Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1953, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Vaxandi SA-átt. Stormur og rigning síðdegis. dagar til jóla I Vk ár hefur verið unnið ú skipulagningu loftvarna bæjarins Birgðír miðaðar við að nota megi þær einnig á friðartímum ZiOFTVARNARNEFND Reykjavíkur, sem skipuð var í júnímánuði 1951, kallaði blaðamenn til fundar við sig í gærdag. Er það í fyrsta sinn síðan nefndin tók til starfa, sem hún segir blöðunum | frá starfi sínu. Nefndin hefur á þessum tíma skipulagt loftvarnar- inál bæjarins frá grunni. Lögð hefur verið áherzla á að afla til landsins nauðsynlegra birgða hjúkrunargagna og hverskonar tækja til læknisaðgerða. Einnig hefur mikið verið keypt af eld- varnartækjum. Nefndin hefur lagt á það áherzlu við kaup á nauð- teynjum þessum, að þau mættu koma að gagni á friðartímum, ef á þarf að halda. Sendiberra íslands í 'Moskvu MIKIÐ STARF Nefndin hefur unnið störf sín í kyrrþey, en ljóst er, að nú þeg- ar hefur mikið starf verið unnið á sviði loftvarna borgarinnar. Auðvitað er það heitust ósk allra og von, að aldrei komi til þess að loftvarnarmerki verði gefin hér í bænum. Aftur á móti er öllum það eins ljóst að sú skylda hvílir á því opinbera að vinna að sem. mestu og beztu öryggi borg- aranna á tvísýnum tímum. Á þessum fundi með blaða mönnum, gerðu nokkrir nefndar manna grein fyrir störfum loft varnanefndarinnar. — Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, gerði stuttlega grein fyrir störfum nefndarinnar frá því hún tók til starfa fram á þennan dag. MIKLAR BIRGÐIR IJ JÚKR UNARGAGNA Dr. Jón Sigurðsson borgarlækn ir skýrði frá því sem gert hefur verið á sviði hjúkrunarmálanna. Hann gat þess að þær birgðir lyfja og læknisáhalda sem keypt ar hafa verið til landsins, væru meiri en nokkru sinni hefðu ver- ið til hér á landi fyrr. Við kaup á lækningatækjum var leitað álits Bjarna Jónssonar læknis, sem er sérfræðingur í hverskon- ar beinaaðgerðum. — Borgar- læknir gat þess og að í sjúkra- húsum bæjarins og íbráðabirgða- sj úkrahúsum sem hægt er að koma upp í nágrenni bæjarins, vaéri hægt að taka á móti 1000 sjúklingum alls. Nú eru fyrir- liggjandi rúmlega 350 sjúkrarúm með öllu tilheyrandi. Yfirverkfræðingur Landssím- ans gerði grein fyrir fjarskipta- }>jónustu loftvarnanna. Jón Sigurðsson slökkviliðs- istjóri gerði grein fyrir eldvörn- tmum, sem nú þegar hefur verið eéð mjög vel fyrir og skipulagð- ar. HJÁLPARSTARFIÐ Framkvæmdastjóri nefndar- Snnar, Hjálmar Blöndal, ekýrði frá skipulagi hjálpar- etarfsins, en bænum hefur verið ekipt niður í 130 hverfi. Þá gerði hann grein fyrir loftvarnabyrgja- þörfinni í borginn, en í þeim efn- úm er Miðbærinn eins og stend- úr einna evrst settur. Loks gerði lögreglustjóri grein íyrir kostnaðinum af loftvörn- unum og hvernig hann skiptist, <en alls hefur verið varið 4.5 milljónum króna. í lok þessa blaðamannafundar afhenti lögreglustjóri blöðunum skýrslu nefndarinnar og er hún birt í heild á bls. 9. Verkfalli að ljúka NEW YORK, 8. des. — Allt bendir nú til að prentaraverk- íallinu í New York sé að ljúka. Gíx stærstu blöðin hafa ekki Ikomið út í viku vegna verkfalls- íns. Sex jólatré á almamiafæri í GÆR var byrjað á því að reisa jólatré þau sem verða eiga al- menningi til augnagamans og setja hátíðasvip á bæinn um jól- in. Mest þeirra er tréð á Austur- velli, sem Osló gefur Reykjavík, en alls munu jólatré verða á sex stöðum hér í bænum. Eitt verður inni í Laugarneshverfi, annað á Hlemmtorgi, þriðja á Miklatorgi, fjórða á Sunnutorgi í Langholti og fimmta á mörkum Bústaða- vegsbyggðar og Smáíbúðahverf- isins. í gær var einnig byrjað að koma fyrir jólaskreytingunni í Austurstræti._______ Námskeið í hjúkr- unarsiörSum VÍK í MÝRDAL, 10. des.: — Ný- lega er lokið námskeiðum í hjálp í viðlögum, heimilisheilsuvernd og heimahjúkrun, á 4 stöðum í Vestur-Skaftafellssýslu. Samband Skaftfellskra kvenna sá um framkvæmd námskeiðanna en kennari var hjúkrunarkona Rauða kross íslands, Mar- grét Jóhannesdóttir. Þátttakend- ur voru alls 110 og viðtökur hin- ar beztu. Má segja, að slík námskeið fyrir almenning, séu nauðsynleg, einkum út til sveita og í smærri kaupstöðum, þar sem hjúkrunar- konur eru alls ófáanlegar. Sam- band skaftfellskra kvenna þakk- ar hér með Rauða krossi íslands fyrir hjálpina. — J. Myndin að ofan er tekin þegar hinn nýskipaði sendiherra íslands í Ráðstjórnarríkjunum, Pétur Thorsteinsson, afhenti embættis- skilríki sín í Kreml. Á myndinni er Péíur Thorsteinsson fremst ásamt Voroshilov forseta, sem er honum til vinstri handar. Fríkirkjan í Hafnarfirði 40 ára á morgun HAFNARFIRÐI — Fríkirkjan er 40 ára á morgun, en hún var vígð 13. des. 1913. Söfnuðurinn var hins vegar stofnaður á sumar- daginn fyrsta sama ár. II Sumri hallar" sýnt síðasta sinn f KVÖLD verður sjónleikurinn „Sumri hallar“, eftir Tennessee Williams, fluttur í síðasta skipti í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn hefir verið sýndur 15 sinnum við góða aðsókn, en alls hafa á 6. þúsund séð hann. Eru listdómarar og áhorfendur mjög á einu máli um, að vel hafi tekizt um val þessa leikrits, en frammistaðg aðalleikendanna, þeirra Katrínar Thors og Bald- vins Halldórssonar hefir þótt með miklum ágætum. Ástæða er til að hvetja þá leik- húsvini, sem enn ekki hafa séð þetta ágæta leikrit, að nota nú þetta síðasta tækifæri í kvöld. BERGEN, 8. des. — Norska haf- rannsóknaskipið G. O. Sars lagði í dag úr höfn. Er ætlunin að rannsaka hvar síldin er nú niður komin í hafinu milli íslands og Noregs. STOFNENDUR VORU 100 Trésmíðaverksmiðjan Dvergur h.f. sá um smíði kirkjunnar, en aðalhvatamenn að byggingu hennar voru þeir Jóhannes Reyk- dal, sem var fyrsti formaður ' safnaðarins, Egill Egilsson Odd- I ur ívarsson, Davíð Kristjánsson og Jón Þórðarson frá Hliði. — I Stofnendur voru 100, en nú eru I í söfnuðinum rösklega 1300 manns. Árið 1951 \>ar kirkjan endur- byggð. Hún var klædd innan, hitalögn sett í hana o. fl. ÞRÍR PRESTAR | Þrír prestar hafa þjónað við kirkjuna frá upphafi. Fyrsti prestur hennar var séra Ólafur ! Ólafsson, þá séra Jón Auðuris, en núverandi prestur er séra Kristinn Stefánsson. Hafa þeir allir reynzt hinir mikilhæfustu menn í embætti sínu. I Innan safnaðarins eru starf- andi tvö félög: kvenfélag og bræðrafélag. Hafa þau bæði ver- ið söfnuðinum mikill styrkur. — Þá má geta þess, að á síðastl. vori var leitað til safnaðarfólks um fjárframlag til að minnka skuldir vegna endurbyggingar | kirkjunnar. — Fólk brást vel við og lagði töluvert fé af mörkum. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Guðjón Magnússon form., , Gísli Sigurgeirsson ritari, * Jón Sigurgeirsson gjaldkeri, Jón Ein- | arsson varaformaður. Með- stjórnendur eru þeir Guðjón ' Jónsson, Jón Kristjánsson og Jó- hann Tómasson, sem manna lengst hefir setið í stjórn safn- aðarins. í tilefni afmælisiris verður há- tíðarguðsþjónusta í kirkjunni a morgun. — G. Þýzkalandssölur námu 12 millj. kr. í GÆR fór síðasta ísfisksalan í Þýzkalandi fram í Cuxhaven, en Akureyrartogarinn Sléttbakur seldi þar rúml. 220 tonn af ís- vörðum fiski fyrir um 328 þús. krónur. í haust og vetur hafa ísl. tog- arar alls farið 31 söluferð til Þýzkalands. Hafa þeir alls landað 6586 tonn af fiski og nemur fisk- salan alls um 12 milljónum kr. Einn togari fór þrjár söluferð- ir, var það Jón forseti, og seldi hann í þessum ferðum fyrir alls um 1,6 millj. kr. Daglegar togara- landanir á fsafirði UNDANFARNA þrjá daga hafa togarar landað daglega á ísafirði. Sólborg landaði 107 lestum á mið vikudag, Uranus 130 lestum á fimmtudag og Marz landaði í gær. Fleiri togarar vildu losa afla á ísafirði, en ekki var hægt að taka á móti svo miklu aflamagni. Er tilfinnanlegur skortur á nýju fiskiðjuveri. Hluti af afla þessara togara er fluttur með bílum til Hnífsdals, Bolungarvíkur og Súðavíkur B.v. Gylfi landar þorski á Palreksfirði PATREKSFIRÐI, 11. des.: — B/v Gylfi kom í dag af veiðum með um það bil 85 tonn af þorski, sem bæði frystihúsin hér á staðn- um taka til vinnzlu. Fyrir viku landaði hann 169 tonnum af þorski í frystihúsi Haraldar Böðv arssonar á Akranesi. Mun hann fara á morgun á ís- fiskveiðar. B/v Ólafur Jóhannes- son er á saltfiskveiðum hér við land. — Karl. Lögreglumenn við umferðarkennslu i í barnaskólunum 1 UNDANFARIÐ hafa lögreglu- menn heimsótt barnaskóla bæj- arins og haldið uppi nokkra mínútna kennslu í umferðaregl- um í hverjum bekk. Hefur ver- ið brýnt fyrir börnunum að fara í einu og öllu eftir umferðarregl- unum og drengirnir alvarlega hvattir til þess að leggja þann hættulega leik niður að hanga aftan í bílum. Lögreglumenn- irnir hafa svo dreift umferðar- ritlingum til barnanna. Hefur þetta fyrirkomulag umferður- kennslunnar þótt «efa góða raun. FramfærsluvísHalan KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavik hinn 1. desember s.l. og reyndist hún vera 158 stig (sama og í síðasta mánuði). (Frá Viðskiptamálaráðuneytinu) FRÉTTIR f slufiu máli WASHINGTON — Dean fulltrúi Sameinuðu þjóðanna við umræð- urnar í Panmunjom, hefur verið falið að snúa heim hið fyrsta. Hann hefur dvalizt austur í Kóreu í heilt ár. Nýlega bar hann fram tillögur við Norðanmenn um hvernig haga beri stjórnmála ráðstefnu í Kóreu. Kommúnistar höfnuðu tillögunni. — Reuter. ★ ★ ★ SAIGON — Franskt herlið hef- ur yfirgefið virkisbæinn Lai- chow, sem er um 300 km vestur af Hanoi í hinum svonefndu Tai- héruðum. Mannvirki og herbún- aður var áður eyðilagt. — Reuter ★ ★ ★ RÓM — Starfsmenn ítölsku járn- brautanna hófu í dag 24 klst. verkfall. Járnbrautarferðir lágu alveg niðri í dag og yfirleitt var ekkert unnið á opinberum skrif- stofum. Hermenn önnuðust nauð synlega fólksflutninga með vöru bifreiðum og flugfélög fjölguðu ferðum út um landið. — NTB-Reuter. ★ ★ ★ PARÍS — Það þykir nú ljóst, að Bidault utanríkiráðherra muni verða í framboði í forestakosning unum frönsku um miðjan þenn- an mánuð fyrir kaþólska flokk- inn. Ekki er enn ljóst, hvort rót- tæki flokkurinn stillir Queille upp, en ef hann gerði það, væru líkur Bidault um að ná kosningu minni. — Reuter. Skákeinvigi MbL: Akranes-Keflavík KEFLAVÍK AKRANES 25. leikur Akurnesinga: ' Dg3—h4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.