafta. Þó margir góðir væru til væri þó alltaf þörf enduriiýjun- ar og hér stigu byrjendur á þessu sviði sín fyrstu spor, studdir af eldri og reyndari mönnum ' á skemmtanasviðinu. Karl Guðmundsson, leikari, skemmti fyrstur með eftirherm- um. Vakti þáttur hans mikla hrifningu áheyrenda enda er Karl löngu landskunnur fyrir frábærar eftirhermur sínar. — Næstur sýndi Eiríkur Eiríksson spilagaldra. Eiríkur kom fram í fyrsta sinn í fyrra og hefur síðan þjálfað sig í „göldrum sínum“, en skortir enn nokkuð á að hann geti talizt fullgildur „galdramað- ur“. Síðust kom ‘fram 11 ára gömul telpa, Heléna Eyjólfsdótt- ir og söng hún nokkur lög með aðstoð Carls Billich. Helenu litlu var lang bezt tekið af skemmti- kröftunum, enda „söng hún sig“ inn í hjörtu áheyrenda með sinni undurþýðu og tæru barnsrödd. Varð hún að syngja tvö auka- lög. Helena litla þefur numið söng hjá Guðríði Pálsdóttur söngkenn- ara. Hún er dóttir Laufeyjar Árnadóttur og manns hennar Eyjólfs Kolbeins Steinssonar, sem er látinn. Búa þær mæðg- urnar að Stórholti 19. Milli skemmtiatriðanna léku þeir Carl Billich á píanó og Jan Helena Eyjólfsdóttir Moravek á fiðlu. í heild var þessi siðdegisstund í Þjóðlekhús- kjallaranum hin ánægjulegasta og á slík kynningarstarfsemi vafalaust eftir að ná miklum vin sældum, meðal bæjarbúa. — Minning Framh. af bls. 7. hennar, senda henni einlægar kveðjur og hamingjuóskir á þess- um merkisdegi, og vænta þess að hún megi njóta uppskeru lífs- starfs síns, svo sem hún hefur til sáð. Þá mun henni líða vel til hinzta dags. S. Guðj. LAAAAAAAAAAAAAAAi Morgunblaðið er helmingi ntbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað. Bezta anglýsingablað ið —- ■ EitskaJcennsla ■ ■ - ■. Einkatímar. — Aherzla lögð á að lært sé að tala málið. ! ■ m ■ m. ODDNÝ E. SEN Miklubraut 40 — Sími 5687 ! IBUÐ OSKASiT ; 8 ■ Fámenna og reglusama fjölskyldu vantar íbúð á leigu S, 3 ■ hið fyrsta. Fyrirframgreiðsla eða há leiga í boði. — Leggið 5 H * m, tilboð á afgreiðslu blaðsins fyrir helgi, merkt: „FÁR“. S s M A R K U S Eftir Ed Dodd r HAVE OTHER IDENTI- FICATION IN HAY WALLET, I DON’T NEED TO SEE ANY MORE, MR. TRAIL... PAUL DICKSON r HAD A GREAT ?"you haven't; and i owe VOU A THOUSAND APOLO- GIES/ BUT IT'S FANTASTIC. HOW MUCH ALIKE VOU AND DICKSON ARE t 1) — Og svo get ég líka sýnt I þér annað til að sanna sakleysi mitt. — Ég þarf ekki að sjá meira. Páll hafði stórt ör á hægri fótleggnum. 2) ;—; Ég bið þig margfaldrar afsökunar. Annars er það merki- legt hve svipaðir þið eruð. 3) Það var leiðinlegt, að ástarsorg. En það er einmitt að dóttir þín skuli vera hættulega veik. Já, það hljómar einkenni- lega, að stúlka skuli deyja úr gerast nú. — Páll var trúlofaður Maríu, og hún elskaði hann mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.