Morgunblaðið - 09.12.1953, Side 11
Miðvikudagur 9. des. 1953
MORGVNB LAÐIÐ
11
Athugasemd við blaða-
grein um silungsrækt
Hr. ritstjóri!
HINN 4. þ. m. birtist grein í Al-
þýðublaðinu um það að undir-
búningur væri hafin að ræktun
ísl. silungstegunda við hverahita
á Suðvesturlandi. í»ar sem upp-
lýsingar í nefndri grein eru ekki
stílaðar af þekkingu, eða nægi-
lega rannsökuðu máli, tel ég mér
ekki óviðkomandi þó ég geri at-
hugasemd þessu viðkomandi.
Það er mörgum kunnugt að ég
hef undanfarin ár rekið fiski-
ræktunarstöð með lax og silung
og hef því fengið nokkra reynslu
þessu viðkomandi.
Þótt hér sé kominn upp vísir
að nýrri atvinnugrein, sem gefur
góðar vonir um framtíðarmögu-
leika, verður ekki gengið fram
hjá þeirri staðreynd að við verð-
um að styðjast við reynslu ann-
arra þjóða, sem eru langt á veg
komnar í þessum atvinnurekstri,
og læra af þeim, bæði af því sem
miður hefur farið og einnig það
sem vel hefur reynzt.
Það munu vera 70—80 ár síð-
an byrjað var að rækta lax ætt-
aðar fisktegundir í tjörnum, t.d.
silung þ.e.a.s. fiskinum ekki
sleppt úr tjörnunum, heldur
fiskinum slátrað til matar þegar
ákveðinni stærð var náð. Vatna-
karpi hefur verið ræktaður um
alda raðir til heimilisnotkunar,
einkum þar sem klaustur hafa
verið og þá sérstaklega í Kína.
Af nágrannaþjóðum vorum eru
Danir og Þjóðverjar lengst á veg
komnir í ræktun silungs í tjörn-
um (dammræktun). Útflutningur
Dana nemur nú rúmum 30 millj.
ísl. króna á ári.
Það er alkunnugt að þróunar-
tímabil atvinnugreina gefa mönn
um aukna reynsiu hvað bezt
hentar til arðvænlegrar afkomu
-og öryggis. Þetta á ekki síður við
um þessa starfsemi. Mér er ó-
hætt að fullyrða að eftir reynslu
tuga ára með mismunandi teg-
undir silunga hefur svo nefndur
regnbogasilungur verið valin öðr
um tegundum fremur til rækt-
unar í tjörnum, sérstaklega vegna
greinilegra eiginleika, sem eru
fyrst og fremst miklu meiri vaxt-
arhraði en annarra silunga.
Regnbogasilungur er ekki eins
næmur fyrir sjúkdómum, en fisk
urinn þarf að vera á takmörkuðu,
litlu svæði í tjörnunum, auk þess
sem mjög auðvelt er að fóðra
fiskinn.
Ræktunartímabil Dana með
silung er nú orðið 70 ár, og er
nú svo komið að útflutningur
þeirra er nær eingöngu regn-
bogasilungur, þrátt fyrir það að
völ hefur verið á að rækta aðrar |
tegundir. Að fenginni reynslu
Dana, álít ég að við getum haft
mikið gagn, og notfært okkur
þeirra margra ára reynslu.
í nefndri grein í Alþýðublað-
inu er skýrt frá því að hafin sé
undirbúningur við ræktun
bleikju úr Mývatni til útflutn-
ings. Það er mjög virðingarvert
þegar menn hafa framtakssemi
og áræði til þess að ryðja nýjar
brautir í atvinnuháttum. En þess
verða menn að gæta vel, að fara
varlega þegar um nýungar er að
ræða og engin reynsla fyrir
hendi, auk þess sem slíkt kostar
mikið fé. Það er vægast sagt
mjög varhugavert þegar menn
eru hvattir til slíkra fram-
kvæmda, án nokkurrar reynslu
um ræktun til útflutnings á ís-
lenzkum silungstegundum.
í tilefni nefndrar greinar vil
ég leyfa mér að gefa upplýsingar
um þá reynslu, sem fengizt hef-
m* í lax- og silungsræktunarstöð
minni síðastliðin þrjú ár.
Vorið 1951 voru sett í fiskrækt
unarstöðina regnbogasilungs-
seyði (pokaseyði). Þegar fiskur-
inn hafði verið fóðraður 16—18
mán. hafði mestur hluti hans
náð þeirri stærð að vera útflutn-
ingshæfur, ea 200 gr. að þyngd.
Hitastig vatnsins var að jafnaði
10—13 stig cel. að sumrinu, en
að vetrinum 5—7 hitastig. Heitu
vatni heíur ekki verið blandað
saman við vatnið, sem rennur í
tjarnirnar, en eingöngu verið
notað gott lækjarvatn.
Síðastliðið sumar var gerð til-
raun með uppeldi í kössum á
góðum bleikjuseyðum (poka-
seyði) úr Þingvallavatni. Árang-
ur þessarar tilraunar varð sá, að
bleikjuseyðin ísl. stækkuðu mjög
lítið þegar gerður var saman-
burður á þeim og regnbogasil-
ungnum.
Þó vil ég geta þess, að vöxtur
ísl. bleikjunnar var mjög líkur
því sem almennt gerist á Norður-
löndum þegar alin eru upp seyði
úr villtum fiskstofni, til þess að
sleppa í vötnin aftur.
Ennfremur vil ég geta þess að
ísl. bleikja hefur verið höfð í til-
raunaskyni í tjörnum eitt ár, og
gerð tilraun með fóðrun. Árang-
ur varð mjög slæmur og drápust
95% af fiskinum á þessu eina ári.
Sjúkdómseinkenni sáust engin á
fiskinum, en dauðaorsökin mun
hafa verið sú, að fiskurinn vildi
ekki taka fóður. Sú reynsla, sem
fengin er bæði hér og erlendis
bendir ótvírætt til þess, að mjög
varhugavert er að byrja á sil-
ungsræktun í tjörnum með fisk-
tegundir,sem ekki hafa áður ver-
ið reyndar.
Vegna þeirrar staðhæfingar í
Alþýðublaðsgreininni, að ekki sé
annar ísl. silungur kominn í
tjarnir en Þingvallasilungur,
skal það tekið fram að ég hef
engan ísl. silung í tjörnum, og
mun ekki eyða tíma né heldur
fé í slíkar tilraunir, enda ekki
þörf á því þar sem örugg reynsla
er fengin fyrir því að ræktun
regnbogasilungs er að öllu leýti
heppilegust.
Greinarhöfundur gefur einnig
upplýsingar um hvaða stærðir á
fisktjörnum séu beztar, og telur
hann algengt að hafa þær 20 m
langar og 3—5 m breiðar. Algeng
ast mun nú vera að fiskitjarnir
séu 40 m langar og 7—8 m breið-
ar, og hefur margra ára reynsla
sýnt að sú stærð er að öllu leyti
heppilegust.
Greinarhöfundur telur Mý-
vatnsbleikjuna hafa þann stóra
kost, hversu ljúffeng hún sé, og
mun það rétt vera. Það er al-
kunnugt að bragðgæði fisks til
matar er háð æti sem fiskurinn
nærist af. Það er mjög sennilegt,
að bleikja, sem kynni að vera
tekin úr Mývatni, og alin upp
annars staðar við allt önnur Hfs-
skilyrði og aðra næringu (fóðr-
un), myndi gjörsamlega missa
sína upprunalegu eiginleika. Hið
sama myndi verða, ef fiskur yrði
tekin úr öðrum vötnum á land-
inu til ræktunar af villtum fisk-
stofni.
Að síðustu vil ég segja þetta:
Það er mjög áríðandi fyrir þá,
sem hafa hugsað sér að byrja á
silungsræktun að fara gætilega.
Það eru mörg atriði, sem athuga
þarf gaumgæfilega áður en haf-
ist er handa, auk þess kostar öll
byrjun mikið fé, og sérstaklega,
ef ekki er rétt að farið.
Það er sorgleg tilhugsun, ef
mikil mistök ættu sér stað í byrj-
un með nýja atvinnugrein, sem
að fenginni reynslu hér bendir
ótvírætt til þess að á hér fram-
tíðarmögulóika, og sennilega
meiri möguleika en menn gera
sér almennt grein fyrir. Auk
þess ^kapa óhöppin alltaf tor-
tryggni í byrjun, en slíkt ber að
sjálfsögðu að varast.
Ef þeir, sem hafa hugsað sér
að byrja á þessari atvinnugrein
vildu fá upplýsingar að fenginni
reynslu hjá mér, munu fúslega
verða veittar þær, ef þess er ósk-
að. —
Laxalóni, 7. desember, 1953.
Skúli Pálsson.
Trípóiibíó:
STÚLKURNAR FRÁ VÍN.
HINN gamalkunni þýzki kvik-
myndaleikari, Willi Forst, hefur
samið handritið að þessari mynd
og annast leikstjórnina og auk
þess fer hann með aðalhlutverk-
ið. — Hljómlistin i myndinni er
eftir Johan Strauss, Carl Michael
Ziehrer og John Philip Sousa,
höfund að „Stars and Stripes“.
Það er ekki rétt sem segir í
efnisskránni, að myndin sé gerð
um valsakonginn Johan Strauss,
heldur fjallar hún aðallega um
austurríska tónskáldið C. M.
Ziehrer (1843—1922), er var
hljómsveitarstjóri í her keisar-
ans og síðar eftirmaður Johans
Strauss sem hirð-hljómsveitar-
stjóri í Vinarborg. Hann samdi
fjölda vinsælla valsa og margar
óperettur, svo sem „Die Land-
streicher", „Ein tolles Mádchen“
o. fl. hefur verið kallaður síð-
asta tónskáld vínarvalsanna.
Myndin ber á sér augljóst hand
bragð Willi Forsts. Hún er létt og
glaðvær, þrungin sönggleði og
óperettu stemmingu eins og
margar myndir hans fyrir daga
nazismans. Hún endar að vísu
nokkuð kjánalega, en er að öðru
leyti mjög skemmtileg.
Willi Forst leikur tónskáldið
C. M. Ziehrer, prýðisvel, af ör-
uggri smekkvísi og mikilli tækni
eins og honum er lagið. Stúlk-
urnar frá Vín, — dætur Munks,
hirðráðs, — leika þær Dora Kom-
ar, Vera Scmid og Hilde Föde.
Allar eru þær fríðar sýnum og
leikUr þeirra og söngur er með
ágætum. Beztur er þó leikur
Dora Komar’s, í hlutverki Mitzi,
er verður eiginkona tónskálds-
ins.
Myndin er í litum, búningarn-
ir hinir glæsilegustu og tónlistin
nýtur sín einkar vel.
Hafnarbíó:
,HARVEY“.
MYND þessi er byggð á gaman-
leiknum „Harvey" eftir ameríska
rithöfundinn Mary Chase, en
Þjóðleikhúsið sýnir leikinn um
þessar mundir sem kunnugt er.
— „Harvey“ er bráðfyndin og
skemmtileg mynd og snilldar-
lega á svið sett af Henry Koster.
Aðalhlutverkin, Elwood Dowd
og systur hans, frú Simmons,
leika þau James Stuart og Josep-
hine Hull.
James Stuart hefur lengi verið
í allra fremstu röð amerískra
kvikmyndaleikara, enda bregst |
honum sjaldan góður leikur. I
hlutverki Dowds er leikur hans
frábær og gerfi hans og látbra^ð
allt í fullkomnu samræmi við
hið andlega ástand persónunnar.
Hann er alúðlegur í framkomu,
nokkuð hirðuleysilega til fara,
örlítið „mjúkur“ og svipurinn
ber vott um nokkurn sljóleika.
Josephine Hull fer einnig ágæt
lega með hlutverk sitt. Frú Sim-
mons verður ekki nein hefðar-
frú í höndum hennar, hvorki að
útliti eða framkomu, enda hefur
hún öðru að sinna, en að gæta
virðuleikans eins og högum
hennar er háttað í sambúðinni
við Elwood og vin hans, Harvey,
hina ósýnilegu kanínu. En hún
er því eðlilegri og sannari í öng-
um sínum og taugaóstyrk út af
meðferð þeirri, er hún verður
fyrir á geðveikrahælinu.
Aðrir leikendur fara einnig
mjög vel með hlutverk sín.
Mynd þessi hefur verið sýnd
hér áður, en þó efa ég ekki að
hún verður mikið sótt að þessu
sinni, því að hún er með betri
gamanmyndum, sem hér hafa
verið sýndar um langt skeið.
Ego.
A BEZT AÐ AUGLÝSA J.
▼ / MOBGUWiLAÐINV “
Skip, sem mætast á
BÆKUR og konur er það tvennt, ‘
sem ég treysti mér einna sízt,
án að vera á þessari jörðu. Og '
eitthvað er raunar svipað með
þeim ef að er gáð. Báðum fer
mæta vel smekklegur búningur
og laglegar kápur. Báðar eiga
til heillandi töfra, léttan gáska,
ljúfan hlátur, en einnig djúpa
alvöru og þyngstu harma. En
báðum er það einnig sameigin-
legt að vera ekki allar þar sem
þær eru séðar, hvort heldur er
í glugga eða á götu úti. Þess-
vegna getur við báðar átt hið
forna orð, að ..oft er flagð undir
fögru skinni." Og því skyldi mað-
ur hvoruga velja sér eftir álitum
einum saman. Annars getum við
orðið fyrir sárum vonbrigðum. j
Bækur og kvenfólk hafa hvoru- .
tveggja sál — nema þær, sem
andvana eru fæddur — og á því,
hvernig sálin er, veitur gildi
beggja, þegar við tókum að kynn
ast þeim nánar og lesa þær nið-
ur í kjölinn. Kápan hversu skraut
leg og ágæt sem hún er og raun-
ar hinn sýnilega og ytri búning-
ur allur, er ekki annað en um-
gerð um sálina, hvort sem kon-
an eða bókin á í hlut, — umgerð
sem að vísu engan veginn ber að
forsmá eða auðvirða, enda marg-
an horskan heillað bæði fyrr og
síðar en eigi að síður umgerð,
sem máist og fellir fegurð sína
og blóma fyrr en varir. Það er |
sálin ein, sem hefir varanlegt
gildi. Þessvegna er það, að and-
vana fæddar bækur, sem ekki
hafa sál, eru hlutir sem fólk ætti
alvarlega að vara sig á. Slíkar
bækur eru verri en ónýtar. Þær
eru öllum til skammar, höfund-
inum, þýðandanum, ef einhver
er, útgefandanum og eigendun-
um, sem álpast hafa til þess að
kauþa þær, vegna skrumauglýs-
inga eða þess. hvað þær voru
í skrautlegri kápu.
Ég skal svo ekki hafa þennan
formála lengri, en snúa mér beint
að efninu, en það er að vekja
athygli á bók sem ekki lætur
mikið yfir sér enda þótt hún sé
í nýrri kápu. Hún er heldur eng-
an veginn ný af náiinni. Þetta
er gömul vinkona mín, kærasta,
liggur mér við að segja. Þess-
vegna þótti mér svo vænt um
að sjá hana á ný eftir mörg ár.
Þessi bók heitir Skip, ssm mæt-
ast á nóttu, eftir ensku skáld-
konuna Beatrice Harradan, en
þýdd af Snæbirni Jónssyni. Hún
kom fyrst út á íslenzku haustið
1932 og seldist þá svo ört, að
endurprenta varð hana eftir að-
eins tvo mánuði. Ófáanleg heíur
hún verið um mörg ár þar til
nú að hún er komin út í þriðju
útgáfu. Ekki veit ég hversu stórt
upplagið er að þessu sinni, en
sízt skyldi mig undra þótt það
reyndist enn of lítið.
Þessi bók hefur vissulega sál,
um það er ekki að viilast. Og
sú sál er göfug og fögur, svo
að hver hugsandi maður mun
auðgast við það að kynnast
henni. Frásagnarblærinn er Ijúf-
ur og heillandi. Og það fer ekki
hjá því að lesandinn fái samúð
með sögupersónunum og taki
innilega þátt í kjörum þeirra og
örlögum, þjáningum þeirra, von-
brigðum og sorgum, En eins og
við sjáum í gegn um hinn kald-
ranalega hjúp óviðfeldna manns-
ins viðkvæma og göfuga sál, sem
þroskast og vitkast við þjáning-
ar og vonbrigði, þannig er og
boðskapur bókarinnar fyrst og
fremst trúin á gildi og sigur þesa
góða í mönnunum. Þótt margt
fari öðru vísi en ætlað er, þótt
óskahallirnar hrynji oft skjótt og
við stöndum við lokuð sund, þá á
vonin og trúin að hjáipa okkur
til þess að byggja nýja brú —•
brú kærleikans og góðviljans
ekki aðeins á milli mannanna
hér á jörðinni, heldur og brú, er
tengi bæði þetta líf og hið til-
komanda minnug þeirra orða
skáldsins, að „anda, sem unnast,
fær aidregi eilífð að skiiið.“
Sveinn Víkingur.
Jólakort og jólablað
Langholtssókn nr
ÞAÐ má enginn, sem teljast vill
hugsandi manneskja, láta sér á
sama standa um það, sem gjört er
til að efla menningu og andlegt
atgjörvi þjóðar. Söfnuðir höfuð-
borgarinnar vinna markvisst að
því starfi. Það er kannske ekki
fyrsta verkið að byggja kirkjur,
heldur að vinna þannig vitund
fólksins, að það vilji byggja
kirkju, kunni að meta þær, ætli
sér að nota þær, sér og börnum
sínum til blessunar.
í Langholtsbyggð er unnið eft-
ir getu að mótun þeirrar sam-
heldni og þess samstarfs, sem
nefna mætti sanna og trausta
safnaðarvitund. Slík tilfinning er
aðalatriði í þeirri nýsköpun, sem
þar verður að framkvæma.
Nú hafa verið teiknuð og prent-
uð mjög þokkaleg jólakort, sem
seld verða til hagnaðar fyrir ný-
sköpun safnaðarins. Kortin eru
þrennskonar að gerð. Eitt með
mynd af fornri torfkirkju, með
krossi i stað turns og upp frá
krossinum og kirkjunni streym-
ir ljós, sem sameinast stjörnu-
dýrð og norðurljósum himinsins.
Innan í þessu korti eru jóla-
óskir eftir sóknarprestinn:
Og þegar Esjan faldar leifturloga,
og Langholtsbyggð í jólaskart
sitt klæðist.
Þá bið ég allt, sem bezt er hjá
þér glæðist
og blessun drottins signi „Holt“
og „Voga“
og hjarta þínu hlotnist ást og
friður,
sem helgir englar senda til þín
niður.
Hinar gerðirnar eru af forn-
um sveitabæ í ljósi frá vinaleg-
um lýsislampa og svo kort handa
börnum.
Þessi kort kosta aðeins kr. 2.09
og kr. 1.50 barnakortin, og vil
ég biðja sóknarbörn mín og aðra
unnendur kirkju og kristnilífs í
Langholtsbyggð að sýna þanh
þegnskap að láta þau ganga fyr-
ir í kortakaupum fyrir þessi jól,
þótt önnur og útlend kort kunni
að þykja fegri. Takið vel á móti
börnunum, sem koma að bjóða
ykkur kortin, og munið það, að
vel mætti byggja fallega kirkju
fyrir það fé, sem íslendingar eyða
í kortakaup fyrir ein einustu jól.
Og í sókninni eru 600 hús og
sjálfsagt hálfu fleiri heimili, svo
að mikið getur selzt, ef þið eruð
öll með.
Svo ætla ég líka að minna ykk-
ur á jólablað Langholtssafnaðar,
sem kemur út næstu daga. Slíkt
blað er algjör nýjung í safnaðar-
starfi hér, en allir hljóta að skilja,
hve ómetanlegt það er fyrir
ókomna tíma í ævi safnaðar.
Blaðið á að flytja frásögn um
helztu atburði í kirkjulegu starfi
innan prestakallsins á árinu,
nöfn brúðhjóna, fermingarbarna
og látinna. Ennfremur verða
myndir af þeim fermingarbörn-
um, sem til náðist. Og ekki er
ólíklegt, að í næsta blaði verði
hægt að birta brúðhjónamyndir.
Auk þessa verða í blaðinu grein-
ar, sögur og ljóð, jólaóskir og
frásagnir.
Það mun engan iðra þess eftir
10 ár að eiga þetta blað frá byrj-
un, því fremur má ætla að það
verði dýrmætt þeim sem lifa á
aldarafmæli safnaðarins. Þá mun
þykja gaman að sjá myndir og
Framh. á bls. 12