Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. des. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
LOFTVARNAMÁL REYKJAVÍKLR HAFA
VERIÐ SKIPLLÖGÐ FRÁ GRLNNI
LOFTVARNANEFND REYKJA-
VÍKUR var skipuð í júnímánuði
1951. Eiga sæti í henni lögreglu-
stjóri, sem er formaðinr, borgar-
ritari, Jón Axel Pétursson, bæj-
arráðsmaður, slökkviliðsstjóri,
borgarlæknir, hafnarstjóri og yf-
irverkfræðingur Landssímans.
Hjálmar Blöndal hefur verið
framkvæmdastjóri nefndarinnar
frá upphafi.
Nauðsynlegt reyndist að
skipuleggja loftvarnarmál
Reykjavíkur frá grunni. Lágu
til J>ess ýmsar ástæður. Loft-
varnakerfi síðustu styrjaldar
var leyst upp að henni Iok-
inni. Loftvarnabyrgi, hjúkrun
angögn, eldvarnatæki og að-
vörunarkerfi voru ýmist geng
in úr sér eða látin af hendi til
annarra nota. Frá styrjaldar-
byrjun hefur íbúum Reykja-
vikur f jölgað um tvo tugi þús
unda og flatarmál byggðar
aukizt gífurlega. Loks kemur
svo til greina hin öra þróun á
sviði þeirra mála, sem hér er
um að ræða.
Loftvarnanefnd hefur gert sér
far um að fylgjast með loftvarna-
framkvæmdum hjá nágranna-
þjóðum okkar, einkum á Norð-
urlöndum. í þeim löndum hefur
þótt nauðsynlegt að verja mikl-
um fjárupphæðum til loftvarna
auk þess sem ýmsar kvaðir hafa
verið lagðar á borgarana þeim
til öryggis, ef til ófriðar kynni
að koma.
Framkvæmdir loftvarnanefnd-
ar hafa frá upphafi verið miðað-
ar við að nýta til hins ýtrasta
ihúsakost, gögn og tæki, sem
fyrir hendi eru í bænum og nota
smá í öryggis-, björgunar- og
hjálparstarfi. Við innkaup hefur
þess verið gætt að skapa verð-
imæti, sem halda gildi sínu og
<eru gagnleg, enda þótt ekki komi
til ófriðar. Við skipulagningu
einstakra þátta loftvarnamála
svo og við vöruval hefur nefndin
notið aðstoðar sérfróðra manna
og ýmsar opinberar stofnanir
hafa starfað fyrir nefndina hver
á sínu sviði. Loftvarnamálin
hafa óhjákvæmilega kostað
mikla undirbúningsvinnu og
rannsókn á mörgum sviðum, en
nú er skipulagningu að mestu
lokið í flestum höfuðatriðum og
keyptar hafa verið allmiklar
birgðir af nauðsynlegustu örygg-
is- og hjálpartækjum, eftir því
sem fjárveitingar hafa hrokkið
til. Koma þær jafnframt að mikl
ium notum sem varabirgðir, ef
farsóttir, jarðskjálftar, stórbrun-
ar eða því um líkt skyldu koma
upp.
Skal nú stuttlega gerð grein
fyrir helztu verkefnum loftvarna
nefndar, en jafnframt tekið fram
að auk þeirra hefur nefndin fjall
Milílllabirgðahjúkrunargagna heffrr verið aflað svo og
e dvan^rtækja - Hjálparstarf skipulagt
Skýrsla loftvarnanefndar
Fjórir loftvarnarnefndarmenn ásamt framkvæmdarstjóra nefndar-
innar. — Frá vinstri: Valgeir Björnsson hafnarstjóri, Gunnlaugur
Briem yfirverkfræðingur, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, form.
nefndarinnar, Hjálmar Blöndal framkvæmdastjóri og Jón Sig-
urðsson slökkviliðsstjóri. — Á myndina vantar tvo nefndarmenn,
þá dr. Jón Sigurðsson borgarlækni og Jón Axel Pétursson bæjar-
fulltrúa. (Ljósm. Mbl. G. R. Ó.)
að um ýmis fleiri atriði, sem enn i taks í þessu ' skyni svo mörg
eru á undirbúningsstigi. Má þar
til nefna brottflutning fólks af
hættusvæðum, dreifingu nauð-
synjavara, lýðhjálp, ýmsar ráð-
leggingar til almennings o fl.
AÐVÖRUNARKERFI
Eitt af fyrstu verkefnum loft-
varnanefndar var að sjá Reykja-
vík fyrir aðvörunarkerfi (loft-
varnaflautum). Ætlast er til að
aðvörunin heyrist greinilega á
öllu bæjarlandinu inn að Elliða-
óm. Tiiboða var leitað í ýmsum
löndum og síðan keyptar raf-
knúnar loftvarnaflautur með til-
heyrandi útbúnaði í Danmörku.
Eru það samskonar tæki og not-
uð eru þar í landi og víðar og
reynzt hafa mjög vel. Staðsetn-
ing flautanna hefur verið ákveð-
in og er uppsetningu þeirra nær
lokið. Nefndin hefur eftir atvik-
um talið rétt að fresta tengingu
sjálfra flautanna, enda má ljúka
því verki með stuttum fyrir-
vara.
HJÚKRUNARMÁL
OG LÆKNATÆKI
Erfitt er að segja fyrir um
þörf fyrir hjúkrunargögn vegna
þeirra, sem slasast kunna í loft-
árásum. í nágrannalöndum okk-
ar er stefnt að því að hafa til
I birgðastöð Loftvarnarnefndar eru ýmiskonar birgðir til hjúkr-
unar og spitalaáhalda, svo sem fullkomin lækningatæki af ýmsum
gerðum. Birgðir þessar eru um 2 milljón króna virði. Pakkarmr
í hillunum eru flestir utan um ullarteppi, en ef þau væru lögð
fyrir aftan hvert annað, myndu þau ná frá Lækjartorgi inn að
EUiðaám. I»au eru 3000. (Ljósm. Mbl. G. Ó.)
sjúkrarúm með tilheyrar.di
hjúkrunargögnum, sem læknar
og hjúkrunarlið getur annað.
I samræmi við þetta þykir
hæfilegt að hafa hér tilbúin allt
að 1000 sjúkrarúm til framan-
greindrar ráðstöfunar. Talið er
að hér sé nægilega margir lækn-
ar, sem gætu með aðstoð lækna-
nema annazt þann sjúklinga-
fjölda auk annarra óhjákvæmi-
legra starfa. Hins vegar er skort-
ur á hjúkrunarliði, en í athugun
eru leiðir til að ráða bót á því.
Samkvæmt áliti lækna mun
vera hægt á neyðarstund að
koma fyrir um 200 særðum
mönnum í sjúkrahúsum hér í
bænum. Yrðu þá allir sjúkl-
ingar, sem til þess eru færir,
fluttir til, en aukasjúkrarúm-
um bætt við, eftir því sem hús
rými frekast leyfir. Ráðstafan
ir hafa verið gerðar til að
koma upp bráðabirgðasjúkra-
húsum í nágrenni bæjarins í
hentugum húsakynnum, sem
fyrir hendi eru. Munu þau
geta rúmað 700—800 sjúkl-
inga. Ilafa þegar verið gerðar
nokkrar umbætur á húsakvnn
um, sem ætluð eru til þessara
nota.
Ákveðnar hafa verið 8 slysa
varðstofur hér í bænum, flest-
ar í skólahúsum, til aðgerða
vegna minniháttar meiðsla og
bráðabirgðaaðgerða á þeim
sjúklingum, sem flytja þarf á
sjúkrahús, svo og blóðgjafa og
annarra aðgerða vegna losts.
Miklum hluta af því fé, sem
loftvarnanefnd hefur haft til um-
ráða, hefur verið varið til inn-
! kaupa á hjúkrunargögnum og
j lækningatækjum. Eru nú fyrir-
I liggjandi m.a. yfir 350 sjúkra-
rúm með tilheyrandi rúmfatnaði
og hjúkrunargögnum, en það eru
jafnmörg rúm og fyrir eru í öll-
um almennum sjúkrahúsum í
bænum samanlagt. Ennfremur
3000 ullarteppi, fullkomin skurð-
stofu- og sótthreinsunartæki,
ýmiskonar handlækningatæki,
! sáraumbúðir, sjúkrabörur o. fl.
Jafnframt hefur nefndin tckið
upp samninga við Lyfjaverzlun
ríkisins um birgðasöfnun lyfja
og hjúkrunargögn, sem ekki þola
langa geymslu.
Bráðlega mun hefjast kennsla
í hjálp í viðlögum fyrir væntan-
lega sjálfboðaliða 1 fyrirhuguð-
um hjúkrunar- og hjálparsveit-
um. Fer hún fram á vegum
Rauða kross íslands.
ELDVARNIR
Samkvæmt reynslu síðustu
styrjaldar eru eldvarnarmál einn
mikilvægasti þáttur í loftvörnum
hverrar borgar. Við loftárásir
vikna einatt eldar samtímis á
mörgum stöðum og verða ofviða
venjulegu slökkviliði.
Loftvarnanefnd hefur
kynnt sér erlendar rannsókn-
ir á stvrkleikaþörf slökkviliða
á stríðstímum. Miðað er við
slökkvidæluafköst, en annar
útbúnaður og fjöldi liðsmanna
reiknaður út frá því. — Með
hliðsjón af þeim rannsóknum
og ýtarlegum athugunum á
aðstæðum í Reykjavík, er tal-
ið hæfilegt að áætla slökkvi-
dæluþörfina hér 48000 lítra á
mínútu.
Slökkvilið Reykjavíkur hefur
nú til umráða dælur og útbúnað
með um 15000 mín/lítra afköst-
um, en slökkvilið flugvallar og
aðrir aðilar um 10000 mín/lítra
dæluafköst. Af þeim 23000 mín/
lítra dælukosti, sem á vantar
skv. framangreindri áætlun, hef-
ur loftvarnanefnd þegar fest
kaup á dælum með tiiheyrandi
útbúnaði, er afkasta 15200 mín/
lítrum. Er hér um að ræða fjór-
ar 2000 lítra dælur, fjórar 1200
lítra dælur með háþrýstiútbún-
aði, átta 300 lítra dælur eða sam-
tals 16 dælur. Ennfremur um
6000 m af brunaslöngum, með til-
heyrandi útbúnaði o. s. frv.
Gerð hefur verið allnákvæm
áætlun um skipulagningu slökkvi
starfa og dreifingu tækja á ófrið-
artímum.
Loftvarnanefnd hefur gert
ýmsar ráðstafanir til að tryggja
aðgang að vatni til slökkvistarfa
utan vatnsveitukerfis. Má í því
sambandi nefna eftirfarandi:
Gengið hefur verið frá útbúnaði
á nokkrum stöðum við sjó, svo.
auðvelt er að koma þar við
slökkvidælum. í Tjörnina hafa
verið sett steinsteypt ker til þess
að greiða þar fyrir vatnstöku,
sem annars yrði torveld vegna
leðju.
Ennfremur verður notað vatn
úr sundlaugum, sundhöll, sund-
laug Austurbæjarbarnaskóla,
Vatnsþró Gasstöðvar o. fl. Loks
hafa vatnsgeymar frá styrjaldar-
árunum verið lagfærðir og eru
nú nothæfir fyrir drykkjarvatn
og til slökkvistarfa. Samtals eru
þannig fyrir hendi milli 40 og 50
vatnsból, að mestu óháð vatns-
veitu. Auk þeirra hafa verið
keyptir færanlegir strigavatns-
geymar, sem notaðir verða á-
samt tankbílum til vatnsflutn-
inga.
FJARSKIPTAÞJÓNUSTA
Loftvarnanefnd hefur í sam-
ráði við Landssíma Islands at-
hugað ýtarlega skipulagningu
fjarskiptaþjónustu í þágu loft-
varna.
Kemur þar fyrst til greina
bæjar- og landssímakerfi, sem
notað verður eins og frekast er
unnt og sérstakar ráðstafanir
verða gerðar í þeim tilgangi. —
Sama gildir um talstöðvakerfi
lögreglunnar og slökkvilið
Reykjavíkur. Ennfremur hefur
loftvarnanefnd keypt allstórt og
fullkomið talstöðvarkerfi.
Hvað viðvíkur tilkynningum
til almennings varðandi áríðandi
loftvarnaaðgerðir, skal þess get-
ið, að ætlast er til, að ríkisút-
varpið flytji þær. Hátalarar í
bifreiðum verða einnig notaðir
eftir því sem efni standa til qg
atvik leyfa.
LOFTVARNABYRGI
Loftvarnanefnd hefur látið
fara fram mjög víðtæka rann-
sókn á þörfum fyrir loftvarna •
byrgi. Var húsameistari ráðinn
til að vinna að málinu ásamt
framkvæmdastjóra nefndarinn-
ar.
Reykjavik hefur sérstöðu að
því leyti, að hús eru hér að jafn-
aði traustbyggðari en annars
staðar tíðköst. Nefndin hefur
unnið á þeim grundvelli að hag-
nýta beri þá aðstöðu.
Opinber loftvarnabyrgi eru
ætluð vegfarendum og íbúum
þeirra húsa, sem eru þannig
gerð og staðsett, að þau veita
ekki nægjanlegt skjól. Gert er þó
ráð fyrir þeirri meginreglu, að
vegfarendur, sem staddir eru í
ibúðarhúsahverfum, þegar hættu
merki er gefið, geti leitað skjóls
í næsta steinhúsi. Vegfarendurn
annars staðar, í Miðbænum,
verzlunarhverfum og farþegum
strætisvagna verður hins vegar
að sjá fyrir athvarfi í ákveðnum
opinberum byrgjum.
Með þetta fyrir augum, hefur
athugun farið fram á allflestum
þeim húsum í bænum, sem talin
eru geta komið til greina sem
loftvarnabyrgi.
I sambandi við þessa rann-
sókn hefir bænum verið skipt
í hverfi, miðað við byggingar-
máta og eftir því, hvort um er
að ræða íbúðar-, verzlunar-
eða iðnaðarhverfi. Jafnframt
var könnuð íbúatala í timbur-
húsum og tala farþega í stræt-
isvögnum á hinum ýmsu leið-
um. Athugun þessi hefir leitt
í Ijós, að unnt er að fullnægja
loftvarnabyrgjaþörfinni utan
miðbæjarins á viðunandi hátt
miðað við kröfur þær, scm
gerðar eru í nágrannaíöndum
okkar, með því að semja við
eigendur einstakra steinhúsa
um afnot kjallara.
Yfirlit hefir verið gert um
staðsetningu þessara byrgja og
má taka þau til notkunar með
stuttum fyrirvara, ef þörf kref-
ur, enda hefir þegar verið sam-
ið við marga húseigendur um
afnotin.
í þessu sambandi skal þess get-
ið, að nefndin hefir látið fram-
leiða nokkurt magn af járn-
bentum steinsteyptum bitum af
sérstakri gerð til þess að byrgja
með glugga. Bitarnir leysa af
hólmi hinar hvimleiðu sandpoka-
hleðslur, sem notaðar voru í síð-
asta stríði, en auk þess má nota
þá til hleðslu á minniháttar
mannvirkjum síðar meir.
Loftvarnanefnd telur það neyð
arúrræði, sem forðast beri í
lengstu lög, að ráðast í byggingu
sérstakra loftvarnabyrgja. Sam-
kvæmt lauslegri áætlun myndi
byggingarkostnaður byrgis af
þeim gerðum, sem helzt kæmu
til greina að nota hér og byggð
eru í nágrannalöndum okkar,
nema að minnsta kosti 1500.00
krónum á hvern mann, sem þau
væru byggð fyrir. Er þá kostn-
aður vegna nauðsynlegra tækja
og útbúnaðar ekki reiknaður
með. Auk hins gífurlega kostn-
aðar ber þess að geta, að slík
loftvarnabyrgi hafa naumast
meira varnargildi en kjallarar
í góðum steinsteyptum húsum.
Enn er þess að gæta, að erfitt er
að finna slíkum byrgjum heppi-
lega staði, þar sem þeirra er þó
hejzt þörf.
Varffandi miffbæinn hefir
rannsókn leitt í ljós, að loft-
vamabyrgi munu vanta þar
fyrir 1—2 þúsund manns miff-
að viff núverandi starfseml
þar og óbreyttar affstæður. Til
þess að forffast þann gífurlega
Framh. á bls. 11.