Morgunblaðið - 08.10.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUISBLAÐIÐ Fimxntudagur 8. okt. 1953 SUÐURRÍKJAFÓLKIÐ SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE Framhaldssagcm 53 Ég fór niður stigann, gekk yfir anddyrið og fram hjá stóra mót- tökuherberginu, þar sem ég hafði fyrst hitt móður Láru Lee, frú Carr. Ég hafði aldrei komið inn í ■ setustofuna. Nú opnaði ég hurð- dna, en inni fyrir var myrkur. Ég þreifaði á bak við hurðina, þangað til ég fann kveikjarann, og ljósið flóði yfir herbergið. Ég . fór inn á mitt gólf og leit í kring- um mig. Herbergið var mjög stórt og ég sá mörgu gluggana, ' sem virtust mynda einn stóran glugga (hvar hafði ég séð svona glugga fyrr?), ég sá eikarborðin, , «g fínlegu frönsku stólana, en fínleiki þeirra virtist hverfa í » stóru herberginu — ég sá hvernig ; gólfábreiðan breiddi sig út fyrir * framan mig, og virtist ná út í hvert horn. Ég fann einhverja undarlega tilfinningu fara um mig alla. Mér » fannst ég vera ein og yfirgefin, — Það þar óþægileg tilfinning. Mér fannst eins og ég væri að falla í yfirlið, en það mátti ekki koma fyrir. — Mér fannst eins og ég hyrfi aftur í fortíðina, — aftur í barnæsku mína. — Þetta var eins og bernskudraumur minn, þar sem mér fannst ég vera alein í stóru herbergi með mörg- urn gluggum, þar sem rauðleit gólfábreiðan virtist ná út í ei- lífðina. Og þar sem ég stóð þarna fannst mér ég vera svo óendan- lega lítil og smá, að ég var næst- um glötuð í þessu stórfenglega umhverfi, sem virtist þrungið af einveru. Ég hugsaði undrandi með sjálfri mér. „Ég hlýt að vera gengin af vitinu, því ég hef aldrei komið hingað áður“. — Og nú talaði ég upphátt, „ég sem hef aldrei komið hingað áður.“ „Manstu eftir því?“ spurði rödd sem kom frá dyrunum. Eg sneri mér hægt við, og sá að frú Carr kom inn. „Ég hef eitt- hvað svo undarlega tilfinningu“, stamaði ég, „og mér finnst alveg eins og ég hafi komið hér áður“. Svo bætti ég við, „en ég hef aldrei komið hér áður“. „Þú komst hér einu sinni“, sagði hún hæglátlega“, rétt áður en þú varst þriggja ára gömul“. Ég starði orðlaus á hana. Hún lokaði hurðinni hljóðlaust. „Faðir þinn kom með þig hing- að. Hann hét Will Purefoy, sem ég geri ráð fyrir að þú vitir. Hann hafði haft þið hjá sér, síðan —- síðan rétt eftir að þú fæddist. En þegar hann fékk vitneskju um að hann ætti að deyja, kom hann með þig hingað — til mín. Hér inni í þessu herbergi bað hann mig um að hafa þig hjá mér.“ Hún stóð há og föl í andliti upp við dyrastafinn, og þegar ég ætl- aði að ganga til hennar, rétti hún grönnu hendina sína upp til merkis um að ég skyldi vera kyrr. „Þú verður að bíða augnablik, og fá að vita allan sannleikann“, sagði hún. „Ég gat ekki haft þig hjá mér“, sagði hún og rödd hennar var eins og illa stilltur strengur í hljóð- færi. „Það var bæði vegna eigin- mannsins míns, og svo var Lára Lee, rétt aðeins ári eldri heldur en þú. Og ég varð að horfa á litlu fætúrna þína ganga fyrir fullt og allt út úr lífi mínu. Seinna frétti ég að Will hefði látist í húsi föð- ur síns.“ Ég fann hvernig tárin flóðu yfir andlit mitt er ég spurði. „Ert þú þá móðir mín?“ Hún hneigði höfuð sitt til sam- þykkis, eins og hún gæti ekki fengið sig til þess að líta í augu mín. „Þú mátt ekki kalla mig því ;&:inmiiiitifi nafni, fyrr en þú heyrir alla sög- una til enda“. Hún reisti höfuð sitt. „Ég var alls ekki saklaus stúlka, sem var ginnt vegna fá- fræði minnar. Ég var gift kona og tveggja barna móðir, þegar ég 1 hitti Will Purefoy. Ég hef ekki einu sinni hina vanalegu afsökun, — ég hef alls enga afsökun fram að færa. En á þessum árum, sem ég hafði verið í hjónabandinu, hafði öll gleði, öll ánægja, hlátur og hamingja, verið máð út úr lífi mínu. Það var eins og ég vaknaði til lífsins á ný, þegar ég hitti Will, hann var ungur, laglegur og kát- ur. Það var eins og ég kæmi úr einhverjum svörtum hjúp út í sólskinið. Það ár var hr. Carr einmitt sendur til Parísar, til þess að veita skrifstofum fyrirtækis hans forstöðu þar. Ég átti að koma síðar til hans með börnin. , En þegar ég komst að raun um | hvað komið hafði fyrir — þá dró ég það á langinn að fara.......“ Hún þagnaði. „Og þpgar ég loks fór, — þá var allt um garð geng- ið. Wil lét mig vera heima á Hickory Hill, þangað til allt var af staðið. Og hann hélt þér“. Rödd hennar þagnaði, og hún stóð þarna og hugsaði um for- tíðina, og hélt síðan áfram. „Ég hélt að hr. Carr þyrfti aldrei að fá vitneskju um þetta. En hann fékk að vita það, og frá sjálfri mér. Hann var ekki í rónni fyrr en hann var búinn að fá játningu mína, — og eftir það hélt hann játningunni yfir höfði mínu eins og hárbeittu sverði, sem gæti fallið niður hvenær sem væri“. | Nú lyfti hún höfði sínu og sagði með æsing í röddinni. „Ég er glöð yfir því að hann skuli vera dá- inn!“ Síðan faldi hún andlit sitt i í höndum sínum þangað til hún hafði jafnað sig, þá leit hún upp aftur og sagði stuttlega. „Jæja, Jess, nú ertu búin að fá að vita allan sannleikann. Ég er ekki AÐVÖRUN tifl flíaupenda Rorgunblaðsins Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu þess hér, verða að greiða það fyrirfram. Reikninga verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan 14 daga frá komudegi. Gamla kirkjuklukkan i t ÞÝZKA ríkinu Wiirtemberg, þar sem akasíutrén blómgv- ast svo yndislega við þjóðveginn og eplatrén og perutrén ^ svigna á haustin undir blessuðum ávöxtunum, er lítill bær, . sem heitir Marbach. Þetta er með minnstu bæjum, en fallega er hann í sveit settur við Neckarfljótið, sem hraðar sér fram hjá borgum, gömlum riddarahöllum og grænum vínbrekkum og blandar að lokum vatni við hið mikla Rínarfljót. Það var liðið á árið, blöðin á vínviðnum voru orðin rauð, hann gekk með skúrum, og næðingurinn var napur. Það var ekki notaleg árstíð fátækum. Dagarnir dimmir og enn dimm- ara var inni í litlu húsunum gömlu. Eitt húsið sneri gafli að götunni, — gluggarnir voru lágir; það var fátæklegt og lítilmótlegt. Og sama var að segja um fjölskylduna, sem átti þar heima — en vandað var það fólk og iðið og guðhrætt í fylgsnum hjartans. Þau áttu von á, að Drottinn gæfi þeim bráðlega eitt barn i viðbót. Móðirin lá í kvöl og nauð — en þá ómaði inn til hennar klukknahljómur frá kirkjuturninum, djúpur og há- tíðlegur. Það var helgistund. Og klukkuhljómurinn fyllti þau, sem þarna lágu á bæn, fjálgleik og trú. Hugirnir lyftust innilega til hæða, og á samri stundu varð hún léttari og ól lítinn son og varð óendanlega glöð. j Klukkan í turninum virtist hringja gleði hennar út um borg og sveit. Tvö skær barnsaugu horfðu á hana, og það stirndi á hárið á hvítvoðungnum, eins og það væri úr gulli. Heimurinn tók á móti barninu með klukknahljómi. Móð- j irin og faðirinn kysstu það, og í biblíuna sína skrifuðu þau:' „Hinn tíunda nóvember gaf Guð okkur son,“ og síðar var 1 bætt við, að hann hefði í skírninni fengið nöfnin Johan Christoph Friedrich. TANNLÆKNAR SEGJA COLGATE TANNKREH BEZTU VÖRNINA GEGN TANN- SKEMMDUH NotiS COLGATE tannkrem, ex gefur ferskt bragð í munoinn, hreinar tennur og varnar tannskemmdum. Heilðsölubirgðir H. Ólafsson & Bernhöft. UIMGLINGUR óskast til að bera blaðið til kaupenda þess við Kópavogsbraut. orcjttwWhÖið Sími1600 eru viðurkenndir fyrir gæði Ilom Vanille Súkkulaði Möndlu Gardínustengur ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■•■■■■■■■■■■■•)■■■■■■■■ Kaupmenn og kaupfélög Fyrirliggjandi: TVINNI Svartur og hvítur nr. 40 og 50. A. J. BERTELSEN & CO. h.f. Hafnarstræti 11. Sími 3834. Gardínustengur, einfaldar og tvöfaldar, í mörgum lengd- um, nýkomnar. — Ennfremur kappabönd, hringir, krók- ar, gardínugormar o. fl., fyrir gardínur. LUDVIG STORR & CO. Laugavegl 15 — Sími 3333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.