Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtuclagur J5. nóvember 1953 Ríkissjóður myndi losna við tcg- milljónaútgjöld ef Skipaútgerð rík isins yrði lögð niður Og fólkið myndi verða aðnjátandi margfalt belri þjénttsfu i Ræða Gísla Jónssonar á þingi i gær í GÆR kom til umræðu í Sameinuðu þingi þingsályktunartillaga Gísla Jónssonar og Sigurðar Ágústssonar, sem felur í sér fyrir- skipun til ríkisstjórnarinnar um að leita nú þegar samninga við JEimskipafélags íslands og SÍS um að þau taki að sér frá næstu éramótum eða svo fljótt sem verða má, aliar strandferðir og flóa- létaferðir umhverfis landið. SNAR ÞÁTXUR SJÁLF- STÆÐISBARÁTTUNNAR Lesendum Mbl. er tillaga þessi ■þegar kunn, því hennar og þeirr- ar greinargerðar sem henni fylg- ir var rækilega getið í blaðinu ^ er tillagan var lögð fram. í gær j iylgdi Gísli Jónsson tillögunni úr hlaði með ítarlegri ræðu. Hakti hann þar hve snar þáttur. baráttan fyrir bættum samgöng- •um milli landa og innanlands er j í sjálístæðisbaráttunni, og við bvaða örðugleika þjóðin átti að búa þegar þessi mál voru í hönd- xim skilningslítilla erlendra aðilja. „Það var frá upphafi tilætlun- dn“, sagði Gísli, „að Eimskipa- íélagið skyldi annast allar sigl- ingar landa á milli og með strönd um fram eftir því sem því yxi íiskur um hrygg og það var einungis fyrir féleysi að félagið gat ekki frá byrjun sinnt strand- ferðunum, þótt það raunar frá upphafi sigldi á margar hafnir umhverfis landið, samfara milli- landasiglingum, og annaðist þannig nokkurn þátt strandferð- anna og ekki þann þýðingar- minnsta, að færa vöruna beint á hafnirnar frá útlöndum, og taka þar aftur útflutningsvör- una og færa hana beint til markaðslandanna, og spara þar með margvísleg útgjöld í sam- bandi við umhleðslu á milli skipa. Eru þeir ekki fáir, sem sakna þessa fyrirkomulags og óska þess, að það mætti aftur takast að koma því á, þúsund- um manna til mikils hagræðis. Hitt komst félagið ekki yfir, að sinna allri þjónustunni, vegna skorts á skipum. Því var það, að ríkissjóður neyddist, til þess að hlaupa undir bagga, og taka að sér nokkurn hluta ferðanna. Um árabil var þó fullt samstarf milli líkisins og Eimskipafélagsins um l>essi mál, og var félagið lengi vel látið annast útgerð ríkisskip- anna, báðum aðilum og allri þjóð inni til hagsbóta. En í stað þess ■að draga smátt og smátt úr af- skiptum ríkissjóðs af þessum málum og láta þau öll og óskipt færast-yfir til Eimskipafélagsins, eftir því sem ástæður leyfðu, var farið öfugt að. Reksturinn var tekinn undan félaginu og ríkið látið kaupa annað skip til ferð- anna í viðbót við það sem fyrir var. Þessi ráðstöfun var á marga1 lund óheillavænleg og undanfari margra víxlspora, sem stigin hafa verið á þessari braut síðan. Skip- j ið, sem keypt var var þjóðinni í alla staði óboðlegt, og gersam-' lega óhæft til að inna af hendi! J>á þjónustu, sem bví var ætlað, en kostaði þó ríkissjóðinn marg- 1 faldar upphæðir í hallarekstri á Jiverju ári, miðað við nýrri og betri farkost". VÍXLSPORIN MÖRGU Síðan rakti Gísli Jónsson sögu Skipaútgerðar ríkisins. Drap á stærstu víxlsporin sem tekin hefðu verið, spor sem kostað hefðu mikið. Síðan skýrði hann frá störfum milliþinganefndar í málinu og hver áherzla þar hefði verið á það lögð af einstaka mönn um að sem allra minnstur kostn- aður yrði við framhaldsflutninga og umskipun á vörum. Á þeim tíma benti Gísli Jónsson á, að því takmarki yrði vart náð nema með því að dreifine vörunnar á hinar ýmsu hafnir yrði í hönd- um sömu aðila og flytja hana til Gísli Jónsson landsins. Kom þar og fram tillaga frá þáverandi forstjóra skipaút- gerðarinnar, að ríkið yrði að vera eitt um strandferðirnar, ef þær ættu að geta borið sig og lagði hann til að komið yrði upp nokkr um innflutningshöfnum úm- hverfis landið og skyldi síðan flytja vörur til þeirra og frá þeim á aðrar hafnir landsins. Kvaðst Gísli Jónsson ekki ræða það hversu óheppilegt og skaðlegt það hefði orðið fyrir allan lands- lýð, ef lögbjóða ætti, að ekki mætti setja vörur á land nema á örfáum stórum höfnum á land- inu hvernig sem á stæði. EÐLILEG RÁÐSTÖFUN Og í niðurlagi framsöguræðu sinnar sagði Gísli Jónsson: Að við flutningsmenn teljum eðlilegt að leitað sé samninga bæði við Eimskipafélag íslands og Samband ísl. samvinnufélaga um að þessir aðilar taki að sér strandsiglingar, kemur til af því, að báðir þessir aðilar hafa nú yfir að ráða miklum og góðum skipakosti, sem nú þegar hefur á hendi allmikinn hluta af þeirri þjónustu, sem íbúunum víðsveg- ar um landið er í té látin, með strandsiglingum. Það er því ekk- ert eðlilegra en að þeir taki einníg að sér þann hluta strand- siglinganna sem skipaútgerðin hefur í dag, og skift verði þá jafnframt á milli þeirra þeim skipakosti, er skipaútgerðin ræð- ur nú yfir og ríkissjóður er eig- andi að. Að sjálfsögðu verður þá einnig að gera samninga til margrá ára, t.d. 25 ára, og samn- ingsaðilar jpinframt að skuld- binda sig til þess, að láta þessa þjónustu af hendi á þann hátt, að hún verði íbúum landsins á engan hátt óhagstæðari en nú. Um allt þetta og mörg önnur atriði er nauðsynlegt að semja, en það á ekki að vera neinum sér stökum vandkvæðum bundið að komast að slíkum samningum, sem allir aðilar gætu vel við un- að, og sem rikissjóður hagnaðist mjög verulega á. FARMGJÖLDIN HLJÓTA AÐ LÆKKA Því hefur verið haldið fram í umræðum um þetta mál, að með því að taka það úr höndum rík- isins, myndi þungum bagga verða velt yfir á þegnana, í hækkandi far- og farmgjöldum og lakari þjónustu. í þessu sambandí þyk- ir mér rétt að benda á tvennt. Hið fyrra, að far- og farmgjöld skipaútgerðarinnar eru þegar svo há, að ekki þykir fært að hækka þau meir, m.a. vegna þess, að ýmsir aðrir aðilar hafa haft af því verulegan hagnað, að sigla allskonar skipum á strönd- ina fyrir allmikið lægri gjöld, og það einmitt vegna þess hversu gjöldin eru há og skipulagning ferðanna óþolandi, að fólkið er hætt að nota skipin nema i neyð, þ,e. þegar enginn annar kostur er fyrir hendi, svo að þessi þátt- ur á ekki fyrir sér neina aðra breytingu eft að batna, ef aðrir aðilar tækju við. Hið síðara: að þessi sömu rök voru framborin af þeim er ekki vildu að ríkið hætti að starfrækja sérleyfisferð irnar á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur. Þeirri Grýlu var haldið mjög fast að mönnum, að jafnvel tvöfaldur þungi á við rekstrahallann yrði lagður á þjóðina í formi af hækkandi far- gjöldum og lakari þjónustu. En hver hefur reynzlan orðið? Hún hefur orðið sú, að slíkar umbæt- ur hafa verið gerðar á þessum leiðum, síðan einstaklingar tóku við rekstrinum, að engan hafði dreymt um þær, og allir viður- kenna, að þær hefðu aldrei kom- izt á í höndum ríkisstofnunnar, auk þess sem ferðirnar eru á all- an hátt miklu hagkvæmari fyrir fólkið. Og ríkissjóðurinn er laus við milljóna töp. Það sama myndi verða ofan á, ef strand- ferðirnar vrðu afhéntar þeim að- ilum, sem þál. gerir ráð fyrir. BETUR VARIÐ í RAFORKU- FRAMKVÆMDIR Háværar kröfur eru sí og æ gerðar til þings og stjórnar um að spara útgjöld ríkissjóðs hvar sem það er hægt, og slíkar kröfur Framh. á bls. 7. órn landhelgisgærlunnar Frá umræðum á Alþingl í gær EINS og getið er á öðrum stað^ í blaðinu í dag urðu allmiklar umræður á fundi Sameinaðs þings í gær, um þingsályktunar- tillögu Gísla Jónssonar og Sig- urðar Ágústssonar hvort semja ætti við Eimskip og SÍS um rekst ur strandferða hér við land, sem Skipaútgerð ríkisins hefur ann- azt. Skúli Guðmundsson, sem forð- aðist að ræða um kjarna málsins, gagnrýndi þá ákvörðun Sjálf- stæðismanna, að setja strand- gæzluha undir aðra og nýja yfir- stjórn, en hún áður laut. ÓLÍK MÁL Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvað sér hljóðs og kvað strandgæzlu og strandferða mál gersamlega ólík mál í eðli sínu og ómögulegt að láta þau mál lúta sömu stjórn. Ráðherrann sagði, að 10 millj. króna halli á strandferðum hér við land talaði skýrustu máli um það, að forráðamenn strandferða mála þyrftu að einbeita sér betur að störfum sínum, í stað þess að hafa víðara verksvið. HIN BREYTTA FJÁRHAGSIILIÐ Ráðherrann kvað rekstur strandgæzlunnar ekki hafa geng- ið ver fjárhagslega séð eftir breytinguna en fyrir. Strand- gæzlan hefði eigi að síður verið aukin m.a. hefði flugvélum verið beitt í auknum mæli við strand- gæzluna, en það væri kostnaðar- samt mjög, auk þess sem mikill aukakostnaður hefði orðið vegna vélabilana Þórs. 1951 var síðasta árið sem strandgæzlan og strandferðirnar lutu sömu stjórn. Þá fór kostnað ur við strandgæzluna 1,7 millj. kr. fram úr áætlun. Árið eftir, þegar strandgæzlan var undir sérstakri yfirstjórn fór kostnað- urinn hins vegar aðeins um 30 þús. kr. fram úr áætlun. Benti þetta tií þess að ekki hefði verið vanþörf á að skipta um yfirstjórn landhelgisgæzlunnar og væri óskandi að kostnaður við strand- ferðirnar færi ekki frekar fram úr áætlun en kostnaður við strandgæzluna. Reiknivél stolið í skriístofutíma BÍRÆFINN þjófur var á kreikí í Miðbænum í fyrradag, er hann fór inn í skrifstofu eina hér og stal þar skrifstofuvél, meðani maður sá er með vél þessa var, hafði brugðið sér frá litla stund. Þetta var reiknivél mjög full« komin, gráleit, nýleg, frá Friedén verksmiðjunum. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar að hafi einhver orðið reiknivélarinnar var, er viðkomandi bcðinn að tilkynna það tafarlaust. Kvennaskóla- meyjarnar koma á snnnu- daginn SUNDLAUG Vesturbæjar heitir auglýsingarit, sem lokið er við að dreifa um Vesturbæinn. Það er fjáröflunarnefnd Sundlaugar- máls Vesturbæinga, sem ritinu dreifir. Inni i ritinu er laus miði sem Vesturbæingar eru beðnir að útfylla, ef þeir vilja leggja eitthvað af mörkum til þessa hagsmunamáls þeirra. Á sunnudaginn koma kvenna- skólameyjar og vitja framlag- anna og er það ósk nefndarinnar að þá verði miðarnir útfylltir tilbúnir, svo þær tefjist ekki að óþörfu. Vesturbæingar! Leggið allir fram ykkar skerf til þess að hrinda sundlaugarmálinu í fram- kvæmd. Leikfélag stofriað á KeflavíkurveHi SUÐUR á Keflavíkurflugvelli hefur verið stofnað Leikfélag Keflavíkurflugvallar, en aðal- hvatamenn að félagsstofnun þess ari er starfsfólk hjá Hamilton- félaginu og hefur hið nýstofnaða leikfélag fengið ádrátt um að fá afnot að samkomuhúsi, sem fé- lagið er að byggja og einnig af húsnæði til æfinga, en eins og nafn félagsins ber með sér, er það einkum tilgangur félagsins að halda uppi leikstarfsemi. En einnig hyggst það taka upp ann- að menningarstarf til aukins þroska fyrir hinn fjölmenna hóp íslendinga, sem starfar þar á flug vellinum. Þó stofnendurnir, sem eru 19, séu eingöngu starfsmenn hjá Hamilton-félaginu, er það ósk félagsins að þeir starfsmenn aðrir á flugvellinum, sem hefðu hug á að taka þátt í félagsstarfi hins nýstofnaða félags, að þeir gefi sig fram við einhvern í stjórn félagsins, en þeir eru: Ingibjörg Steinsdóttir, Helgi S. Jónsson og Björn Jóhannesson. Meðstjórnendur eru þau Soffía Karlsdóttir og Sig. Scheving. — Endurskoðandi er Guðmundur S. Hofdal. Þrír KeflaWkurbálar fara á sífdveiðar KEFLAVÍK, 4. nóv. — Á morg- un, fimmtudag, munu fara héðart þrír bátar til síldveiða í Grund- arfirði, en bátar þessir eru Reykjaröst, Gullborg og Sæmund ur. Enn er þó óvíst hvort útgerð- armenn hér muni almennt eenda skip sín til síldveiðanna, þar eT3 ekki hefur verið ákveðið verð sem gefið verður fyrir síldina, en' hún fer eingöngu í bræðslu. —< Vafamál er og hvort hægt verðt að taka meiri síld en hálffermi til að sigla með hingað heim, þaí eð nú er orðið allra veðra von. Einn bátur héðan er að búasti á handfæraveiðar í Faxaflóa. Ætlar hann að veiða upsa til söltunar, en mikill upsi er nú 1 Flóanum. Handfæri þessi eru úp næloni. — Fjórir bátar héðail eru á ýsuveiðum og afla vel. —Ingvar. Ný mynd ii! ágóða fyrir norsk-íslenzk menningarfengsl FRÚ Guðrún Brunborg, sem sýnfl hefur við mikla og góða aðsókrt norskar kvikmyndir til ágóða fyrir norsk-íslenzk menningar^ tengsl, hefur nú fengið nýjal norska kvikmynd til sýninga héfl og nefnist hún „Nauðlending"* Gerist hún í Noregi í heimsstyrj-t öldinni og er leikin af leikuruní af ýmsu þjóðerni. Segir þar frái því er Þjóðverjar skjóta niðufi bandaríska sprengjuflugvél, en| áhöfnin bjargar sér í fallhlífum,, en norskir frelsisvinir koma flug- mönnunum til hjálpar, en Þjóð- verjar leita að þeim af mikln ofurkappi. En síðan er sagt fr^ því á spennandi hátt, hvernig frelsisvinirnir norsku komu hin-< um bandarísku flugmönnunS undan úr landi. Norðmenn telja mynd þesssj eina þá beztu úr styrjöldinni, senj gerð hefur verið þar í landi, enda er myndin að mestu byggð g raunverulegum atburðum. Noísk h’öð hafa farið vinsam- legum orðum um myndina í dóirj um sir'im um hana. Gamanleikur næsfa leikrif Þjoðleik- hússins 1 ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI, Guð* laugur Rósenkranz, gat þess ] viðtali við fréttamenn í gær, Framh. á bls. 12. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.