Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 16
Reykjaviarbréf er á blaðsíðn 9. 267. tbl. — Sunnudagur 22. nóvember 1953. Yerzlunarmannafélao M. hefur fengið inngöngu Alþýðusamband Islanifs VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur heldtnr aiSaMimd sinn á þriðjudaginn 24. nóv. Félagið stendur nú á tísaa'jmffitœfB, því að ; það hefur fengið inngöngu í Alþýðusamband íslartds.. LAGABREYTINGAR ' Verzlunarmannafélagið hefur ; fram á síðustu tíma jafnt verið félag atvinnurekenda sem laun- tþega í verzlunarstétt, en á fram- ílialdsaðalfundi, sem haldinn var 27. apríl s. 1. voru gerðar rót- tækar breytingar á lögum félags- ins og voru þær miðaðar við það að félagið fengi inntöku í Al- ; þýðusambandið. Á síðasta þingi A. S. í. var iborin fram tillaga um að V. R. .fengi inngöngu í sambandið, en *hún náði ekki fram að ganga. Aftur á móti veitti þingið stjórn sambandsins heimild til þess að taka V. R. í heildarsamtök laun- þega, þegar gerðar hefðu verið ákveðnar breytingar á lögum j f élagsins. lEFTIR AÐ ÁKVEÐA »RÉTTARSTÖÐU ATVINNUREKENDA í samræmi við þessa samþykkt lagði svo stjórn V. R. tillögur til lagabreytingar fyrir síðasta aðal- fund félagsins, sem haldinn var í nóvember 1952, en þar sem ekki vannst tími til að afgreiða )þær á þeim fundi voru þær lagð- ar fram og samþykktar á fram- fhaldsaðalfundi, að einni undan- skilinni, en í henni voru ákvæði um réttarstöðu atvinnurekenda í félaginu og áhrif þeirra á mál Gaunþega útilokuð. Breytinga- itillaga þessi hlaut 96 atkv. en ••50 voru á móti og vantaði því fjögur atkvæði til þess að hún -riæði samþykki, þar sem % hluta ,:greiddra atkvæða þarf til þess að lagabreyting nái fram að ,g anga. Á fundi miðstjórnar Alþýðu- . sambandsins, sem haldinn var 21. okt. s. 1. var V. R. veitt viðtaka •í sambandið, enda verði lögum •,V. R. breytt.á þann veg, er mið- .stjórnin hafði áður samþykkt. 'f-Mun stjórn V. R. í samræmi við rþetta leggja fyrir aðalfundinn ■>m. k. þriðjudag tillögur til breyt- ,.inga á lögum félagsins. V.R. SKIPI SÉR ,1 SAMTÖK LAUNÞEGA Það er verulegt hagsmunamál jfyrir verzlunarmenn að samtök tþebra fái inngöngu í Alþýðusam rbandið og að félag þeirra geti iþannig skipað sér við hlið ann- arra launþegafélaga í heildarsam tökum launþega. Verzlunarmenn eru ákveðnir í því að gera V.R. að öflugu launþegafélagi innan Alþýðusambandsins og munu fþeir því fjölmenna á aðalfund- inn og fylkja sér með tillögum stjórnarinnar. Tröllafoss íínnur flugvélarflalc TRÖLLAFOSS, sem nú er á leið vestur til Bandaríkjanna, fann í gærmorgun flak Grummanflug- bátsins, sem hvarf fyrir viku á leið til Grænlands. Var Trölla- foss staddur um 85 sjómílur suð- vestur til vesturs frá Reykjanesi. Vængur fiugvélarinnar maraði í sjóskorpunni og stóð gult væng- flotholt upp úr sjónum, og sagði skipstjórinn í skeyti til flugum- ferðarstjórnarinnar, að svo væri að sjá sem vængurinn væri á- fastur við skrokk flugvélarinnar. Amerískt veðurathugunarskip, sem er á þessum slóðum, fór á vettvang, en það mun hafa komið að flakinu um kl. 7 í gærkvöldi. Þar var sjór mjög þungur. Fá nýja síiiiaskrá í jólagjöf LANDSSÍMI íslands mun færa símnotendum hér í Reykjavík og Hafnarfirði nýja símaskrá í jóla-, gjöf. _ 1 Prentuninni er lokið. Er nú verið að binda skrána inn. Hún verður 50 blaðsíðum stærri en skráin sem notuð hefur verið undanfarin ár. Byrjað verður að bera sím- skrána út til símnotenda hér í Reykjavík og Hafnarfirði þann 4. desember næstkomandi og því á að vera lokið fyrir jólin. Sím- skráin verður send út á land til símnotenda þar í janúarmánuði. Símskráin fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð verður með sama sniði og áður. Á kápu hennar verður nú til viðbótar sími lög- reglu- og slökkvistöðvarinnar í Hafnarfirði. Á minnisblaði sím- notenda verða númer þeirra sím- stöðva hér á Suðvesturlandi, sem hægt er að ná til beint, en meðal þeirra eru Selfoss, Keflavík og Akranes. Mount Everest-tindarnir eru ekki árennilegir til uppgöngu Á forsíðunni er frétt um komu Hillarys hingað. Kjölur kgiur ai fyrsta stálskip^ inu, sm suáai er hi Það verður vandaður drálfarbáfur og KJÖLUR hefur verið lagður að hinum nýja dráttarbát, sem Stál- smiðjan er að smíða fyrir Reykjavíkurhöfn, en það er fyrsta stál- skipið, sem byggt er hér á landi. Markar það alger tímamót í skipasmíðum íslendinga. Gert er ráð fyrir, að byrðingur skipsins verði fullsmíðaður að vori. Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræð- ingur, hefur gert teikningar að skipinu og sér um framkvæmdir. Bóksiieimta- kyimmg 1 «- K IJRSLIT getraunaleikjanna í gær urðu þessi: • Charlton 0 Wolves 2 ....... 2 Liverpool 1 Arsenal 2...... 2 Manch. Utd. 4 Blackpool 1 .. 1 Miadlesbro 0 Manch. City 1 .. 2 Nev/castle 1 Portsmouth 1 .. x Sheff. Wedd. 2 Sunderl. 2 .... x 'Töttenham 1 Huddersfield 0 . . 1 W. B. A. 6 Cardiff 1........ 1 • Nottingham 2 Doncaster 2 .... x jPlymouth 3 Derby 2 ......... 1 Swansea 1 Brentford 0 ..... 1 • ÍWest Ham 1 Everton 1 ...... x] í dag kl. 5 verður bókmennta- kynning Háskólastúdenta í hátíða sal Háskólans. Verða kynnt verk Bjarna Thorarensens skálds. — Öllum er heimill aðgangur, á meðan húsrúm leyfir. SMIÐI SKIPSINS Kjölplöturör hafa verið smíð- uð og stangarkjölur rafsoðinn á þau. AUir botnsstokkar hafa ver- ið smíðaðir 'og nokkrir þeirra þegar reistir, allt á nýbygginga- braut Stálsmiðjunnar. Banda- loftsvinnu er að mestu lokið, en þar er trégólf, sem skipið er teiknað í fullri stærð, og trémót gerð af einstökum hlutum skips- ins. Böndin hafa verið beygð og nokkur þil í skipið smíðuð. Aft- urstefnið er að miklu leyti til- búið. Er nú komið að því að farið verði að reisa skipið eftir því sem smíðinni miðar áfram inni, en þar eru einstakir hlutir smíð- aðir en síðan eru þeir fluttir út í sem stærstum stykkjum. Ýmis ný tæki varð að fá vegna smíði skipsins, eins og t. d. bandaofn með sex olíubrennur- um og þrýstivökvapressu með 200 smálesta þrýstingi. VANDAÐ SKIP Skipið er byggt eftir Lloyds Register d00 A1 sem dráttarskip og ísbrjótur, og er sérstaklega Styrkt vegna þess. Ennfremur ippfyllir það að sjálfsögðu allar cröfur íslenzkra reglna. Það ærður 28,2 metrar að lengd, 4,5 n að dýpt (að aðalþilfari) og í m breitt, búið hinum fullkomn- xstu vélum og tækjum og hið 'andaðasta í hvívetna. Stálsmiðjan var stofnuð fyrir im 20 árum af Hamri ög Héðni >g hluthöfum þeirra, og eru þeir lenedikt Gröndal, forstjóri lamars og Sveinn Guðmunds- ;on, forstjóri Héðins, forstjórar Itálsmiðjunnar. Nýsmíði er orð- n smiðjunni nauðsynleg til þess xð geta gripið í" milli viðgerða, m þær eru oft mjög miklar, jannig að mikinn mannafla þarf að hafa til taks. Þetta er erfið- leikum háð, ef ekki er verkefni að vinna þegar hlé er á viðgerð- um. KOSTAR UM 6 MILLJ. KR. Áætlað er að hið nýja drátt- arskip og ísbrjótur kosti um 6 millj. króna. Er það verð sízt hærra en samskonar skip myndi kosta smíðað ytra. 2124 kra hraða LOS ANGELES, 21. nóv. • Bandaríski flumaðurinn Scott Crossfreld setti í dag nýtt heims hraðamet í flugi, er hann flaug með 2124 km hraða á klst. Flug vélartegundin var Douglas Sky rocket, en hún er knúin áfram bæði af þrýstiloftshreyflum og rakettum. Er þetta miklu meiri hraði en nokkur maður hefur áður flogið. —Reuter. rl!iiiiiahoða- Miaðuriim44 í SAMBANDI við handtöku mannsins, sem viðurkennt hefur að hafa brotið nokkrum sinnum brunaboða og gabbað slökkvilið- ið, fékk blaðið í gær eftirfarandi fréttatilkynningu frá rannsókn- arlögreglunni: • í fyrrinótt um klukkan 1, hand tók slökkvíliðið Þóri Georg Tryggvason, Bergþórugötu 53., sem slökkviliðsmaður hafði séð ganga að brunaboða, sem brotinn var síumstundis. Þórir var mjög ölvaður. Var hann undir grua um að hafa áður framið samskon- ar verknað og hefur nú viður- kennt að hafa nokkrum sinnurn á síðastiiðnu vori og sumri brotið brunaboða og kveðst þá alltaf hafa verið ölvaður. Almennur stúdeiitafundiir í Háskólaiium ALMENNUR stúdentafundur verður haldinn í hátíffasal Há- skólans annaff kvöld kl. 8,30 aff kröfu fulltrúa Vöku í Stúdenta- ráffi. Fjallar fundurinn um störf Stúdentaráffs og ritnefndar Stúdentablaffsins, 1. des. Andstæffingar Vöku hafa hreiis an meirihluta i ritnefndinni sem Stúdentaráffi og lúta þar forystu Boga Guffrnundssonar, sem vítt- ur var í fyrra fyrir lýsissending- una frægu og nú í haust fyrir aff gefa út stúdentaskírteini í al- gjöru heimildarleysi. Hefur fram koma meirihlutans veriff meff slíkum endemum, aff full ástæða er til aff stúdentar fái aff kynn- ast henni. Er þess aff vænta, aff þeir fjölmenni á fundinn. Varð fyrir timbri og fótbrotnaði í GÆRMORGUN hrundi timbur- stafli í vörugeymslu Eimskipafé- lagsins í Skúlaskála við Skúla- götu. Einn verkamaður slasaðist. Varð hann fyrir timbrinu og fót- brotnaði og var fluttur í Lands- spítalann. Maður þessi heitir Sig- urður Ófeigsson til heimilis að Smálandsbraut 7. Bardagar við skæruliða í Austur-Þýzkalandi BERLÍN 20. nóvember. Komm- únistablaffiff Sáchsische Zeitung, sem út er gefiff í Dresden í Aust- ur-Þýzkalandi skýrffi frá eftir- farandi í dag: — Alþýðulögregla Austur- Þýzkalands hefur afhjúpað sterka vopnaffa neffanjarffarhreyf ingu í Miessen-héraffi. Hefur lög- reglan handtekiff 11 óaldarseggi, sem höfðu í hyggju aff efna til nýrra þjóðarfjandsamlegra upp- þota. — Foringi óaldarflokksins hef- ur viffurkennt að hafa viffaff aff sér sprengiefnum. Játar hann aff hann hafi ætísð aff sprengja í loft upp útvarpsstöffina í Wildsruf, sprengja upp brýr, kveikja í samyrkjubúum ríkisins og drepa trúnaffarmenn í kommúnista- flokknum. Blaðiff birti samtímis Ijósmynd ir af léttri vélbyssu, þremur riffl um, fimm skammbyssum, hand- sprengjum og öðrum vopnum, sem þaff sagði aff hefffu veriff tek- in af skæruliðunum. NTB—dpa. Skákeinvigi MbL: Akmnes-Keflavík KEFLAVIK AKRANES 15. leikur Akraness: Hfl—el

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.