Morgunblaðið - 08.11.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. nóv. 1953
LJONIÐ OC LRMBID
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 24
„Ég var kominn hingað, þegar
ég þóttist heyra þrusk, eins og
einhver væri að læðast. Ég var
í þann veginn að kalla þegar mað
ur stökk upp í gluggakistuna
þarna. Ég hefði ekki geta náð til
hans, svo ég skaut. Hann var þá
kominn hálfur út, en stansaði
nógu lengi til að skjóta á mig
þremur eða fjórum skotum. Þið
getið séð kúluförin hérna á þil-
inu. Svo hvarf hann, og ég elti
hann út portið, fór út um aðal-
dyrnar. Hann var þó kominn úr
augsýn áður en ég kom á vett-
vang.“
„Of dimmt til þess þér þekkt-
uð hann, býst ég við?“ spurði
lögregluforinginn.
„Já alltof“, sagði David. „Ég
sá aðeins móta fyrir honum“.
„Við skulum líta á gluggann."
Glugginn var ennþá opinn, og
stóllinn, sem maðurinn hafði not
að til að standa á, var þar enn.
Milson klifraði varlega upp í
gluggakistuna og skoðaði hana
með vasaljósinu. Brátt kom hann
niður aftur.
„Ég vil mælast ti! að ekkert sé
hreyft hér“, sagði hann. „Vitið
þér hvort þér hittuð manninn,
herra minn?“
„Ómögulegt að segja. Hann
hvarf í flýti, og þegar ég kom
út, var enginn í po'rtinu “
„Jæja, þér hittuð hann nú samt.
Það er blóð þarna í glugganum
og einnig í pöhtinu. Reyndar sá
ég hann hlaupa niður á götuna.
Hann haltraði eins og hann væri
særður. Þegar ég stöðvaði bílinn
og fór út, var hann samt horf-
inn.“
Það varð stutt þögn,
„Við gætum litið aftur inn í
skrifstofuna", sagði Milson.
Þeir komu þangað jafn snemma
og læknirinn, sem Milson heilsaði
með handabandi.
Hann benti lækninum að koma
með sér inn, en hinum að biða
fyrir utan. Skoðunin tók skamma
stund.
„Mikið gert af einum manni“,
sagði leynilögreglumaðurinn
hugsandi. „Mér er nær að halda
að þeip hljóti að hafa verið tveir
eða þrír. Viljið þér hringja til
Scotland Yard, lögregluforingi,
og segja þeim að ef enginn sé á
vakt í fingrafaradeildinni verði
þeir að senda eftir Harrison. Þér
þekkið þessa tvo. menn, geri ég
ráð fyrir?“ spurði hann David..
„Þér sögðuð að annar væri ráðs-
maður yðar“.
David kinkaði kolli.
„Sam West — og sá minni heit-
ir Ebben.“
„Og þér heitið, með leyfi, herra
minn?“ «
„David Newberry".
Leynilögreglumaðurin tók upp
blýant og vasabók.
„David Newberry", endurtók
hann hugsandi.
„Þér ættuð að kannast við
nafnið. Þér komuð til Frankley-
hússins, þegar gamanið stóð sem
hæst kvöld eitt fyrir ári síðan.
Þér sáuð mig fluttan í sjúkrahús
og voruð í réttinum þegar ég var
yfirheyrður."
„Já, einmitt, já“, tautaði Mil-
son, sem varð ofurlítið hverft við
þetta hispursleysi. „Einhver sagði
mér að þér hefðuð hlotið arf. Það
er leitt að vera bendlaður við
»nál eins og þetta.“
David hleypti brúnum.
„Ég er ekki bendlaður við það“
sagði hann, „að undanskildu því,
að Sam West var starfsmaður
minn.“
„Hvað kom yður til að kaupa
stofnunina?“ )
„Ég verð ef til vill að svara því
tfíf- : var hið kuldalega svar.
. „Nú sem stendur sé ég ekki að
það komi neinum við nema sjálf-
um mér“.
„Alveg rétt“, samsinnti hinn.
„Þetta var bara vinsamleg spurn
ing, herra minn — eða réttara
sagt, lávarður, er ekki svo?“
„Ég gleymi því hvenær sem
ég get“, svarði David stuttara-
lega. „Ég vildi að þér gerðuð það
einnig."
„Vissulega, ef þér óskið. Við
þurfum ekki að tefja yður leng-
ur. Meðal annarra orða, sögðust
þér ekki búa við Johnstræti?“
„Nr. 17 A.“
Milson strauk hökuna
Skrýtin tilviljun", sagði hann.
,,Þar varð líka leiðinlegur atburð
ur í kvöld. Maður fannst háls-
brotinn á stéttinni framan við
hús yðar eða það næsta. Þér vit-
ið náttúrlega ekkert um það, geri
ég ráð fyrir?“
„Ekki neitt“, svaraði David
kuldalega. „Góða nótt, herra
minn. Þér getið hitt mig heima
flest kvöld, ef þér viljið spjalla
við mig.“
„Við hittum yður áreiðanlega,
þegar við þurfum þess með“,
svaraði Milson glaðlega. „Opnið
fyrir lávarðinum, lögreglufor-
ingi. Góða nótt, Newberry lávarð
ur.
XVII. KAFLI
Það mátti kallast fjölskyldu-
ráðstefna, sem var samankomin
í Ritz gistihúsinu rétt fyrir kvöld
verð fáeinum dögum síðar. Þar
var sir Mattew Kendrig, frú
Agatha Kindrig, systir Davids,
frú Auderleyton, mágkona hans
og Sophy dóttir hennar. Glen-
dower hafði af tilviljun slegist
í hópinn. Hann hlustaði með
gremju á ákafan orðaflaum frú
Agöthu.
„Mér finnast blöðin andstyggi-
leg“, sagði hún. „Frásögnin um
réttarhaldið í Morning Post var
beinlínis svívirðileg. Og það er
allsstaðar sama sagan: „Aðals-
maður gagnspurður í Holborn
rannsóknarréttinum.“ Rétt eins
og David hafi ekki gert fjöl-
skyldunni nóga skömm, án þess
að bendla okkur við þetta!“
„Ég fæ nú ekki séð að hann
hafi bendlað yður við neitt“,
mótmælti Glendower með vax-
andi gremju. „Honum þóknaðist
að kaupa skólann af Abbs og fá
þennan náunga, West, til að veita
honum forstöðu. Það er ráðist á
West að kvöldlagi, hann nær sam
bandi við David. Auðvitað fer
David samstundis af stað; hann
kemur á staðinn og sér að fram-
in hafa verið hryllileg morð, eltir
morgingjann eins og hugrökkum
manni sæmir, skýtur á hann og
fær í staðinn þrjár eða fjórar
kúlur, sem lenda ekki nema fet!
frá höfði hans, eins og sést á
myndunum. Síðan nær hann í
lögregluna og þar með er hans I
hlutverki lokið. að því er ég bezt j
fæ séð“.
GB9I
Blaísuðufæki
af
RECTIFIER
gerð
Ný tegund rafsuðutækja frá P & H — Tæki, sem sam-
eina alla kosti snúningstækja og transara Yfir tuttugu
vélar teknar í notkun hér á landi síðustu mánuði og
hafa reynst prýðilega.
Jafnauðvelt er að sjóða með þeim og snúningstækjum,
en þau eyða ekki meiri raforku en transarar. Enginn
hlutur hreyfist í þessum nýju tækjum og því minna
viðhald og slit.
P & H er ávallt fremst í öllu sem að rafsuðu lýtur.
Nánari upplýsingar hjá einkaumboðsmönnum verk-
smiðjunnar.
B.ÞOBSIEINSSONtJtHHSIHf
Frú Agatha lokaði augunum)
andartak. Ef til vill var hún að
velta því fyrir sér, hversvegna
örlaganornunum hefði ekki þókn
ast að beina einni af þessum kúl-
um ofurlítið til hægri eða vinstri
og veitt þannig eftirsóknarverð-
ari erfingja Newberry eignirnar
og aðalsnafnbót.
„Við verðum þó að viður-
kenna“, sagði sir Mattew, „að
þessir atburðir eru afar óheppi-
legir. Rannsóknardómarinn
hafði bersýnilega hugboð um að
David væri í einhverju makki við
fyrri félaga sína. Þessir náungar
koma að ýmsu, og vafalaust hefur
ALLT Á SAMA STAÐ
CHAMPION-KERTI
UppreHsnin á Pintu
eftir Tojo
7.
Innan skammrar stundar var Pinta komin á skrið frá eyj-
unni, sem Sir John ásamt fyrrverandi yfirmönnum Pintu
dvöldust nú á, og enginn vissi, hvort þeir myndu nokkurn
tíma komast lifandi frá.
Nú var komið ágætt leiði og Pinta skreið mjög glæsilega
og fjarlægðist stöðugt eyjuna. — Næstu daga gekk lífið sinn
vana gang — mikið var starfað og engin misklíð komst upp
meðal skipverja. — Philip var farinn að sætta sig við hlut-
skipti sitt, en hann hafði á hendi leiðarútreikning skipsins.
Var orðið gott á milli hans og James. Þeir sáust meira að
segja oft á tali saman, og var þá mikið niðri fyrir.
Það hafði verið ágætur byr nokkra daga, og Pintu miðað
mjög áfram. Enga eyju höfðu skipverjar þó séð, síðan þeir
skyldu við fangaeyjuna, sem þeir nú svo kölluðu. Voru
þeir orðnir hálfuggandi um sinn hag, því að mjög var farið
að ganga á matarbirgðirnar. Sömuleiðis var orðið lítið eftir
af vatni og ástandið um borð því ærið ískyggilegt.
Á fimmta degi eftir að þeir fóru frá eynni, skall á ofsa-
legt óveður. Kom það óvænt, að ekki var við neitt ráðið.
Hásetarnir náðu ekki nema nokkrum hluta seglanna sam-
an. Þó sýndu þeir mikið áræði og dugnað við að bjarga því,
sem hægt var. Mesta karlmennsku sýndi þó Charles fyrsti
stýrimaður. Var hann oft hætt kominn þegar hann var að
bjarga seglunum. Sömu sögu var að segja um Jack báts-
mann.
James bað menn fara varlega á dekkinu, því að þar var
Cmboðsmaður
óskast á íslandi fyrir okkar vel þekktu upptökutæki
Robertson Tape-Riter (hljóðritun á segulband).
ROBERTSON RADIO—EIÆKTRO
Egersund, Norway.
Sparið benzínið, skiptið
reglulega um kerti.
CHAMPION kcrti ávallt fyrirliggj-
andi í flestar tcgundir bifreiða.
H.F. EGILL VILHJ4LMSS0INÍ
SÍMI 81812
! Skrifstofuhúsnæði I
! 3
Um áramótin verður til leigu í Miðbænum 75 ferm.
• skrifstofuhúsnæði, sem verður 4—5 herbergi. Væntan-
; legur leigjandi getur verið með í ráðum um tilhögun inn-
■
l réttingar.
• Tilboð merkt: Miðbær —951, sendist afgr. Morgunbl.
; fyrir n.k. fimmtudag.
Hafnarfiörður
Stúlka, sem er vön afgreiðslu í vefnaðarvöruverzl-
un, getur fengið atvinnu nú þegar.
Uppl. í síma 9063.
■v