Morgunblaðið - 04.11.1953, Síða 1
40. árgangur
251. tbl. — Miðvikudagur 4. nóvember 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
>
►
Öllum þeim mörgu vinum mínum og Morgunblaðs- >
ins fjær og nær, er sendu mér og sámstarfsmönnum ►
mínum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á fertugs- t
afmæli blaðsins, sendi ég mínar alúðarfyllstu þakkiv. ►
Reykjavík 3. nóv. 1953. t
►
Valtýr Stefánsson. £
* ►
ítaEska stjórnin bannar
vopnasölu tii Júgosiavíu
KrcUpngtir í Trissl. -- Engar viðræSur u lausn
Triesláeiísaar i'pp á síökaslið
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TRIEST OG BELGRAD, 3. nóv. — Hernámsliðið í Triest gat í
tiag komið í veg fyrir, að kröfugöngumenn gætu stofnað til óeirða
þar í borg. Ætluðuðu þeir að minnast þess, að 34 ár er liðið frá
því, að ítalir tóku borgina. Borgarstjórinn Bartoli fékk áminn-
ingu hernámsveldanna, er hann lét hífa ítalska fánann að hún
á ráðhúsi borgarinnar. Fáninn var þegar dreginn niður, en þá
tóku ítalir sig til og settu ítalskan fána á hús sín, efndu til kröfu-
Rúmlega milljón atvinnu-
lausra í Austur-Þýzkalandi
Afhenti IrúnaSar-
bréf silf \ Moskvu
PÉTUR THORSTEINSSUN af-
henti í dag forseta forsætisráðs
Æðstaráðs Sovétríkjanna, Voros-
hilov marskálki, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands í Moskva.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Hefur fjöigað um 300 þús. á nokkrum mánuðum
BERLÍN, 3. nóv. — í hinu sósíaliska ríki Austur-Þýzka-
landi eru ekki gefnar út atvinnuleysisskýrslur. En af reikn-
ingum og skýrslum austur-þýzku tryggingarstofnunarinnar
er það ljóst að atvinnuleysi hefur íiukizt mjög þar í landi
á þessu ári. Stendur þetta vafalaust í sambandi við það að
kommúnistastjórnin hefur gefizt upp á framkvæmd fimm-
ára áætlunarinnar og hætt hefur verið starfrækslu verk-
smiðja í þungaiðnaði.
Jerúsalem orðin
að púðurtunnu
Skfrsla form. vopnahlésnefndar S.ð>. í Paleslínu
■•mismunandi
EFNAHAGSÞÓRUN
Eftir lok stríðsins var atvinnu-
líf Austur-Þýzkalands að. sjálf-
sögðu í rústum. Síðan hefur orð-
ið mikill munur á efnahags og
atvinnuþróun þar og í Vestur-
Þýzkalandi. Meðan atvinnulíf
Vestur-Þýzkalands hefur blómg-
azt, borgir verið reistar úr rúst-
um og atvinnuleysi fer minnk-
andi er stöðnun í atvinnulífinu
austan járntjaids.
gangna, eins og fyrr segir, og
Vesturveldunum og Júgóslövum.
REKNIR TIL BAKA
Nokkrir nýfasistar sem gerðu
tilraun til að komast inn í borg-
ina voru reknir til baka af her-
liði Vesturveldanna.
UNNIÐ AÐ
SAMKOMULAGI
Dulles utanríkisráðh. Banda-
ríkjanna sagði í d?.g, að engar
frekari viðræður hefðu átt sér
stað upp á síðkastið milli stór-
veldanna þriggja og ítala um
skiptingu Triest. Hann kvað við-
komandi lönd ekki heldur hafa
breytt fyrri ákvörðunum sínum
reyndu að efna til óeirða gegn
á neinn hátt, en unnið væri af
kappi að samkomulag gæti náðst
milli ítala og Júgósiava.
VIÐSKIPTABANN
Júgóslavneska stjórnin sendi
ítölsku stjórninni í dag mótmæla
orðsendingu vegna þeirrar
ákvörðunar ítala að banna allan
útflutning til Júgóslavíu. —.
ítalska stjórnin hefur svarað því,
til, að bann þetta nái ekki nema |
til hergagna og muni það ekki
verða upphafið, fyrr en Júgó-Í
slavar hafa kallað alit herlið
sitt burt frá landamærum ítaliu. 1
NEIV YORK, 3. nóv. — Yfirmaður vopnahlésnefndar S. Þ. í
Palestínu, Vagn Bennike hershöfðingi hefur lýst því yfir í Öryggis-
ráðinu, að kalda stríðið í Palestínu sé að ná hápunkti og þurfi
engum að koma á óvart þótt til mikilla tíðinda dragi þar innan
skamms. — Enn fremur hefur hann sagt, að varla sé of djúpt í
árinni tekið, þótt fullyrt sé, að Jerúsalem sé púðurtunna.
I SKÝRSLU FORMANNS
SEGIR M. A.
1) að öryggisleysi hið mesta
ríki nú austur í Palestínu og
verði öryggisráðið að grípa til
sinna ráðstafana nú þegar.
2) að 250—300 vel vopnaðir
ísraelshermenn hafi í s. 1. mánuði
ráðist á þorpið Kibya, lagt hús
þar við jörðu og drepið yfir 60
Slys af gálepi
3) að atburðirnir í Kibya séu
ekki einsdæmi, heldur hafi slíkt
komið fyrir áður, en nú virð-
ist svo sem skálmöld sé að kom-
ast í algleyming.
4) að vegna sívaxandi árekstra
milli ísraelsmanna og Jórdaníu-
manna sé Jarúsalem orðin að
stórhættulegri púðurtunnu.
Að þessu athuguðu hverfur
formaðurinn S, Þ. til að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
að firra frekari vandræðum í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
17 vildu hverfa
PANMUNJOM 3. nóv. — I
dag héldu fulltrúar kommún-
ista áfram að telja föngum trú
um að bezt væri að snúa heim.
Voru nær 500 fangar teknir til
yfirheyrslu. Af þeim ákváðu
17 að snúa heim. — Reuter
300 ÞUS FLEIRI ATVINNU-
LEYSINGJAR
Af skýrslum tryggingarstofn
unar Austur Þýzkalands er
það ljóst að um síðustu ára-
mót voru 719 þúsund atvinnu
leysingjar á þessu rússneska
hernámssvæði. En nú er tala
atvinnuleysingja komin upp í
1.027.000.
ÞRÆLAVINNA OG
HERSKYLDA
í þessu sambandi er rétt að at-
huga það að 240 þúsund manns
vinna í einskonar nauðungar-
vinnu við úraníum-vinnslu hjá
Wismut félaginu í Saxlandi. Auk
þess hafa tugþúsundir manna ver
ið kvaddir í „alþýðulögregluna“
og gegna þar herskyldustörfum.
Væri tala atvinnulausra hærri,
ef þetta kæmi ekki til.
LÍTILL STYRKUR
Hinir atvinnylausu fá nokkurn
ríkisstyrk, sem þó þætti heldur
bágborinn í Vestur Evrópu. Nem-
ur styrkurinn á mánuði hverj-
um 100 til 120 austur-þýzkum
mörkum sem mun jafngilda 100
íslenzkum krónum. Auk þess fá
atvinnuleysingjar enn lægri upp
hæð vegna þeirra sem þeir hafa
á framfærslu.
Kommúnistar sýna litla
samkomulagsviðleitni
Dulles seglr þá aðeins blíðmálli en áður
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
WASHINGTON, 3. nóv. — John Foster Dulles utanríkisráðherra
sagði á blaðamannafundi í dag að ástæða sé til að óttast að for-
ingjar kommúnista hafi lítinn eða engan vilja til sátta eða sam-
komulags.
Tíð umferðaslys eru mönnum áhyggjuefni víðar en á íslandi. Rætt er nú mjög um, hvaða aðferð
sé vænlegust til árangurs í baráttunni fyrir aukinni umferðamenningu og hafi mest áhrif í þá átt,
að menn veigri sér við að aka undir áhrifum áfengis. — Lögreglan í Múnchen í Þýzkalandi hefir
tekið upp nýja aðferð. Hún heldur nú sýningu á þeim bílum, sem fvrir slysum verða fyrir kæru-
leysi ökumannsins. Myndin er af einum slíkum bíl, þar sem tveir menn biðu bana.
BLÍÐMÆLGI EIN
Dulles minnti á það að Vestur
veldin hefðu gengið langt til móts
við kommúnista í ýmsum deilumál-
um og þótt kommúnistaforsprakk-
arnir hefðu verið gæfir íorðum
væri erfeitt að sjá að raunhæf
afstaða þeirra til heimsmálanna
hefði nokkuð breytzt.
i —• — ... - -
EKKI ATÓMSPRENGJURá
SPÁNI
Varðandi yfirlýsingu Harold Ta*
bots flugmálaráðherra um það að
Baridaríkin myndu koma sér upp
birgðum atómsprengja á Spáni
tók Dulles það fram að þetta væri
ekki rétt. Bandaríkin hefðu ekki £
hyggju að flytja atómsprengjur til
hinna nýju flugstöðva á Spáni.