Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. oltt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Va!dim i t Mínningarorð UM VALDIMAR Steinsson fyrr- um bónda í Vatnsfjarðarseli, dá- Inn 7. sept. 1953. Þegar haustfölva slær á jörð- sem boðbera þess, að sumarskrúð og gróður hefir iokið starfi að þessu sinni, eru sveitungar fjöl- mennir, og vandamenn hans sam- an komnir í yndisfógru veðri, til þess að fylgja honum síðasta spöl- inn, að hinni hinstu gröf. Þar var kvaddur síðustu kveðju merkur maður, grandvar og góð- ur. Starf Valdimars og líf var á margan hátt merkilegt og vissu- lega er hverjum einum sæmd að hafa leyst slíkt hlutverk af hendi. Ekki var það fyrir það, að hon- um væri lyft til hárra vegsemda, vegna staría í opinberri þágu. Nei, starf hans var á öðru sviði, og bar það mikinn og blessunar- ríkan ávöxt. Hann var uppalinn í hinum harða vinnuskóla lífsins, lengi vel við erfið og þröng lífs- kjör. Fæddur af fatæku foreldri £ fjölmennum systkinahóp, en gerist á unga aidri aðalfyrirvinna foreldra sinna og var þar um fjölda ára og vinnur af þeirri kostgæfni og dugnaði, sem bezt mátti að gagni koma, sýndi hann með störfum sínum í hvívetna sérstaka fórnfýsi; til allra starfa var hann hinn nýtasti maður, lag- virkur vel, og duglegur. Var hann um mörg ár sjómaður á vertíðum, og þar sem annars staðar eftirsóttur 1 skiprúm. Var hann í öllu sarnbýli við aðra vinsæll og vel metinn, sérstakt stillingar og prúðmenni, vildi öll- um vel gera, er einhver kynni höfðu af honum, greiðasamur og góðviljaður, traust.ur til orða og athafna. Valdimar var fæddur að Vatns- fjarðarseli 6. ágúst 1878. Foreldr- ar Steinn Bjarnason og Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem þar bjuggu. Á unga aldri fluttust þau að Háls- húsum í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1908, að þau fluttust aftur að Vatnsfjarðarseli og þar dvaldist Valdimar til ársins 1949. Fyrstu árin sem íyrirvinna for- eldra sinna, en 1918 tók hann við búsforráðum þar og hóf þá búskap með konu sinni Björgu Þórðardóttur og bjuggu þau til ársins 1945. Þeim fæddust fimm börn, eitt þeirra dó í æsku, en þrír synir og ein dcttir, eru full- orðin öll, hið efnilegasta fólk. Þegar þau hættu búskap fengu þau tveim sonum sínum. Hrólfi [ og Gunnari og Ingibjörgu dóttur sinni búsforráð í hendur, en Hans sonur þeirra er bóndi á Miðhús- um í sömu sveit. Fylgdi hann og kona hans hin- um þrem fyrst neíndu börnum sínum. Árið 1949 fluttust þau að Hörgshlíð, en 1952 að Heydal og eru þar. Þegar Valdimar kom að Vatns- fjarðarseli, var jörðin í mikilli niðurníðslu. Meðan hann bjó þar, bætti hann jörðina mikið, byggði upp öll hús og bætti tún jarð- arinnar rnjög. Eru þar ræktunar- skilyrði erfið og að aðstaða öll til búnaðarbóta hin óhagstæðasta, bæði hvað húsabætur og aðrar umbætur snertir. Þrátt fyrir það bætti hann jörðina mjög og var ávallt ánægjulegt ljann að heim- sækja, þar gat að líta mikinn þrifnað og snyrtimennsku utan bæjar og innan. Átti hin mynd- arlega og góða kona hanssinnþátt í því. Var miklu og nýtu starfi þar áorkað, með uppeldi barna sinna og forsjá foreldra meðan þau voru á lífi. Miðað við allar aðstæður, var hann lengst af ekki vel settur, jörðin afskekkt og harðbýl á , vetrum, þurfti þar jafnan mikla og örugga forsjá, ef vel átti að fara og gætti hann jafnan vel þeirra aðstæðna, er fyrir hendi ^ voru, svo allt færi vel. Hann þekkti vel alla erfiðleika og á margan hátt frumstæðan og erf- iðan þátt lífsbaráttunnar, en hann lifði það að sjá og reyna betri tíma, er voru ávöxtur af elju hans og forsjá. Hvarvetna fylgdi honum góður hugur. Um langan tíma var hann nágranni minn og minnist ég allra samskipta við hann með mikilli virðingu og þakklæti, sem mér er mikil eftirsjá að. Konu sinni og börnum var hann hinn ástríkasti og umhyggjusamasti og fórnaði öllu, er hann mátti þeim til handa. ( Minning hans er öllum kær meðal samferðamannanna, og fylgja honum góðar óskir og þakkir yfir móðuna miklu. P. P. ,Gamlir menn' í LESBÓK Mbl. 4. okt. eru skráð nókkur — viðeigandi — orð með þessari yfirskrift um aldur manna, og hversu menn hafi bor- ið hánn, bæði fyrrum og nú. Kemur þar fram, eins og vita mátti, eigi lítill munur á þessu tvennu við breyttar allar aðstæð- ur, en eigi hafa þó stjórnarvöld: landsins enn séð ástæðu til breyt: inga á löggjöfinni, sem um þetta fjallar, en það eru lögin um ald- j urshámark opinberra starfs-! manna. Aðalákvæðið er þar, að sá embættismaður, sem náð hefir 70 ára aldri, skal láta af embætti,. og á hann þangað eigi aftur-1 kvæmt, hvernig sem á stendur. — Minnist ég nú þess, að meðan ég var í Osló og kynntist löggjöf Norðmanna, þótti mér eitt atriði meðal annara athyglisvert, sem sé að þeir hafa sett í lög þá við- bót við aldurstakmarkið (sem er hið sama og hér, 70 ár), að ríkis- stjórninni sé heimilt að fram- lengja embættistíma starfsmann- anna, fram yfir hið ákveðna mark, ef henta þykir af sérstök- um eða almennum ástæðum, allt að 5 árum, eða til 75 ára aldurs, en til eins árs í senn o. s. frv. Þótti mér ekki ólíklegt, að þing og stjórn á íslandi myndi vilja gera slíka breytingu á gildandi lögum, og skrifaði því ákveðnum ráðamanni um þetta, en eigi var því sinnt. Ekki veit ég, hvort ég hefi verið grunaður um, að mér væri þetta sérstakt keppikefli til þess væntanlega að eiga kost á að sitja lengur í sendiherraem- bætti, eða annað hafi komið til, og má nú einu gilda. — Ég hafði reyndar látið í ljós, að ég teldi 2 sendiherra fyrir Island nægi- lega á Norðurlöndum öllum, enda þótt þeir þjónuðu einnig einhverj um öðrum ríkjum til málamynda; en þeir urðu nú samt 3 áfram, þótt ég færi frá, og hefir sjálf- sagt einhver nauðsyn til borið. Hvað sem nú um þetta er, verð ég að álíta, að fyllilega væri rétt- mætt að taka upp í löggjöf vora ákvæði áþekkt hinu norska. — Að því hlýtur einatt að vera ærið tjón, að hrinda frá störfum full- öflugum mönnum — sem al- mennt kallat að „vera í fullu fjöri“ — bæði andlega og likam- leka, vegna ákveðins áratals, og þá einkanlega ef um vel hæfa menn er að ræða, eins og oftlega gæti orðið, sem hefðu bæði menntun og hyggindi til að bera, og má þó segja, að hið veigamesta hljóti að vera reynsla þeirra í starfinu og þekking á öllu, sem það varðar. Auk þessa alls yrði um tals- verðan sparnað að ræða, er eigi þarf að greiða mönnum „eftir- laun“, meðan þeir eru í starfinu áfram. Með hinu norska ákvæði er og kleift að „vinsa úr“, þar sem þörf kynni að vera, þótt reyndar geti verið á hættu átt, hvernig pólitískum ríkisstjórn- um tækist það, sem þó vonandi myndi blessast. G. Sv. Sambandsráðsfundur IIFÍ Útvega hina viðurkenndu LEIRVÍK SVEIS norsku STÁL herpi- og hringnótabáta og fiskiháta. Arni Bövarsson Grenimel 35 — Sími 1881 Dauðaleit BERLÍN — Austur-þýzka lögregl an hefur undanfarið leitað dauða- leit að 6 tékkneskum flóttamönn- um sem komnir eru til Austur- ; Berlínar, lent hafa í bardaga við lögreglumenn þar og drepið 4. •—NTB. SAMBANDSRÁÐ Ungmennafél. íslands, þ. e. stjórn þess og for- menn héraðssambandanna, héldu fund í Reykjavík 3. og 4. október s. 1. Meðal samþykta fundarins voru þessar: 1. ÍÞRÓTTAMÁL a) Ungmennasambandi Eyja- fjarðar falið að athuga mögu- leika á því að landsmót U.M.F.Í. 1955 verði haldið á Akureyri og það taki að sér undirbúning i þess. b) Gerðar voru tillögur um| íþróttagreinar á landsmótinu og j Verða þær birtar í næsta hefti Skinfaxa. c) Samþykkt áskorun til allra ungmennafélaga að skipa innan, sinna vébanda æfingastjóra | vegna íþróttaiðkana og að héraðssamböndin útvegi sér hér- aðsíþróttakennara, annaðhvort til stöðugrar kennslu eða þá til leiðbeiningar fyrir æfingastjóra. d) Skorað á Alþingi, það sem nú situr, að hækka framlag sitt til íþróttasjóðs í kr. 114 millj. e) Samþykkt að hvetja ung- mennafélög landsins til að taka virkan þátt í starfsemi íslenzkra getrauna og veita þeim braut- argengi, svo —þær geti sem fyrst veitt íþróttalífi þjóðarinnar fjár- hagslegan stuðning. Bendir fund urinn á þá leið að hvert Umf.. kjósi sérstaka nefnd eða um- boðsmann, sem hafi forustu í þessum málum á viðkomandi félagssvæðum. 2. STARFSÍÞRÓTTIR a) Fundurinn taldi nauðsyn- legt að leiðbeinandi í starfs- íþróttum starfi hjá U.M.F.Í. og ferðist milli einstakra félaga. b) Að unnið verði að því að fleiri greinar verði teknar fyrir og sérstaklega þær, sem vel henta sjávarþorpum. c) Að reynt verði að tengja verkefni 4 H-félaganna við starfs keppnirnar. d) Stjórn U.M.F.Í. falið að athuga, hvort tök séu á því að þiggja boð Svíans Eric Sjödin um að koma til íslands næsta sumar og ferðast um landið og kynna starfsemi Jordbrukara — ungdoms förbund og starfsemi H-félaganna í Svíþjóð. e) Héraðssamböndin hvött til að koma upp starfskeppni á mót- um sínum eða sjálfstætt. f) Fundurinn þakkaði Land- búnaðarráðuneytinu, Stéttarsam- bandi bænda og Búnaðarfélagi íslands þá velvild, skilning og hjálp, sem þessir aðilar hafa sýnt U.M.F.Í við það að koma starfs- íþróttum á hér á landi. 3. NORRÆNT ÆSKULÝÐSMÓT Fundurinn fagnar þeirri ákvörðun að norrænt æskulýðs- mót verði haldið hér á landi næsta sumar og samþykkir að kjósa 5 manna nefnd, er vinni að undirbúningi þess í samráði við stjórn U.M.F.Í. Jafnframt hvetur fundurinn íslenzka ung- mennafélaga til að fjölmenna á mótið. 4. MENNTAMÁL a) Fundurinn þakkar Sigurði Greipssyni ágætt starf í þágu íþrótta- og félagsmála með skóla haldi í Haukadal og heitir á Umf. að styðja þann skóla m. a. mcð því að hvetja félaga til að sækja hann og styrkja þá til náms- dvalar þar. b) Fúndurinn —mælir með því að stofnuð verði áhugamanna- deild við íþróttakennaraskóla ríkisins, samkvæmt heimild. í lögum, og felur stjórn U.M.F.t að styðja málið verði til benn- ar leitað af opinberum aðilum, enda verði sjónarrniða U.M.F.Í. gætt við framkvæmd málsins. 5. SKINFAXI Fundurinn endurtekur fyrri áskoranir sínar til ungmenna- félaganna um að senda Skinfaxa greinar um framkvæmdir sínar og áhugamál og vinna ötullega að útbreiðslu hans og innheimtu. 6. ÆSKULÝÐSRÁÐ Fundurinn felur stjórn U.M.F.Í. að athuga möguleika á því að koma upp æskulýðsráði hér á landi með hliðsjón af reynslu æskulýðssamtakanna á Norðurlöndum og leggi stjórnin málið fyrir næsta fund sam- bandsráða. 7. ALMENN ÁLYKTUN UM ÞJÓÐERNIS- OG MENNINGARMÁL Sambandsráðsfundurinn telur að hyggja beri að því betur en undanfarið, að grundvöllur þjóð- lífsins, frelsis og. menningar, er blómlegt og lífrænt atvinnulíf og manndómur þegnanna og þá sérstaklega æskulýðsins, að hann sé bindindissamur, andlega vak- andi, starfsamur, óeigingjarn og unnahdi hugsjónum. Sérstaklega ber þjóðinnj að vera vel á verði um frelsi sítt og sjálfstæði í sambandi við her- stöðvamálið. Verður að vinna að því að hihn erlendi her fari úr landi og beinir því eindregið til hlutaðeigandi, að fyrirbyggt sé allt samneyti herliðsins við íslenzkan æskulýð. Jafnframt or lífsnauðsyh, að eflt sé heilbrigt félags- og skemmtanalíf æsku- lýðsins á þjóðlegum grundvelH og verða öll æskulýðssamtök landsins og hið opinbera að styðja þá viðleitni. Beinir fundurinn því til félaga samtaka landsins, skóla og ann- arra menningarstofnana, að þau vinni að því ötullega, að þjóð- lífið megi byggjast á hugsjónum þjóðlegrar lífsskoðunar og lýð- ræðis. Gestir á fundinum voru: Ingólf ur Guðmundsson, Laugarvatni, Jens Guðbjörnsson framkvst., Stefán Júlíusson ritstjóri og Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. Sendisvein duglegan og ábyggilegan, vantar nú þegar. \Jerzl. ^yúxeíó JjJicýurýeíróóonar Páfagaukaveiki í Þýzkalandi BONN — Níu manns í Karslruhe hafa verið fluttir í sjúkrahús sýktir af páfagaukaveiki. Orðið hefur að sálga 10 þúsund fuglum til þess að útrýma sjúkdómnum. Mjög ódýr UIViBIJÐA- PAPPÍR til BÖlu. Barmahlíð 8. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.