Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 10
10 MORG 11NBLAÐIÐ Föstudagur 23. okt. 1953 Snlíma Stefánsdóttir Hinningarorð í GAMLA daga var Tjarnargata gata hinna æðstu embættis- manna þjóðarinnar. Þar réðu þeir húsum ráðherrann og biskupinn, þá orðin háöldruð og farin að heilsu og átti erfitt um mál. Gamla konan fylgdi mér út á tröppurnar til að kveðja. Þótt ég skildi ekki orð hennar, fann ég að í mildu brosi hennar fólust blessunar og velfarnaðaróskir. Halidóra Haildérs- dólfir — §9 ára landritarinn og póstmeistarinn og ! ^etta var a fögru vorkvöldi og fleiri af þessum gömu og góðu og 1 sólin var að hverfa bak við kirkju skylduræknu embættismönnum, á fyrstu árum heimastjórnarinn- ar. Nú eru allir þessir menn horfn- ir af sjónarsviðinu og nýir menn í nýjum húsum teknir við störf- ( um þeirra. Þessar fáu línur eru , an<ái geislar þessa fagra sumar- heldur ekki skrifaðar til þess að | á^gs þeir væru nú sérstaklega minnast þeirra, heldur til að sendir Súlímu Stefánsdóttur. minnast gamallar konu, sem um ^eir fluttu henni fagnaðartíðindi, garðsvegginn á bfekkubrúninni. Geislar hennar ljómuðu yfir gömlu konunni, þar sem hún stóð þarna á tröppum hússins sem hún hafði þjónað í um meira er. fjóra tugi ára. Mér fannst eins og dvín- marga áratugi var í vist i emu af þessum gömlu embættismanna húsum undir brekkunni við Tjörnina í Reykjavík. Það er Súlíma Stefánsdóttir Tjarnar- götu 28. Hún andaðist 1. okt. s.l. hér í Reykjavík tæplega níutíu ára að aldri. því að þeir sög.ðu við hinn trúa þjón: Gakk þú, að loknu starfi, inn í fögnuð herrans. G. Brynjólfsson. Sauðfé og hross SAIJÐFÉ hefir löngum verið fátt í Danmörku. Við talningu 18. , júlí í sumar var tala þess: Á eyjunum 8.000 Á Jótlandi 32.400 AIls í landinu 40.400 18. júlí 1952 voru tilsvarandi tölur 7.900, 39.700 og 47.600, svo að heldur virðist fénu fækka. Hið sama er að segja um hross- in. Hross í sveitum eru talin: 18. júlí 1953: Á eyjunum 131.000 Á Jótlandi 257.000 Alls 388.000 Súlíma var fædd að Grófargili í Seyluhreppi í Skágafirði 26. okt. 1863. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stefán Einarsson bóndi og Lilja Vormsdóttir. Með þeim fluttist Súlíma að Vatns- hlíð á Vatnsskarði, en á unga aldri dvaldi hún hjá Lárusi bróð- Ur sínum, sem bjó á Skarði í Skarðshreppi. Fyrir og um alda- mótin átti Súlíma heima á Sauð- árkróki ásamt Stefaníu systur sinni. Tóku þær til fósturs bróð- Urdóttur sína Emelíu og reyndist Súlíma henni ætíð síðan ástrík og umhyggjusöm. Árið 1901 réðst Súlíma í vist til sýslumannshjónanna á Sauðár- króki Eggerts og Guðrúnar Briem og með þeim fluttist hún til Reykjavíkur árið 1904. Að þeim látnum var hún hjá Sigríði dótt- ur þeirra, sem sýndi henni alveg einstaka ræktarsemi og umönn- þn í vanheilsu hennar á efri ár- um og söm var alúð og tryggð Gunnlaugs Briem, konu hans og barna við þessa gömlu konu allt til hinnstu stundar. Allir sem þekktu hið prúða heimili Briemshjónanna fóru nærri um hina afburða trú- mennsku Súlímu Stefánsdóttur, hið hógværa dagfar hennar, hina göfugu hollustu, sem hún sýndi í hverju verki alla sína löngu þjónustutíð. Það þarf því ekki að hafa mörg orð til að minna á þessa fórnfúsu þjónustu. Af þeim sem nutu hennar var hún þökk- Uð og metin eins og verðugt var. En þessi minningarorð eru rit- Uð til þess að láta í ljósi þakk- læti okkar systkinanna frá Skild- ingangsi, sem öll vorum tíðir gestir og sum áttum langa dvöl í húsi: Guðrúnar frænku. Og öll eignuðumst við vináttu Súlímu Stefárisdóttur og nutum þeirrar hlýju ! og hollu góðvildar, sem hún var gædd í svo ríkum mæli. Fyrir ^ietta er nú þakkað í nafni okkam systkinanna allra og í þakklátum huga er geymd minn- ingin ' um ræktarsama vináttu þessarpr látnu konu. Síðaþta sinn, sem ég sá þessa gömluf vinkonu mína átti hún rúmleéa tvö ár ólifuð. Hún var 18. júlí 1952: Á eyjunum 141.000 Á Jótlandi 271.000 Alls 412.000 Hin aukna véltækni í búskapn- um segir til sín. Jón Gíslason bóndi Eysfri-Loffssföðum MinningaroFð f. 16/9. 1899 — d. 14/10. 1953 Er til ákveðs borinn einn og sérhver hér, forlaga fetar sporin; fyrir það enginn sér. Jarðnesk tregatárin titra um sollnar brár. Eilífð bak við árin öll vor græðir sár. Með öldinni þessari ævi þín hófst, þú varst elztur af systkina hóp. Með fórnandi skyldum æska þín ófst, áhugasamur þitt pund hvergi grófst, því vinnan þér vorgleði skóp. Afkastamikill með ákveðið skap, undir niðri samt Ijúfur. í baráttu lífsins þú beiðst ekki tap, úr byljunum komstu, og óðst þessi krap, en stundum var strengurinn hdjúfur. Þú áttir vini, sem unnu þér hreint, því alltaf var tryggðin þín söm. Margt gerist, sem verður oss mönnum leynt, sá missir lífsins, sem ekkert fær reynt, þó oft virðist örlögin röm. Eg geymi þá minning, sem gafstu mér, gleði og handabandið. Þú trúðir og vissir að eilífðin er almáttka valdið, sem stjórnar oss hér. — Þú fórst inn á framtíðarlandið. Lárus Salómonsson. Jón Gíslason verður jarðsunginn í dag að Gaulverjabæ. Gnðiiiiiir Sifiris- son bóndi frá ÁTTRÆÐ er í dag merkiskonan, frú Haildóra Halldórsdóttir, Kambsvegi 29, Reykjavík. Hall- dóra er fædd að Nýp á Skarðs- strönd 23. okt. 1873', dóttir Hall- dórs Jónssonar, bónda þar og Vigdísar Björnsdóttur, konu hans. Systkini Halldóru voru 14 tals- ins, og er nú aðeins eitt þeirra á lífi, auk hennar, frú Ragnheiður Halldórsdóttir á Hólmavík. Halldóra giftist árið 1898, Hall- dóri Hávarðarsyni frá Grundar- hóli í Bolungarvík. Hann var lengi formaður á áraskipi, en rak síðar verzlun. Halldór lézt árið 1924. Þau eignuðust 13 börn, en aðeins fjögur þeirra eru á lífi. Torfi skipstjóri í Reykjavík, Ragnar tollvörður í Keflavík, Haukur húsgagnasmiður á Sel- fossi, og Matthildur húsfreyja í Reykjavík. Til Reykjavíkur flutt ist Halldóra árið 1930, og hefur dvalizt þar nær óslitið síðan, lengst af á heimili dóttur sinnar, Matthildar, þar sem hún býr nú. Halldóra er enn hin ernasta og er hraust og lífsglöð hvern dag, þrátt fyrir óvenju mikið lífsstarf. Megi ævikvöld hennar verða friðsælt og fagurt. Lifðu heil! H. J. Minningarorð i GUÐMUNDUR Sigurðsson bóndi frá Háhóli í Álftaneshreppi í ; Mýrasýslu, verður jarðsettur í dag, föstudag kl. 13,30 frá Hall- grímskirkju. Guðmundur var fæddur 5. marz 1875 að Háhóli, sonur hjón- anna Lilju Þorbjörnsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar, er þar ■ bjuggu. Guðmundur var þriðji í i röðinni af 11 systkinum, sjö ] drengjum og fjórum stúlkum og j eru nú á lífi þrjár systurnar, þær Guðmundína og Sólveig, báðar í Borgarnesi, og Helga sem nú býr vestur á Kyrrahafsströnd. Guðmundur kvæntist 16. des. 1911, Ólöfu Jóhannsdóttur, bónda í Skíðsholti Sigurðssonar í Miklaholti, Salómonssonar, Bjarnasonar og Borghildar konu hans Benjamínsdóttur. Byrjuðu þau búskap á Háhóli og bjuggu þar góðu búi á þeirra tíma vísu til ársins 1933, að þau fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust fjögur börn, 2 dætur og 2 syni, sem öll eru á lífi og búa hér í Reykiavík. Þau eru Lilja Sigurlín, Jóhann Kristján, Sigurður og Elínborg. Einnig bar Guðmundur mikinn kærleik til stjúpsonar síns, sem hann ól upp, Sigmundar Míkael Ólafssonar, sem var mesti efnismaður, en dó 21 árs. Guðmundur var fæddur og upp- alinn á Háhóli, og bjó þar til árs- ins 1933, hann sleit því þar bæði bernsku og bónda skónum, í 58 ár. Það dylst því engum að Guð- mundi var sárt um að yfirgefa æskuheimili sitt, en fáir munu hafa heyrt æðru né stóryrði frá honum. Guðmundur var lágur og nett- vaxinn. Hann átti góða greind og sérstaklega prúða framkomu í orði og athöfnum Og við alla og allt. Orð fór af því, hve vand- aður hann var í viðskiptum við aðra og orðheldinn. Hann var reglumaður og snyrtilegur í um- gengni og með búshluti sína. Eftir að Guðmundur fluttist suður stundaði hann ýmiss störf, en aðallega landbúnað og var um 6 ár ráðsmaður á Fellsmúla í Mosfellssveit og fram til þess síð- asti átti hann sjálfur búpening, því að við búskapinn batt hann sinn huga. Guðmundur dó 18. okt., 78 ára að heimili sínu, B-götu 29 í Reykjavík. Hann hafði þá legið á þriðja ár mjög þjáður og síðustu mánuðina án þess að geta hreyft sig, en vel bar hann þjáningar sínar og svo var sálarþrek hans mikið, að aldrei heyrðist æðru- orð. Guðmundur var réttsýnn og þakklátur til allra, sem vel gerðu til hans og það var hans vilji að færa þakkir til læknanna og hjúkrunarfólksins á Landsspítal- anum og til allra er veittu samúð og hjálp í hans löngu og erfiðu veikindum. Ég samhryggist konu hans og börnum og systrum og öðrum ættingjum. Ég þakka Guðmundi fyrir góða kynningu, því hann var hjarta- hreinn og velviljaður Og átti marga góða vini, en engan óvin og því er minning hans góð. Reykjavík 22. okt. 1953. Lárus SalómonssoD. ■ Nr. 7/1953 : Tilkynniraj Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjör- líki sem hér segir: Heildsöluverð Smásöluverð ... Niðurgreitt Óniðurgreitt , kr. 5.17 kr. 10.00 pr. kg. 6.00 kr. 11.00 pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. ■ ■ Reykjavík, 22. október 1953 ■ Verðlagsskrifstofan. ■ ■ Norðurlandafarar með Heklu í ágúst, halda skemmtifund í Þjóðleikhúskjallaranum þriðjudaginn 27. okt. kl. 8,30. Þátttaka tilkynnist fyrir mánudagskvöld í síma 6929 eða 5102. NEFNDIN HafsuHuvél til sölu SINDRI H.F. Sími 82422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.