Morgunblaðið - 09.12.1953, Síða 7

Morgunblaðið - 09.12.1953, Síða 7
Miðvikudagur 9. des. 1953 MORGLTSBLAÐ S Ð 7 P.V.G. Kolka Heilbrigðismál og hagsýni IV. \ víð og dreif um spítala LÍKNARSTARFSEMI hefur ver- ið einn þátturinn í starfi krist- innar kirkju frá upphafi hennar og hospitia eða hæli fyrir snauða menn, sjúka eða örvasa urðu til á vegum hennar þegar í byrjun miðalda í sambandi við biskups- stóla og klaustur. Latneska heit- ið hospitium komst inn í flest nútíðarmál og af því eru dregin orðin hótel, sem nú merkir gisti- hús, og hospital, sem á íslenzku varð spítali og er notað í Bisk- upasögunum yfir ellihæli það fyrir örvasa presta, sem Lárenti- us Hólabiskup stofnsetti í Ólafs- firði á 14. öld. Því valdi sá glöggi og góði maður þann stað, að þar var hægt að afla blauts fiskjar, sem er hentug fæða gömlum mönnum og tannlausum, og er það gott fordæmi um fyrir- hyggju, en hennar er þörf við tilhögun og rekstur spítala nú engu síður en þá. Infirmaria eða sjúkrahæli í þrengri merkingu voru fyrir- skipuð við öll stærri og merkari klaustur af reglu heilags Bene- dikts og má telja víst, að eitt- hvert slíkt hæli hafi því verið í sambandi við hið elzta og merk- asta Benediktsklaustur hér á landi, Þingeyraklaustur. Enn lifir þetta orð í heiti sumra brezkra spítala, svo sem hins fræga Royal Infirmary í Edin- borg. Ýms merk sjúkrahús í Ev- rópu eru upprunalega klaustur- spítalar, t. d. St. Bartólómeusar- spítalinn, sem stofnaður var 1102 og stendur nú orðið inn í miðri City of London, aðþrengdur á alla vegu, enda hef ég hvergi séð betur hagnýtt húsrými á spítala en þar. Enn er það svo, að mannúð og fórnfýsi er nauðsynlegur þáttur í fari þess fólks, sem leggur fyrir sig hjúkrun sjúkra. — Spítalar mega því aldrei verða eins og verksmiðjur, þar sem menn koma til vinnu á síðustu stundu og bíða þess með óþreyju að losna að vinnutíma loknum. Bezt fer á því, að sem flest af starfsfólkinu, einkum hjúkrunarliðinu, eigi heima á spítalanum sjálfum, skoði hann sem heimili sitt, en ekki aðeins sem vinnustöð. Verð- ur þá að sjálfsögðu að búa svo vel að þessu starfsfólki, að því þyki vænt um þetta heimili, sýni því ræktarsemi og vilji vinna að hag þess á allan hátt. Alvarleg slys, erfiðar fæðingar og mein, sem krefjast tafarlausrar aðgerð- ar, koma fyrir jafnt á nóttu sem degi, svo að læknar og hjúkrun- arkonur verða oft að grípa til starfa utan síns fasta vinnutíma og gefur þá að skilja, hve öll slík aðkallandi störf innast af hendi betur og greiðar, ef nauð- synlegt starfslið er nærtækt. Allt andrúmsloft á spítalanum verður betra og öll stjórn auðveldari, ef flest af starfsfólkinu á heima í spítalanum eða á lóð hans, svo framarlega sem vandræðafólk hefur ekki valizt þar til stjórnar eða starfa. Ég tel það stóran galla á jafn- myndarlegri stofnun sem nýja spítalanum á Akureyri, að þar er engum ætlað að eiga heimili nema yfirhjúkrunarkonu. Hefði frekar mátt spara nokkuð af öðru húsrými og ætla þar fleiri hjúkrunarkonbm samastað. Þó er þörfin á íbúðum starfsfólks enn brýnni í minni bæjum, þar sem hæpið er, að það geti fengið við- unandi íbúð utan spítalans. Get- ur þá stofnunin misst af ágætum starfskröftum, svo að íbúð innan spítalans verður beinlínis nauð- synleg trygging fyrir hagkvæm- um rekstri hans. — ★ — Þetta sjónarmið réði stærS og tilhögun spítalans, sem við er- um að byggja á Blönduósi, eða Héraðshælisins, eins og það er kallað í daglegu tali. í annari álmunni er hjúkrunarkonum ætl- uð íbúð á miðhæð hússins, með sameiginlegu baðherbergi og af- kima, þar sem þær geta sjálfar hitað sér eða gestum sinum kaffi. Á hæðinni fyrir neðan hefur matráðskona og aðrar starfs- J stúlkur svipuð húsakynni, og er . gengt í þessar íbúðir báðar frá garðanddyri, svo að ekki þarf að hafa neinn óþarfan umgang um aðaldyr eða stiga eftir háttatíma sjúklinga. í hinni álmunni eru bústaðir yfirlæknis og kandidats og innangengt frá báðum, svo að hægt er að ná til þeirra fljótlega,1 hvort sem er á degi eða nóttu. Læknisbústað þurfti hvort sem er að byggja og er hann felldur inn í byggingarheildina, svo að bæði kjallarinn undir honum og þakhæðin yfir honum nýtist fylli I lega til annars. Með þessu varð íbúð beggja læknanna ódýrari eða engu dýrari en sérstakt læknishús fyrir einn lækni. 1 húsinu er einnig heilsugæzlustöð og lækningastofur héraðsins og er gengt þaðan inn í vinnustofu læknis í íbúð hans, svo að allir, sem eiga við hann erindi, geta komið þá leið. Sparar það heimili hans átroðning, gerir honum allt eftirlit auðveldara, sparar hon- um hlaup á milli húsa og eykur öryggi sjúklinga. Þessi sambygg- ing undir einu þaki er því bæði ódýrari í byrjun og hentugri í notkun en að hafa sérstakt lækn- ishús. Stærð þeirra héraðsspítala, sem hér hafa verið reistir hin síðari ár, er mjög óhagkvæm og verða þeir því óhóflega dýrir í rekstri. Skal ég taka sem dæmi spítalann á Akranesi, sem ég tel bezta hús- ið af þessari stærð. — Hann er byggður fyrir 25 sjúklinga, þótt fleiru sé þrengt þar inn, m. a. vegna þess, að þangað hefur fengizt yfirlæknir, sem nýtur mikils álits og aðsóknar. Starfs- liðið þarna er þrjár hjúkrunar-! konur, matráðskona og tvær eld- hússtúlkur, f jórar gangastúlkur,' tvær þvottakonur og vökukona, eða 13 alls. Kostar þá starfs- mannahald fyrir utan lækna um 12 þúsund krónur árlega á hvert legurúm. — Hjúkrunarkonur og flest anr.að starfslið hefur nú átta tíma vinnudag og verður því að hafa vaktaskipti, hvort sem mikið er að gera eða litið, Það gefur að skilja, að í eldhúsi með öllum nútíma vélakosti geta þrjár stúlkur ekki aðeins eldað ofan í 40 manns, heldur 100 manns, og nýtist því hvorki af-, kastamöguleiki þeirra né vélanna til hálfs. Sama er að segja um vinnu í þvottahúsi. Þótt spítalinn hefði haft tvöfalt fleiri leigurúm, hefði varla þurft að bæta við starfsliðið nema einni hjúkrun- arkonu og ef til vill einni ganga- stúlku, en húsið ekki stækkað að því skapi, því að nægt hefði m. a. sama skurðarstofa, sama eldhús og svipað þvottahús. Sum bæjarfélög eru að burð- ast með spítala og eliiheimili sitt í hvoru lagi, með tveimur yfir- hjúkrunarkonum, tveimur mat- ráðskonum, tveimur eldhúsum og jafnvel tveimur þvottahúsum. Ailur rekstur þessara stofnana hlýtur að verða miklu dýrari en rekstur einnar stofnunar með að- skildum deildum fyrir sjúklinga og gamalmenni. Mjög auðvelt er að einangra þessar deildir, svo að hvorug valdi truflun á hinni. — ★ — Fólksfjöldinn í landinu fjór- faldast á einni öld, ef svo heldur fram sem nú horfir. Flest nýju sjúkrahúsin eru aðeins miðuð við stundarþörf, enda flest orðin of lítil, þegar þau eru loksins full- gerð. Tilhögun þeirra er á engan hátt miðuð við það, að síðar verði hægt að stækka þau án veru- legra breytinga á því, sem fyrir er. Á það ber að líta, að gamal- dags timburhús, eins og gamli Landakotsspítalinn, gamli Akur- eyrarspítalinn, sjúkrahúsin á Seyðisfirði og Sauðárkróki hafa nú verið notuð í hálfa öld og Farsóttahúsið í Reykjavík jafn- vel í 70 ár sem spital-ar, og verð- ur því að gera ráð fyrir að vönd- uð steinhús, sem nú eru byggð, verði að endast til sinna afnota í heila öld eða lengur. Fyrir þessu verður að gera ráð þegar í upp- hafi, hafa eldhús og þvottahús svo rúmgóð eða svo stækkanleg, að nægt geti auknum sjúklinga- fjölda, og húsið að vera byggt í því formi, að hægt sé síðar að koma að viðgerðum, án þess að samgönguleiðir innan húss verði of langar eða óþægilegar. Þessi sjónarmið voru höfð í huga við formun Héraðshælisins á Blönduósi. Til mála hafði kom- ið að byggja elliheimili uppi í sveit, en einnig þurfti bæði að byggja nýtt sjúkrahús og læknis- bústað. Þetta þrennt var samein- að og heilsugæzlustöð og íbúð annars starfsfólks bætt við að auki. Með þessu fáum við rúm fyrir 30 sjúklinga, sem er vel við vöxt, og ágætt heimili fyrir 24 , til 28 gamalmenni, en með þeim vistmannafjölda á báðum deild- | um á tími starfsfólks að nýtast sæmilega vel. En auk þess er húsið þannig byggt, að hægt er að lengja aðra álmuna með því að bæta við sjúkrastofum, þegar þörf krefur, en sjúkrastofurnar sjólfar eru tiltölulega ódýr hluti af slíku húsi. Öll tilhögun á nýjum spitala verður að miðast við það, að gera vinnubrögð þar sem haganlegust og ekki tímafrek um of, og skipt ir þá minna máli, þótt lagt sé þess vegna í nokkuð aukinn t stofnkostnað. Verður þetta ljóst þegar það er athugað, að laun I einnar gangnastúlku eða eld- hússtúlku samsvarar 5% árs- vöxtum að allt að þvi hálfrar milljón króna höfuðstól, en lann hjúkrunarkonu talsvert hærri upphæð. Á ýmislegt fleira mætti benda í þessu sambandi og skal þó að- eins eitt nefnt. Eytt hefur verið um of í byggingarkostnað og upphitun á nýjum spítölum hér með því að hafa lofthæð óþarf- lega mikla, eða um 3,5 metra. Á nýjum og fullkomnum spítöl- um vestan hafs er hún ekki meira en 10 fet eða þrír metrar. Þá lofthæð höfum við hér á hinum fyrirhugaða Blönduós- spítala og hún mun verða svip- uð á Bæjarspítalanum nýja í Reykjavík. Á fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er farið fram á ríkisábyrgð f yrir 2,6 milljón króna láni til handa Rauðku á Siglufirði hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Það virðist einlrennilegt, að heilbrigðisfram- kvæmdir svo sem bygging spít- ala skuli ekki vera látnar sitja fyrir öllum lánveitingum hjá þeirri stofnun, a. m. k. þegar ' óhófleg og dýr töf verður á því að fullgera þær vegna dráttar á framlagi ríkissjóðs. Það mundi spara allmikið í byggingarkostn- aði, ef Tryggingarstofnunin legði fram til bráðabirgða fullt tillag ' ríkissjóðs jafnóðum á móti fram- lagi héraðanna og ætti síðan að- gang að honum, enda ætti fé hennar að vera jafnvel tryggt i með því móti. I Niðurstaðan af öllum þessum hugleiðingum er þá sú, að hag- nýta mætti betur það fjármagn, sem varið er til heilbrigðismála og einkum starfsorky, ,þess fólks, sem að þeim rnálúm vinnur. Til bóta í þessu efni tel ég samvinnu- klinik góðra séffræðinga í , Reykjavík, eina eða fleiri, við- hald stórra læknishéraða eða jafnvel samsteypu, þar sem sam- göngur leyfa, með verkaskipt- ingu lækna þar, stækkun á verk- sviði minni spítala, sem einnig gætu annast vistun gamals fólks, og byggingu nýrra í því formi, að auðvelt sé að stækka þá síð- ar meir, eftir því sem fjölgun fólks í landinu krefst. Ég hef til fróðleiks skýrt frá því, hvernig við hér á Blöndu- ósi höfum ráðið fram úr sumum þeim verkefnum, sem hér hefur verið drepið á, og við höfum talið bezt henta í stóru sveita- héraði. Við stóra spítala í borg- um eru aðstæður að ýmsu leyti ólíkar og koma þar vitanlega önnur sjónarmið til greina. P. V. G. Kolka. Kristmann Guðimmdsson skrifar um MUSTERI ÖTTANS MUSTERI ÓTTANS. Eftir Guðmund Daníelsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ÞVÍ hefur oft verið spáð, að þeg- ar Guðmundi Danielssyni tækist að temja til fullnustu hina miklu °g geystu skáldgáfu sína, þá myndi stórra hluta von. Það er nú fram komið. „Musteri óttans“ er ekki einungis bezta skáldsaga hans, heldur einnig verk sam- keppnishæft hvarvetna á alþjóða vísu, sem íslenzkum bókmenntum er mikill fengur að. Hér eru allir kostir Guðmundar, þeir er fyrr voru þekktir: framúrskarandi frásagnargáfa, myndauðgi, skap- andi hugmyndaflug, gott mál og hressilegur stíll, umhverfislýsing- ar gæddar töfrandi lífi, ágætar atburðalýsingar og lifandi mann- lýsingar, einkum þegar um skyndimyndir var að ræða. En nú er nýtt komið til: Hann hefur iært þá örðugu list að jþróa per- sónur sínar, veita þeim sjálf- stætt líf, byggt á rökum efnis- heildarinnar, láta örlagaveður, athafna, erfða og kennda leika um þær og skapa þeim kosti. Þá kann hann nú einnig að byggja sögu á traustum, tæknilegum grundvelli. Aðalpersóna sögunnar og mátt- arviður er Eyrún Bjarnadóttir, meistaralega gerð kvenlýsing, skilin og skirð af skáldlegri inn- sæi, samúð og sálfræðilegri þekkingu. Hún verður fyrst á vegi lesandans í trippakofa ein- um, barnung mær, sem býr með fósturbróður sínum í sárri neyð. Þau elska hvort annað og eiga ekki aðra að, en þessi æskuást verður mikill örlagavaldur í lífi Eyrúnar: — Önnur aðalpersóna sögunnar er Greipur Finnboga- son, er einnig elskar Eyrúnu og verður ástvini hennar að bana. Einnig hann er stórvel gerður af djúpum, sálfræðilegum skilningi. Lesandinn fær full skil á því, hvers vegna hann verður að fremja ódæðið og hvernig byrði þess nálega eyðir lífi hans. Fjöldi annarra persóna kemur við sögu, allar skírt séðar og lifandi. •— Eins og ávallt hjá Guðmundi eru atburðalýsingar margar og góð- ar, frásögnin efnismögnuð og spennandi, og allt er fellt saman í órofna, fastbyggða heild, með jöfnum stíganda til lokaátaksins, sem er jafnóvænt og það er sjálf- sögð afleiðing alls, er hefur skeð. Það er gaman að fá slíka bók í hendur, sem hvergi er lát á, hvergi veldur vonbrigðum. En, eins og önnur góð skáidverk, er hún ekki auðskiiin við skjótan lestur; hún leynir á sér. Guð- mundur heíur skarpa skynjun á hinu frumstæða og upprunalega í manneðlinu, og í sumum per- sónum sínum grefur hann djúpt. — Eyrún segir við Greip á ein- um stað: „Veiztu það, Greipur, ég er alltaf rrjeð þeim sem er sterkastur. — Það er alltaf sá sterkasti sem á mig.“ — Greipur misskilur hana. „Ég skal reyna að minnast þess,“ svarar hann — og verður eljara sínum að bana. — Það er einnig hætta á að les- andinn misskilji Eyrúnu, því jafnan virðist hún velja hinn veikari reirinn. En einmitt þessi orð eru lykillinn að skapgerS hennar — og margra annarra kvenna. Styrkur er afstætt hug- tak, svo sem hér er greinilega sýnt fram á. Sérkennileg persóna er Tómas. gamli Hólm. — Lýsing hans er- mjög lifandi og sterk, en gerð- með varfærnum höndum. Fóstur- bróðir og ástvinur Eyrúnar er og" skírt gerður, og þótt hann deyi snemma í sögunni, er hann meS allt til loka, sem örlagavaldur. — Gamli presturinn og börn. hans eru einnig bráðlifandi per- sónur sem og margar fleiri. —- Skemmtilegur gopi er Jón Haf- liðason, boðberi nýs tíma, óheilla gemlingur! — Margar af atburðalýsingunum. eru ógleymanlegar, ekki sízt lýs- ingin á því hvernig Greipur- bj'ggir „musteri óttans" í hellis- skúta þar sem hann hefur grafið' andvana fætt barn Eyrúnar. Þessi „útburður“ er meistaralega not- aður i sögunni, sem tvíþætt tákn- mynd af sálarlegum flækjuro, jafnframt því sem hann er raun.- hæfur örlagavaldur. Blær og angan íslenzkrar nátt- úru andar um söguna alla. Höf. kann vel að hagnýta sér veðra- brigði og árstíða sem undirleik. athafnanna. — Náttúruiýsingar hans hafa jafnan vakið aðdáun; hér eru þær notaðar af hófsemL og í ströngu samræmi við nauð- syn frásagnarinnar. Það er full ástæða til að óska. höfundinum til hamingju með þetta stórverk, og gleðjast yfir því, að það kemur mörgum í hendur sem félagsbók útgáfu. Menningarsjóðs. En svona merki- legt skáldverk þarf einnig að vera til sölu á frjálsum markaði, í bókaverzlunum. Arsþing IFRN 1953 ÁRSÞING ÍFRN var haldið 1 Kaffi Höll sunnudaginn 22. nóv. 1953. Þingið sóttu fulltrúar frá framhaldsskóiunum i Reykjavik og auk þess var Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi, á þinginu. Dagskrá var samkvæmt venju og flutti fráfarandi formaður, Baldur Jónsson, stud. mag, og fráfarandi gjaldkeri Kennarask. skýrslur sinar. í stjórn ÍFRN næsta ár voru kosin eftirfarandi: Magnús Sigurðsson, stud. med., formaður, Magnús Thoroddsen, Menntask., varaíorm. og gjaldk., Anna Gisladóttir, K.vennask., ! bréfritari, Guðjón Baldvin Ólafs- i son, Samvinnusk., skýrsluritari ! og Daníel Halldórsson, Mennta- skólanum, meðstjórnandi. ! Benedikt Jakobsson, íþrótta- kennari háskólans, var endur- kjörinn ráðunautur ÍFRN til 1 næstu þriggja ára. i Fyrsta sundmót ÍFRN á þessu ! starfsári verður sundmót skól- ! anna og verður það haldið föstu- j daginn 18. des. kl. 20,30 í Sund- höll Rej'kjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.