Morgunblaðið - 22.11.1953, Page 14

Morgunblaðið - 22.11.1953, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1953 r LJONIÐ OG LRMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 3G munið að við höfum áður rætt um framtíð yðar. Þér gáfuð í skyn vissa krossferð, sem þér yrðuð að takast á hendur áður en þér settust um kyrrt.“ „Hef ég sagt yður að sir Roberts í Scotland Yard er góð- ur vinur minn?“ sagði Atkinson. „Ég held þér hafið gert það“, sagði David. „Annars þekki ég þar einn lítinn náunga, sem ég álít jafnast á við tvo hans líka“. „Sir Roberts er afar merkur maður“, sagði Atkinson settlega. „Yfirmaður leynilögreglunnar verður að vera gæddur óvenju- legum hæfileikum, eins og ég veit að þér skiljið. Sir Roberts hefur þá í ríkum mæli. Við hitt- umst daglega í klúbbnum. Nýlega áttum við tal um bófaflokkana hér í London. Hann viðurkenndi, að' hér sé einkum einn flokkur, sefn alltaf hefur sloppið við hand tökur og þeir vita lítið um. Það eru kunningjar yðar, býst ég við“. „Svo mun vera“, samsinnti Ðavid. „Þeir bera það með sér að vera hreinræktaðar lýs, þegar mgður nálgast þá, en þeir eru brbgðóttir þrátt fyrir það. Ég get sagt yður nokkuð. Mér væri innan har.dar að ljósta upp um þá við sir Roberts í kvöld eða á morgun, en lík mitt myndi finn- ast innan tuttugu og fjögurra klukkustunda. Þeir eru engir meðal þorparar. Yður myndi ekki veiða það ljóst þó þér sæuð þá, erí ef einhver þeirra heyrði á þqjta tal okkar, yrði þeim ekki meira um að skera okkur á háls, en okkur að skjóta fugla.“ „En þér gætuð áreiðanlega treyst vernd Scotland Yard“, sakði lögfræðingurinn. Gefið þd m allar upplýsingar. Það er eii kum aðsetursstaður þeirra, se n lögregluna langar til að fræð asi um. Þér getið frætt þá um þg 5, og ég veit að sir Robert va :ri reiðubúinn að sjá svo um, að þessir tveir menn, sem þér eij ið grátt að gjalda, yrðu látnir sa ta sérstakri meðferð ....“. David hringdi bjöllunni. LDawson nær í bíl fyrir yður, efíþér viljið, hr. Atkinson", sagði hám. „Éf þér vilduð gera svo vei að koma því til leiðar, að ég geti borðað hádegisverð með yð- un og sir Roberts klukkan hálf- tvþ á sunnudaginn, væri mér áifegja að kynnast honum.“ Hr. Atkinson datt nokkuð í hi|g um leið og hann bjóst til að faíia. j,Það þýðir“, sagði hann, „að eitthvað sé í vændum næsta laug- ar|lagskvöld.“ Ílavid geispaði og élt fallast í gindastól. Regnið lamdi glugg ai|a. ?,David, svínið þitt“ Hann hrökk við. Þykk dyra- tjlld, sem skildu skrifstofuher- bérgið frá bókasafninu, voru d|egin til hliðar. Yndislegt andlit gapgðist inn til hans, síðan grann- uí líkami. „Að hugsa sér“, sagði hún móðguð, „að sitja hér klukku- st.Und eftir klukkustund með þess utn hræðilega Atkinson, meðan ég verð að bíða óþolinmóð.“ ’„Eg trúi ekki einu orði um ójjolinmæðina", svaraði hann og bauð henni sæti. „Hárið er allt í óreiðu og pilsið krumpað. Ég trúi að þú hafir sofið.“ Hún brosti. „Hvílík skarpskyggni! Næstum ískyggilcg. En ég gat ekki að því g§rt. í gærkvöldi fór ég í boð j njeð mömmu og dansaði við ein- hverja unglinga, sem mér dauð- leíddist.” Hún fleygði sér í hægindastól- inn og hringdi bjöllunni. „Hvað er nú?“ spurði hann. Hún leit á hann undrandi. „Klukkan er yfir sex“, sagði hún. Dawson fékk sínar fyrirskipan- ir og fór. Sophy settist upp og lagfærði hár sitt. „David, mér hefur dottið í hug snjallræði", tilkynnti hún. „Ef það er einhver ný kokk- teilblöndun.þyrjaði hann. „Alls ekki; það er ennþá stór- kostlegra. Móðir vor eleskuleg borðar kvöldverð í Kensington með einhverjum gömlum skörf- um, en æskan illa séð, og ég lof- aði að fara snemma að hátta.“ „Mjög svo skynsamlegt, þú ert dálitið syfjuð að sjá.“ „Engin fíflalæti", sagði hún. ,Ég er búin að sofa of mikið. Þessvegna er ég svefnleg. Það, sem mig vantar, er skemmtilegur, ungur maður, gott dansgólf, góð tónlist, góður kvöldverður. Þú lofaðir að bjóða mér fljótlega, og ég get ekki beðið þangað til á afmælisdaginn minn.“ Dawson kom inn með kokk- teila og hellti í glösin. „Allt í lagi frá minni hálfu“, sagði David, „en segðu mér hvort þetta er ekki óviðeigandi, að roskinn maður fari út að skemmta sér með barnungri stúlku? Ekki kæri ég mig um að ráðist sé á mig með ofstopa fyrir bragðið." Hún hló glaðlega. „Þú ert skrýtinn, gamaldags í hugsunarhætti, það ertu. Auk þess ertu svo gott sem föðurbróð- ir minn, en það gleður mig að þú ert það ekki í raun og veru“. SPIL - 8PIL - 8PIL I Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir af spilum, I bæði af góðum, ódýrum spilum og einnig af mjög * vönduðum spilum. ■ Magnús Kjaran Umboðs- og heildverzlun. ■ Símar: 1345, 82150 og 81860. ’ SÖLUMAÐUR Duglegur sölumaður getur fengið atvinnu nú þegar hjá þekktu heildsölufyrirtæki. Umsóknir, þar sem tilgreind séu fyrri störf, sendist ásamt meðmælum til afgreiðslu Morgunblaðsins og auðkennist: „SÖLUMAÐUR" —122. i Hollenzku ■ ■ • ■ | gungadreglurnir | ■ I ■ m ■ ■ eru komnir aftur, í þessum breiddum: : 70 cm., 90 cm., 100 cm., 120 cm., 140 i s • cm. — Fjölda litir, mjög skrautlegir. • [■, Þessir dreglar eru þekktir um allt land i ■ !■[ ■ fyrir sérstaklega góða endingu og mjög ■ ■ ■ fallega áferð. [ ■ ,■' ■ i"' ; Gjörið svo vel og skoðið í gluggana : • ■ j nú yfir helgina, og þér munuð | ■ r : vissulega sjá það sem yður líkar. s ■ • ■ ■ !■ : Allar faldanir og samansauin, fram- : kvæmt af fagmönnum. • ■ I - ■! GEYSIR H.F. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Veiðarfæradeild. rn \ „Kamel^ ullarfrakkar / l| verð frá 985 krónum, m ; Æ Ódýrir HATTAR ^ HANZKAR ■ I MARKAÐURINN ■ : Laugaveg 100 Eyfirhingar! Eyfirðingafélagið í Reykjavík heldur SKEMMTIFUND í Þórscafé sunnud. 22. þ. m. kl. 8,30 e. h. Gengið inn frá Hlemmtorgi SKEMMTIATRIÐI: Félagsvist, kvikmynd og dans. Eyfirðingar, fjölmennið! Skemmtinefndin. DÖÐLIJR Höfum fengið scndingu af góðum döðlum í pökkurn. MAGNUS KJARAN Umboðs- og heildverzlun Símar: 1345, 82150 og 81860. KeflavikurflugvÖllur og Reykvíkingar takið eftir! Tek að mér vöruflutninga milli Reykjavíkur og Kefla- víkurflugvallar. Hef stóran og góðan yfirbyggðan bíl til afnota. Flutningana annast ég alla virka daga bæði fljótt og vel. Afgreiðsla í Réykjavík hjá Sendibílastöðinni Þresti (sími 81148). — Á Keflavíkurflugvelli hjá Flug- vallarbúðinni og eru þar teknar pantanir á vörum fyrir Þá, er senda þurfa til Reykjavíkur. Ek í Voga og Hafnir á þriðjudögum. Ingólfur. DIE8ELVELA-EIGE1MDIJR Hefi opnað viðgerðar- ; stofu á Laugaveg 72 — j (gengið beint inn af göt- ; ■ unni) — til viðgerðar og : endurnýjunar á elds- ; neytislokum í Dieselvél- : ■ ar. — Komið með eða ■ sendið loka til viðgerð- ■ ■ ar. Takið fram heiti : ■ vélar, gerð (Type) og j hve mörg hestöfl. Elds- ; neytislokamir (oddarn- : ir) verða gerðir sem ný- j ir. Reynið viðskiptin. ; ■ Edward Proppé. ! 'MGb- ■ ■ > i ■■ iVi iiiriiivn » 7 ■ ■■■■ mi • • ■■■■ ■ ■■■■ ■ • • ■ ■■■■ ■■ ■ ■■■■ ■ ■■■ • »1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.