Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 12
í 12 MORGUNBLAÐIíj Föstudagur 23. okt. 1953 Haustmót Tafl- félagsins hefst í kvöld FYRSTA umferð haustmóts Tafl félags Reykjavíkur verður tefld í kvöld kl. 8 í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. Um 30 keppendur hafa skráð sig til keppninnar, 8 í meistara- flokki, 9 í fyrsta flokki og 14 í öðrum flokki. Teflt verður á þriðjudagskvöld um, miðvikudagskvöldum og föstudagskvöldum, og einnig á sunnudögum, þegar líða tekur á mótið. Meðal þátttakenda í meistara- flokki verður Steingrímur Guð- mundsson. Taflmót þetta hefur verfð tileinkað honum vegna sex- tugsafmælis hans í nóvember, og almennt nefnt „Afmælismót Steingríms Guðmundssonar". — Steingrímur er fyrir löngu orð- inn landsþekktur skákmáður, og hefur verið sérstaklega virkur fé lagsmaður Taflfélagsins. Aðrir keppendur í meistara- flokki eru Eggert Gilfer, Guðjón M. Sigurðssn, Ingi R. Jóhanns- son, Óli Valdimarsson, Ingvar Ásmundsson og Ingimundur Guð mundsson. — Dóttir Rómar Framh. af bls. 7. konur og hlaða niður börnum. Við vorum mjög fátækar, og henni virtist fegurð mín hinn eini höfuðstóll okkar, og hann tilheyrði ekki mér einni heldur einnig henni, af því að hún hafði fætt mig í þennan heim. Þennan höfuðstól átti ég að nota til fram- dráttar okkur í samræmi við óskir hennar og án tillits til minna eigin óska. Mömmu skorti mjög hugmyndaflug. — Eins og högum okkar var nú háttað, var það ofar öllu öðru í hugá hennar að færa fegurð mína í sem bezt nyt, og þetta sjónarmið vék aldr- ei frá henni fyrr né síðar. (Þýðing: Andrés Kristjánsson og Jón Helgason. Churchill V V V BOK HANDA FORELDRIJMI 1 V V" V V Athöfn og upp- eldi eftir dr. Matthías Jónas- son. Bókin er rituð til leiðsagnar foreldrum og öðrum þeim er fara með upp- eldi barna. Handbók foreldranna Framh. af bls. 8. . kolsvartan einræðissegg og kná- j an uppreisnarleiðtoga. — Eins og kunnugt er, fór hann sem blaða- maður til Suður-Afríku eftir aldamótin fyrir Lundúnablaðið Morning Post. Var hann þá að- eins 25 ára að aldri, en naut þó mikils álits meðal stéttarbræðra sinna. Skrifaði hann þrjár bæk- ur eftir þessa ferð sina, Barátt- an við fljótið, og bók um Búa- stríðið í tveimur bindum. Síðan rak hver bókin aðra, hann skrif- aði ævisögu föður síns (1906), bók um Afríkuför sína (1908), ævisögu sjálfs sín (1930), svo að nokkurra sé getið frá þessum árum. ★ CHURCHILL — CESAR Árið 192-2 féll Churchill í þing- kosningum og hófst hann þá handa um að skrifa bækur um fyrra stríðið sem hann nefndi: Heimskreppan 1911—1918 og Hið mikla stríð. Lauk hann við þess- ar bækur á næstu árum og seldi hann þær fyrir 20 þúsund ster- lingspund. — í kringum 1930 var Churchill orðinn einn víð- kunnasti blaðamaður heims og hafði þá jafnframt haft mikil af- skipti af stjórnmálum, m. a. orð- ið fjármálaráðherra (1924—1929). — Eftir það má segja, að hann hafi sent frá sér eina bók á ári hverju, auk þess sem hann skrif- aði í blöð um allan heim alls konar greinar, um stjórnmál, kvikmyndir heimspeki og listir — og varð víðkunnur fyrir. — Meðal rita hans frá þessum árum má geta The Eastern Front (1931) sem fjallar um stjórnmál, Hugdettur og ævintýri (1932), ævisaga Marlboroughs hertoga, bók um málaralist Painting as Pastime (1948) og loks hins mikla rits hans um heimstyrjöld- ina síðari. — Af þessu má sjá, að hann hefur ekki setið auðum höndum frekar en Cesar á sínum tíma, en margt virðist líkt með þeim fljótt á litið. ★ EG LÆRÐI ÞÓ EITT — í maí 1948 var Winston Chur- chill gerður heiðursdoktor við Óslóarháskóla. Við það tækifæri sagði gamli maðurinn meðal annars: — Af öllum hinum aka- demísku titlum mætti ráða, að ég sé lærður maður, en ég man þá tíð, er ég var svo mikill skussi í skóla, að engum datt í hug, að ég yrði nokkurn tíma doktor í heimspeki, hvað þá ann- að. — Mér gekk sannast sagna mjög illa á prófunum, en af þeim lærði ég þó eitt — það, að gefast aldrei upp, berjast til hinztu stundar. Ibn Saud Framh. af bls. 1. flugvélin var látin sækja tvo kunna franska hjartasjúkdóma- fræðinga til Beirut í Sýi'landi og fljúga með þá til Taif, sem er að- setur hins arabíska konungs. — Læknarnir tveir, Paul Milliez og Pierre Maurice munu dveljast í Arabíu að minnsta kosti þrjár vikur og eru bundnir þagnar- heiti um það sem þeir verða vís- ari. - Úr daqleoa lílinu Framh. af bls. 8. mér, hvað hundurinn segir? — Hann segir voff-voff. — Já, það er rétt, en hvað seg- ir svínið? — Það segir öff-öff. — Já, það er einnig rétt, góð- urinn minn, en hvað segir þá mamma? — Hún segir: Þorkell, þetta máttu ekki gera. Fernandel, skopteiknarinn ó- viðjafnanlegi, sem öllum þykir vænt um og nýlega hefur verið gerður meðlimur í Heiðursfylk- ingunni frönsku, var spurður að því, í hverju frægð væri fólg- in. „Frægur maður er sá,“ svar- aði Fernandel „sem þekktur er af þúsundum manna, sem hann þekkir ekki haus né sporð á sjálfur." Morgunblaðið er helmingi útbreiddara us nokkurt annað íalenzkt blafl Bezta auglýaingahlafh# — ■ Fegrunarfélag Reykjavíkur: ■ Kabarettsýning og dans : í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 2. — Sími 2339 ■ ■ ■ Borð tekin frá um leið og aðgöngumiðar eru afhentir. ■ ■ % I Aðeins þrjár sýningar eftir. GÖIViLU DAINISARNIR í kvöld kl. 9. HARMÓNIKUKVINTETTINN LEIKUR Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Söngvari: ALFREÐ CLAUSEN Aðgöngumiðasala frá kl. 7. Barnaverndardagurinn Barnabókin Sólhvörf 1953 og merki barnaverndar- hreyfingarinnar verða seld á götum bæjarins 1. vetrardag. SÖLUBÖRN KOMI í LISTAMANNASKÁLANN EÐA HOLTSAPÖTEK í fyrramálið klukkan 9. Góð sölulaun. Verið vel búin. Takið skólatöskuna með. STJÓRN B. R. VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur. Miðapantanir í sírna 6710 eftrr kl. 8. V G. DANSÆFIIMGU heldur Stýrimannaskólinn í Sjómannaskólanum í j kvöld kl. 9. Ölvun bönnuð. ; Nefndin. Einangrunarkorkur Eigum von á einangrunarkorki upp úr næstu mánaðamótum. Tökum á móti pöntunum. da^ur Cjíslaáon cC CCo. L.p. Hafr.arstræti 10—12 — Sími 81370. tAAAAAAAAAAAAAAAaAAAAAAAAA4 MARKt S Eftir Ed Dodd CT^J> j M~RK j VQAIL, , AA/xl .t^OLiVt l AKiL HIS DAL,e>HTfR MARVLVíí HAVE ACCIVGD I WHILE AND DASH OVEC TO ■ | DAN BEARD'S HEADOUACTERS ...SEE YCii TONIGHT/ DOUÓH AT ‘THE S{ AAOMENT MABK...A gj NEW OUTFIT OF ALLIGATOC POACHERS HAS ílAOVED IN ON US. AND WE CANT SEEM | TO FIND THE MAN Nú eru þau Markús, Karl og María komin til Flórída. 1) — Ég ætla að skreppa snöggvast til hans Davíðs yfir- umsjónarmanns. Og ég hitti ykk- ur aftur í kvöld. 2) — Jæja, það verður nú á- nægjulegt að hitta Davíð aftur eftir margra ára fjarveru. 3) — Komdu blessaður og sæil, Davíð. — Heill og sæll, kæri Markús. Fáðu þér nú sæti, svo að ég geti virt þig fyrir mér. 4) — Jæja, gamli vinur. Hvernig gengur hjá þér? — Það er nú hálf róstusamt eins og er. Hér veður nú uppi krókódíla- ræningi, og höfum við ekki enn getað klófest hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.