Morgunblaðið - 19.12.1953, Side 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. dés. 1953
AfgrciðsSa fjárhðgsMlunariimar
er nú eins og fyrir tvennar undan-
farnar hæjarstfórnarkosningar
Sjálfslæðismenn hafa engu að leyna
og ekkerf að óftasl
„TIMINN“ hefur það sem aðal- j
íyrirsögn á fremstu síðu blaðsins
í gær, að „íhaldið þori ekki að
afgreiða fjárhagsáætiun Reykja-
víkur fyrir kosningar".
Hið sanna er að nú er höfð að
öllu hin sama aðíerð við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar eins og
verið hefur við tvennar undan-
farnar bæjarstjórnarkosningar,
1946 og 1950. Þá var frumvarp tíl
fjáihagsáætlunar fyrir næsta ár
lögð fram fyrir kosriingarnar en
endanleg afgreiðsla látin bíða
nýrrar bæjarstjórnar.
Ef Sjálfstæðismenn óttuðust
að missa meiri hlutann í bæjar-
stjórn í hendur bæjarfulltrúa
Tímans og annara rauðliða þá
mundu þeir væntanlega hraða af-
greiðslu fjárhagsáætlunarinnar
meðan þeir hafa meirihluta vald-
ið. En Sjálfstæðismenn óttast
Jjetta ekki cg þora fullvel að
halda þeirri venju, sem skapast
liefur um að láta hina nýju bæj-
arstjórn ganga endanlega frá
„fjárlögum“ bæjarins,
Það er í fyllsta máta lýðræðis-
legt að geyma afgreiðslu fjármál-
anna þar til ný bæjarstjórn kem-
ur til skjalanna og hafa Sjálf-
stæðismenn engan ótta af því að
standa við það fyrirkomulag nú
eitis og að undanförnu.
og entist minnihlutafulltrúunum
tími til málþófs út af henni allt
fram til miðnættis og var ekki að
sjá að þeir þættust vanbúnir.
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar-
innar fer að öllu eins fram nú og
verið hefur fyrir tvennar undan-
farnar kosningar, eins og áður
er sagt og hafa fulltrúar minni-
hlutans þar yfir engu að kvarta.
SJÁLFSTÆÐISMENN KOMA
HREINT FBAM OG TREYSTA
DÓMGREIND BÆJARBÚA
Ef minnihlutaflokkarnir hafa
eitthvað til málanna að leggja
hafa þeir nú allan tímann, fram
til janúar-loka, til að gera það
heyrum kunnugt.
Allan þann tíma hafa þeir fjár-
hagsáætlunina fyrir 1954 í hönd-
um cg hafa nægan tíma til að at-
huga hana og gera tillögur til
breytinga.
Sjálfstæðismenn hafa hér, eins
og endranær, gengið hreint tii
verks og lagt sín skjöl á borðið.
Þeir óttast ekki dóm bæjarbúa
fyrir það en treysta nú sem fyrr
á dómgreind Reykvíkinga sjálfra
hvað sem líður kommúnistum í
bæjarstjórn og fylgiliði þeirra úr
Framsókn og Alþýðuflokknum.
- Freslun þingsinx
Framh. af bls. 1.
OG SVAR
Ólafur Thors svaraði þessari
fyrirspurn þeirra. Sagði for-
sætisráðherrann að ríkisstjórnin
hefði í septembermánuði falið
nokkrum trúnaðarmönnum sín-
um að kynna sér hag útgerðar-
,nnar og' rannsaka hvort unnt
myndi að koma á sanngjarnri
hækkun á verði fisks til sjó-
manna.
Menn þeir er ríkisstjórnin
valdi til þessara starfa hafa lagt
mikla vinnu í rannsókn þessa
máls, sagði ráðherrann. Og af
þeim niðurstöðum, sem þeir hafa
komizt að, leyfi ég mér að ætla
á þessu stigi málsins, að ekki
j muni koma til vandræða af þess-
( um sökum. Hins vegar tel ég, hélt
forsætisráðherra áfram, að ríkis-
' stjórninni sé fullkomlega heimilt
að gefa út bráðabirgðalög ef því
j er að skipta, en ég vona að til
slíks muni ekki koma, sagði for-
sætisráðherra.
ÞINGFUNDUM FRESTAÐ
Tillagan um frestun þingstarfa
var síðan samþykkt, en stjórnar-
andst.öðumenn sátu hjá. L&s for-
sætisráðherra síðan forsetabréf,
með hverju forsetinn frestar
störfum Alþingis, en mælir svo
fyrir um að það komi saman
aftur til funda eigi síðar en 5.
febrúar.
Þingforseti, .Jörundur Brynjólfs
son, óskaði þingmönnum gleði-
legra jóla og nýjárs og góðrar
heimkomu. Einar Olgeirsson
þakkaði honum óskirnar og færði
honum þakkir fyrir góða fund-
arstjórn og árnaði honum gleði-
legra jóla og nýjárs. Undir ósk-
ir tóku þingmenn með því að
rísa úr sætum. Var þingfundi
síðan slitið.
Skrípaleikur kommúnisla út af
virkjun Efra fallsins
Undirbúningnr virkjunarinnar í öruggum höndum
MIN.MHI 1 TAII.OKKARMR
HAFA NÓGAN TÍMA
„Tíminn" apar eftir kommún-
istum einhverskonar „mótmæJi“
gegn því, að bæjarfulltrúar hafi
fengið frumvarpið að fjárhags-
áætluninni seint í hendur.
Hér er aðeins um að ræða
vandræðalega tilraun í þá átt að
skapa tortryggni í garð Sjálf-
stæðismanna. Fjárhagsáætlunin
var tekin fyrir í bæjarráði mánu-
daginn 14. þ. m. og rædd á tveim
fundum þann dag þar sem full-
trúar minnihlutaflokkanna, nema
Framsóknar, voru mættir og
fengu minnihlutafulltrúarnir á-
ætlunina í hendur jafnsemma og
aðrir bæjarfulltrúar. Síðan kom
áætlunin til fyrstu umræðu á
Jundi bæjarstjórnar í fyrradag
Lamaðyr drengur
slasast
KLUKKAN um 5,15 í gærdag var
alys á Eiríksgötunni. — Níu ára
drengur, sem lamaður er, v9rð
fyrir bil og mun hafa tví eða
þrí handleggsbrotnað. .
Þetta gerðist á móts við húsið
Eiríksgata 2. —• Stúlka var
drengnum til hjálpar á þríhjóli.
Ætlaði hún að kippa hjólinu upp
á gangstéttina er hún sá bíl koma
á móti þeim. En þá tókst svo
slysalega til að litli drengurinn,
sem er lamaður öðru rnegin, féll
aftur yfir sig af hjólinu. — Bíl-
stjórinn, sem telur sig 'nafa hægt
ferðina, hemlaði, en vegna lítils-
háttar ísingar, rann bíllinn á hálk
unni og kom á drenginn þar sem
liann lá í götunni. Bílstjórinn
flutti d.renginn þegar í sjúkra-
hús. — Drengurinn heitir Lárus
Ingi Guðmundsson, Baldurs-
götu 21.
Þar eð lögreglan var ekki
kvödd til er slys þetta varð, eru
iþað tilmæli rannsóknarlögregl-
unnar að þeir sem sjónarvottar
urðu að því eða geta gefið upp-
lýsingar slysinu varðandi, gefi
sig fram þegar í stað.
LÖNGU áður en írafossvirkjun-
inni var lokið hófu Sjálfstæðis-
menn undirbúning að síðasta á-
fanganum í virkjun Sogsins en
það er virkjun Efra-fallsins, svo
nefnda.
Nú er tæknilegum undirbún-
ingi það langt komið að ráðunaut
ur Sogsvirkjunarinnar, sem er
norski verkfræðingurinn Berdal,
hefur lagt fram áætlanir um
hina nýju virkjun og hefur
stjórn Sogsvirkjunarinnar þær
til meðferðar, eins og skýrt var
frá í blaðinu í gær. Jafnframt
hinni tæknilegu hlið er unnið að
fjárhagslegum undirbúningi er-
lendis í samráði við ríkisstjórn-
ina. Bæði hin tæknilega og fjár-
hagslega hlið er og hefur verið
til meðferðar hjá réttum aðilum
og miðar örugglega áfram.
ÞÓF OG FLÆKJUR
KOMMÚNISTA
Eins og kunnugt er börðust
kommúnistar gegn því, að fé sem
fékkst vegna efnahagssamvinnu
Vesturlanda, yrði notað til íra-
fossvirkjunarinnar og gerðu allt
sem þeir gátu til að þæfa og
tefja málið.
Þeir virðast ætla að fara eins
að gagnvart Efra-fallsvírkjun-
inni. Einar Olgeirsson hefur bor-
ið fram á Alþingi eitt af hinum
venjulegu kommúnistafrumvörp-
um og fjallar það í þetta skipti
um raforkumál. í fyrradag báru
kommúnistar fram tillögu í bæj-
arstjórn um að hún skoraði á
Alþingi að samþykkja frumvarp
Einars en þeirri tillögu var vísað
frá með vísun til þess, að undir-
búningur að nýrri Sogsvirkjun
væri í fullum gangi. Út af þessu
spyr svo Þjóðviljinn í morgun:
„Ætíar Sjálfstæðisflokkurinn að
hindra fullnaðarvirkjun Sogs-
ins?“H Kommúnistar ætla að
reyna að telja mönnum trú um
að úr því Sjálfstæðismenn telji
sig ekki þurfa á einhverju frum-
varpi Einars Olgeirssonar að
halda, þá sé ætlunin að stöðva
Sogsvirkjunina!
VENJULEGAR
KOMMÚNISTABRELLUR
Hér er um hinn venjulega
skrípaleik kommúnista að ræða.
Einn kommúnisti ber fram frum-
varp á þingi og annar kommún-
isti ber svo fram tillögu út af því
í bæjarstjórn og þriðji kommún-
istinn skrifar svo æsifréttir í
Þjóðviljann daginn eftir. — Að
þessu sinni eru skrif Þjóðviljans
mjög einkennandi fyrir þessar
starfsaðferðir kommanna!
Sömu dagana og tæknilegar á-
ætlanir um Efra-fallið eru lagðar
fram og rætt við rikisstjórnina
um fjárhagshliðina af sérstaklega
tilkvöddum mönnum, þá spyr
Þjóðviljinn hvort nú eigi að
stöðva virkjun Sogsins!
Bæjarbúar sjá áreiðanlega
gegnum þennan skrípaleik og
þeir vita að virkjun Efra-fallsins
mun komast á fyrir forystu Sjálf-
stæðismanna og þrátt fyrir þóf
og flækjur kommúnista.
- BERIA
Framh. af bls. 1.
Ein af ákærunum á hendur
Bería er sú, að hann hafi reynt
að eyðileggja landhúnaðaráætlun
stjórnarinnar. Er augljóst, að
stjórnin hyggst leggja ábyrgðina
af mistökum sínum í landbún-
aðarmálum á herðar Bería. —r
Kannski hefur hann ekki nóg á
sinni könnu, blessaður!
NÝKOMIÐ:
Hollenzkar Tinvörur
Könnur, margar stærðir, skálar, kertastjakar, gon-
gonar, sígarettukassar o. fl.
Pólskur Krystall
Skálar, öskubakkar, föt, vínsett, kareflur, vínglös,
margar gerðir.
Finnskt Postulín
Skálar, öskubakkar, plattar, styttur o. fl. — Aíar
hentugar jólagjafir.
Listverzlun G. Laxdal
Laugavegi 18A. Sími 2694.
Kápur
úr úrvals enskum ullarefnum, mikið úrval
LOÐKRAGA KÁPUR
GABARDINE KÁPUR, margir litir
VATTERAÐAR GABARDINE KÁPUR
PEYSUFATAFRAKKAR gráir, svartir, allar stærðir
KULDAÚLPUR KVENNA gæruskinnsfóðraðar
og vatteraðar
KULDAÚLPUR BARNA
REGNKÁPUR fyrir börn og unglinga
NÆLON
Sokkar
Blússur
Undirkjólar
Millipils
Franskir hanzkar, slæður, belti, pils
Ilmvötn í f jölbreyttu úrvali
TÍZKRN
Laugaveg 17
MASTER MIXER
Heimilishrærivélin
Tvær stærðir
-
Nýkomnar
Bezta jólagjöf húsmóðurinnar.
LIIDVIG STORR & CO.
Regnhlífar
glæsilegt úrval, tekið upp í dag
Eros
Hafnarstræti 4 — Sími 3350