Morgunblaðið - 09.12.1953, Síða 1

Morgunblaðið - 09.12.1953, Síða 1
40. árgangur 282. tbl. — Miðvikudagur 9. desember 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Sæða fSisestho wears s gær ALLTHF BEIÐUBÚNIR AÐ RÆÐA ÚTILOKUN ATÚMVOPNA Koma þarf ó fót alþjóðastofnun Vesturveldin leggja óherzlu ó sameiginlegar hervarnir og friðsamlega sameiningu Evrópu Óska eftir friði í Asíu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB BERMUDA, 8. des. — í sameiginlegri skýrslu eftir Bermudafund inn lýsa Vesturveldin því yfir að þau vilji nota hvert tækifæri til að draga úr ófriðarhættunni í heiminum. Þá er það tekið fram að engin þjóð í heiminum þurfi að óttast hervarnir né hernaðar- styrkleika Vesturveldanna, því að þau hyggi hvergi á árásir. <s>-------------------------- ÁKVEÐIN AÐ EFLA LANDVARNIRNAR Vesturveldin lýsa því yfir að þau eru ákveðin í að efla enn landvarnir sinar og telja að þess- ar landvarnir séu bezta trygg- ingin fyrir friði. Norður-Atlants- hafsbandalagið verður áfram sameiginleg varnarstofnun þess- ara þjóða. SAMEINUÐ EVRÓPA Þau vænía þess að Sameinuð Evrópa megi verða til þess að bæta lífskjör íbúa Norðurálf- unnar. Evrópuherinn verður að teljast nauðsynlegur til að vernda frelsi íbúanna. Forustu- menn Vesturveldanna láta einn- ig í Ijós ósk um að þjóðir Aust- ur Evrópu geti innan skamms tekið þátt í friðsamlegu og frjálsu samfélagi Evrópuþjóð- anna. Næsta atriði: - Lausn olíudril- uirnar LUNDÚNUM, 7. des.: — Selvyn Lloyd aðstoðarutanríkisráðherra Breta sagði í Neðri málstofunni í dag, að hann væri sannfærður um, að Bretar og Persar mundu nú vinna af alefli að lausn olíu- deilunnar. — Ráðherrann fagn- aði mjög hinu nýja stjórnmála- sambandi þessara tveggja þjóða. — Reuter. Eisenhower. Ulvarpsumræður í næsiu viku ÚTVARPSUMRÆÐUR um fjár- lögin fyrir árið 1954 fara fram á mánudags- og þriðjudagskvöld. Fer þá fram þriðja umræða um fjárlögin. ÓSKA EFTIR FRIÐI í ASÍU Vesturveldin staðfesta að þau óska eftir að friðarráðstefna verði haldin sem fyrst í Kóreu og þau munu starfa saman að því að koma á friði í Indó- Kína. BERLÍN ARRÁÐSTEFNA Til þcss að sýna friðarvið- leitni Vesturveldapna og sýna að engin þjóð þarf að óttast hern- aðarstyrkleika þeirra eru þau samþykk því að halda fjórvelda- fund með Rússum sem allra fyrst. Vesturveldin vona að slík ráð- stefna gæti orðið til þess að sameina Þýzkalands, koma á friðarsamningum við Austurríki o. fl. — Ráðherrann sagði af sér BERN, 7. des.: — Fjármálaráð- herra Svisslands hefur sagt af sér. Ástæðan er sú, að hann hafði komið fram með lagabreytingar sem settar voru til úrskurðar þjóðarinnar og felldar. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sagði ráðherrann af sér. ur fram tillögur um tug- milljóna aukin útgjöld En ENGAR um auknar fekjur. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið í gær í GÆR fór fram í Sameinuðu þingi önnur umræða um fjárlög ríkisins. Var ákveðið að ljúka umræðunni en fresta atkvæða- greiðslu til fimmtudags. Fundurinn í gær hófst á venjulegum fundartíma og mun hafa staðið fram á nótt að undanskildum kaffi- og matarhléum. NEFNDIN ÞRIKLOFIN Samkomulag náðist ekki inn- an fjárveitinganefndarinnar um afgreiðslu fjárlaga. Magnús Jónsson frá Mel var framsögu- maður meirihluta nefndarinnar. Gerði hann í ítarlegri ræðu grein fyrir sjónarmiðum meirihlutans, sem um tillögur sínar hafði haft samvinnu við ríkisstjórnina. Birt- ist ræða Magnúsar á öðrum stað í blaðinu í dag. ÞRÖNGSÝNI HANNIBALS Síðan gerði Hannibal Valdi- marsson grein fyrir tillögum 1. minnihluta nefndarinnar og Lúð- vík Jósefsson grein fyrir tillög- Framh. á bls. 2. til friðsamlegrar hag- nýtingar atémorku Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB NEW YORK, 8. des. — Tæpum klukkutíma eftir að Eisenhower kom til New York eftir för sína af Bermuda-ráðstefnunni, geklc hann inn í þéttskipaðan þingsal Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna og flutti ræðu, sem e. t. v. á eftir að marka þýðingarmikil tímamót. Ræða Eisenhowers snerist um heimsvandamálin almennt. Hann hélt því fram í ræðu sinni, að Bandaríkin sem og öll Vesturveld- in hefðu jafnan verið reiðubúin til að ræða heimsvandamálin af fullri einlægni. Þannig væri með fyrirhugaða Berlínarráðstefnu, að Vesturveldin væru reiðubúin að hefja samninga um lausn vandamála Evrópu. Síðan vék hann að atomorkumálunum og gaf hann þá þýð- ingarmiklu yfirlýsingu varðandi þau, að Bandaríkin, sem og Vesturveldin, væru hvenær sem er reiðubúin að mæta á ráð- stefnu til einlægrar lausnar á hinu mikla vandamáli, sem kallaðist atomvopnakapphlaupið. En jafnframt því, sem þyrfti að íhuga atomorkuvopnin vand- lega á alþjóðaráðstefnu, taldi forsetinn, að allir gætu á meðan og þegar í stað sameinast um það að legum tilgangi öllu mannkyninu komið yrði á fót alþjóðastofnun notkun kjarnorkunnar. Eisenhower hóf mál sitt með því að skýra frá því að er hann fékk boð frá Hammerskjöld um að tala á þingi S.Þ. hafi hann verið að hefja viðræður við for- sætis- og utanríkisráðherra Bret- lands og Frakklands um vanda- málin, sem heimurinn þjáist af. Sagðist hann hafa borið ræð- una undir forustumenn hinna Vesturveldanna. BANDARÍKIN MUNU STANDA VÖRÐ UM S. Þ. Síðan minntist hann á hlut- verk S. Þ. Aldrei fyrr í sögu heimsins hef ur svo mikil von svo margra manna verið bundin við eina stofnun. Ákvarðanir ykkar þessi átta ár sem S. Þ. hafa setið hafa þegar orðið til þess að margar vonir rættust. En þær eru þó fleiri sem eiga eftir að rætast. Og fyrst ég er farinn að tala um framtíðina, þá vil ég fyrst og fremst taka það fram að ríkis- stjórn Bandaríkjanna mun styðja S. Þ. áfram af heilum hug. ÓTTINN AF ATOMORKUNNI Eisenhower kom snemma í ræðu sinni inn á það að banda- ríska þjóðin og aðrar þjóðir heims lifðu í ótta og hættu Þetta væri vegna þess að nýr þáttur væri kominn í veraldarsöguna, sem yrði að kallast atómöld. Síð- an sagði hann að almenningur ætti kröfu á því að fá að fylgj- ast með þróun kjarnorkumálanna og tók hann að rekja hana nokk- uð, eftir þeim upplýsingum, sem hann sem forseti Bandaríkjanna hefði aðgang að. 16. júlí 1945 var fyrsta atóm sprengingin ger í Bandaríkj- unum. Eftir það og fram til þessa tíma hafa Bandaríkja- menn framkvæmt 42 tilrauna sprengingar. Atómsprengjur nútímans eru 25 sinnum kraft meiri en sú fyrsta og jafnast að sprengikrafti á við millj- ónir smálesta af dýnamíti. Nú hagnyta atomorkuna i til góðs. Stakk hann upp á að sem stuðlaði að friðsamlegri nema sprengjubirgðir Banda- ríkjanna, sem fara vaxandi með hverjum degi margfallt meiru að sprengimagni en all- ar flugsprengjur og fallbyssu- kúlur, sem notaðar voru í allri síðari heimsstyrjöldinni. Ein einasta flugsveit getur flutt á einum degi til hvaða staðar sem er i veröldinni, eins mikinn sprengikraft og fólst í öllum flugsprengjum, sem féllu í Bretlandi í síð- ustu heimsstyrjöld. En það eru ekki Bandaríkja- menn einir, sem ráða yfir leynd- ardómum atómorkunnar. í fyrsta lagi valda bandamenn okkar Bret ar og Kanadamenn þeim. Og Sovétríkin ráða líka yfir leynd- ardómum hennar. Forráðamenn þeirra hafa skýrt okkur opinber- lega frá því að þeir hafi viðað að sér miklu magni atomorku á undanförnum árum og varið miklu fé til rannsókna á afom- vopnum. Við vitum með vissu að á þessum tíma hafa Rússar sprengt margar atómsprengjur, þeirra á meðal að minnsta kosti eina, sem mun vera vatnsefnis- sprengja. ENGAR ÓYGGJANDI VARNIR Það er rétt að íhuga þessi mál nánar. Við sjáum þá t. d. að leyndardómurinn, sem nokkrar þjóðir þekkja núna verður ein- hverntíma í höndum flestra eða allra þjóða. Og í öðru lagi þá er mikil atómsprengjueign engri þjóð vörn gegn skyndiárás. Frjálsi heimurinn hefur kom- ið sér upp öflugum-varnarvirkj- um og mun halda áfram að auka og efla varnirnar.. En enginn skyldi álíta að víðtækustu varn- ir geti tryggt öryggi þjóðanna og að borgir og byggðir þeirra sleppi óskaddaðar. Árásarríki sem gerir skyndiárás getur jafn- vel yfir styrkustu varnir kastað svo mörgum sprengjum að það valdi geysilegum skemmdum. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.