Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. nóvember 1953 Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Þrotabú Stalinismans Nýtt viðhorí VIÐ dauða Stalins flutti Kristinn E. Andrésson á fundi í MÍR væmna lofgjörðarrollu um hinn látna einræðisherra, og lauk máli sínu með þessum orðum: „Festum í minni hinn einfaldasta sannleika: Stalin stóð vörð, trú- an og hljóðlátan vörð, um líf al- þýðumannsins í heiminum, um sósíalismann, um friðinn." Þegar Kristinn mælti þessi orð innfjálgur og klökkur, hafði hann ekki fengið hina nýju línu frá arftökum Stalins — línuna um það að festa ekki í minni heldur þvert á móti afmá með öHu nafn Stalins úr vitund hinnar auð- sveipu kommúnistahjarðar allra landa og láta verka hans að engu getið. Tæpir átta mánuðir eru nú liðn- ir frá því er Stalin lézt. Á þess- um tíma hafa hinir nýju vald- hafar í Kreml unnið varkvisst að því að sveipa þennan gamla leiðtoga sinn hjúpi gleymskunn- ar. Aldrei, frá því sögur hófust, hefur nokkur einræðisherra dáið jafn rækilega og hann. í blöðum ráðstjórnarríkjanna og opinber- um ræðum er þess vandlega gætt að nefna hann ekki á nafn. — I stað þess er nú Lenin aftur risinn upp úr því grafhýsi gleymskunn- ar, sem Stalin hafði búið honum á sínum tíma, og er nú nafni hans óspart hampað við öll tæki- færi. Nú er ekki lengur vitnað til orða Stalins, og hans er ekki lengur minnzt sem hins mikla af- reksmanns í vísindum og listum. Svo fallvölt er hylli mannanna á stundum. En það er ekki Stalin einn, hinn voldugi einræðisherra, sem horfinn er af sjónarsviðinu. Arf- takar hans gerðu um leið upp hið pólitíska bú hans og lýstu það gjaldþrota. Kom þetta greini lega í ljós á síðasta þingi æðsta- ráðs Ráðstjórnarríkjanna, þar sem fjárhagsástandið á öllum sviðum að heita má varð fyrir miskunnarlausri gagnrýni. Mal- enkov lofaði þar víðtækum stefnubreytingum og endurbót- um bersýnilega til þess knúður af kröfum fólksins, sem kýs fremur nauðsynlegt lífsviðurværi en fallbyssur og vetnissprengjur. Enn betur kem þó þetta pólitíska gjaldþrot Stalinism- ans í Ijós í ræðu þeirri er Nikola Krushchew, hinn ný- skipaði aðalritari kommún- istaflokksins, hélt á fundi miðstjórnar flokksins nú fyrir skömmu. Þar gaf hann fyrir- heit um viðreisn Iandbúnaðar- ins og að fólkinu yrði séð fyr- ir auknum matvælum. Hér er greinilega um und- anhald af hálfu ráðstjórnar- innar að ræða. Má marka það af þeim upplýsingum sem Khrushchev gaf um ófremd- arástand landbúnaðarins og þverrandi framleiðslugetu hans. Og ekki síður sést það af því að hann hefur neyðst til þess að létta skattabyrð- inni af bændum og veita þeim aukinn rétt til þess að hagnýta sér jarðskika sína án opinberr ar íhlutunar. Verið getur að þessar tilslak- anir séu aðeins stundar fyrir- brigði, í þeim tilgangi einum gerð ar að lægja óánægjuöldurnar með bændum og örva áhuga þeirra fyrir vinnunni. Þó nægir þessi skýring varla. Sannleikurinn er sá að valdhafarnir hafa slakað eins mikið til og mögulegt er, fefa 5 ÚR DAGLEGA LÍFINU \ ef ekki á að afnema með öllu samyrkjufyrirkomulagið og þar með sjálft ráðstjórnar- kerfið. Þegar maður lítur á stefnu- breytinguna í landbúnaðarmál- unum og loforðin um aukna fram leiðslu neyzluvara, enda þótt hún gangi út yfir þungaiðnaðinn og þá fremur öðru hergagna- framleiðsluna, þá gengur maður þess ekki dulinn að um leynda byltingu er að ræða innan Ráð- stjórnarríkjanna. Og það er ein- mitt þessi þróun* málanna, sem valdið hefur þeirri stefnubreyt- ingu sem orðið hefur, að minnsta kosti á yfirborðinu, í utanríkis- málum Rússa. Hin ytri orsök er vitanlega að samtök Vesturveld- anna og aukinn styrkur þeirra hefur fært þeim stjórnmála- mönnum í Rússlandi, sem þora að horfast í augu við staðreynd- irnar, heim sanninn um það, að styrjöld verður þeim ekki til ávinnings, heldur algerrar tor- tímingar. Þegar af síðustu skrifum Stal- ins mátti sjá það að kalda stríð- ið var orðið Ráðstjórnarríkjun- um mikil byrði. Þ5 hirti hann ekki um að bægja stríðshætt- unni frá, en byggði því meir vonir sínar á því að Vesturveld- in lentu í deilum innbyrðis. — Stalin virti staðreyndirnar að vettugi. Hann hélt áfram að efla iðnaðinn á kostnað matvælafram leiðslunnar og hann slakaði ekki hið minnsta til við bændurna. Eftirmenn hans hafa hins vegar beygt sig fyrir nauðsyninni og breytt um stefnu. Þeir hafa reynt að örva bændurna til aukinna afkasta, og gefið fyrirheit um að lögð verði minni áherzla á iðnað og framleiðslu hernaðar- tækja, svo að fólkið geti fengið meiri og betri nauðsynjavörur. En þessi stefna í innanlandsmál- um verður því aðeins fram- kvæmd að friðvænlegar horfi á alþjóðavettvangi á næstu árum en hingað til. Stjórnmálamenn Vesturveld- anna þreytast aldrei á að reyna að ráða rúnir hinna tvíræðu orð- sendinga, sem út ganga til þeirra frá valdhöfunum í Kreml. En vissulega væri miklu gagnlegra að kynna sér eftir því sem föng eru á þróun þá í innanlandsmál- um Ráðstjórnarríkjanna, sem hér hefur verið vikið að, því að þar er fyrst og fremst að finna möguleikana fyrir friðsamlegri afstöðu Rússa til andstöðuríkj- anna en verið hefur. Allt virðist benda til þess að Malenkov sé þess nauðugur einn kostur, að reyna að lækka seglin gagnvart Vesturveldunum ef honum á að takast að framkvæma hina nýju stefnu sína í innanlandsmálum., — Sú framkvæmd krefst þess að Ráðstjórnarríkin geti um nokkur ár óhindrað einbeitt kröftum sínum að því að bæta kjör fólksins í stað þess að láta hergagnaframleiðsluna sitja í fyrirrúmi. Enginn skyldi þó ætla að um neina hugarfarsbreytingu sé að ræða með valdhöfum > Ráðstjórnarríkjanna. Malen-' kov mun aðeins reyna að komast að viðunanlegu sam- komulagi, og hann mun síðan sjá hag sinn í því að draga allar frekari samkomulags- umleitanir á langinn. Það er þetta sem fyrir honum vakir nú með hinum tvíræðu orð- sendingum smum. f ★ Á Hawaii Eruð þér ó- ánægður með þetta leiðin- lega og til- breitingasama veðurlag, sem hér á landi gætir í ríkum mæli? Ef svo er ekki þá er ráð að fara til Honolulu, höf- uborgar Haw- aiieyjanna, þar sem ananasávöxt- urinn vex og þeldökkar meyjar stíga dans. Þar er að finna bezta lofslag jarðarinnar: — Á síðustu 20 árum hefur aldrei komið lengra sólskinsleysistímabil en 11 dagar. ★ Góður vöxtur! Auðvitað er hún í Ameríku, jurtin, sem vex hraðar en nokk- ur önnur jurt i heiminum. — í garði háskólaprófessora í Miss- ouri óx hún á 173 dögum samtals 605 metra — sem svarar til þess, að meðalvöxtur hennar hafi ver- ið 2,43 millimetrar á mínútu. — Lengsta grein jurtarinnar var 22 metrar — með öðrum orðum hefur hún vaxið að meðaltali 12,7 sentimetra á dag. Þessi risa- planta óx yfir allar aðrar jurtir í garðinum, og klippa varð hana nær daglega, svo hún ekki breiddi sig yfir götuna úti fyrir. ★ Þýzkir steinar og franskar rósir Mismunurinn á Þjóðverja og Frakka kemur meðal annars fram í þvi á hvern hátt þeir hafa reynt að fá bifreiðastjórana, sem aka um þjóðvegina til þess að draga úr ferðinni, þegar þeir fara um mjóar og þröngar götur smáþorpanna. í Þýzkalandi er það algengt að vegurinn hefur verið lagður hnullungssteinum utan við þorp- in, þannig, að bifreiðastjórarnir neyðast til að draga úr ferð- inni. I Frakklandi hafa menn hins vegar gripið til þess ráðs víða að gróðursetja fögur blóm meðfram vegunum næst þorpunum. Bif- reiðastjórarnir hafa dregið úr ferðinni til þess að sjá hinar fögru rósir betur. _ rtrq-sartoTrytir yiBB VeU an di álriÁ ar: Þjóðdansakennsla í skólum. ÉR hefir borizt gott bréf frá „skólastrák“ um leikfimis- I kennslu í skólum og drepur hann í því sambandi á hugmynd, sem mér finnst athyglisverð. í bréf- inu segir: I „Nú er allmikið rætt á almenn- um vettvangi um þjóðerniskennd og um eflingu og viðhald þjóð- legrar menningar. M. a. eru þjóð- dansar nú að hefjast til vegs og virðingar á ný eftir langt tímabil, sem þeir hafa legið niðri með öllu. Þjóðdansafélag hefir verið stofnað og dansnámskeið verið haldin nokkra undanfarna vetur. Þetta starf hefir verið hið þarf- asta í alla staði, en eigi er nóg með því unnið þrátt fyrir það. Einn þjóðdansatími í viku. T^VÍ ekki að verja einum af hin- um þremur vikulegu leikfimis tímum skólanna í kennslu þessara dansa? Með þeim hætti, sem nú er á hafður verða þeir aldrei almenningseign, en ef þeir væru kenndir í skólum (Tel ég gagnfræðaskólana hæfasta um þá starfsemi), liði ekki á löngu, áður en þeir væru orðnir virkur þáttur í skólalífinu og um leið, er tímar liðu, í almennu skemmt analífi í landinu. Mundu þeir vera bæði skemmti legri og hollari ungu fólki en sumir þeir dansar, sem nú tíðkast en bezt færi á, að hvorutveggja væri gert jafn hátt undir höfði. Á skólaskemmtunum. JAFNFRAMT kennslunni færi vel á, að þeir yrðu einnig dansaðir á skólaskemmtunum, sem nú eru á þriggja vikna fresti í flestum gagnfræðaskól- um á landinu. Bið ég þig, Velvakandi góður, að ljá þessu áhugamáli mínu og fjölda margra annarra lið með því að birta þetta í dálkum þín- um. — Vertu svo blessaður. — Skólastrákur". Klukkan á Lækjartorgi. REYKVÍKINGUR skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að senda þér nokkrar línur um hlut sem varðar alla Reykvíkinga og ber fyrir augu þeirra á hverjum degi. Hér á ég við hina gömlu og mjög svo úreltu klukku á Lækjartorgi, sem verið hefur tímamælir Reyk víkinga hátt á annan tug ára. — Þessi kjukka hefur marga galla nú orðið, sem von er. Hún er ó- upplýst og sést því ekki á hana með góðu móti, á kvöldin, auk sess, sem hún gengur skakkt og aldrei eins á öllum hliðum. Hún þarf úrbóta við þegar í stað. Reykjavík er orðin stór og fallegur bær. Það minnsta sem slík borg getur boðið íbúum sín- um er myndarleg nútímaklukka í hjarta hennar. — Kærar þakkir. Reykvíkingur". „Hvíldu þig, hvíld er góð“. UNGUR bóndi, nýkvæntur var að slá í slægju sinni. Það var vellandi hiti, og bóndinn var heldur makráður að eðlisfari, svo að hann var blóðlatur. Þá kemur til hans maður og segir: „Hvíldu þig, hvíld er góð“. Að svo mæltu fer hann á burt. Ekki er þess getið, hvernig bóndanum leizt á manninn, en ráð hans lét hann sér að kenningu verða og sló slöku við sláttinn, það sem eftir var sumars, enda átti hann ekki nema einn heykumbalda um haustið. Loksins sá maðurinn, að hann hafði ekki farið skynsam- lega að ráði sínu um sumarið, og kenndi ókunna manninum um allt saman. Einn góðan veðurdag kemur sami maðurinn til hans og segir glottandi: „Latur, lítil hey“. Svo hvarf hann. Manninum hug- hægðist ekkert við komu hans, enda þóttist hann vita, að hann hefði farið að ráðum djöfulsins og einskis annars. Hinn minnsti froskur er mikill í sínum eigin forar- polli. ÍK Um svefn Feitir menn ættu ekki að liggja á bakinu þegar þeir sofa. Geri þeir það, hvílir allur þungi ístrunnar á innri líffærum og hjartanu veitist erfitt, að dælá blóðinu um líkamann. — Stórar ávarðanir, bollalegg- ingar um fjármál eða jafnvel gpilamennsku örfa svo hjarta- starfsemina, að það heldur á- fram starfsemi sinni löngu eftir að viðkomandi hefur lagzt til svefns. Af þeim sökum er ráð- legt að taka sér minnst klukku- stundar hvíld áður en gengið er til hvílu að miklum og erfiðum heilabrotum loknum. — Flestir álíta, að fullkomin hvíld fáist aðeins með svefni. Sannleikurinn er hinsvegar sá að með algerri hvíld fæst 80% þeirr ar hvíldar sem hægt er að öðlast með svefni. Hættið því að velta yður fram og aftur í rúminu í þeirri von að geta sofnað — liggið kyrr og reynið ekkert á yður og þér munið hafa öðlazt svo til fullkomna hvíld um morg uninn. ★ Konunglegt safn í Lundúnum er nýlega út komin einstök bók í sinni röð. Það er verð- listi upp á 500 blaðsíður yfir hið konung- lega enska fri- merkjasafn, sem talið er vera verðmætasta frímerkjasafn í heimi. Fyrsti vísir að safninu var sá, að þegar Georg V. konungur var ungur var hann í sjóhernum og sigldi víða um lönd. Hann hafði það fyrir sið að kaupa frímerki í hverri höfn, sem hann kom í og senda heim til fjölskyldu sinnar sem minjagrip. Sonur hans, Georg VI. Eng- landskonungur, fullkomnaði safn ið og við lát hans fyrir 2 árum vanírímerkjasafninu komið fyrir í 330 leðurbókum, og í þeim má finna öll þau frímerki sem gefin hafa verið út í löndum sem lúta ensku krúnunni. Tvö verðmæt- ustu merkin i safninu eru orange rautt og blátt merki, gefin út ár- ið 1847 á eynni Mauritus í Ind- landshafi. Elisabet II. Englands- drottning, heldur safninu við, og hefur séð svo um að safninu ber- izt öll merki sem gefin eru út innan brezka heimsveldisins. (Þýtt og endursagt) — A.St. rr Svanir" heiðra Jón Sigmundsson AKRANESI, 4, nóv. — Meðal annarra sem heimsóttu Jón Sig- mundssoh, sparisjóðsgjaldkera á Akranesi, á sextugsafmæli hans s.l. sunnudag, var karlakórinn Svanir — og auðvitað syngjandi. Við það tækifæri var Jón Sig- mundsson gerður að heiðursfé- laga Svananna og sæmdur merki kórsins úr gulli. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.