Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 23. okt. 1953
LJONIÐ OG LHMBIÐ
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 11
að bresta. Honum fundust æðar
sínar ætla að springa. Snærið lét
ekki hið minnsta undan. Houdini
hefði ef til vill geta losnað úr
þéssum böndum, Samson hefði
ekki tekizt það. Hann fann and-
ardráttinn stöðvast með löngu
sogi, og mátturinn þvarr. Nú var
snærið farið að skera hann í háls-
inn. Allt tók að dansa í herberg-
inu. Hann heyrði að tappi var
tekinn úr flösku, fann lykt af ein-
hverju, sem ekki var eins væmið
og klóróform, en sterkara og virt
ist svæfa skynfæri hans í einum
andardrætti. An þess að veita
frekara viðnám lá hann endi-
langur og rænulaus í rúminu.
—o—
Hann vaknaði við það að sólin
skein inn í herbergið. Hann lá
um stund og reyndi að rifja upp
atburði næturinnar. Svo settist
hann upp í rúminu. Það voru
lítil merki um óreiðu í herberg-
inu nema sundurklipptar raf-
leiðslurnar. Hann spratt fram úr
rúminu og leit í spegil. Á háls-
inum var daufur rauður hringur,
varla sýnilegur. Og nú fékk hann
kynlegt hugboð. Hann stóð graf-
kyrr og hallaði höfðinu afturábak
eins og hann væri að hlusta. Það
var engin ímyndun. Það var ekki
um að villast, það var sama sæt-
væmna, áleitna ilmvatnslyktin
og í veitingahússtofunni í „Ljón-
inu og Lambinu“. Hann varð
gripinn undarlegri ímyndun, eins
konar martröð, eftirköst nætur-
innar. Honum fannst hann sjá
hana fyrir sér, styðja höndinni á
síðuna og brosa til sín um öxl,
óskammfeilnu brosi. Svo hristi
hann þetta af sér, gekk að glugg
anum og opnaði hann upp á gátt
bandaði frá sér með höndunum
eins og til að reka burt hugsunina
um þessa ógeðfelldu angan. Hann
staulaðist síðan inn í setustofuna
og hringdi bjöllunni.
„Sendið einhvern af yfirmönn-
unum upp til min“, sagði hann
við þjóninn, sem kom.
Góðlegur, ungur maður kom
brátt inn. Hann hlustaði með frá
bærri kurteisi á sögu Davids. Svo
skoðaði hann sundurklipptu raf-
þræðina með áhyggjusvip.
„Þér segið að dyrnar hafi ver-
ið læstar?"
„Ekki einasta svefnherbergis-
dyrnar, heldur einnig setustofu-
dyrnar fram á ganginn og dyrn-
ar miili herbergjanna", svaraði
David.
„Þér virðist hafa gert allar var-
úðarráðstafanir", sagði ungi
maðurinn.
„Ég hafði ástæðu til þess“, sam-
sinnti David. „Það vill svo til, að
ég veit að hér í London er fólk,
sem er illa við mig.“
Maðurinn gekk yfir gólfið og
reyndi lítillega dyrnar að næstu
íbúð. Þeim var læst að innan-
verðu. Hann opnaði með lykli, er
hann hafði sem yfirmaður í gisti-
húsinu. Herbergið var lítið og
tómt, en í rúminu hafði verið
sofið.
„Hvað segið þér um þetta?“
spurði David.
Gistihússtarfsmaðurinn var dá-
lítið vandræðalegur. Hann tók
símann og hringdi til skrifstof-
unnar. Hann virtist enn þungleg-
ar hugsandi þegar hann lagði frá
sér símtólið.
„Þetta herbergi var leigt síðast-
liðna nótt af einum yfirþjóna
okkar og sá, sem bjó þar var
Nadol læknir, sem fór til Liver-
pool með póstlestinni í morgun,
til þess að gera uppskurð."
Maðurinn fór. David sat um
stund og hugsaði málið. Eitt var
öldungis víst: hann hafði verið
algerlega á valdi sinna i fornu
félaga, en af einhverjum ástæð-
um höfðu þeir hætt við að full-
komna verkið. Hann reyndi að
telja sér trú um, að þeir hefðu
hlíft honum vegna Meyjartárs-
ins, þeir álitu að hann vissi um
það og ætluðu sér að hafa vak-
andi auga á honum til að kom-
ast yfir það. Þeir voru ef til vill
of skynugir til að drepa gæsina,
sem vissi um gulleggið, en þó
var það ólíkt Lömbunum að
hætta við hálfnað verk. Undir
niðri bjó honum í hug önnur, ó-
geðfeld skýring. Hún hafði farið
á eftir morðingjunum til að frelsa
líf hans. Það var hún, sem hafði
neytt þá til að hætta á síðustu
stundu. Honum hraus hugur við
þessari skýringu, en því lengur
sem hann hugsaði, því sannfærð-
ari varð hann um réttmæti henn-
ar. Honum þótti jafnvel enn sem
fyndi hann votta fyrir angan af
ilmvatninu, þrátt fyrir opnu
gluggana, og ógeð hans varð enn
meira vegna þess, að þessi ang-
an var á vissan hátt dýrslega
lokkandi ....
Hann opnaði gluggana enn bet
ur og tók að blaða í símaskránni.
Svo hringdi hann.
„Get ég fengið að tala við hr.
Atkinson? Þetta er Newberry
lávarður.“
Andartaki síðar svaraði syfjuð
rödd.
„Heyrið þér, Atkinson", sagði
David, „mér þykir leitt að þurfa
að ónáða yður svona snemma, en
á ég ekki lítið hús í John-stræti?
Bræður mínir áttu það, var ekki
svo? .... Gott! Þér hafið ekki
leigt það? Ágætt! Sjáið um að
það verði tilbúið í dag. Ég flyt
þangað. Þakka. Sælir.“
VII. KAFLI.
Klukkan nákvæmlega tólf
mætti David í menntastofnun
1 Abbs. Hann gekk fram hjá raf-
magnshestum, bátum, hnefaleika
j knöttum og fleiri íþróttatækjum,
^ þangað, sem Abbs var sjálfur að
æfa efnilega léttþungamenn.
Hann yfirgaf nemendurnar þegar
og kom á móti DavidL En þegar
hinn síðarnefndi gerði sig lík-
legan til að ganga á undan til
einkaskrifstofumtatr, varð hann
vandræðalegur á svip.
„Því miður“, sagði hann, „en
ég er hræddur um að ekki þýði
að tala frekar usrt málið. Ég hef
ákveðið að hafna tilboði yðar.“
„Er það vegna borgunarinn-
ar?“ spurði David. „Á ég að
hækka tilboðið?"
„Það er ekki vegna pening-
anna“, játaði hann, „heldur til að
forða lífi mínu.“
„Ég skil“, sagði David alvar-
lega. „Þeir hafa talað við yður.
Fjandinn má vita hvernig þeir
hafa komizt að þessu.“
„Það er eins gott að þér fáið
að vita það strax“, andvarpaði
Abbs. „Ég hef það beint frá
manni, sem virðist þekkja þenn-
an óaldarflokk eins og fingurna
á sér, og mig langar ekkert til að
verða settur á svarta listann hjá
þeim. Hann mun hafa getið sér
til um hvað fyrir yður vakir. Að
minnsta kosti er þessu þannig
varið. Ég met öryggi mitt of mik-
ils til að vilja takast þetta á hend
ur, það segi ég yður í fyllstu
vináttu".
David kveikti sér í Vindling og
hugsaði sig um. Svo lagði hann
höndina á öxl Abbs.
„Komið inn í skrifstofuna sem
snöggvast", sagði hann.
Þeir lögðu af stað, og þegar
David fór framhjá vélritunar-
stúlkunum, horfði hann rannsak-
andi á þær. Önnur þeirra, einkar
litskrúðug stúlka með mikið ljóst
brúsandi hár og oflitaðar varir,
horfði í móti honum án þess að
depla augunum og það vottaði
jafnvel fyrir brosi í munnvikun-
um. Að undanskildu því að hana
skorti algerlega dýrslegan yndis-
þokka, var hún svo lík annari
stúlku, að hrollur fór um David.
„Sendið stúlkurnar út að borðá
Abbs“ sagði hann. „Ég vil að við
séum einir og enginn liggi á hleri
í þetta sinn.“
SKLGGIMM
Danskt ævintýri
7
allt, sem gerzt hefir síðan við skildum. Og segðu mér nú
hvað þú sást hjá nábúa mínum þarna í heitu löndunum.“
„Já, það skal ég segja yður,“ mælti skugginn og settist
niður. „En þá verðið þér að lofa mér því, að hvar sem þér
hittið mig, þá segið þér aldrei nokkrum manni hérna í borg-
inni frá því, að ég hafi verið skugginn yðar. Ég hef nefnilega
J hyggju að trúlofast. Ég get vel séð fyrir fjölskyldu og
þó meira væri.“
„Vertu viss um það, að ég skal ekki segja nokkrum manni
hver þú ert. Hérna er höndin mín. Ég lofa þér því upp á
æru og trú,“ sagði þá lærði maðurinn við skuggann.
Það var mesta furða hvað skugginn var orðinn vel að
manni. Hann var í svörtum fötum úr fínasta klæði með
gljáandi stígvél á fótum. Einnig var hann með hatt á höfði,
sem smella mátti saman, svo að barð og kollur fór í eitt.
Já, það var óhætt að segja, að skugginn var vel búinn,
og það var einmitt það, sem gerði hann fyrst og fremst að
manni.
„Nú skal ég skýra mál mitt,“ sagði skugginn, og um leið
lagði hann fæturna eins þjösnalega og hann gat á ermi nýja
skuggans lærða mannsins, þar sem hann lá eins og rakki við
fætur hans.
Annaðhvort gerði gamli skugginn það af drembilæti eða
til þess að hinn skyldi tolla betur við, en hann lá grafkyrr
og bærði ekki á sér. Honum þótti víst nógu gaman að fræðast
um, hvernig maður ætti að fara að til að losa sig svona og
) verða síðan maður.
„Vitið þér hver það var, sem bjó í húsi vagnbúans?“ mælti
skugginn. • • .. . ,, . ,
HVOR TVÍBURINN NOTAR TONI?
HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ?
(Sjá svar að neðan)
JJoni
(^ent
liárú mjúht
Fleiri nota TONI , en nokkurt
annað permanent.
Þér munið sannfærast um, að
TONI gerir hár yðar silkimjúkt.
Hárliðunin verður falleg og end-
ist eins lengi og notað væri dýr-
asta permanent, en verður mörg-
um sinnum ódýrara.
Engin sérstök þekking nauð-
synleg. Fylgið aðeins myndaleið-
beiningunum.
Permancnt án spóla kr. 23,00
Spólur ............ kr. 32,25
Munið að biðja um
Heima permanent
með hinum einu réttu
gerir hárið sem sjálfliðað
Með hinum einu réttu TONI
spólum, er bæðl auðveldara og
fljótlegra að vinda upp hárið.
Komið lokknum í spóluna, vind-
ið og smellið síðan. Þetta er allt
og sumt.
Þér getið notað spólurnar aft-
ur og aftur, og næsta hárliðun
verður ennþá ódýrari. Þá þarf
aðeins að kaupa hárliðunarvökv-
ann.
Jafnvel fagmenn geta ekki séö
mismuninn. Dorothy Coggins,
sú til vinstri, notar Toni.
H E K L A H F Austurstræti 14. Sími 1687.
! Þai | ) er ekki ofsögum sagt! (
i ú TIDE er bezta þvottaefnið 1 :
■ jm i i / • j • ■ { " v jÆHr
TIDE gerir ekki aðeins þvottinn hreinan 1 il °g hvítari en önnur þvottaefni, heldur | sparið þér yður líka erfiði með því að nota TIDE — Það freyðir betur og þér þurfið að nudda þvottinn minna — og hann endist lengur.
T 1 r\ r - er drýgra og því ódýrara 1 1 \S lm . er þvottaefnið yðar
Sezt ú auglýsa í ftlorgunblaðinu