Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐÍÐ Fimmtudagur 3. des. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. S UR DAGLEGA Framtíðin byggist á þroska og raunsæi fólksins HINN 1. desember minntust Is- lenzkir stúdentar að vanda full- veldisviðurkenningarinnar frá 1918. Að þessu sinni voru þrjátíu og fimm ár liðin frá þvi, er full- veldi Islands var viðurkennt og dyrnar opnaðar til fullkominn- ar frelsistöku þjóðarinnar. Á þessum tímamótum er á- stæða til þess að skygnast um farinn veg og athuga, hvernig þessari litlu þjóð hafi tekizt að hagnýta sér það fullveldi, sem hún öðlaðist'l. des. 1918. „Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Um það getur engum íslend- ing blandazt hugur. íslenzka þjóðin hefur á þessu tímabili brotizt úr sárri- fátækt til nokkurra bjargálna. Hún hef- ur ræktað land sitt, byggt brýr, reist hafnarmannvirki og vita við strendurnar, eignast fullkominn kaupskipa- og fiskiskipaflota, byggt upp innlendan iðnað og lagt grundvöll að félagslegu ör- yggi fólksins með víðtækri trygg- ingarlöggjöf. Jafnhliða hefur aðstaða þjóð- arinnar til menntunar og iðkun- ar visinda og lista verið stór- bætt. Bókaútgáfa hefur blómgast og útvarp orðið snar þáttur menningarlífsins. Háskóli íslands hefur gerzt höfuðstöð norrænna fræða, sem nýtur viðurkenning- ar fræðimanna á því sviði um heim allan. Þessar staðreyndir eru ekki rifjaðar hér upp til þess að þjóðin eigi að ofmetnast af þeim. Þeirra er heldur ekki minnst til þess að skapa þá skoðun, að eiginlega höfum við lokið öllu, sem gera þarf, á þessu stutta tímabili, sem liðið er frá fullveldisviður- kenningunni. Á þetta er drep- ið til þess að vekja athygli þjóðarinnar á þvi, hvers hún er megnug ef hún vinnur vel og samhuga að uppbyggingu lands sins og eflingu síns eig- in hags. Mestu máli skiptir það þó, að fullveldisviðurkenningin frá 1918 hefur verið hagnýtt til full- kominnar frelsistöku. íslendingar lúta ekki lengur erlendum þjóð- höfðingja. Við höfum stofnað lýð- veldi í landi okkar. fslenzkur maður skipar þjóðhöfðingja- sess. Margt hefur breytzt síðan hið íslenzka ríki hlaut viðurkenn- ingu fulveldis að nýlokinni ægi- legri heimsstyrjöld. Annarri heimsstyrjöld er fyrir tiltölulega skömmu lokið. í henni gjör- breyttust hugmyndir manna um það, hvernig frelsi og sjálfstæði smáþjóða yrði varðveitt og ör- yggi þeirra verndað. Fram til ársins 1939 höfðu margar smá- þjóðir byggt afstöðu sína á hlut- leysisstefnunni. íslendingar voru meðal þeirra. Þeir höfðu lýst yfir ævarandi hlutleysi lands síns. En á fyrstu árum styrjaldar- innar leiddi atburðanna rás það í ljós, að í hlutleysinu var ekk- ert skjól. Hver smáþjóðin á fæt- ur annarri varð hrægammi of- beldisins að bráð, þrátt fyrir all- ar hlutleysisyfirlýsingar. ísland var hernumið og varð síðar að gera samning um varnir sínar við annað stórveldi. Og nú, þegar ný hætta hefur skapazt og uggur og kvíði móta aftur líf þjóðanna, treystir eng- inn raunsær og ábyrgur íslend- j ingar því, að hlutleysi þjóðar hans gæti stuðlað að varðveizlu frelsis hennar og öryggis. Á svipaða lund hefur farið meðal flestra annara smáþjóða. íslend- j ingar verða því að fara allt aðrar, leiðir nú til þess að tryggja sjálf- stæði landsins en í upphafi full- j veldistímabilsins. Þeir, eins og aðrar smáþjóðir verða að leita sér skjóls í samtökum þeirra þjóða, sem þeir treysta bezt til þess að standa vörð um frelsi og mannréttindi í heiminum. Og þetta hefur íslenzka þjóðin gert. Hún hefur skip- að sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum og tekið á sig þær skuldbindingar, sem því fylgja. Þeim skuldbindingum fylffja ýmis vandkvæði og erfiðleikar, svo sem dvöl er- lends herliðs í landinu meðan hættuástand ríkir í alþjóða- málum. En þjóð, sem ann frelsi sínu og sjálfstæði hikar ekki við að leggja á sig stund- ar óþægindi til þess að varð- veita það. Hún verður að treysta á sinn eigin þroska og raunsæi. Mikilsverð viðurkenning í AÐALRÆÐUNNI, sem flutt var á vegum háskólastúdenta 1. des- ember s.l. af Jóhanni Sæmunds- syni prófessor fólust tvær mik- ilsverðar viðurkenningar. í fyrsta lagi sú, að hlutleysisstefnan væri einskis nýt og úrelt orðin. Á hana ! gæti íslenzka þjóðin ekkert traust sett. | í öðru lagi kom sú skoðun hik- laust fram hjá prófessornum að íslendingar yrðu að tryggja sjálf stæði og öryggi sínu hervernd. I ! Þessi atriði ræðunnar skipta í (raun og veru megin máli. Með þeim er viðurkennt í aðalatriðum réttmæti þeirrar utanríkisstefnu,' sem lýðræðisflokkarnir hafa markað á undanförnum árum, og . sem yfirgnæíandi meirihluti þjóðarinnar hefur fylkt sér um. Um gagnrýni prófessorsins á framkvæmd þessarar stefnu er annars það að segja að hún var j •mjög neikvæð. Hann benti t. d. á ókosti þess að varnarfram- j kvæmdir væru fyrst og fremst unnar í þéttbyggðustu hlutum landsins. En hann leiddi ekki rök ( að því hvernig unnt hefði verið j að komast hjá því. Það er rétt hjá Jóhanni Sæ mundssyni prófessor að íslend-j ingum ber að ræða varnarmál sín og utanríkismál af hófsemi og skilningi á mikilvægi þeirra. Æskilegt væri að þau gætu verið hafin upp yfir flokkadeilur og dægurþras, þar sem þau eru þýð- ingarmestu sjálfstæðismál þeirra. En það er alþjóð kunnugt að , þeir menn, sem mest hamast1 gegn þeirri utanríkisstefnu, sem fylgt hefur verið hafa sízt fylgt þessari ráðleggingu. Allur þeirra ' málflutningur hefur byggzt á hatursáróðri, æsingum og blekk- ( I ★ Á baðströndinni með Marlyn Monroe Sjónvarpið er alltaf að verða fullkomnara. Innan skamms mun sjónvarpsfirmað bandaríska RCA senda á mark- aðinn sjón- varpstæki sem sýna viðburð- ina í eðlilegum litum og annað fyrirtæki hefur smíðað sjón- varpstæki sem sýnir „þriðju víddar“ myndir án þess nota þurfi sérstök gleraugu. En síðasta nýjungin er ferða- sjónvarpstæki. Aðeins eitt slikt tæki hefur verið smíðað — til reynslu. Það er á stærð við ferða útvarpstæki. Þegar það hefur verið fullkonmað þannig að í því má sjá 3 víddarmyndir í eðlileg- um litum og allt það, þá getum við farið suður í Nauthólsvík sól- bjartan sumardag, lagst þar i sandinn og fengið Marlyn Monroe í sandinn til okkar — eða næstum því. ^Álrinýebjan ★ Tímarnir breytast Við getum vart hugsað okk- ur jólaköku án þess að í henni séu rúsínur. Án þeirra er kakan engin jólakaka. En allt hefur eitt sinn verið fyrst. Og þegar hús- ■ móðir einni datt það snjallræði I í hug fyrir nokkrum öldum, að i setja rúsínur í jólakökuna, hlaut hún vanþakklæti heimsins að launum. Hún var brennd á báli fyrir galdra. Þá — á galdraöld- inni — sáu menn enga aðra lausn á þeirri róðgátu að koma rúsín- unum inn í kökuna án þess að skemma vfirborðið, en að galdra þær inn í kökuna. i ;■ > Nýtt áfall fyrir McCarthy Formaður , félags áfengisinn- j flytjendá í Bándaríkjunum hefur gefið þáér upplýsingar, að Vodka j sé i dag sú víntegund sem mest- um vinsældum á að fagna í j Bandaríkjunum. í fyrra nam inn- VeLl andi óhrij^ar: Jólin á næstu grösum. ÞAÐ er komið fram í desember — jólin eru svo greinilega á næstu grösum, það er ylur og ljómi um tilhugsunina eina sam- an. Og svo er það æ fleira með hverjum deginum, sem líður, sem minnir okkur á nálægð þessara daga, sem við verðum aldrei vax- in upp úr að hlakka til. í bæjum og kaupstöðum gera kaupmenn og verzlanir sitt til að setja há- tíðar- og sparisvip á hlutina, ekki sízt hér í höfuðborginni, þar sem verzlun öll og kaupskapur standa með mestum blóma. Hver kepp- ist við að skreyta sýningarglugga sína sem fagurlegast til að vekja sem bezt athygli viðskiptavin- anna og laða þá til að líta á vör- urnar, sem eru á boðstólum. Of fljót með jólaskrautið. EG HELD jafnvel, að Reykjavík sé full fljót á sér með jóla- skreytingarnar. Það er ósköp gaman að sjá fagurlitt og glitr- andi jólatréð í Bankastræti fyrst eftir að það kemur upp, en það fer ekki hjá því að við séum svo að segja hætt að veita því sér- staka athygli, þegar við erum búin að hafa það fyrir augunum í meira en þrjár vikur. Þegar að sjálfum jólunum kemur er það orðið eins og hvert annað hvers- dagslegt fyrirbæri, einfaldlega vegna þess, að við erum orðin svo vön því að sjá það þarna, að það er ekkert hátíðlegt við það leng- ur í augum okkar. Sama máli gegnir um jólaskreytingarnar yf- irleitt — mér fyndist, að það mætti biða með að setja þær upp þar til að minnsta kosti vika er liðin af desember. Með því móti fyndist okkur enn eitthvað jóla- legt við þær, þegar að sjálfum jóladögunum kemur. K Meira um happ- drættisvinninga. ÆRI Velvakandi! ingatilraunum. Það er ótrúlegt að svo mætur maður, sem Jó- hann Sæmuhdsson prófessor er; eigi nokkurn tíma eftir að lenda í slíkum félagsskap. I Það gleður mig, að það eru fleiri en ég, sem álíta það vitlaust að hækka enn hæsta vinning í Happdrætti Háskólans upp í 250 þús. krónur. Það væri hálfu skyn samlegra að hafa fleiri vinninga á 5 og 10 þús. krónur, svo að meiri möguleikar væru á að hljóta ein- hvern vinning. Eg hefi spilað í þessu happ- drætti síðan það byrjaði á fjóra fjórðungsrpiða og hefi ég unnið alls 325 krónur, sem ekki nemur verði miðanna sjálfra, hvað þá heldur, að ég hafi átt því láni að fagna að fá sem jóla- glaðning dálitla upphæð. Ég er sannfærður um, að almenningur kysi miklu fremur að hafa fleiri en smærri vinninga, og ég segi fyrir mig, að ef tekið verður upp á því að hafa 250 þús. króna vinn- ing á kostnað vinningafjöldans, þá hætti ég þar með að spila í þessu happdrætti, og ég veit að svo er um fleiri. Þinn einlægur lesandi Oli Jóns.“ Um Alþingi. ISJÖUNDA áratugi Fjölnis, frá árinu 1844, er skrifað um Al- þingi á þessa leið: „Nú hafa íslendingar fengið Alþingi aftur“ — segja menn. Rétt er það. Þeir eiga að þinga um það í Reykjavík, svo enginn heyri, 19 jarðeigendur úr landinu og einn húseigandi úr Reykjavík og sex konungkjörnir menn og Bardenfleth kammerherra, sem ekki kann íslenzku og Meisteð kammerráð, sem kann dönsku, hver ráð leggja eigi stjórnarráð- unum í Kaupmannahöfn um landsstjórn út á íslandi. Og vér íslendingar eigum að kalla þing- ið Alþingi. Það er heldur ekki illa til fallið. Þingið verður að sönnu ekki mjög líkt því þingi, sem íslendingar kölluðu svo fyrir öndverðu, allsherjarþinginu við Öxará, þar sem þeir réttu lög sín í augsýn allrar þjóðarinnar og gjörðu nýmæli og dæmdu dóma, og urðu við það betur menntir um flesta hluti og stjórnsaman, en menn voru á þeim öldum, þangað til vélar Noregskonunga og ofríki kaþólskra klerka spilltu lögunum og rengdu dómana En þetta þing, sem nú skal halda, verður ekki líkt því þingi, sem alþing var kallað á átjándu öld, og ekki gjörði annað en dæma nokkra óbótamenn til hýðingar upp á dönsku, landinu til enn minni nota, en þó Danir sjálfir hefðu gjört það, eins og nú er komið“. Gjöf skal gjald ast, ef vinátta á að haldast. flutningur Vodka til Bandaríkj- anna rúml. 3.000.000 lítra, en á þessu ári mun innflutningur Vodka til Bandaríkjanna nema um 7.000.000 lítra. Til hvaða ráða skyldi Mc Carthy nú grípa? ★ Dýr vetrarfrakki Ef kaupmenn gripu til þess róðs að selja fatnað allan eftir vigt og legðu til grundvallar verðsins, verð á kvenmannssund- bol, þá myndi vetrarfrakki kosta allt að 20 þúsund krónur. Ef svo hins vegar þeir myndu leggja til grundvallár verðsins, verð á nýjustu tegund kvenmannsbað- fata — myndi enginn hafa ráð á að ganga í fötum nema kannski Dawson og Rockefeller — og það jafnvel ekki nema á sunnudög- um. ★ Á fljúgandi diski — Þessu hafa þeir gefið nafn og kalla JÖRÐ. Ég held að þetta sé bara loftbelgur. ★ „Gettu nú!“ Þátturinn „Gettu nú“ í útvarp- inu á vinsældum að fagna og víða um bæinn bregður heimilisfólk á leik, einn svarar, hinir spyrja. Um daginn heyrði ég á slíkan leik í húsi einu. — Er það hlutur eða hugtak? — Hlutur. — Úr steina-, dýra- eða jurta- ríkinu? — Dýraríkinu. — Ætur eða óætur? — Ætur. Og þannig var spurt, þar til allar spurningarnar 20 höfðu ver- ið notaðar, án þess að spyrjend- ur hefðu fundið „Leyniorðið". — Hvert var „leyniorðið" spurðu þeir. — Whiský. — Nú. En ekki er það úr dýra ríkinu. — Jú svaraði húsbóndinn, sem hafði hugsað sér „leyniorðið“. Aldrei hef ég fengið whiský nema í DÝRA ríkinu. ★ Ölvaðir fá ekki aðg'ang I Kína er það enn víða siður að koma styttu af „eldhúsguðin- um“ fyrir í eldhúsinu þannig að hann sjái, hvernig konan tilreið- ir matinn. Á Nýársdag er styttan tekin niður og brennd, og er það trú austur þar að þá fari guðinn til himna og gefi skýrslu um það hvernig konunni hafi tekizt við matartilbúninginn. Séu menn hræddir um að hann beri konunni ekki vel söguna, dýfa þeir styttunni í vín áður en þeir brenna hana. Segja þeir, að þá komi guðinn að himnahliðinu undir áhrifum áfengis og fái ekki inngöngu. — A. St. Frú Köstler heimtar skilnað París, 2. des. — Frú Germain Köstler, kona hins heimsfræg rithöfundar Arthurs Kösler heJ ur nú krafizt skilnaðar fyrir rét' í París.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.