Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 7
Fimmludagur 5. nóvember 1953 MORGUNBLAÐIÐ Frú 9>óra Borg Tutiugu og fimm ára leikafmæli UM ÞESSAR mundir á ein af þekktustu leikkonum landsins, frú Þóra Borg, 25 ára leikafmæli. I tilefni þess átti ég, vegna Morgunblaðsins, stutt viðtal við leikkonuna á heimili hennar, Laufásveg 5. Þegar við höfðum rætt um stund minningar frá bernskuár- um leikkonunnar meðal annars um hina frábæru leikkonu frú Stefaníu Guðmundsdóttur, móð- Ur hennar, vékum við talinu að leikferli frú Þóru. — Hvert var fyrsta leikhlut- verk þitt? — Wanda í Gleiðgosanum eftir Kraatz og Hoffmann eftir að ég varð fullorðin og við það hlut- verk miða ég leikafmæli mitt. Annars lék ég ýms smáhlutverk þegar ég var barn, svo sem Tótu í Fjalla-Eyvindi og prinsessuna í Óla smaladreng. Það var stærsta barnahlutverk mitt og mér kær- ast af þeim. — Hneigðist hugur þinn snemma að leiklist? — Ég hafði löngun til að leika frá því ég man eftir mér. Hef ég þar auðvitað orðið fyrir áhrif- um frá móður minni. — Ég held að ég hafi fengizt við öll leik- hússtörf önnur en ljósameistara og leikskáldsins. — Hversu lengi starfaðir þú hjá Leikfélagi Reykjavikur? — Leikferill minn byrjaði hjá því félagi og þar starfaði ég alla tíð þangað til ég kom að Þjóð- leikhúsinu þegar það var stofn- að. í RÚMLEGA 90 HLUTVERKUM — Hverra hlutverka þinna minnistu með mestri ánægju. — Hlutverkin eru orðin yfir níutíu svo erfitt er að svara, — þó held ég hafi haft einna mesta gleði af Dóru í Hallsteini og Dóru og Guðnýju í Lénharði fógeta og reyndar líka Túttí í Stundum og stundum ekki. Dóra var skrifuð sérstaklega handa mér. Samvinnan við Einar H. Kvaran í sambandi við Dóru og Guðnýju er með mínum allra Ijúfustu endúrminningum, að öRum öðrum ólöstuðum. — Og hvað finnst þér um leik- listina og þróun hennar á liðn- um árum? — Það er orðið almennara að fólk taki það sem sjálfsagt að sækja leikhús. Áður var það að-! eins fámennur hópur, sem sótti leikhús að staðaldri, nema um gamanleiki væri að ræða. Með bættum skilyrðum nær nú leik-| listin betur til fólksins en áður. — En hvað um leiklistina sjálfa? ;— Hún býr við betri skilyrði nú en áður, en ég veit ekki hvort þeir leikarar, sem nú eru að byrja, mundu hafa haft það út- hald sem við eldri höfðum. Við vorum í annarri vinnu allan dag- inn og öll kvöld fóru í æfingar. En okkur þótti það sjálfsagt. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ VAR TAKMARKIÐ — Finnst þér betur leikið nú en áður? —- Já og nei. Áður voru það eiristakir leikarar sem sköruðu fram úr. Nú eru þeir jafnari. — Hvernig fellur þér starfið ’ Þjóðleikhúsinu? — Mjög vel. Þjóðleikhúsið var takmarkið, sem við stefndum öll að. Mér finnst við hafa tekið með okkur frá Iðnó einlægnina og virðinguna fyrir starfinu. — Ég hef heyrt að þú farir með aðalkvenhlutverkið í „Val- týr á grænni treyju“? — Já, það er rétt. Þjóðleikhús- ið hefur sýnt mér þá vinsemd að minnast 25 ára leikafmælis míns í sambandi við það. — Eftir þessi tuttugu og fimm ár minnist ég sérstakra vinsemda reyk- vískra leikhúsgesta. Til að byrja með var mér tekið sem dóttur Enska knaiispyrnan móður minnar en þegar frá leið fann ég að ég var tekin sem sjálfstæð leikkona. — Annars gerði það mér erfiðara fyrir að ég var dóttir móður minnar, bví þess vegna gerðu menn til mín meiri kröfur en þeir hefðu annars gert. — Faðir minn, Borg- þór Jósefsson, var mér jafnan mikill styrkur í starfi mínu, —- örvaði mig og leiðbeindi mér. Á ég honum mikið að þakka í því efni. — — Leikferiil frú Þóru Borg er merkilegur og viðburðaríkur. í hennar tíð hefur leiklistinni fleytt stórkostlega fram. í þeirri Þróun hefur frú Þóra átt sinn mikla þátt. Hlutverkin, sem hún hefur leikið eru mörg og marg- vísleg og hún hefur jafnan geng- ið að starfi sínu af áhuga og ást á listinni. Því hefur henni farn- azt vel sem leikkonu og hún unn- ið marga sigra á leiksviðinu. ★ Morgunblaðið og ég persónu- lega óska leikkonunni til ham- ingju með leikafmælið og þökk- um henni margar góðar stundir í leikhúsinu. S. Gr. ÞAÐ var óvenjumikið um óvænt úrslit í báðum efstu deildum ensku lígunnar á laugardag, öll ] 4 neðstu liðin unnu, en aðeins 17' *J ^ 11»’ * Úlfarnir af 5 efstu liðunum hlutu ivviKíiiyncianusm bæði stigin. Um þessar mundir I eru veðraskipti í Englandi, rign- ] ÞEGAR sjónvarpið hófst í Banda ingartíminn er fyrir löngu haf-' ríkjunum var kvikmyndafram- inn og úm leið heldur hið svo leiðendum þar Ijóst, að hættu- nefnda leðjutímabil knattspyrn- legur keppinautur var kominn til unnar innreið sina. Breytast veíl- ] sögunnar. Hér varð því að bregð- irnir úr því að vera grasvellir í ast skjótt við og finna upp örugg leðjuflög, a. m. k. um miðjuna ! ráð til þess að halda í hina gömlu og á vitateigunum. Verður leðj- . og góðu viðskiptavini — bíógest- an stundum í ökla annan leik- ina. Helzt þurfti ný og fullkomn- daginn, en þann næsta er yfir- ari tækni að koma til. Margar borðið gaddfreðið og hættulegt leiðir voru kannaðar og að !ok- fyrir leikmenn. Er því engin um var náð þeim árangri, er furða þótt ekki fari allt eins og margir álíta að muni duga, — en eðlilegast væri. | það er þrívíddartæknin. Myndir Leikur Sunderlands og Tott- sem gerðar hafa verið með þess- enham var sérlega vel leikinn og ari nýju aðférð hafa borizt hing- skemmtilegur, einn sá albezti sem að og verið sýndar hér í þremur sézt hefir á þeim slóðum. Tott- kvikmyndahúsum. Svo undar- enham hafði yfir 1—2 í hléi en lega hefur viljað til, að fyrstu í síðari hálfleik tók v. útherji myndirnar allar með þessari Sunderlands að leika sér að tækni, áttu það sameiginlegt að vörn Tottenham og komst Sund- Þær voru ekki aðeins frámuna- erland þá upp í 4—2 á örfáum 1 lega ósmekklegar, heldur einnig mínútum. Leikur Cardiff og Carl- j blátt áfram ógeðslegar. Þegar af ton var eins einhliða og frekast, Þeirri ástæðu jar þeim fálega var hægt. Þó stóðu leikar aðeins ' tekið hér af bíógestum. En auk 1—0 í hléi en áður en 6 mín voru 1 Þess höfðu margir orð á því að liðnar frá því hafði h. innherjinn Chisholm skorað þrívegis og hélt Cardiff uppi stöðugri sókn til leiksloka. Eftir viku fer fram landsleikur milli Englands og N-írlands á legt Þykir mér að hér sé aðeins — Skipaútgerðm Framh. af bls. 2. eiga ekki að falla niður, því hver sú króna, sem ríkissjóður getur sparað, við að láta þegnana til komi aðstoð ríkisins, er lyfti- stön|» undir aðrar og nýjar fram- kvæmdir og þó einkum þær, sem eru þess eðlis að einstaklingar fá ekki við þær ráðið án aðstoðar ríkissjóðs. Og þær 10 millj. sem strandferðirnar kosta nú ríkis- sjóðinn má allar spara með því að skipuleggja ferðirnar á þann hátt, sem lagt er til í þál. Því fé e.r miklu betur varið í rafmagns framkvæmdir eða annað sem þjóðin hrópar á og getur ekki án verið, svo að eitthvað sé nefnt. Ég vil því mega vænta þess að þál. verði samþykkt þegar á þessu þingi, og að hæstv. ríkis- stjórn beiti sér síðan fyrir því, að ná þeim samningum sem fyrst, sem umræðir í tillögunni. FORÐAÐIST KJARNAN Allmiklar umræður urðu um þingsályktunartillöguna og tóku til máls um hana þeir Skúli Guð- mundsson og Hannibal Valdi- marsson. Skúli forðaðist sem bezt hann gat, að ræða kjarna málsins, en fór með stórorðar á- sakanir um það hve Eimskipafé- lagið hefði svikið jandsménn!! Gísli Jónsson svaraði ræðum þessara þingmanna og sýndi fram á hversu skoðanir þeirra einkenndust af þröngsýni og van þekkingu. Hrakti hann blekking ar þeirra og staðhæfingar með óvéfengjanlegum rökum. — Um- ræðunni um málið var síðan frestað þar sem fundartíma var lokið. óþægilegt væri að horfa í gegn- um hin dökku gleraugu, sem nauðsynlegt er að nota við þessar myndir. Fengu margir af því sviða í augun og höfuðverk. Lík- Everton vellinum í Liverpool. Verður það einskonar aðalæfing fyrir enska landsliðið fyrir leik þess gegn Ungverjum þann 25. nóv. í 'Loondon. Liðið enska var valið eftir helgina og verður þannig: Merrick (Birm.), Ricka- by (WBA), Eckersley (Black- burn, Wright (Wolves), John- ston (Blackpool), Ðickinson (Portsm.), Matthews (Black- pool), Quixall (Sh W.), Loft- house (Bolton), Hassal (Bolton) og Mullen (Wolves). Er breytt um 4 stöður frá leiknum gegn Evrópu, og vekur það furðu, að. mundir. Þó má geta þess, að enginn úr hinni harðskeyttu fram ] Gamla bíó sýnir nú afbragðsgóða línu WBA skuli valinn, og að' og áhrifamikla, ameríska mynd, Mortensen frá Blackpool skuli í leit að liðiuni ævi, með hinum látinn víkja fyrir 19 ára ungling ágætu leikurum Greer Garson og um byrjunargaila að ræða, sem brátt verði úr bætt. Vafalaust verða þá þrívíddarmyndirnar það sem koma skal, því þær hafa vissulega marga góða kosti fram yfir myndir af gömlu gerðinni. Dýptin er undursamlega eðiileg, allt miklu skýrara og einnig nær áhorfandanum. Vonandi verða næstu þrívíddarmyndir sem hing- að koma betri en þessar fyrstu myndir, sem hér voru sýndar. ★ Fátt er um góðar mvndir í kvik myndahúsunum hér um þessar frá Sheffield Wed. sem átti mjög lélegan 1 leik gegn úrvalinu. Er leiksins gegn Ungverjum beðið méð mikilli eftirvæntingu víða um heim. Staðan er nú: I. deild: L U J T Mrk ST WBA . . . . 16 12 2 2 45-21 26 Wolves 16 10 4 2 41-23 24 , Huddersfield 16 10 3 3 32-17 23 Burnley . . 16 10 0 6 36-29 20 Bolton . . . . 15 7 5 3 26-21 19 Cardiff .... 16 7 5 4 20-18 19 Carlton .... 16 9 0 7 39-33 18 Blackpool . . 15 7 3 5 30-24 17 Sheffield W. 17 7 2 8 30-38 16 Aston Villa 15 7 i 7 23-24 15 Preston .... 16 7 i 8 39-24 15 Arsenal .... 16 6 3 7 31-30 15 Tottenham... 16 7 1 8 27-28 15 Manch. Utd 16 4 7 5 19-22 15 Sheffield U 15 5 2 8 23-32 12 Portsmöuth 16 4 4 8 34-40 12 Liverpool . . 16 4 4 8 30-39 12 Newcastle . . 16 4 4 8 25-35 12 Chelsea .... 16 4 3 9 26-40 11 Mibblesbro.. 16 4 3 9 22-37 11 Manch.City 16 4 3 9 19-34 H Sunderland . 15 4 2 9 34-43 10 II. deiid: L U J T Mrk ST Leiccester . . 16 9 6 1 36-19 24 Doncaster .. 16 11 i 4 27-14 23, Nottingham.. 16 9 3 4 37-22 21 ' Everton .... 16 8 5 3 31-23 21 Rotherham 17 10 1 6 30-28 21 Birmingham 16 8 4 4 38-22 20 Lincoln .... 16 7 4 5 25-17 18 Blacburn 15 6 5 4 29-26 17 West Ham .. 16 7 3 6 29-25 17 Stoke City 17 4 9 4 27-25 17 Luton Town 15 5 6 4 26-25 16 Derby Co . . 15 6 4 5 28-28 16 Hull City . . 76 5 1 10 16-25 11 Bury .. . . 16 2 6 8 18-33 10 Oldham .... 16 3 4 9 14-28 10 NottsCounty 16 3 3 10 19-41 9 Ronald Colman í aðalhlutverk- unum. Mynd þessi hefur raunar verið sýnd hér áður, en hún er svo góð að það er vel hægt að sjá hana oftar en einu sinni. Greer Garson og Ronald Colman eru með beztu kvikmyndaleikur- um í Hollywood og þau tala greinilegar og fara betur með mál ið en flestir kvikmyndaleikarar aðrir. —■. Ég ræð öllum sem vand fýsnir eru á kvikmyndir, til þess að sjá þessa frábæru mynd. — Höfundur sögunnar, sem myndin er gerð eftir, James Hilton, er talinn í fremstu röð hinna yngri brezku rithöfunda. Ego. Yfirlýsin^ | FIMMTUDAGINN 29. þ.m. birt- ist í „Alþýðublaðinu" og fleiri blöðum frétt, þess efnis að Sam- ucl P. Forsee, bryti hjá Metcalfe Hamilton, Smith, Bech & Co. á Keflavíkurflugvelli, hefði verið viðið frá störfum vegna frekju- legrar framkomu við hið íslenzka starfsfólk félagsins. Við íslendingar, sem unnið höf um undir hans stjórn í „Gamla messanum" svokallaða að rpeira eða minna leyti s.l. ár, getuna ekki sætt okkur við slík ummæli, þar sem við getum ekki óskað okkur betri og stjórnsamari yfir- mann. Hinu ber ekki að leyna að hann gerir strangar kröfur til starfsfólks síns og líður því ekki trassaskap eða óreglu að neinu leyti við störf sín. Samuel P. Forsee er fyllilega starfi sínu vaxinn og veit hvað hann vill og mega það því kall- ast harðir kostir, ef hann hefur ekki það vald í höndum að velja og hafna starfskröftum að sínum vilja. Slíkt hefur ekki þótt tíð- indum sæta, ef um aðra hefur verið að ræða. Hér er heldur ekki um neitt brottvik frá starfi að ræða, þar eð Sam hafði sjálfur sagt upp starfi sínu. AJþýðusamband íslands virðist hafa sótt það mál fast að Samuel P. Forsee yrði vikið úr landi, en. ef það hefði staðið jafnvel á rétti sínum varðandi réttlætis- og hagsmunamál okkar hér á Kefla- j víkurflugvelli, væri ekki eins margt í óslestri og er í samskipt- um okkar við Metcalfe Hamilton. Með þökk fyrir birtinguna. Keflavíkurflugvelli, 3. okt. 1953. Þormóður Jónsson, Haukur Stein dórsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Guðmundur Kjartansson, Axel Schiöth, Adolf Helgason, Haukur Guðmundsson, Gísli Gíslason, OJaíur Ingimundarson, Kristján. Fjeldsted, Benedilít Óskarsson, C. Lillie, Jörgen Viggósson, Andrés Qskarsso.p, Kristín Pétursdóttir, Sigurlaug Geirsdóttir, Eggert Andrésson, Helga Ásgeirsdó.ttir, Dagrún Ólafsdóttir, Lpfthildur Hjálmtvsdóttir, Andrea Guð- mundsdóttir, Kristjana Kristjáns dóttir, Isak Jónsson, Áslaug Alexandersdóttir, Stefanía Guð- mundsdóttir, Sigríður Ósk Kalmannsdóttir, Örn Einarsson, Sighvatur Bessason, Axel Alberts son. ★ Framanskráða grein hefur Mbl. sent til umsagnar Böðvars Stein- þórssonar matreiðslumanns, trún aðarmanns Alþýðusambands ís- lands vegna veitingastarfsfólks Hamiltonsfélagsins, og fer hér á eftir umsögn hans. Vegna þessarar greinar starfs- fólks i Matskála nr. 1, hjá Hamil- Framh. á Ws. 12 Hý posfulins og kristalsverzl- un verðuropnuB;dsg í DAG tekur til starfa verzlunin Hjörtur Nielsen h.f. í Templara- sundi 3, þar sem heilsuverndarstöð Liknar var áður. Er þarna eingöngu verzlað með kristal, postulín, og hvers konar skrautmuni. — Eigandi og forstjóri verzlunarinnar er Hjörtur Nielsen, er áður var veitingastjóri á Hótel Borg. SMEKKLEGAR VÖRUR Þessi nýja sérverzlun hefur á boðstólum hvers kyns kristalls- vöru, svo sem blómsturvasa, skálar, krúsir, könnur og glös. — Kristallinn er handskorinn, frá Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka- landi, bæði einlitur og marglitur. — Sömuleiðis hefur Nitlsen „emaleraðan" kristal, sem er mjög sérkennilegur. FORSTJÓRINN GAMALKUNNUR Forstjóri verzlunarinnar, Hjört- ur Nielsen er Reykvíkingum gamalkunnur, en hann kom sem þjónn til Hótel Borgar árið 1934, og var skömmu síðar gerður að veitingastjóra og gegndi , Því starfi til siðustu áramóta- Áður hafði Nielsen verið bryti hjá Eimskipaíélagi íslands i 11 ár. DANSKT POSTULÍN VÆNTANLEGT Nielsen sýndi fréttamönmim verzlunina í gaer, og gat þess m. a. að hann ætti von á dönsku postulíni, frá konunglegu postu- línsverksmiðjunni og verksmiðj- unni Bing & Gröndal. Einnig mun verzlunin hafa á boðstólum íslenzkan leir og skrautmuni. «1 . , í i :í 5 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.