Morgunblaðið - 07.10.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.10.1953, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. okt. 1953 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Stjórnmálaritstjéri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, euglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sírrii 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. lUR DAGJ.EGA UFJNJJJ Samvinna lýðræðisflokk- anna um þingnefndir SÚ varð niðurstaðan á Alþingi í sambandi við kósningár í þing- nefndir, að lýðræðisflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Fram sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk urinn höfðU' samvinnu með sér. Eiga þessir flokkar því iulltrúa í öllum þingnefndum. — Kommúnistar eru utangátta í nefndum beggja þingdeilda, en eiga hins vegar fulltrúa í hinum fjölmennu néfndum sameinaðs þings, þar sem þeir höfðu at- kvæðamagn til þess 'að fá mann kjörinn. Hin nýja forusta Alþýðuflokks- ins hafði mjög í heitingum um það fyrir síðustu kosningar, að í einu væri hún að minnsta kosti staðráðin: Því, að forðást hvers konar samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta loforð töldu hinir nýju leiðtogar Alþýðuflokksins að væri liklegast til þess að afla flokki þeirra trausts og fylgis. En þeir ,ur?u fyrir miklum vonbrigðum. Vinstri villa þeirra beið mikinn ósigur og mestur varð ósigur sjálfs „hækjuhöfð- ingjans“, sem féll í kjördæmi, er í hálfan þriðja áratug hefur ver- ið sterkasta vígi flokksins á ís- landi. En hvernig hefur hin nýja for- usta Alþýðuflokksins svo efnt það fyrirheit sitt að forðast alla samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn eins og heitan eldinn? , Það er rétt að svara þeirri spurningu. Formaður Alþýðuflokksins haf- ur nýlega lýst því yfir á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur að hann óg flokkur hans hafi verið reiðubúinn til þess eftir kosningarnar í sumar, að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn. Sú ráðagerð hafi hins vegar strandað á Sjálfstæðis- mönnum. Af þessu sést, að Alþýðuflokk- urinn var reiðubúinn til þess, þrátt fyrir heitingar og gífuryrði sín fyrir kosningarnar að ganga til samvinnu við Sjálfstæðismenn um myndun ríkisstjórnar. Þannig fór um sjóferð þá. Þegar Alþingi kom saman hófust umræður um kosning- ar í þingnefndir. Álþýðuflokk urinn beindi þá þeirri ósk til stjórnarflokkanna, Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar- flokksins, að honum gæfist kostur á aðstoð þeirra til þess að koma fulltrúum sínum í nefndir. — Stjórnarflokkarnir urðu við þeirri ósk og nú sit- ur „hækjuhöfðinginn" í þing- nefndupi af náð hins „ótta- Iega“ Sjálfstæðisflokks! Svona er að taka of mikið upp í sig fyrir kosningar. Það getur orðið óþægilegt að þeim loknum, þegar dómur þjóðarinnar hefur fallið. Nú verða formaður Al- þýðufloksins og óriefndur pró- fessor að kyngja sínum eigin stóryrðum og ganga hljóðir og bljúgir til þeirra sæta sinna, í nefndum Alþingis, sem þeir eiga frjálslyndi Sjálfstæðismanna að þakka. Sjálfstæðismenn töldu, að enda þótt Alþýðuflokkurinn væri í stjórnarandsjöðu undir lánlausri forustu, þá væri ekki rétt,að úti- loka hann sem lýðræðissinnaðan Stjórnmálaflokk frá Öllum áhrif- ' um í störfum Alþingis. — Harin ætti að vísu ekki. að- hafa að- stöðu til þess að marka þar stefn- una. Þess Vegna kærðu Sjálf- stæðismenn sig ekkr um að taka hann í ríkisstjórn. En þeir töldu rétt og i samræmi við þingræðis- hætti í lýðræðislöndum að hann fengi komið sjónarmiðum sínum fram i þingnefndum. Það er þess vegna skoðun Sjálfstæðismanna, að þótt hm ábyrgðarlausa forusta Alþýðu- flokksins verðskuldi sannarlega enga viðurkenningu, eða traust, þá hafi samvinna lýðræðisflokk- anna um nefndakosningar á Al- þingi verið eðlileg. Þess verður svo að vænta að hin nýja forusta Alþýðu- flokksins læri af mistökum sínum og heimskupörum, láti af stóryrðunum og geri sér það ljóst, að í lýðræðisþjóð- félagi er það frumskylda stjórnmálaflokka að taka raunhæfa afstöðu til vanda- málanna á hverjum tíma. Æs- ingar og stóryrði koma þeim ævinlega sjálfum í koll, sem slikum bardagaaðferðum beita. Þá staðreynd ætti.nú- verandi formaður Alþýðu- flokksins e. t. v. að skilja betur nú, en á s.l. vori, eftir lærdóma liðins sumars. Vér brosum ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir; frá því í gær, að „samkvæmt ósk Hanni- bals Valdemarssonar“ hafi Har- aldur Guðmundsson verið kosinn formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. Jafnframt segir blaðið, að ritst'jóri þess og formaður Al- þýðuflokksins sé svo störfum hlaðinn að hann hafi ekki treyst sér til, að taka sér formennsku í þingflokknum! Vér brosurri. j Það er nefnilega öllum kunn- ugt á Alþingi, báeði innan Al- þýðuflökksiris og utan hans, að Hannibal bafðist eins og ljón fyrir því að vérða formaður þing ílokksins. En hann átti þess eng- an kost. Til þess að kjösa sig til þeSs starfs átti hann engan liðs- mann, nema ónefndan prófessor! Þetta er sannleikurinn í mál- inu. Saga Alþýðublaðsins um óskir ritstjóra síns um þing- flokksforméhnsku Haraldar Guð mundssonar er þess vegna skáld- skapur einn, sem hefur aðeins þann tilgang að breiða yfir von- brigði hans. Síðan formannaskiptin urðu í Alþýðuflokknum hefur hinn nýi formaður ekki unnið sér neitt til frægðar, annað en það, að kol- falla í kjördáemi sínu og leita síðan á náðir kommúnista um stuðning við fyfírhugaða minni- hlutastjórn hans og Framsóknar- flokksins. Þetta ér fremur léleg uppskera af eins árs flokksformennsku. En litlu verður Vöggur feginn. Það má nú segja! , Innan Alþýðuflokksins mun nú þeirri skoðun aukast mjög fylgi að flokkurinn hafi „keypt köttinn í sekknum“, er hann kaus formann á síð- asta flokksþingí. Bíða menn nú ekki annars með meiri ó- þreyju í þessum hrjáða flokki en að nýtt flokksþing komi saman og færi gefist til þess að Josá hann við núverandi forustu. ★ NU ERU gul haustblöðin tek- in að falla af trjánum, hann er farinn að rjúka upp með af- taka norðaustan rigningu og fjallahringurinn umhverfis höf- uðborgina gránaði í fyrrinótt. Það er komið' haust, þó varla hrímkalt enn, eins og í vísunni segir: Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Já, sumarblíðan er að minnsta kosti horfin. ★ ★ Á MEÐ haustkomu kveðja far )> n L / Lt nm er Lomú Laít Lauót og honum er svo lagið: Hvað er i pokanum? — mundi það roðna eylítið meira, brosa síðan sak- leysislega — og .. ja, þá vissum við, að ísland mætti vel við una og framtíðin gæfi góð fyrirheit. ★ ★ ★ REYKJAVÍK, borgin okkar, er ung að árum, en vaxandí; VeivaL andi óLripar: Ki : Ljótt orðbragð. ÆRI Velvakandi! " Mér dámaði; ekki síðasta föstudágskvöld, er ég hlustaði á leikþáttinn, sem fluttur var á dag skrá SÍBS. Þátturinn fannst mér í sjálfu sér heldur lélegur en það, sem út yfir tók var þó hið ljóta orðbragð, bölv og ragn, sem setti sitt mark á hann. Ég hefi aldrei, hvorki í ræðu né riti heyrt eða séð annað eins. Ég taldi að gamni mínu, að á 10 . mínútum komu fram ekki færri en 14 blótsyrði. Það fór ekki hjá því, að ég og hvergi annars staðar. Og það er vel mögulegt að koma því þar fyrir, án þess að eyðileggja sjálfa Tjörnina um leið. V1 Flytja nokkur hús. ESTAN Tjarnarinnar eru nokkur timburhús, sum nokk uð gömul. Með því að flytja 2—3 þeirra á annan stað, fengist lóð fyrii; stórhýsi. Þar má byggja milli tveggja gatna, svo að að- gangur yrði beggja vegna. Þarna er góð lóð á réttum stað fyrir ráðhúsið. Byggingarlag þess má að sjálfsögðu hafa eftir því, sem bezt fer við umhverfið. Mér virðist liggja fyrir sú spurning, hve mikið vald bæjar- byggingar sínar sökum þess, að einstaklingar hafa einhverntíma áður tryggt sér lóðaréttinn? Gild ir ekki hið sama hér og um lóðir undir götur, sem árlega er ráð- stafað af bænum? Þjóðleikhúsið var á sínum tíma sett í hafnarhverfið, að manni hneykslaðist af slíku athæfi og ] skildist af því einu, að ríkið átti ég held, að svo hafi hlotið að vera Þar Mnd. Ef til vill verður nú um fleiri sem á þennan þátt hlust. ráðhúsið sett í mýrina, af því uðu. Það skýtur óneitanlega dá- | að bærinn hefir ekki ráð á öðrum lítið skökku við að fullorðna s^að- H. J.“ fólkið, sem stöðugt þykist vera, ★ EN HAUSTKOMAN boðar annað: Skólarnir taka til starfa^ æskan flykkist í bæinn og 1 borgarmenning okkar sem svo með henni fjör og lífsþróttur. 1 mætti kalla er einnig ung, hún er Það er um æskufólkið á íslandi ag mótast og veltur því á miklu, eins og farfuglana, það fer og ag unga fólkið sem hér er að kemur; á vorin flykkist það út í vaxa úr grasi verði fyrir góðum sveitirnar til þess að teyga að sér og heillavænlegum áhrifum, eigi tært fjallaloftið, njóta frelsis í þess kost að samlagast náttúru faðmi sveitanna íslenzku, taka landsins, taka í arf nokkuð af fuglarnir og við biðjum þeim þátt í lífsbaráttu fólksins; á haust hinni gömlu bændamenningu fararheilla, hlökkum til að sjá þá in kemur það svo heim aftur með ^ 0kkar og samhæfa hana nýjum. aftur, þegar sól tekur að hækka roða í kinnum og dýrmætan fjár- aðstæðum. Er það því sannarlega á lofti og grösin teygja sig á ný sjóð dálítillar lífsreynslu í poka- gleðiefni, hversu margir ungir úr moldinni; þegar við hristum horninu. — Og ef Tómas kæmi Reykvíkingar dveljast „í sveit" aftur af okkur vetrarslenið og til þessa unga, lífsglaða æsku- ! a sumrin og gerum við okkur fögnum nýju vori. I fólks og spyrði það, vinalega eins vafalaust aldrei fulla grein fyrir gildi þess fyrir íslenzka menn- ingu og framtíð þjóðarinnar. Hvað er hollara ómótuðu kaup- staðabarni en kynni þess af sér- stæðri fegurð landsins, snerting við þjóðlífið og atvinnuhætti upp til sveita, sem það þekkir minnst til. ★ ★ ★ OG NÚ eru þau öll komin í skólann sinn, Siggi, Gunna, Svenni, Helga og hvað þau nú annars heita öll sömun, blessaðir krakkarnir. Það fylgja þeim góðar árnaðaróskir — og miklar vonir. ★ ★ ★ ÞAÐ var víst Berggrav biskup, sem á hverjum degi skrifaði í minnisbók sína og daga- tal: „Verð heima með fjölskyld- unni minni“. — Síðan skipti engu máli, hversu mjög síminn hringdi eða hann var beðinn um að „heiðra samkomuna með nær- veru sinn“, hann lét það ekkert yfirvöldin hafi, þegar svona á sig fá_ en var heima þann tíma stendur á. Þarf bæjarfélagið að sem hann hafði ákveðið á degi vera einskonar hornreka með hverjum. ★ ★ HEIMA ER BEZT ★ EN ÞAÐ eru ekki einungis biskupar og aðrir heiðvirði- legir opinberir starfsmenn sem „eru uppteknir“ í tíma og ótíma, heldur á þetta við um okkur flest: — Við erum allt of upp- tekin og sinnum mörg hver allt of lítið heimili og börnum. Við eigum að helga þeim meira af lifi okkar, svo að það sama hendi okkur ekki og vin minn nokkurn, er gat svo lítið sinnt heimili sínu, að lítill sonur hans kallaði hann alltaf „föðurbróður“, þegar hann ávarpaði hann. ★ ★ ★ GETUM við ekki lært eitt- hvað af Bergrav biskupi? — Jú, sannarlega, við ættum öll að að vanda um við unglingana fyr- ir ljótt og strákslegt orðbragð, skuli geta verið þekkt fyrir að [ láta slíkt til sín heyra — og það meira að segja í sjálfu Ríkisút- varpinu, sem manni virðist altént, að ætti fremur að ganga á undan með góðu eftirdæmi hér sem annars staðar. Sú góða stofnun ætti ekki að líða, að svo óvandað efni sé á borð borið fyrir hlustendur þess. Áttræð kerling“. Enn um ráðhúsið. u I SKRIFAR: 1 íl J „Kæri Velvakandi! Viltu ekki leyfa eftirfarandi línum rúm í dálkum þínum? — Ekki alls fyrir löngu var í Morg- unblaðinu minnzt á enn eina til- lögu um stað f-yrir væntanlegt ráðhús Reykjavíkur. Var hún á þá leið, að ráðhúsið verði sett í mýriha sunnan Tjarnarinnar við Hringhraút. Tjörnin verði klofin í sunáúr í miðjú með framleng- ingu á Lækjargötu aðeins til að láta hana svo íokast með ráð- húsinu. Þetta er vægast sagt 1 skrítin tiliaga.' — Nei, Tjörnina má ekki skerða, meir'a en orðið, érj Hún ög umhverfi hennar verður um langá framtíð hjarta bæjarins. Einmitt þess vegna á 1 ráðhúsið væntaníega að vera þar, SERA Robert Jack fyrrv. prest- ur Grímseyinga hefir beðið mig að taka fram, að ummæli þau, sem birtust hér í dálkunum fyrir skömmu um Grímsey: að þar væri sífellt myrkur og ásbirn- irnir kæmu þangað með rekís norðan úr höfum o. s. frv. — eru 1 skrifa í minnisbók okkar á hverj- engan veginn frá honum komin ' um degi: Verð heima með fjöl- og veit hann engin deili á upp runa þeirra. Haustið nálgast. SÓLIN blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. Haustið nálgast, hríð og vetrar- rosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Lóan horfin, lokið söngva-fulli, rökkvar hér, en suðræn sól sveipar hana gulli.----------- (Stefán frá Hvítadal). skyldu minni, og er ég viss, að þá yrðu fleiri okkar hamingju- söm, lífið yrði verðmætara, því að enda þótt það sé bæði gott og hollt að eiga góða vini og hafa margt og mikið á sinni könnu, eins og það er kallað, þá hljótum við að vera öll sammála um, að heima er bezt. — Væri ekki heilla ráð að láta nú þegar til skarar skríða og gleyma ekki, skyldum við heimili okkar og fjölskyldu, þegar við skipum skyldustörf- unum niður í framtíðinni. ★ ★ ★ ★ NEISTAR ★ ★ ★ ★ Vinkonurnar röbbuðu saman. og Gréta sagði: — Aldrei fer ég aftur í veiðiferð með Eiríki. i-r-, Hvers vegna, sagði Ástríður hissa. trri.Hvað gerði hann eigin- lega af sér? ; ingu og vontj — Jú, hann veiddi allan tím- skap má hvorí j ann. tveggja merkja á tungunni. — Þú frikkar dag hvern. — Nei, nú ýkirðu. — Jæja-þá, annan hvern ðag. Vonda me It-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.