Morgunblaðið - 08.10.1953, Blaðsíða 1
16 síður
40. árgangur
228. tbl. — Fimmtudagur 8. október 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Vínstri stjórnin“ á fsafirði skuld-
ar bæjarstarfsmönn-
nm 2 mánaða lann
Framkvæmdaleysi og kyrrstaða
mófer alEt ráðslag hennar
„VINSTRI STJÓRN“ kommúnista og Alþýðuflokksins á
Isafirði virðist ekki standa „vinstri stjórninni“ í Vestmanna-
eyjum mikið framar með tilliti til kaupgreiðslna til starfs-
fólks bæjarfélagsins. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl.
fékk frá ísafirði í fyrradag eiga starfsmenn bæjar- og hafn-
arsjóðs þar inni tveggja mánaða laun. Mun hafa komið til
orða að þeir leiti aðstoðar Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja tii þess að fá kaup sitt borgað. Hafa þessar vanefndir
komið sér mjög illa fyrir starfsfólkið.
ENGAR OPINBERAR
FRAMKVÆMDIR
BÆJARFÉLAGSINS
Einhver kann nú að ætla, sð
þessi vanskil „vinstri stjórnar-
innar“ á ísafirði við starfsfólk
sitt spretti af því, að bærinn
standi í stórfelldum framkvæmd-
um og umbótum. En því er ekki
að heilsa. Engar framkvæmdir
hafa í sumar verið unnar af háifu
bæjarins utan allra nauðsynleg-
asta viðhald á götum, skolpveitu,
vatnsveitu og nokkrum girðing-
spottum. Um 150 metra gang-
stéttarkafli mun þó hafa verið
lagður í sumar. En þar með eru
afrek „vinstri stjórnarinnar" á
ísafirði á þessu sumri upp tal-
in!!
Þrátt fyrir þetta framkvæmda-
leysi krata og kommúnista í höf-
uðstað Vestfjarða skuldar stjórn
þeirra starfsmönnum bæjarins
tveggja mánaða laun þeirra.
Það væri fróðlegt að sjá og
heyra, hvað „Þjóðviljinn“ og
Alþýðublaðið segðu, ef þau
bæjarfélög, sem Sjálfstæðis-
menn stjórna, höguðu sér
þannig gagnvart starfsmönn-
um sínum. Þá myndi ekki
skorta um þá nafngiftir eins
og „verkalýðsböðlar" og
„svíðingar“, sem svikju fólkið
um laun sín.
KRATARNIR BERA
ÁBYRGÐINA
Megin þunga ábyrgðarinnar á
efnahagserfiðleikum ísafjarðar-
bæjar bera auðvitað kratarnir.
Undir forystu þeirra grotnaði
vélbátaútgerðin í bænum niður,
en af henni hafa ísfirðingar
lengstum lifað. Allt einkafram-
tak í bænum var hundelt á valda
árum Alþýðuflokksins.
Þegar hann tapaði meirihluta
þar, árið 1946, höfðu Sjálfstæðis-
menn forystu um stuðning við
vélbátaútgerðina og hófust auk
þess handa um útgerð togara á
ísafirði. Eru nú gerðir þaðan út
tveir nýsköpunartogarar, sem
orðið hafa mikil lyftistöng fyrir
atvinnu almennings.
FÓLKIÐ HEFUR MISST
TRÚNAÁ ÞÁ
En útgerð samvinnufélags-
ins, sem kratarnir hafa stjórn-
að gjörsamlega einráðir hefur
verið með hreinum endemum.
Á meðan útgerðarmenn og
sjómenn í öðrum sjávarþorp-
um við Djúp hafa rekið báta
sína á hverri vertíð hafa bát-
ar þessa kratafyrirtækis oft
Iegið bundnir við bryggjur.
Hefur sá rekstur sízt verið
betri en bæjarútgerðarinnar í
Vestmannaeyjum. Er nú líka
þannig komið, að almenning-
ur á ísafirði hefur misst alla
trú á, að Alþýðuflokkurinn
geti stuðlað að nokkrum um-
bótum í atvinnumálum bæj-
arbúa. Báru úrslit alþingis-
kosninganna í sumar greini-
legan vott þeirrar vantrúar.
Kekkonen hélt velli ef lir
furðulesa atkvæðagreiðslu
Kommúnistar báru íram vantraust
á stjórnina, en björgnðu henni
síðan frá falli!
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
HELSINGFORS 7. okt. — í dag felldi finnska þingið vantrausls-
tillögur á Kekkonenstjórnina, sem jafnaðarmenn og kommúnistar
höfðu borið fram vegna tilrauna stjórnarinnar til að lækka fram-
leiðslukostnað á vörum, sem Finnar framleiða til útflutnings.
KEKKONEN. — Hélt velli.
Céð veíði við
Grænland
ÁLASUNDI 7. okt. — Líklegt er,
að norski fiskveiðiflotinn sem
verið hefur að veiðum við aust-
urströnd Grænlands í sumar
verði allur kominn heim um
næstu helgi. — Hefur veðrið
verið prýðilegt á þessum slóðum
í sumar og ágæt veiði. Undan
farið hafa þó verið tíðar þokur
á Grænlandsmiðum og nokkur
snjókoma.
Hæsti báturinn eftir vertíðina
er Fosnavaag frá Sunnmæri með
um 400 tonn af saltfiski. Nokkrir
bátar aðrir hafa fengið yfir 360
tonn. Að öðru leyti eru bátarnir
yfirleitt með þetta frá 250 tonn-
um upp í 350 tonn og þykir það
ágætt. — Verð á saltfiski var
kr.n. 1.35 hvert kíló, en hann
hefur hækkað nokkuð undan
farið, er nú kominn upp í kr.n.
1.40. — NTB.
106:83
Var atkvæðagreiðslan hin sögu
legasta í alla staði. Fyrst voru
greidd atkvæði um vantrausts-
tillögu kommúnista. Var hún
felld með 89:42 atkv., en 58 þing-
menn (flest jafnaðarmenn) sátu
hjá. — Urðu kommúnistar þá
ævareiðir út í jafnaðarmenn og
er vantrauststillaga hinna síðar-
nefndu var borin undir atkvæði,
igengu þeir í lið með stjórnar-
flokkunum og greiddu þeim já-
kvæði sitt! Hélt stjórnin því velli
með tilstilli kommúnista, auk
þingmanna stjórnarflokkanna
beggja, Bændaflokksins og
Sænska þjóðflokksins og fékk
106 atkv. — Gegn stjórninni
greiddu hins vegar 83 þingmenn
atkvæði, íhaldsmenn, frjálslynd-
ir og jafnaðarmenn.
Frá Flnnlandi:
Borgaraflokkarnir hlufu um
800 þús. alkvæði í bæja-
og sveilastjórnakosningum
iafnaðarmenn um 400 þús. afkv. og unnu nokkuð á
HELSINGFORS 7. okt. — Jafnaðarmenn unnu nokkuð á í ný-
aístöðnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Finnlandi, borg-
araflokkarnir töpuðu lítillega, en kommúnistar stóðu nokkurn
veginn í stað.
Um 1 millj. 670 þús. kjósendur
greiddu atkvæði við þessar kosn-
ingar og er það um 150 þús.
fleira en við síðustu kosningar
sem fram fóru 1950.
Samkvæmt síðustu fréttum
hafa borgaraflokkarnir fengið
um 800 þús. atkvæði samanlagt,
jafnaðarmenn um 420 þús. og
kommúnistar um 370 þús. at-
kvæði.
Borgaraflokkarnir fengu 6.330
fulltrúa kjörna, jafnaðarmenn
2.670 og kommúnistar 2.390 full-
trúa.
,Berjumst
til þrauiar‘
• • FORMÓSU, 7. október —
Lí Mí, hershöfðingi, yfirmaður
þeirra sveita Þjóðernissinna sem
nú dveljast í Burma og halda
uppi skipulögðum skærum innan
landamæra Kína, sagði í dag, að
menn hans mundu berjast til
þrautar við kommúnista.
— NTB-Reuter.
Nýtt „Lindbergsrán“
í Bandaríkjanum
Ræningjarnir heimtuðu 800 þús dali, —
en barnið fannst látið
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON, 7. okt. — Fyrir skömmu var 6 ára gömium dreng
rænt í Bandaríkjunum og hefur rán hans vakið jafnmikla athygli
og reiði almennings og er barni Lindbergs var rænt á sínum tíma.
-«>
Ræddust við í 3 klst.
LUNDÚNUM, 7. okt. — í dag
ræddu fulltrúar Breta og Egypta
í 3 klukkustundir um Súes-deil-
una. Fóru viðræðurnar fram í
Kairó, eins og að undan förnu,
og er þetta lengsti fundur sem
fulltrúar ríkjanna hafa setið hing
að til og rætt Súes-deiluna.
Q Að fundinum loknum
sögðu fulltrúar Egypta,
að enn hefði ekki náðst fuil-
komið samkomulag um nokkur
atriði og væri því nauðsynlegt
að ræða þau síðar. NTB-Reuter.
3 milliénlr
t*
hermanna
SEOUL, 7. okt. — Talsmaður
Kóreustjórnar sagði í dag, að
sennilegt mætti þykja, að í her
landsins yrðu um 3 milljónir
manna eftir 3 ár. — Nú eru í
honum hátt á aðra milljón
manna, en mikið framboð er af
sjálfboðaliðum; þeir fá þó ekk-
ert kaup, en fæði og ýmis hlunn-
indi. •— Reuter.
Italir fá lán
WASHINGTON, 7. okt. — Al-
þjóðabankinn ákvað i dag, að
Italir skuli fá um 150 milljón
króna lán til þess að veita fjöri
í atvinnulíf á Suður-Ítalíu. —
ítalir fengu einnig lán úr Al-
þjóðabankanum 1951.
NÝTT MET
ISTAMBUL, 7. okt. — Hin 34 ára
gamla bandaríska sundkona,
Florence Chadwick, setti í dag
nýtt met, er hún synti fram og
til baka yfir Bospórus á 75 mín-
útum. — NTB.
Pick endurkjör-
inn forseti
BERLÍN, 7. okt. — Pick forseti
j Austur-Þýzkalands var í dag
jkjörinn samhljóða af austur-
þýzka þinginu til þess að fara
áfram með forsetaembætti lands-
ins. Enginn annar var í framboði.
Pick er gamall kommúnisti og
var fyrst kosinn forseti Austur-
Þýzkalands fyrir 4 árum. — Hef-
ur hann síðan þjónað Kreml-
mönnurn dyggílega. — Reuter.
GLÆPAHYSKI
í dag fannst lík litla drengs-
ins, sem hét Bobby Greenléase,
og var hann myrtur með skamni-
byssukúlu. — Lögreglan hefur
handtekið 17 ára gamlan ungling,
fyrrverandi tugthúslim, Austin
að nafni, og játaði hann á sig
morðið. — Einnig tók lögreglan
41 árs gamla konu höndum, er
hafði lokkað barnið með sér úr
skólanum undir því yfirskini, að
amma þess væri hjá sér.
800 ÞÚS. DOLLARAR
Bobby Greenlease var sonur
forríks manns og kröfðust ræn-
ingjarnir 800 þús. dala 'í lausnar-
fé fyrir hann.
Snýr sér til
Matenkévs?
LUNDÚNUM, 7. okt. — Stjórn-
málamenn hér í Lundúnum eru
þeirrar skoðunar, að Sir Win-
ston muni snúa sér beint til Mál-
enkóvs og fara þess á leit við
hann, að hann komi til fundar
við fulltrúa þríveldanna, áður en
langt um líður.
Eru menn þess fullvissir, að
forsætisráðherrann hafi ekki
kastað fyrir borð tillögu sinni
um. fund æðstu manna f jórveld-
anna. — Reuter.
Viltist
BERLÍN — Hertoginn af Edin-
borg, sem nú er staddur í Vest-
ur-Þýzkalandi, var á skemmti-
flugi fyrir skemmstu og viltist.
Munaði minnstu, að hann flygi
inn fyrir rússneska hernáms-
svæðið.