Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1953 1 SECJÍ FORSYTHNNR - RÍKI MAÐURINN - Eftir JoKo. Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði ■ Framhaidssagan 3 Frumkvöðull að öllum þessum áhyggjum og kvíða stóð nú fram við dyrnar og talaði við June. Hrokkið hárið stóð út í loftið, þáð var líkast því, sem það væri að gefa til kynna, að hann felldi sig ekki vel við þetta umhverfi. Annars var ekki annað að sjá en að hann skemmti sér prýði- lcga. „Það er líkast því sem „sjó- >æninginn“ væri að spila fót- bolta“, hvíslaði Georg að Eust- ace, bróður sínum. Þessi maður, sem var svo „ein- kennilegur í útliti“, eins og Juley frænku komst seinna að orði, var meðalmaður á hæð og þrek- vaxinn, fölur á hörund, ljóst yfir- skegg, há kinnbein, kinnfiskasog- fnn, augun ljósbrún og á stund- um fjarræn. Enninu hallaði aft- ur upp að hvirfli, en bungaði út fyrir ofan augun, svipað ennis- lag má sjá á ljónum í dýragarð- inum. Ökumaður Jolyons gamla, sem ók þeim Basinney og June til leikhússins, sagði á eftir við brytann: „Ég veit nú ekki almennilega hvað ég á að segja um hann. En helzt sýnist mér hann líkjast hálf villtum lébarða". Öðru hvoru gekk einhver For- sytanna í áttina til hans, hring- sólaði í kringum hann og gaf honum gætur. June stóð fyrir framan elsk- huga sinn, eins og hún vildi vernda hann gegn þessari hnýsni. Hún var ung og smá vexti, lítið annað en augun og hárið og ein- kennileg hakan. Höfuðið og hinn grannvaxni líkami sýndist allt- of veikbyggt til þess að bera uppi hi!ð mikla rauðgullna hár henn- ar. Há, ung kona, fagurlega vaxin, stóð skammt frá þeim og virti þau fyrir sér. Öðru hvoru brá fýrir brosi um munninn. Þarna, sem hún stóð með hend urnar krosslagðar, gráa, franska gláfn töfrandi andlit, hallaði höfðinu litið eitt, seiddi hún augu allra karlmannanna til sín. Augun voru dökk og stór, aþgnaráðið blítt, en einkum voru það varirnar, sem seiddu. Þær vþru blóðrauðar og lostfagrar og fi|á þeim andaði unaði og angan eíns og frá fögru blómi. Hjónaefnin höfðu engan grun, a^i þessi gyðja væri að athuga þáu. Það var Basinney, sem varð fýrr til að veita henni eftfrtekt. Hann spurði hver þessi kona væri. June leiddi unnusta sinn til ujngu fagurvöxnu konunnar. • „írena er bezta vinkona mín“, ságði June. „Ég vona, að þið vérðið góðir vinir“. 1 Þau brostu öll að þessari ósk lítlu stúlkunnar. Er þau stóðu þ@rna öll brosandi bar Svames fforsyte þar hljóðlega að. Hahn báð um að þeir Basinney væru k^nntir. ■iSvames hélt sig ávallt í nám- ijhda við konu sína. Hann fylgdi ö|lum hreyfingum hennar með Ginkennilega athugulu og eftir- væntingarfullu augnaráði. Út við gluggann stóð James, faðir hans, og var enn að athuga kínversku krukkuna. „Mig furðar á því, að Jalyon skuli leyfa þessa trúlofun“, sagði hann við Önnu frænku. „Það er sagt, að engar líkur séu fyrir því, að þau geti gifst fyrst um sínn. Þessi ungi Basinney á ekk- ért til. Þegar Wenifred giftist artie lét ég þau gera kaupmája. g þáð var hyggilega gert af mér, því að annars mundu þau ekki auga grænan eyri núna“. Anna frænka leit upp, hún svaraði engu, en augnaráðið eitt var nægilegt. „Jæja, ég get nú ekki gert að því, þótt Irena væri augnalaus. Svames linnti nú ekki látum fyrr en hann fékk hennar“. Hann lét krukkuna ólundar- lega á píanóið og skotraði aug- unum til þeirra fjögra. „Ég er nú á því“, sagði hann skömmu seinna tilefnislaust, „að það sé nú allt gott eins og það er“. Anna frænka bað hann ekki um að skýra þetta nánar. Hún vissi við hvað hann átti. Allt í einu spurði James. „En hvar er Timothy? Kemur hann ekki?“ Angurvært bros lék um sam- anbitnar varirnar á Önnu frænku. „Nei, honum fannst það ekki hyggilegt. Það er svo mikið um hálsbólgu og hann er mjög næm- ur fyrir smitun“. „Já, hann hefur nú vit á því að sjá um sig“, sagði James. „Við hin getum nú ekki leyft okkur það.“ Timothy sást sjaldan. Hann var yngstur af systkinunum. — Hann hafði byrjað á bókaútgáfu, en dregið sig í hlé, þegar hon- um sýndist að dofna myndi yfir bókamarkaðinum, og varið pen- ingum sínum til þess að kaupa trygg skuldabréf, sem gáfu hon- um þó ekki nema þrjá af hundr- aði, en hinir Forsytarnir létu sér aldrei nægja minna en fjóra af hundraði, og vegna þessa ein- angraðist hann nokkuð frá hin- um bræðrunum. Hann var mjög varkár maður og hafði því aldrie lagt í þá áhættu að kvongast. James drap fingri á kínversku krukkuna og hélt áfram: „Þetta er skítti. Jalyon hefur, vænti ég, sagt þér eitthvað frá þessum unga mannf. Eftir því, sem ég hef komizt næst hefur hann ekkert að gera, á ekkert og hefur engin sambönd. En auð- vitað veit ég ekkert — það er enginn, sem segir mér neitt“. Anna frænka hrissti höfuðið. Það fór titringur um gamla hrukkótta andlitið með festulegu hökuna og arnarnefið. Hún klemmdi saman mögru fingurna, eins og hún væri að einbeita viljanum að því að segja ekkert. Hún var elzt af systkinunum og naut sérstöðu hjá þeim. Bræð- urnir, eigingjarnir og tækifæris- sinnaðir, þó ekki meira en stétt- arbræður þeirra, báru virðingu fyrir heiðarleika hennar, og sneiddu hjá henni þegar eigin- girnin gekk fulllangt. James hélt áfram: „Jalyon fer nú sínu fram. — Hann á engin börn —“, hann þagnaði því að nú skaut Jolyon unga, syn iJolyons gamla, föður June, upp í huga hans. Hann hafði lagt allt í rústir fyrir sér með því að yfirgefa konu og barn og hlaupast á brott með þessari erlendu kennslukonu. — „Jæja“, hélt hann áfram, „ef hann kýs að hafa það svona, þá hefur hann sjálfsagt ráð á því. En hvað ætli hann gefi henni? Þúsund pund á ári. Hún er nú I eini erfinginn". , í sömu andránni rétti hann hendina hressalegum snoðrökuð- um manni, nauðsköllóttum með | bogið nef, þykkar varir og köld, grá augu undir beinum augna- brúnum. „Góðan daginn, Nick! Hvernig líður þér?“ Nicholas Forsyte hafði á alger- lega heiðarlegan og löglegan hátt greitt stórfé í þeim félögum, sem hann veitti forstöðu. „Bölvanlega", sagði hann gremjulega. „Ég hef verið lasinn alla vikuna — get ekki sofið á nóttunni. Læknirinn veit engin ráð og er þó góður, annars mundi ég ekki hafa hann. Eina huggun- in eru reikningarnir frá honum“. „Læknar“, tók James fram í fyrir honum reiðilega. „Ég hef leitað allra lækna Lundúna fyrir mig, og fjölskyldu mína. En þeir bara kjafta. Líttu nú bara á Swithin. Hvaða not hefur hann haft af þeim? Sjáðu, þarna kem- ur hann! Feitari en nokkru sinni fyrr — blátt áfram ferleg- ur. Þeir geta ekki látið hann léttast. Líttu bara á hann!“ EINU SINNI voru hjón nokkur, sem áttu þrjá syni. Hjónin voru mjög fátæk, og þar af leiðandi kölluðu þau syni sína á fund sinn og báðu þá að fara nú út í heiminn til að leita sér atvinnu. Synir hjónanna neituðu í fyrstu að verða við ósk foreldr- anna, og urðu þeir þá enn um hríð heima í koti karls og kerlingar. En svo var það einn dag nokkrum árum seinna, þegar piltarnir voru komnir um tvítugt, að karlinn hann faðir þeirra skipaði þeim með harðri hendi að leita sér at- vinnu. „Nú dugar ekki lengur. piltar mínir, að þið liggið hér heima aðgerðarlausir. Nú skuluð þið fara héðan í burtu og fá ykkur vinnu eða þá að ná ykkur í efnaða konu,“ sagði karlinn við syni sína. Piltarnir voru allir á sama máli um að reyna heldur að ná sér í efnaða konu, því að þá myndu þeir sleppa við að vinna. Hún gæti séð þeim fyrir nægilegum lífeyri. Yngsti pilturinn, sem kallaður var Ösku-Axel, langaði einnig til að fara með bræðrum sínum. En við það var ekki komandi — bræður hans tóku það ekki í mál að hann fengi ; að fara með þeim. Þeir höfðu alla tíð gert gys að honum ; og kallað hann Axel í öskunni. Svo hlógu þeir að honum og sögðu, að hann væri bezt kominn í öskunni heima. Hér með þakka ég innilega öllum þeim mörgu, sem ■ ■ glöddu mig á 70 ára afmæli mínu, 23. nóv., með heim- ;! Z ■; ; sóknum, blómum, skeytum og öðrum gjöfum. : Guð blessi ykkur öll. ;■ ■ ■ Anna Einarsdóttir, ■ ■ Óðinsgötu 16. : SCHICK RAFMAGNSRAKVEUR nýkomnar. Verð frá kr. 529.00. Einnig væntanlegar næstu daga B. & 0. rakvélar. á kr. 375.00. JUÍa kf. Austurstræti 14 — Sími 1687. Vöflujárn 4 gerðir, fyrirliggjandi Hekla h.f. Austurstræti 14 — Sími 1687 Ameriskar jólatrésséríur mjög vandaðar eru komnar Lampinn Laugaveg 63 — Stmi 81066 Ungar raftækin eru komin aftur. Tekin upp um helgina. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Laugaveg 63 — Sími 81066 Karla- kven- og barna- Bomsur fjölbreytt úrval. BARNA-GÚMMÍSTÍGVÉL Stepcín, (jl unnaróóon Skóverzlun — Austurstræti 12 L/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.