Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 8
8 MOKGLnBLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1953 nttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Anglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOsla: Austurstrseti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintakiö. ^ UR DAGLEGA Próíkosning SJálfstæðisflokksins KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, sem skipuð er fulltrúum félagssamtaka Sjálf- stæðismanna í bænum hefur nú ákveðið að efna til prófkosninga um val manna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara í lok janúar næst- komandi. í þessari prófkosningu gefst öllu Sjálfstæðisfólki í bæn- um, hvort sem það er félagsbund- ið eða ekki, tækifæri til þess að ráða svip þess framboðslista, sem flokkur þess ber fram við bæj- arst j órnarkosningarnar. Kosning þessi er algerlega frjáls. Þeir, sem taka þátt í heni eru óbundnir af öllu öðru en sinni eigin sannfæringu um það, hvaða menn þeir telji bezt til þess fallna að skipa málum bæjarfélagsins næsta kjörtímabil. Það er mjög þýðingarmikið að sem flestir Sjálfstæðis- menn taki þátt í þessari prof- kosningu. Þess fleiri, sem taka þátt í henni, þess réttari mynd af vilja almennings í bænum sýna úrslit hennar'. Þetta er í þriðja skjpti, sem Sjálfstæðismenn efna til slíkra prófkosninga um val frambjóð- anda sinna við bæjarstjórnar- kosningar. í bæði fyrri skiptin gafst hún mjög vel. Mikill fjöldi fólks tók þátt í kosningunni og almenn ánægja ríkti með fram- boðslista flokksins. Niðurstaðan varð líka sú, að Sjálfstæðismenn í Reykjavík unnu glæsilega sigra þrátt fyrir hrakspár andstæð- inganna um að þeir mundu tapa meirihluta í bæjarstjórn höfuð- borgarinnar. I Þessi aðferð, að láta fólkið sjálft velja frambjóðendur sína sýnir frjálslyndi Sjálf- ’ stæðismanna. Þeir telja ekki að fámenn nefnd eigi að ráða ein vali frambjóðenda á fram- boðslista flokksins við bæjar- stjórnarkosningar. — Þeir treysta þroska fólksins, bæði í flokksfélögunum og þeirra, sem utan við þau standa, til þess að velja hæfa og góð- viljaða menn til þess að stýra málum Reykjavíkur næstu fjögur ár. Og í röðum Sjálf- stæðismanna er mikið af slík- um mönnum. Minnihlutaflokkarnir í bænum leggja nú mikla áherzlu á að sanna Reykvíkingum nauðsyn þess að svipta Sjálfstæðismenn meirihluta í bæjarstjórn. En þeir geta ekki sýnt fram á, hvað við tæki ef svo ótrúlega færi að Sjálfstæðismenn misstu meiri- hluta sinn. Allur almenningur veit hins vegar, að í þessum bæjarstjórnarkosningum eins og undanförnum kosningum til bæj- arstjórnar stendur baráttan fyrst og fremst um tvennt: Annars vegar um samhenta og umbótasinnaða stjórn Sjálfstæð- ismanna. Hins vegar blasir við alger glundroði, stjórnleysi og upp- lausn minnihlutaflokkanna, sem reynslan hefur áþreifanlega sýnt, að ekki geta komið sér saman um neitt, nema hatursáróðurinn gegn þeim mönnum, sem haft hafa forustu um bæjarmál Reykjavíkur og fjölþættar fram- farir og umbætur bæjarbúum til handa. Það er ekki erfitt að veija á milli þessa tvenns. Hver ein- asti Reykvíkingur hlýtur í hjarta sínu að óska bæjarfélagi sínu góðrar, samhentrar og frjáls lyndrar stjórnar. En slíka stjórn getur hann ekki fengið nema með því móti einu að fela Sjálf- stæðisflokknum meirihluta í bænum. Hann getur ekki fengið slíka stjórn með því að gera kommúnista að forustuflokki bæjarstjórnarinnar. En þeir eru nú stærsti minnihlutaflokkurinn. Milli kommúnista, Alþýðuflokks- manna og Framsóknarmanna gæti aldrei tekizt heilbrigt sarn- starf. Stöðug illindi og upplausn mundu fylgja í kjölfar þeirra kosningaúrslita, sem veittu þess- um flokkum sameiginlegan meirihluta. Það hefur nýlega komið í ljós að þessir flokkar gátu engan veginn náð samkomu- lagi um myndun ríkisstjórnar í landinu. Það hefur einnig orðið ljóst að jafnvel hinir svokölluðu „verkalýðsflokkar“, kommúnist- ar og Alþýðuflokksmenn, geta ekki unnið saman. Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn geta heldur ekki komið sér sam- an. Þetta sýnir svo greáailega að ekki verður um villzt að í bæj- arstjórn Reykjavíkur hlyti upp- lausn og vandræði að skapast ef Sjálfstæðisflokkurinn glataði þar meirihluta sínum. En af því mundi aftur leiða kyrrstöðu og stöðvun framkvæmda í fjölmörg- um þeim umbótamálum, sem nú er unnið að og hagur bæjarbúa krefst að haldið verði áfram að framkvæma af framsýni og festu. Allir frjálslyndir Reykvík- ingar hljóta því aS sameinast um eflingu Sjálfstæðisflokks- ins og sigur hans í bæjarstjórn arkosningunum. Takið þess vegna þátt í prófkosningunni og tryggið bæjarfélagi ykkar forustu þeirra manna, sem þið treystið bezt til þess að starfa að málum þess af þekkingu, góðvild og frjáls- lyndi. Munið Vetrarhjálpina VETRARHJÁLPIN í Reykjavík er tekin til starfa. Nú, eins og jafnan áður er það hlutverk hennar að styrkja þá og styðja, sem lítil föng eiga til þess að búa sig undir jól og hátíðahald. Um þessar mundir má segja að afkoma almennings sé góð í þess- ijm bæ. Einhver kann því að halda að minni þörf sé hjálpar- starfsemi en stundum áður. En það eru alltaf margir, sem ekki njóta góðs af góðri og nægri at- vinnu, einstæðingar, sem fáa eiga að eða hafa orðið fyrir barði óhappa og veikinda, gamalt fólk og fjölmennar barnafjölskyldur. Þessu fólki þarf að hjálpa til þess að geta eignast gleðileg jól, kaupa flík á unga og gamla og ■ gera»sér dagamun um hátíðarnar. I Minnist þessara samborgara ykkar með því að bregðast vel við kalli Vetrarhjálpar-1 innar. Hún kemur framlögum ykkar á framfæri, þar sem þeirra er mest þörf og þar sem hún getur átt þátt í að vekja gleði í hjarta lítils barns, ást- ríkrar móður eða einmana og vinnulúins gamalmennis. * í RÚMAN mannsaldur hefur speki sú verið borin á borð fyr- ir skólabörn, lesendur sunnudags- blaðanna og alvarlega mannfræð- inga, að beinagrindarræksni með mannlegri höfuðskel og apaskolt um, sé „hinn fyrsti Englending- ur“. Þessi mannskepna nefndist „Piltdown maðurinn" og á að PáL otvti maöunnn Fæddist 900 þúsund árum of seint hafa lifað fyrir um 800 þúsund- um ára. í síðustu viku rifu þrír VeÍvd andi óhri^ar: Um birtingu á nöfnum afbrotamanna. MAÐUR nokkur, „fyrrverandi fangi“, hefur skrifað mér langt og • athyglisvert bréf, sem mér finnst ég verða að birta ó stytt, þó að ég að jafnaði áskilji mér rétt til að fella úr og draga saman, þ. e. mér er nokkuð þröng ur stakkur skorinn að því er rúmið snertir. — Bréfritari minn segir svo: „Kæri Velvakandi! Tilefni skrifa minna er: „Birt- ing á nöfnum afbrotamanna". • Ég tek hér aðeins tvö dæmi af, því miður, alltof mörgum. Hér er um að ræða tvo unga pilta, sem frömdu sín ódæðisverk í ölæði. Annar þeirra hafði áður komizt undir manna hendur, fyr- ir smá hnupl, og var þá aðeins 16 ára, vanþroska og leiðitamur. Hinn pilturinn gerði smá glappa- skot og lenti í höndum lögreglunn Útlægur úr hópi félaga sinna. •ÁÐIR piltarnir fengu bið- dóm, en nafn annars þeirra var birt í blöðum bæjarins. Þeg- ar pilturinn var laus úr gæzlu- varðhaldinu og ætlaði að samein- ast sínum félögum á ný, staðráð- inn í að bæta ráð sitt, fann hann brátt, að þaðan andaði köldu og félagarnir höfðu snúið við honum baki í stað þess að leitast við að rétta honum hjálp- andi hönd á viðreisnarbrautinni. Þetta voru að vísu unglingar, sem ekki skildu krókastigu mann eðlis og mannlífs, og þeir tóku almenningsálitið til hliðsjónar og dæmdu piltinn til útlegðar úr sínum hópi. — Almenningsálit, sem oft er á hugsunarleysi og skilningsleysi byggt — almenn- ingsálit, sem sagði: Einu sinni afbrotamaður — alltaf afbrota- maður. — Og þar að auki, birt- ist nafn hans í blöðunum. < É. m A* iMi Alvarlegar afleiðingar E' G LEITAST ekki við að lýsa hugarástandi piltsins, en, í stuttu máli sagt, leið hann vítis- kvalir, þungan sjálfsálitshnekk, og hann varð mannfælinn og kaldlundaður. Hvar átti þessi ungi piltur að leita sér félaga, — sem allir þarfnast? Það rak að því, að hann sam- einaðist hópi unglinga, sem voru kærulausir og vínhneigðir. Af- leiðing: óregla í ríkum mæli — og síðan annað afbrot í ölæði. Nafn hans birtist öðru sinni í blöðum. Sú refsing, sem felst í innilok- un í hegningarhúsi er þung, mjög þung, fyrir pilt, sem er á þroska- skeiði, hvað þá sú ægilega hegn- ing, sem felst í því að birta nafn hans opinberlega. Þú og ég, erum ekki dómbærir um afleiðingarn- ar. Hinn pilturinn. HINN pilturinn var svo lán- samur, að nafn hans var ekki birt opinberlega. Hann var þakklátur og gerði sitt bezta til að yfirstíga hætturnar, stundaði vinnu sína af kostgæfni og var reglusamur. Þó fór svo, að hann neytti áfengis og missti vald á því — og ógæfan reið yfir: hann framdi afbrot í ölæði, ósjálf- bjarga og útúrdrukkinn. Dag- blöð bæjarins kepptust við að birta fréttir af óhappinu og nafn piltsins þar með. Pilturinn hefur ekki enn hlot- ið dóm fyrir þetta „óhapp“ sitt þ.e.a.s. ekki dóm, kveðinn upp af dómsvaldi voru, en hann hef ur nú þegar hlotið þá hegningu, að nafn hans, sem afbrotamanns, er á vörum almennings. Hinn þyngsti dómur. ENGAR skýringar hafa verið gefnar á þessu óhappi, að- eins nafn piltsins birt og hann talinn lífshættulegur samborgur- um sínum. — Jú, svo sannarlega hefur hann fengið dóm, hinn þyngsta sem menn fá, „birting á nafni“ — vanskapað álit sam- borgara sinna. — Guð einn veit, hvaða afleiðingar þetta hefur á piltinn. Fer líkt fyrir honum og piltinum, sem ég nefndi fyrst í bréfi mínu? Vonum, að svo verði ekki, því að sem betur fer snúast margir til betra lífernis eftir að hafa hlotið refsivist í hegningar- húsi. Gefið gaum að þessu. BLAÐAMENN og aðrir, sem hér eiga hlut að máli! Gefið nokkurn gaum að þessu og hjálpið með því móti óreyndum og lítt þroskuðum unglingum og öðrum ólánsmönnum, sem brjóta af sér í fyrstu tvö skiptin að minnsta kosti, til þess að geta sameinazt samborgurum sínum á ný og hafið óragir baráttu fyrir betri og bjartari framtíð. Með kveðju. — Fyrrverandi fangi“. Mikið vandamál. BRÉFRITARI minn hefur drep- ið á mál, sem þegar hefur oft verið um fjallað — og er mikið og viðkvæmt vandamál. Mörg gagnstæð sjónarmið hafa komið fram, sem eiga fullan rétt á sér en erfitt er að samrýma. Aðstaða lögreglu og dómsyfir- valda er hér vafalaust mjög vandasöm og erfið. Það er svo ótal margt, sem hér kemur til greina og taka verður tillit til. Við hljótum að treysta því, að þjónar réttvísinnar taki, í þessu máli sem öðrum, ekki aðrar ákvarðanir en þær, sem samvizka þeirra og vandleg íhugun býður. Um afstöðu blaðamanna gildir það sama. Við getum ekki ætlað neinum fréttamanni svo illt, að hann hlakki yfir því að geta birt í blaði sínu nafn ungs og óreynds samborgara síns, sem hefur rat- að í þá ógæfu að gera sig sekan um eitt eða annað afbrot. Blaða- maðurinn gerir ekki annað en að fylgja boði laga og réttar. Rétt er að taka það fram, að yfirleitt birta dagblöðin alls ekki nöfn þeirra manna, sem í fyrsta skipti fremja yfirsjón, nema um stóralvarlegan glæp sé að ræða. LIFINU ) brezkir vísindamenn með nútíma efnafræði að vopni kenningarn- ar um Piltdown manninn niður. ★ FYRST heyrðist um Piltown manninn árið 1911, er Charles Dawson lögfræðingur og áhuga mannfræðingur gróf úr malar- gryfju á nágrenni Piltdown í Sussex brot úr höfuðskel ásamt kjálkabrotum. Höfuðskelin var augsýnilega af mannlegri veru, en apalagið á kjálkunum vakti grun hjá sumum vísindamönn- um um, að einhver brögð væru í tafli. Aðrir tóku þetta sem góða og gilda vöru. Til heiðurs finnandanum, Dawson, var Pilt- down maðurinn nefndur á vís- indamáli Eoanthropus dawson*. Margir fljótráðir mannfræðingar þóttust þess fullvissir, að hann væri hlekkur milli manns og apa, þar eð höfuðskelin var mann leg en kjálkarnir sem á öpum væri. A MEÐAL þeirra, sem tor- tryggðu vísindagildi Piltdown mannsins, voru Dr. Oakley frá British Museum og Oxford prófessorarnir Weiner og Le Gros Clark. Þeir vissu, að eftir því sem bein liggja lengur í jörðu, sezt á þau meira.af flúor. Við nákvæma rannsókn kom í ljós, að leifar Piltdown manns- ins höfðu ekki tekið á sig næg- an flúor til þess að þau gætu talizt jafngömul og af var látið. Heilaskeljarbrotin reyndust vera „ aðeins“ 50 þúsund ára gömul en oft hefur fundizt bein af mannlegum verum frá þeim tíma. Kjálkabeinin fóru jafnvel enn hraklegar út úr rannsókn vísindamanna British Museum, því að í ljós kom, að þau voru af apa nútímans, líklega óran- gútans, sem látizt hefði 10 ára að aldri. Borið hafði verið á kjálkana kalsíum tvíkróm og járnsalt til þess að láta þá líta sem ellilegast út og tennurnar höfðu verið skrapaðar og skafnar til þess að þær líktust manns- tönnum meir. Jí SAMT var óráðin sú gáta, hver hefði framkvæmt falsanirn- ar. Dawson, sem á sér minnis- merki í nágrenni Piltdown get- ur hafa föndrað við kjálkabeinin til að frægja sjálfan sig, en hann lézt árið 1916, svo að enginn er til frásagnar um hans þátt í mál- inu. Líklegra er talið, að einhver óhlutvandur gárungi hafi gert falsanirnar og seinna glaðst f kyrrþey yfir trúgirni sérfræð- inganna. ★ ★ ★ ★ NEISTAR UM CHURCHILL ★ Þegar hætt var við að láta kirkjuklukkurnar í Bretlandl tilkynna innrásina í Frakkland, spurði einn af þingmönnum Neðri deildarinnar, hvað koma ætti í staðinn fyrir klukknahring ingarnar. — Ekkert, svaraði gamli mað- urinn. Ég held, að fréttin um innrásina muni samt síast ein- hvern veginn út. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.