Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. des. 1953 MORGVJSBLAÐIÐ 9 Valdhafarnir óffasf annan og sam- múgsins MAÐIJR getur séð eðli sjúkdóms sovétríkjanna af þeim meðölum, sem notuð eru. Annars vegar eru gefnir inn stórir skammtar af kúgun og ógn, her- réttir, fjöldaaftökúr, aftökur á staðnum. Hinsvegar eru róandi meðöl í rólegri stjórnarathöfnum, loforðum um að Iosa svolítið á höftunum. Tilgangur beggja lækningaaðferðanna er sá sami: — að koma í veg fyrir að rúss- neska valdið hrynji og springi sundur. Svo virðist sem þessi tvíþætta lyflækning muni hafa sín áhrif að minnsta kosti stem stendur. Opin mótspyrna og uppreisn verð ur kæfð niður í blóði. Með hin- um harðneskjulegu aðferðum eru mestu óánægjuseggirnir fjarlægð ir. En því ber ekki að neita að valdhafarnir hafa beðið nokkurn ósigur og fengið skelk fyrir brjóst. Þeir hafa verið neyddir til að ganga til móts við óskir fólksins. Hið kúgaða fólk hefur fundið kraft sinn og séð að það getur rekið einræðisherrana á flótta. Og núna veit allur heimurinn með vissu, það sem hann áður hafði aðeins grun um, að undir hinu fágaða yfirborði stjórnmála Austur Evrópu, er sjóðandi öng- þveiti fullt haturs og mótspyrnu gegn valdhöfunum. Hrauniða gló andi uppreisnarinnar er þegar farin að gjósa fram um ótal sprungur og gígi og svo getur farið einn góðan veðurdag að öll þunna yfirborðshúðin bresti. Nú geta hinar frjálsu þjóðir hjálpað til við að örva þróunina. Þeim ber að gefa hinum kúguðu þjóðum undir sóvétógninni bæði siðferðilegan og efnislegan stuðn ing. Mótspyrnan er sizt mínni í Sovét-Rússlandi sjálfu en í lepp- ríkjunum. Uppreisnartilraunir eins og þær sem gerðust í Tékkó- slóvakíu og Póllandí í sumar hafa verið að gerast við og við í Rúss- landi síðustu þrjá áratugína. Þrátt fyrir stærðina og hern aðarveldið er Rússland sjúkt ríki, því að ormnr óttans gnag ar hjartarætur valdastéttar- innar. Valdhafarnir eru óttaslegnir menn. Þeir óttast hvorn annan og sameiiginlega óttast þeir hefndarhug múgs- ins. Þessvegna viðhalda þeir hinu stórkostlegasta iögreglu- liði, sem þekkzt hefur í verald arsögunni. Okhrana lögregla hins rússneska zars taldi aldrei meira en 5000 leyni- spæjara. Hinir rauðu eftir- menn þeirra núverandi MVD lögreglan er að tölu tvær milljónir manna, þar af er sér stakur MVD-her að mann- fjölda 750 þúsundir. OTTI KREMLS ER AUGLJÓS Aldrei fyrr hefur neín ríkis stjórn talið nauðsynlegt að verja svo miklu fé og svo miklu vinnuafli til hins svo- kallaða innra öryggís — það er að segja til þess að verja stjórnvöldin gegn sjálfum borgurunum. Þessi hræðilegi ótti greip sér- staklega um sig heljartökum um það leyti, sem Stalin féll frá í marz s.l. Þá varð það ljóst að Kreml-mennirnir gengu með hjartað í buxunum af hræðslu við hina innri fjandmenn. Nýja stjórnin var sett á með hinum mesta flýti. Hún hafði tek ið við stjórnartaumumim 24 klst. eftir lát Stalíns og var þetta bein línis skýrt svo að það væri nauð- synlegt til að forðast óreglu og öngþveiti. Síðan flýttu þeir Malenkov, Bería og aðrir arftakar Stalins sér að tilkynna víðtækar náðanir sem snertu hundruð þúsund 2 milljónir manna í leyni- lögreglu Rnsslands MDV Efiir Eugene Lyons — Síðari grein Vélar vatnsaflstöðva steyptar inn í stíflugarða Fróðleg för Iveggja verkfræðinga iil Þýzkalands Mynd þessi, tekin fyrir nokkru í Moskva á hátiðardegi verkalýðsins gefur nokkra hugmynd um til liverra örþrifaráða í uppeldismálum valdhafarnir þurfa að gripa til að halda sér í valdastóli. En um langt árabil hefur rússnesk æska verið látin drekka inn í sig hernaðarrembing. fanga og auk þess lofuðu þeir að láta endurskoðun fara fram á refsilögum. Þeir létu sér ekki nægja að sleppa hóp nokkurra lækna sem voru ákærðir fyrir iæknamorð, heldur létu þeir það fylgja með að „Játningar lækn- anna hefðu verið fengnar fram með þvingunum“. LYKILLINN AÐ SÖGU SOVÉRÍKJANNA 35 ára styrjöld hefur stað- ið yfir í Sovét-Rússlandi milli hinna kommúnísku valdhafa og þrælanna. Þetta verðum við að gera okkur fyllilega Ijóst, ef við ætlum að reyna að skilja sögu Sovétríkjanna. Þetta er lykillinn að sögunni. Fyrstu fjögur árin var þessi styrjöld opin og fór fram á vígvöllum um gervallt landið. Eftir það hefur baráttan kom- ið fram sem bæði gcrandi -,og þegjandi mótspyrna gegn stefnu stjórnarinnar, skemmd- arverk í athafnalífinu, stöðug- ur stuldur og rán á þjóðnýtt- um eignum. Hver „hreinsun“ hefur aðeins verið þáttaskil í þessari baráttu. Milljónir þrælkunarfanga eru striðfangar Kremlmanna í þess- ari stvrjöld. Hin ströngu lög og stöðugi lögregluvörður á öllu þjóðlífinu er hluti af því hern- aðarástandi, sem enn gildir. Hafi menn verið í vafa um þetta, þá ættu allar efasemdir að hafa horfið í þýzku innrásinni 1941. Öll sagan um það hvernig rússnesku þjóðirnar tóku Þjóð- verjum hefur ekki enn verið sögð. Innrásarherirnir tóku 4 milljónir fanga fyrstu mánuðina vegna þess að rauði herinn barð- ist aðeins af hálfum hug eða alls ekki. Stundum tóku íbúarnir með gleðilátum á móti Þjóðverjum og fjöldi þeirra jnnritaði sig sem sjálfboðaliðá í ýmsar hjálpar- sveitir Þjóðverja. En þetta breyttist allt, þegar almenningur komst að raun um að hér voru á ferðinni harðstjór- ar, sem voru engu betri en þeirra eigin harðstjórnar. Nasistarnir tóku brátt að beita sömu kúgun- araðferðunum, þeir handtóku fjölda manns, aflífuðu eða sendu í nauðunarvinnu. Þetta grimmdaræði Hitlers kveikti bál föðurlandsástar í rúss neskum hjörtum. Sjálfur Stalín játaði það hvað eftir annað, m. a. fyrir Harry Hopkins sendimanni Róosevelts, að rússnesku þegn- arnir berðust ekki fyrir hann eða fyrir kommúnismannn, heldur fyrir föðurland sitt og virðingu. Nú ættu vestrænar þjóðir að láta sér þetta að kenningu verða. Mistök Þjóðverja voru að þeir álitu sovétstjórnina og þjóðina eitt og hið sama. Eigum við nú að endurtaka sömu mistökin? Eigum við ekki heldur að taka örugglega á málunum og gefa rússnesku þjóðinni það berlega í skyn að reikningsskilin, sem við eigum eftir að gera eru ekki við rúss- nesku þjóðina, heldur við hina sóvetsku þrælahaldara. Við lok síðustu heimsstyrj- aldar reyndu milljónir Rússa, sem þá höfðu verið fluttar til Vestur Evrópu, að komast b;á því að fara heim. StríðsfanL* ar, nauðungarvinnumenn, fólk sem hafði flúið vestur á bóginn. Allt kvað þetta fólk upp vantraustsyfirlýsingu á kommúnismanum. VEIKUR BLETTUR SOVÉTVALDSINS í samræmi við skammarlega grein í Yalta-samningnum urðu bandarískir og brezkir hermenn að reka allt þetta fólk aftur í hendur Riissa. Aðrir voru neyddir til að snúa aftur fyrir hótanir og hungur. Þrátt fyrir allt varð um hálf milljón þessa flóttafólks eftir í Þýzkalandi. Ilér er um að Framh. á bls. 12. ZENTRALVERBAND der Elektrotechnischen Industrie e. V. í Frankfurt am Main, skrifaði á síðastliðinu sumri Verkfræð- ingafélagi íslands og bauð fé- laginu að senda tvo rafmagns- verkfræðinga til hálfsmánaðar dvalar í Þýzkalandi, til þess að kynnast þýzkum iðnaði og raf- orkuframkvæmdum. Sneri for- maður félagsins sér til rafmagns- deildar Verkfræðingafélagsins og þáðu þeir Jón Á. Bjarnason og Magnús Reynir Jónsson þoðið. Ferðin hófst 24. september s.l. Ákveðið var að fyrirtækin Allgemeine Elektrizitáts Gesell- schaft (AEG) og Siemens Schuc- kert-Werke A. G. (S.S.W.) mundu að öllu leyti annast boð þetta, sjá um ferðalög í Þýzka- landi og bera kostnað af þeim. Þennan hálfan mánuð, mátti heita, að þeir félagar væru á stöðugu ferðalagi og sjaldnast nema sólarhring á hverjum stað, enda var ætlunin að sýna þeim sem flest á þessum stutta tima. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um ferðalagið má geta þess, að aðallega var ekið í bílum og nokkuð með járnbrautum, alls um 2000 km vegalengd og komið í rösklega 20 borgir og bæi. Skoðaðar voru margar verk- smiðjur AEG og Siemens, auk ýmissa annarra mannvirkja, svo sem skipti- og spennistöð, gufu- túrbínustöðvar, fjarhitastöð og margar athyglisverðar vatnsafls- stöðvar. Ennfremur skoðuðu þeir klórverksmiðju, aluminiumverk- smiðju, áburðarverksmiðju, sem- entsverksmiðju og hluta af stórri efnaverksmiðju. BYGGT NÆTUR OG DAGA Skal hér drepið á það, sem þeim félögum þótti einna athygl- isverðast af þvi, sem fyrir augu bar. Hvar sem farið er, er verið að byggja og er unnið að því daga og nætur. Mjög mikið hefur verið byggt síðastliðin fimm ár, en endurbygging mannvirkja, eftir hinar miklu skemmdir síð- ustu styrjaldar, hófst á miðju ári 1948. Margar verksmiðjur hafa verið endurbyggðar, búnar nýjum og góðum vélakosti, sem er afkastameiri og fullkomnari en vélarnar, sem voru eyðilagð- ar í stríðinu eða teknar af Þjóð- verjum eftir stríðið og fluttar annarra aflstöðva. Á mesta álags- tíma dagsins er vatnið notað til raforkuframleiðslu, og dælu- hreyfiarnir þá notaðir sem raf- alar. Heildarnýti stöðvarinnar er um 65%, en stærð hennar nemur 160.000 kva. Hvarvetna var þeim félögum tekið af fádæma gestrisni og allt var gert til þess að gera þeim förina lærdómsríka og ápægju- lega. Róma þeir mjög hinar mynd arlegu verksmiðjur AEG og Siemens og þykir þeim furðu gegna, hve fljótt og myndarlega þær hafa verið endurbyggðar eft- ir hinar miklu eyðileggingar í striðinu og síðar. (Frá V.F.Í.) Kirkjukór Húsavíkur minnisl 18 ára afmælis síns HÚSAVÍK, 30. nóv. — Á þessu hausti minnist kirkjukór Húsa- víkur 10 ára afmaelis síns, en hann var stofnaður að tilhlutan Sigurðar Birkis söngmálastjóra. — Snemma í þessum mánuði minntist kórinn afmælisins með fjölmennu samsæti, þar sem margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Starf kórsins hefur verið með miklum blóma frá stofnun. Auk þess að annast forsöng í kirkj- unni hefur hann svo að segja ár- lega haft sjálfstæðar söngskemmt anir og sungið við ýmis tækifæri. Á þessum 10 árum hefur kór- inn kynnt um 30 kórlög, sem ekki hafa áður verið sungin hér á landi og er það að þakka hinu frábæra starfi söngstjórans, séra Friðriks F. Friðrikssonar, pró- fasts. I gær hafði kórinn afmælis- söngskemmtun í Húsavikur- kirkju. Á söngskránni voru 12 lög, eftir innlenda og erlenda höfunda, einsöngvari var frú Kristjana Benediktsdóttir og söng' hún einnig tvísöng með Þorgeiri Gestssyni, héraðslækni. Undir- leik annaðist frá Björg Friðriks- dóttir. Samsöngur þessi var mjög fjölsóttur og honum vel tekið, enda meta Húsvíkingar mikið það starf sem kórinn leggur til menningarmála bæjarins. 9 fyrstu árin var frú Auður Aðalsteinsdóttir formaður kórs- úr landi. Sumar vatnsaflstöðv- ins, en núverandi formaður er arnar voru einnig athyglisverðar, j Míkael Sigurðsson forsöngvari og einkum sökum þess að vélarnar organisti kórsins hefur frá stofn- voru steyptar inn í stíflugarða,! un hans verið Gertrud Friðriks- er liggja þvert yfir breið og lygn 1 son, prófastsfrú, en hún dvelst fljót og er þar ekki um aðra nú erlendis. fallhæð vatnsins að ræða, en þá sem stíflan myndar að baki sér. | í Egglfing við ána Inn, er slíkt orkuver. Þar eru 6 vélasam- stæður, hver 16.000 kva, felldar inn í stíflugarðinn, ekkert véla- hús, en tvískipt draglok yfir hverri vélasamstæðu, en ofan á stíflunni eru færanlegir kranar ■ á spori, er geta dregið lokin yfir vélunum til hliðar og tekið jvélarnar eða hluta þeirra upp, ! ef aðgerða eða eftirlits er þörf, og flutt þá í sérstakt verkstæði, sem byggt er í enda stíflugarðs- ins. DÆLUMIÐSTÖÐIN í HERDECKE 1 Fróðlegt var að skoða dælu- miðlunarstöð í Herdecke, en hún 1 var byggð 1928—1930. Aflgjafi 1 stöðvarinnar er vatn, sem dælt er um meter upp í geysistórt ker ' eða lón, sem sprengt var inn í fjallsbrúnina 165 metrum ofar en j stöðvarhúsið stendur. Til að knýja vatnsdælurnar er notuð I haust dvaldist Einar Sturlu- son óperusöngvari hér í þrjár vikur og veitti kórfélögum til- sögn í söng. — Fréttaritari. To garar landa ÍSAFJÖRÐUR, 4. des. — í vik- unni sem leið lönduðu báðir fsa- fjarðartogararnir afla sínum hér á ísafirði. Togarinn ísborg landaði á mánudaginn 85 tonnum af salt- fiski og 13 tonnum af ísvörðum fiski. Á þriðjudaginn kom Sói- bor'g af veiðum með 305 tonn af karfa, en togarinn var á Græn- landsmiðum. Fór karfinn allur til vinnslu í hraðfrystihúsin hér á ísafirði og nágrenni. Þá kom £ gærmorgun togarinn Fylkir frá Reykjavík og hann landaði hér 204 tonnum af þorski, sem fór til frystingar og herzlu. — í fyrra- málið er Sólborg væntanleg inn með 100 tonn af ísfiski sem fer • ódýr nætur- eða rafmagnsorka, til herzlu og frystingar. — J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.