Morgunblaðið - 03.10.1953, Side 8
MORGZJISBLAÐ10
Laugardagur 3. okt. 1953
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjéri: Sigurður Bjarnason fré Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintaklð.
í
Heimskan á hástigi
SENNILEGA hefur heimska
kommúnista náð hástigi í þeirri
fullyrðingu þeirra á síðasta bæj- 1
arstjórnarfundi að þátttaka ís-j
lands í efnahagssamvinnu hinna
vestrænu lýðræð’sþjóða hefði;
torveldar byggingarframkvæmd- (
ir í landinu á undanförnum ár-
um.
í þessu sambandi er ástæða til
þess að varpa fram þeirri spurn-
ingu, hvað þátttaka íslands í
efnahags samvinnu lýðræðisþjóð-
anna hafi raunverulega þýtt fyr-
ir þjóðina?
Hún hefur í fyrsta lagi þýtt
það, að íslendingar hafa fengið
630 millj. kr. í erlendum gjald-
eyri, að langsamlega mestu leyti
sem óafturkræft framlag eða
beina gjöf.
Hún hefur í öðru lagi þýtt
það, að íslendingár hafa getað
varið þessu fé til bygginga glæsi-
legra mannvirkja i landi sínu og
til kaupa á margvíslegum nauð-
synjum.
Hún þýðir, í þriðja lagi það,
að þessi mannyirki munu bæta
aðstöðu þjóðarinnar stórléga í
starfi hennar og haráttu á kom-
andi árum, skapa henni aukin
lífsþægindi og vaxandi atvinnu-
öryggi með fjölbreyttari fram-
leiðsluháttum.
Að sjálfsögðu leiðir það svo
af hinum miklu framlögum í
erlendum gjaldeyri, sem þjóð-
in hefir fengið á vegum efna-
hagssamvinnu hinna vestrænu
þjóða, að hún hefur getað var-
ið meira af eigin aflafé til al-
mennra framkvæmda í landi
sínu, svo sem til byggingar
íbúðarhúsnæðis.
Þetta þýðir þá, þátttaka ís-
lands í efnahagssamvinnu lýð-
ræðisþjóðanna. Allir heilvita
menn sjá þess vegna, hversu
óraf jarri sú staðbæfing komm-
únista, sem getið var hér í upp
hafi, er heilbrigðri skynsemi
og sjálfum sannleikanum. Ol-
afur Björnsson próf. rak líka
þennan þvætting kommúnista
rækilega ofan í bá á bæjarstj.-
fundinum og sýndi fram á það
með glöggum dæmum, hvílík
forherðing heimskunnar og
ofstækisins lægi til grundvall-
ar henni.
Um framkvæmdir okkar í hús-
næðismálum undanfarin ár, er
annars það að segja, að þjóðin
hefur því miður ekki haft yfir
nægilegu fjármagni að ráða, til
þess að unnt væri að byggja
nægilega mikið af nýjum íbúð- :
ÚR DAGLEGA LÍFINU
leg húsakynni í staðinn fyrir .hin
gömlu og lélegu. Ungt fólk, sem 1
stofnar heimili, þarf einnig að
geta fengið lán til byggingafram-
kvæmda, án þess að binda sér
þungan skuldabagga. sem sligar
fjárhag þess um langan aldur.
Að þessu umbctastarfi verða
allir góðviljaðir menn, sem raun-
verulega vilja framkvæmdir í
húsnæðismálunum, að snúa sér
með einbeittni og festu. í>að er
ekki nóg að útmála vandræði
fólksins, sem er húnæðislaust, eða
býr í lélegu húsnæði. Það er ekki
nóg að birta myndir af skúrum,
herskálum og kumböldum og
nota það til árása á þann stjórn-
málaflokk, sem á raunhæfastan
hátt hefur barizt fyrir umbót-
um í húnæðismálunum.
Slíkar baráttuaðferðir verða
ekki því fólki að neinu liði,
sem á við erfiðleikana að etja.
Kjarni málsins er sá, að þeir
sem vilja umbætur og fram-
kvæmdir hljóta að vinna að
þeim á raunhæfan hátt. Það
hafa Sjálfstæðismenn, bæði á
Alþingi og í bæjar- og sveitar-
stjórnum, gert undanfarin ár.
Og það munu þeir halda áfram
að gera.
Verða ný áfengislög
samfiykkf
H c—
-A- Á ÖLLUM tímum hafa verið
uppi ýmiss konar tízkufyrir-
brigði. í Rómaborg hinni fornu
dáðist almenningur t. d. svo mjög
að gladíatorunum, að nálgaðist
dýrkun, en þeir störfuðu að því
mestan hluta ævinnar (sem
venjulega hefur vafalaust verið
stutt!) að drepa hvern annan
með öllum þeim brögðum, sem
þeir gátu upp á fundið. — Sem
vera ber voru það vitanlega kon-
urnar sem mest hrifust af þess-
um fullhugum heimsveldisins, (
eins og sjá má á áletrunum, sem
fundizt hafa í Pompeij; ein'
þeirra hljóðar eitthvað á þessaj
Oi
--- OCý c^uíí
leið: Stúlkurnar þrá Celadus
gladíator. Ja-á, það hefði sann-
arlega verið gaman að vera í
hans sporum!
★ ★
★ GLADÍATORARNIR voru af
ýmsum stéttum hins forna
rómverska þjóðfélags. Margir
þeirra voru dæmdir afbrotamenn
aðrir voru þrælar, sem höfðu
verið látnir læra skylmingar. En
VJU andi álripar:
um yfir hin vaxandi fólksfjölda
og til útrýmingar lélegu og heilsu
spillandi húnæði. Þess vegna er
margt fólk í dag húsnæðislaust
eða býr í ófullkcmnum húsa-
kynnum. Þetta á ekki aðeins við ,
hér í Reykjavík heldur og um allt J
land, til sjávar og sveita.
En undir forustu Sjálfstæðis-
manna hefir verið unnið að því
síðustu árin að veita auknu fjár-
magni til umbóta í húnæðismál-
um. Er óþarfi að rekja þær ráð-
átafanir, sem gerðar hafa verið
í þessu skyni. Það hefur oft
verið gert áður. Mestu máli skipt-
ir að haldið verði áfram að út-
vega einstaklingum og félagasam
tökum þeirra lánsfjármagn til
þess að byggja ný, björt og vist-
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú á ný
lagt fram á Alþingi frumvarp til
nýrra ^fengislaga. Er það nær
samhljóða frumvarpi því, sem lá
fyrir síðasta þingi en var vísað
frá með rökstuddri dagskrá í
Efri deild með eins atkvæðis
mun. Sú breyting ein hefur verið
gerð á frumvarpinu, að niður er
felld heimild sú, sem í því var
til þess að leyfa bruggun öls,
sem flestar menningarþjóðir
telja sjálfsagt og stórum óskað-
legra en sterkir drykkir. Var
þó gert ráð fyrir að þjóðarat-
kvæðagreiðsla skyldi fram fara
um það, hvort það skyldi leyft.
En dómsmálaráðherra, sem
haft hefur mikilsverða forgöngu
um endurskoðun þess óskapnað-
ar, sem núgildandi áfengislög-
gjöf vissulega er, virðist ekki
vera trúaður á möguleika Al-
þingis til þess að taka á þessum
málum af viti og raunsæi. Þess
vegna hefur hann nú fellt þetta
ákvæði um ölið niður.
★
Trúlega hefur ráðherrann
rétt fyrir sér í þessari van-
trú. Alþingi hefur oft sýnt
það undanfarin ár, að mann-
dómur þess er takmarkaður
þegar um er að ræða umbæt-
ur á því ófremdarástandi, sem
hér ríkir í áfengismálum. Það
hefur látið sér nægja að fjasa
um það, að „ástandið“ væri
„alvarlegt“.
Vonandi hafa -þingmenn
kjark til þess að afgreiða
þetta frumvarp með skapleg-
um hætti svona „rétt eftír
kosningar“. Um það skal þó
ekkert fullyrt, hvort það
tekst. Hitt er fullt eins líklegt,
að enn verði látið nægja að;
fjölyrða um hið „alvarlega
ástand“ í áfengismálunum!! 1
Merk stofnun
í niðurlægingu.
UNGUR heimilisfaðir, sem
heimsótti Náttúrugripasafn-
ið fyrir nokkrum dögum ásamt
tveimur börnum sínum, hefir ó-
fagra sögu að segja. — „Tvíhöfð-
aði kálfurinn, — segir hann —
undralambið með fæturna upp
úr herðakambinum, selur, sem
þarna er á safninu — yfirleitt
öll hærð dýr, sem á safninu eru
— já, það er ótrúlegt en samt
satt — en þau eru. öll meira og
minna mölétin, sum, að heita
má, bóksaflega upp étin og hrann
ir af dauðum mölflugum liggj-
andi í kringum þau. Vafalaust
verður að kasta þeim innan
skamms, sem fullkomlega ónýt-
um sýningarmunum og er það
mikill skaði skeður. Umsjónar-
stúlka í safninu sagði mér, að
reynt hefði verið að ráða niður-
lögu'm mölsins en ekki tekizt —
já, það var deginum ljósara.
Hálftóm spíritus-glös.
EN ÞAÐ er ekki nóg með það,
að mölurinn sé í þann veg-
inn að torga öllum hærðu dýr-
unum. Mér kom óþægilega á ó-
vart að sjá, hve spíritusinn á
geymsluglösunum er af furðu-
lega skornum skammti. Mörg
þeirra eru hálftóm — sum al-
tóm. Ýmiskonar dýr, smærri og
stærri fóstur, sem þar eiga að
varðveitast, standa hálf og heil
upp úr spíritusnum — maður
getur nærri með hvaða afleið-
ingu.
Ég gat ekki betur séð en hér
sé um afleita vanhirðu að ræða,
sem ekki má láta afskiptalausa,
eða skýtur það ekki dálítið
skökku við, að á sama tíma og
bollaleggingar eru uppi á ten-
ingnum um að byggja stórhýsi
yfir íslenzkt náttúrugripasafn,
skuli gripir þeir, sem þegar eru
í eigu þess, vera á hraðri leið
með að grotna niður til ónýtis
fyrir vanrækslu og illa hirðu?“
Lýsingin
á Austurvelli.
OLLUM Reykvíkingum var.þáð
gleðiefni, er ljósin komu |á
Austurvöll. Nú þarf fólk eklii
lengur að ráfa þar um í nætur-
myrkri dapurt í huga yfir þva,
að blómskrúðið allt skuli hulið
sjónum þeirra. Auðvitað þurfum
við ekkert að ganga að því
gruflandi að sól og blómayndi
eru á förum frá okkur í ár, en
það er engu að síður þakkarvert
að reykvísk bæjaryfirvöld
skyldu drífa sig í þessa fram-
kvæmd og gera þar með sitt til
að lengja ofurlítið sumarið á
Austurvelli, því að hverjum okk
ar dettur ekki í hug sól og sum-
ar, þegar við lítum litfagurt blóm
jafnvel þó að það sé farið að
fölna?
Ýmsir hafa ýmislegt út á lýs-
inguna að setja. Hún sé alltof
áberandi, þ.e.a.s. ljósastengurn-
ar, — ljósahjálmarnir einnig, séu
með öfugu lagi, leiðslurnar yfir
ganstéttirnar rekist stöðugt í
tær vegfarenda o. s. frv. Nokkuð
er til í þessu en það er samt ó-
þarfi að vera að ónotast og illsk-
ast yfir því. Sporið, sem hér hef-
ir verið stigið míðar í rétta átt,
þó að gera megi enn betur og
það verður vafalaust gert í ná-
inni framtíð.
Jón forseti —
og Alþingishúsið.
EINNIG hefir verið komið fyrir
kastljósum við styttu Jóns
forseta á miðjum Austurvelli og
fer einkar vel á því, það væri
skemmtilegt að framhlið Alþing-
ishússins yrði lýst upp á sama
hátt. — Aðeins ein athugasemd
í þessu sambandi. Mætti ekki
koma ljósunum fyrir á jörðinni
frekar en á ljósastöngum, sem
eru óneitanlega frekar til óprýði.
Víða í erlendum borgum er
mikið um þesskonar flóðlýsingar
og er Ijósunum jafnan komið
fyrir á jörðinni þannig að ljósið
kastast upp á við, en eru annars
sjálf sára lítið áberandi.
Frá Iandnámi Ingólfs.
INGÓLFUR fór um várit ofan
um Heiði. Hann tók sér bústað,
þar sem öndvegissúlur hans
höfðu á land komit. Hann bjó í
Reykjavík. Þar eru enn öndvegis
súlur hans í eldhúsi. En Ingólfur
nam land milli Ölfusár og Hval-
fjarðar fyrir utan Brynjudalsá,
milli Öxarár, ok öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fórum
vér um góð héruð, er vér skulum
byggja útnes þetta“.
Hann hvarf á brott og ambátt
með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, ok
bygði hann að Vífilstóftum, Við
hann er kennt Vífilsfell. Þar bjó
hann lengi ok var skilríkr maðr.
Ingólfur lét gera skála á'Skála-
felli. Þaðan sá hann reyki við
Ölfusvatn og fann þar Karla. —
(Landnámabók).
_____—?
Þvf, sem sink-
ur saman dfeg
ur kemur ó-
mildur og eýð-
ír. —
flestir munu þeir þó hafa verið
herteknir menn, er fluttir höfðu
verið til Ítalíu. Einnig gerðust
allmargir gladiatorar af frjáls-
um og fúsum vilja; voru það
einkum ævintýramenn, sem
hugðust hagnast á að sýna fífl-
dirfsku sína almenningi og heilla
fagrar (og kannski áhrifamiklar)
konur. Sumir þeirra voru jafn-
vel höfðingjasynir úr Italíu, og
þótti oftast nær mest til þeirra
koma, eins og oft vill verða.
★ ★
★ EN EINS og fyrr er sagt, var
mestur hluti gladíatoranna
herteknir menn og þrælar, sem
þvingað var í þessa þokkalegu
„atvinnu“. Voru þetta hreysti-
menni mikil og óttuðust valda-
menn mjög, að þeir gerðu upp-
reisnartilraunir. Voru þeir því
hafðir í stórum fangabúðum, þar
sem strangur hervörður gætti
þeirra vandlega og til marks um
það, hversu hættulegir þeir þóttu
fengu þeir ekki einu sinni að
æfa sig með venjulgum vopnum,
fengu einungis trésverð eða þ. 1.
★ ★
★ SIGRAÐUR gladíator gat
beðið um, að lífi sínu yrði
þyrmt með því að rétta upp aðra
höndina; var það þá komið und-
ir lýðnum hverju sinni, hvort sú
bón var veitt eða hann látinn
ganga fyrir ætternisstapa. Ef
hann hafði barizt af djörfung og
fimleika og veitt lýðnum góða
stundar skemmtun, var mjög
sennilegt, að honum væri leyft
að halda líftórunni — en ef ekki
þá .. já, sleppum því. Annars
var það keisarinn, sem gaf merki
um, hvort gladíatorinn skyldi
lifa eða ekki og fór hann þá alltaf
eftir öskri og geðshræringu á-
horfenda.
★ ★
Ár ÞEGAR Colosseum var vígt
árið 80 var mikið um dýrðir
í Rómaborg og til að gera hátíð-
ina sem ógleymanlegasta voru
gladíatorarnir látnir berjast þar
upp á líf og dauða hvorki meira
né minna en í 100 daga samfellt.
Allan þann tíma var þar múgur
og margmenni, enda komust þar
fyrir í einu um 50 þúsund áhorf-
endur. Er álitið, að þar hafi þá
áttzt við 10 þúsund gladíatorar,
þótt furðulegt sé og heldur lygi-
legt.
★ EN KEISARARNIR létu ekki
þar við sitja; fólkið vildi
einnig njóta fegurðar og lista og
voru því meðal annars settir upp
gosbrunnar í Colosseum; lagði
hinn unaðslegasta ilm og blóma-
angan af gosbrunnum þessum og
veitti kannski ekki af til, þess að
vega eitthvað upp á móti daunin-
um af gömlu blóði, hræjum villi-
dýra og dauðum gladíatorum.
Einnig skreyttu þeir svæðið allt
dýrindis guíli, — enda var það
löngum skoðun margra hinna
fornu rómversku keisara, að blóð
og gull ættu vel saman. — Sá
húgsunarháttur hefur alltaf fylgt
mannkyninu, þyí miður.
WU >'-★■★’★
> linivfic ★ NEISTAR ★
Dgnríú ★ ★ ★
-4- Heyrið þér þjónn, það er
ýldúlykt af steikinni.
— Nú, jæja, ég skal strax opna
gluggann.