Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. des. 1953
MORGVNBLAÐIÐ
11
™fstu,o|h
^U«K!l'íí'u’QðS
Ábyrgð Skipaútgerðar af
í m.s. Þyrli
Vernharður Jónsson
— Minning
Vel er
seitiiri
n—r
Tekið tillil til að um almennt hættulegl
verkefni var að ræða
KVÖLDIÐ 17. september 1948,
var olíuskipið Þyrill statt í Hval-
firði í því skyni að taka þaðan
hvallýsi til flutnings. Hafði skip-
ið áður flutt flugvélabenzín og
fór um kvöldið fram hreinsun á
geymum skipsins, áður en hval-
lýsið skyldi sett á það.
GEYMAR HREINSAÐIR
MEÐ GUFU OG SJÓ
Hreinsun á geymum fór fram
á venjulegan hátt með eimingu
með gufu og skolun með sjó.
í skipinu eru fjórir númeraðir
geymar og er það geymir nr. II,
sem kemur við sögu í þessu
máli. Um kl. 19,45 um kvöldið
var lokað fyrir gufuna til
þessa geymis, síðan voru lok
á honum opnuð bæði bakborðs
og stjórnborðsmegin. Var síðan
beðið um hálfa klst., en þá farið
að dæla sjó niður í geymi nr. II
til þess að flýta fyrir kælingunni.
Vann stýrimaðurinn að þessu
ásamt hásetunum Jóni Bjarna-
syni, Skarphéðni Jónssyni og
Óskari Frímannssyni.
RAFLAMPINN VAR ÞÉTTUR
Skömmu eftir að farið var að
kæla geyminn, fór stýrimaður
niður í hann og þá ljóslaus. Síðan
fór hann tvisvar ofan í hann með
nokkurra mínútna miilibili og í
bæði skiptin með ljós.
Kveður stýrimaður Ijósið hafa
verið þannig úr garði gert, að
það hafi verið rafmagnslampi
gúmmívarinn, með gleri utan um
peruna og hafi lampinn verið
þéttur. Kveðst hann hafa athug-
að þetta sérstaklega, áður en
hann fór með lampann niður. —
Þegar stýrimaður kom upp úr
geyminum í þriðja skiptið, tók
hann raflampann með sér og tel-
ur sig hafa lagt hann á þilfarið.
Áleit hann þá, að ekki væri enn
þá óhætt að láta menn fara ofan
í geyminn til vinnu og lét því há-
setana halda áfram að sprauta
sjó í geyminn. Sjálfur gekk hann
frá um stundarsakir fram undir
bakka og um sama leyti hafði
Óskar Frímannsson, einn háset-
anna gengið aftur í skipið.
ÞRÍR MENN LÉTUST
VIÐ SPRENGINGU
Þá kvað allt í einu við spreng-
ing og reyndist hún hafa orð-
ið í geymi skipsins nr. II. —
Sprakk geymirinn og þilfar
skipsins yfir honum flettist
frá. Við sprenginguna fórust
þeir Skarphéðinn Jónsson og
Jón Bjarnason hásetar svo og
þriðji maðurinn úr landi, er
hjá þeim hafði verið staddur.
Skarphéðinn Jónsson háseti
gerðin bætti henni og börn-
Hóf eiginkona hans nú mál-
sókn á hendur Skipaútgerð
Ríkisins og krafðist að út-
gerðin bætti henni og börn-
unum það fjárhagstjón, sem
| þau hefðu orðið fyrir við missi
heimilisföður.
ÓFULLNÆGJANDI
VIÐBÚNAÐUR — HÆTTU-
LEGUR ATVINNUREKSTUR
| Reisti hún bótkröfuna í fyrsta
lagi á því, að slysið muni hafa
orðið vegna ófullnægjandi út-
búnaður skipsins og í öðru lagi
taldi hún, að hér væri um svo
hættulegan atvinnurekstur að
ræða, að rétt sé að leggja fé-
bótaábyrgð á slysförum við at-
vinnureksturinn á atvinnurek-
andann.
Skipaútgerðin krafðist sýknu
og byggði það á þvi, að hvorki
verði ófullnægjandi umbúnaði
skipsins eða vangæzlu þeirra
manna, er hann beri ábyrgð á um
slysið kennt.
EKKERT UPPLÝST UM
ORSÖK
Varðandi þessa mótbáru er rétt
að geta þess, að tveir sérfróðir
og óvilhallir menn voru dóm-
kvaddir til að skoða skemmdir
þær, sem urðu af umræddri
sprengingu, öryggisútbúnað skips
ins og láta í ljósi orsakir spreng-
ingarinnar. Þeir töldu öryggis-
útbúnað skipsins í lagi og gátu
ekkert um orsök sprengingar-
innar sagt. í sjóferðaprófum upp-
lýstist heldur ekki um orsök
sprengingarinnar.
Um þetta atriði segir Hæsti-
réttur:
— Það verður að ætla, að
slysið hafi orðið af völduni
neista, sem komizt hefur í
benzíngeyminn í geymi skips-
ins og hleypt af stað spreng-
ingunni. Má því rekja upp-
tök sprengingarinnar til ein-
hverrar bilunar í tækjum eða
mistaka, þótt ekki verði talið
sannað, að skipverjar hafi átt
sök. Þegar litið er til þessara
atriða SVO OG TIL ÞESS,
HVERSU ALMENNT HÆTTU
LEGT ÞAÐ VERKEFNI VAR,
sem skipverjar fengust við,
þykir eðlilegt að leggja fébóta
ábyrgð á slysinu á skipaút-
gerðina.
TRYGGING SKAL VERA
FULLNAÐARGREIÐSLA
| í öðru lagi benti Skipaútgerð-
i in á það að í samningi milli
hennar og Sjómannafélagsins frá
1947, sé ákvæði um tryggingu, er
útgerðarmenn skuli kaupa fyrir
skipverja. Segir í samningnum
1 að aðiljar séu sammála um að
þessi fjárhæð sé fullnaðar-
greiðsla eftir samningsákvæðinu.
Og samkvæmt þessu fékk eigin-
kona hins látna greiddar 42 þús-
und krónur frá tryggingum. Nú
bar Skipaútgerðin fyrir sig, að
1 hér væri um fullnaðargreiðslu
að ræða.
j Um þetta segir í dómi undir-
' réttar, sem Hæstiréttur hagg-
1 aði ekki:
TRYGGINGARGREIDSLA
ÚTILOKAR EKKI FÉBÓTA-
ÁBYRGÐ
— Uppruni tryggingar þeirr
ar, er útgerð bar að kaupa
samkvæmt þessu samnings-
ákvæði, bendir til þess að hún
hafi verið miðuð við það, að
útgerðarfélagið bæri ekki fé-
bótaábyrgð skv. lögum eða al-
mennum reglum á atburðum
þeim, sem tryggingin tæki til.
En þar sem útgerðin er talin
bera fébótaábyrgð á þessu
slysi, verður tryggingarupp-
hæðin ekki fullnaðargreiðsla.
Ekkja hins látna gerði skaða-
bótakröfu vegna sín og barnanna
að upphæð 162 þús. kr. Við þetta
bætti hún 50 þús. kr. vegna rösk-
Framh. á bLs. 12.
I DAG verður til moidar borinn
í Reykjavík Vernharður Jónsson,
fyrrverandi kaupfélagsstjóri. —
Hann lézt í Kaupmannahöfn
sunnudaginn 22. nóv. eftir höfuð-
uppskurð og kom engum, sem
sáu hann s.l. sumar, helfregnin á
óvart, svo mjög höfðu veikindin
sorfið að honum.
Vernharður var Þingeyingur,
sonur Jóns Þorkelssonar, bónda
á Jarlsstöðum í Bárðardal og Jó-
hönnu Sturludóttur, síðari konu
hans. Hann var fæddur 3. nóv.
1901.
Vernharður ólst upp í stórum
systkinahóp og veit ég að Jarls-
staðaheimilið hefur verið mikið
menningarheimili. Þar voru heim
iliskennarar á vetrum, meðan
börnin voru ófermd, en síðan
voru þau styrkt til framhalds-
náms eftir því sem efnin leyfðu.
1916 flyzt íjölskyldan suður á
land. Jón, faðir þeirra, var dáinn
fyrir nokkrum árum, en Jóhanna
hafði búið áfram með börnunum.
Sturla var elztur alsystkinanna
og kvæntist hann þetta vor heit-
mey sinni, Sigríði Einarsdóttur
frá Hæli og reistu þau bú á
Fljótshólum í Flóa. Vernharður
var yngstur systkinanna, efni-
legur og tápmikill unglingur. -—
Hann fór í Flensborgarskólann
og síðar í Verzlunarskóla ís-
lands og lauk þaðan prófi. Verzl-
unarstörf urðu svo hans aðallífs-
starf. Hann var m. a. nokkur ár
kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði en
lét af því starfi um s.l. áramót.
Haustið 1929 kvæntist Vern-
harður eftirlifandi konu sinni,
Sigríði Jónsdóttur frá Vestri-
Loftstöðum í Flóa. Þau eignuðust
eina dóttir, Rannveigu Hrund,
sem nú harmar látinn föður á-
samt móður sinni.
Þeim hjónum tókst að skapa
sér framúrskarandi vistlegt heim
ili og var sem allt andaði af kær-
leik og hlýju móti þeim, sem inn
komu. En þau fóru ekki varhluta
af erfiðleikum lífsins. Bæði áttu
við vanheilsu að stríða og urðu
oft að liggja þungar sjúkdóms-
legur. Þau báru þessar byrðar
svo dásamlega hvort með öðru og
höfðu lag á því að njóta sólskins-
stunda lífsins með sinni elskuðu
dóttur. — Það var líka oft gest-
kvæmt á heimilinu því að þar
var gott að koma, öllum tekið
með fölskvalausri hlýju og rausn.
Stóðu þau hjónin saman í því
sem öðru.
Sem samstarfsmaður og félagi
var Vernharður íónsson skemmti
legur og tillögu góður í hverju
máli og ástundaði að kryfja hvert
viðfangsefni til mergjar, svo að
hið rétta gæti komið í ljós. Hann
var góðum gáfum gæddur og
unni fögrum listum.
Við kveðjum hér látinn vin og
góðan samferðamann og þökkum
honum góða samfylgd og göfug-
mennsku við alla, sem hann
kynntist.
Ég bið guð að hugga og styrkja
ekkju hans og dóttur, en veita
honum inntöku í ríki sitt.
í. J.
EKKI alls fyrir löngu birti
Þjóðviljinn grein eina mikia eftir
Einar Braga og var sú grein helg-
uð íslenzkri ijóðagerð, formi
hennar og ytra búningi.
Réðist höf. þar all harkalega á
hið „hefðbundna ljóðform“ skor-
aði stuðia og höfuðstafi á hólm
og lýsti sök á hendur öllu enda-
rími — dauðasök. Talaði hann
með lítilsvirðingu, með aumkvun
blandinni um þau „skáld“ sem
nú á 20. öld væru að burðast með
svo úreltar venjur, nefndi starfa
þéirra „iðn“ sem væri endurtekn-
ing á eldri skáldskap og hneyksl-
aðist mjög á þeim mönnum sem
í dag létu ríma saman orðin „arm
— harm og hvarm“ af þeirri ein-
földu ástæðu, að það hefði verið
gert áður. Já svo mörg voru þau
orð. Þ. e. a. s. þau voru mikið
fleiri, en þetta var aðal boðskap-
I urinn. Að lestri loknum hugsaði
ég með mér: „Vel er sungið son-
ur! En betur má ef duga skal“.
! En af því að ég bjóst nú við,
f að maður, sem talaði eins og sá
sem valdið hafði og boðaði skil-
yrðislausa „hreinsun" (en flokks
bræður hans virðast halda mjög
I mikið uppá hana á flestum svið-
um þessa síðustu mánuði og ár)
í skáldskap og ljóðagerð, mundi
boða þessar nýju brautir í ljóða-
gerð sinni, en ekki nota orð sem
áður hefðu verið notuð af léleg-
um „iðnaðarmönnum", þá greip
ég síustu bók Einars Braga:
„Gestaboð um nótt“ og las í
henni. Og sjá, þar gafst á að lita:
Hann fer að yrkja um fuglana:
„Fjaðrahvikir þrestir“ og kemst
að raun um að þeir séu „sum-
argestir“ Eflaust hefur ein-
hver orðið til á undan honum að
kalla Þrestina gesti s. s. þetta er
rím og þetta hefur verið sagt áð-
ur, ergó iðnaður! í sama kvæði
er talað til skáldsins, „milli
rauðra vara“ og spurt: „ætlar þú
að fara?“ Skáldið kemst í bobba:
„Hverju á ég að svara“? Eflaust
Ásiríður Gísladóltir
hafa aðrir fyrr látið mál vara
svar, sem sagt iðnaður!
Þriðja dæmið úr bók skáldsins:
Annað vísuorð í öðru erindi
kvæðisins „Vísur um gamalt tré“
endar á orðinu „hátt“ og auðvit-
að rímar svo „heiðið gleymmérei
biátt á móti. Já, líkiega hafa nú
aðrir sagt líkt um himinhvolfið:
hátt og blátt. Dæmist þetta þá
einnig iðnaður.
Skáldið yrkir Ijóð um haustið,
Þar rímar saman: „firðina bláa“,
„síldina hráa“ o. s. fvr. AUnr
þessar myndir álít ég að aðrir
hafi rakið til haustsins = iðnað •
ur.
Við glugga skáldsins nauðar
vetrargustur og „ýlir með leið-
um róm“. Hvað er eðlileg afleið-
ing kulda vetrarins? Auðvitað
„fölnuð blóm“. Vissu fleiri, mér
finnst jafnvel að ég hafi heyrt
svipað áður.
i Svo kemur stutt Ijóð í ætt við
ástina: ,,Vorgleði“. Þar sem lítil
mær birtist skáldinu og „lófunrv
saman sló“ „kyssti mig og hló“ og
auðvitað skeði þetta rímsins
vegna í „Hallormsstaðarskóg“.
Skáldið kemur á Þingvelli, þar
sá hann „vatnið og ána“ og hvað
haldið þið að hann hafi líka séð?
Nú auðvitað „gjána“. í ljóðinu
Blómljóð vitrast skáldinu nð
„nóttin köld“ hafi ,,rökkurtjöld“.
( í „Opinni borg“ finnur skáldið
„stræti og torg“ og hann klappar
hestinum sínum, horfir inn í-
„skálda augun blá“ og þar sér
hann speglast ,,heita frelsisþrá“,
en „vesæll húðarklár“ „haltrar
fótasár“ og þegar geisa „veðrin
hörð“ þá birtast augum hins orð-
hvata skálds nýja tímans „hvít
vetrarjörð". Kom engum á óvart.
Ég ætla ekki að sýna fleiri
dæmi, þessi eru nægilega mörg
til að sanna það, að jafnvel Ein-i
ar Bragi, boðberi þess „sem koma
skal“ í Ijóðlist, lítur einnig svo
lágt að gefa gaum að ytra formi
„hefðbundnu“ ljóða, og í mínum
augum er hann sízt verra skáld
fyrir það, aðeins sjálfum sér ó-
samkvæmur og sannast þar sem
víðar að maður með bjálka í
auga býðst til að draga flís úr
auga bróður síns og að „öðrum
getur hann hjálpað, en sjálfum
i sér getur hann ekki bjargað“.
Annars reikna ég með að E. B.
eigi fáa skoðanabræður er hann
fordæmir allt rim, nema e t. v.
örfá „línusystkin“. Ennþá verð-
ur ekki ógæfu íslands allt að
vopni, ekki einu sinni í ljóðagerð.
Ljóð er eins og málverk, mynd
in sjálf er efni og andi ljóðsins,
en rammi myndarinnar er form
Ijóðsins.
Hver mun ekki frekar vilja
eiga fagurt málverk í skrautlcg-
um ramma, en rammalaust? Von.
andi enginn!
Sverrir Haraldsson.
Fædd 17. apríl 1891
Nú sætt þú hefur sofnað
södd af dagsins þraut,
færð úr fjötrum þröngum
frjáls í móður skaut.
Þitt líf var þyrnum þakið,
þannig saztu hljóð
við kröm og kaldar fætur
krossinn hjá þér stóð.
Sem eldur leysir loga
lífið þannig dvín,
frá blíðum bernsku dögum
er bjart að minnast þín.
Þú mettað margan hefur,
þó ættir lítinn sjóð,
viljinn var svo sterkur,
en veröld ekki góð.
Nú kveðjum kæra systir
svo klökk í hinzta sinn,
Guð leiði þig og lýsi
til lífs í himininn.
G.
Mimimgarathöf n
á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 4. des. — Síðastliðinn
sunnudag var haldin í Isafjarðar-
kirkju minningarathöfn um Ein-
ar Olafsson sjómann, en hann
fórst með vélskipinu Eddu í
Grundarfirði, í mannskaðaveðr-
inu 16. nóv. — Sóknarpresturinn
séra Sigurður Kristjánsson flutti
minningarræðuna, en kirkjukór-
inn söng undir stjórn Jónafear
Tómassonar. — Fjölmenni var
við athöfnina. — J.
I
Bygginganteistaii
Framhald af bls. I
mönnum Jens, að ráðgast við
hinn reynda byggingameistai a
um mörg vandasöm verkefni, er
! við þurftum að leysa. — Þakkg.
ég Jens Eyjólfssyni fyrir ánægju-
legt samstarf og óska honuirC
innilega til hamingju í tilefni aí
deginum.
1 Einar Sveinsson.