Morgunblaðið - 23.12.1953, Side 6

Morgunblaðið - 23.12.1953, Side 6
6 MORGUNBLAfílÐ Miðvikudagur 23. des. 1S53 JÓLIN í ENGLAND JÓLASIÐIR Breta eru sérstæðir (en hafa þó fengið blæ af Norður- landa- og þýzkum jólasiðum. Hin unaðslegu ensku jól, sem Charles Dickens lýsir svo óvið- jafnanlega í Piekwick klúbbn- um, eru nú aðeins til á hinum stóru herragörðum í sveitunum. Þó jól í Englandi hafi sinn sér- staka yndisþokka og hlýleik verða þau meira og meira lík jólum á Norðurlöndum og með Þjóðverjum með jólatrjám, skrauti, aukalýsingu á götunum, mörgum jólagjöfum og fjölskyldu boðum. □—o—□ í Englandi byrja jólin fyrr en í öðrum löndum í verzlunum, vegna þess að því nær allir Eng- lendingar eiga vini og ættingja í fjarlægustu löndum heims er þurfa að fá gjafir og bréf í tæka tíð til sín, sem eru mánuðum saman að komast til réttra hlut- aðeigenda. Þetta verður til þess að menn í Englandi verða varir fyrr við jólaannríkið og jóla- skapið. Þessi siður gefur verzl- ununum og póststjórninni drjúg- ar tekjur. En um 1. desember byrjar jólasalan fyrir alvöru og þá kemur sankti Claus í rauðu káp- unni sinni, og hið mikla hvíta skegg fram á sjónarsviðið. Hver einasta verzlun, sem vill vera áberandi, hefur því jólasvein er gengur um til ánægju fyrir börnin. Með jólaverzluninni byrja líka jólabazararnir, happdrættin, út- borganir sparifjár og umfram allt carolsöngvararnir. Það eru hópar smádrengja og telpna, er ganga á milli húsanna og syngja gömlu jólasálmana, í von um að fá skildinga fyrir sönginn, er þau lika oftast fá. En menn sætta sig við það, þótt sumum þyki nóg um allan sönginn, enda kem- ur fyrir að þessi litlu skinn segja skilið við alla kurteisi ef þau enga skildingana fá. Þau valda óþrifum á stigum og göngum, rífa plöntur upp úr görðunum, jafnvel í hefndarskyni fyrir von- brigðin. En þetta eru sem betur fer undantekningar og carol- söngvarnir munu því halda á- fram, enda eru barnsraddirnar óneitanlega skærar og skemmti- legar, og skapa gleði og yndi í mörgum heimilum, þar sem ekki er mikið af skemmtunum fyrir. □—o—□ Annríkið fyrir jólin er alls staðar og heldur áfram langt fram á aðfangadagskvöld, en há- tiðin byrjar fyrst á miðnætti. Það er fyrst jóladagurinn, sem er haldinil hátíðlegur. Aðfangadags- kvöldið minnir því oft á gamlárs- kvöld í öðrum löndum, með söng og dansi og gleðilátum og þrengsli í leikhúsunum og kvik- Eftir BALSLEV JORGENSEN myndahúsunum og ekki sízt í vínstofunum. Þangað koma hinir daglegu gestir sarnan og fá sér ölglas og óska hverir öðrum gleðilegra jóla, grípa tækifærið vegna þess að húsmæðurnar eru fegnar, að losna við bændurnar frá heimilunum, þegar þær eru að ganga frá undirbúningnum undir morgundaginn og hátta börnin, svo þau geti sofnað áð- ur en sokkarnir þeirra eru fyllt- ir með jólasælgæti og gjöfum. | Yngstu börnin halda enn í dag að sankti Claus komi sjálfur nið- ; ur um reykháfinn með allar gjaf- irnar til þeirra. En stundvíslega á miðnætti er öllum vínstofum og samkomuhúsum lokað og hús- feðurnir halda heimleiðis til að hjálpa konum sínum að ganga frá fyrirferðamestu jólagjöfun- um og skreyta jólatréð. | □—o—□ ! Heimilisfeðurnir hafa oft- ast nær fleiri störfum að gegna í Englandi heldur en í öðrum löndum. Þeir þurfa að opna öll jólabréfin og athuga hvort nokk- I uð heyrist frá þeim, sem ekki hafa'fengið neina orðsendingu frá þeim sjálfum. Því þá verður ! að bregða við og koma þessu sem fyrst í lag. En hægt er að I bjarga málinu vegna þess að póstar ganga líka jóladaginn. I Þegar þetta er afgreitt er farið j að raða jólakortunum laglega í jólastofuna og séu kortin veru- lega mörg eru þau stundum hengd í snúrum um herbergið, líkt og verið væri að hengja vasaklúta til þerris. Því þegar gestirnir koma á jóladaginn eiga þeir að hafa fyrir augum hve heimilisfólkið er vinsælt, og hafi Jengið mörg jólakort. En því fleiri, sem jólakveðurnar eru, þeim mun þykir gestunum að- staða húsbændanna virðulegri í þjóðfélaginu. ► Heimilisfaðirinn þarf líka að koma við í eldhúsinu. Það er hann, sem ber ábyrgðina á, hvernig tekst að steikja jóla- kalkúninn. Menn verða að ganga úr skugga um, að allt sé í lagi með hann og inn í hann hafi verið troðið nægilega miklu góð- gæti. Eins verða menn að sjá um, að nóg sé fyrir hendi af j drykkjarföngum, handa þeim, I sem koma til að óska heimilis- fólkinu gleðilegra jóla. O—o—□ Aður en fjölskyldan fer í kirkju fyrir hádegi á jóladag, á húsbóndinn að sjá um, að kveikt sé undir kalkúnsteikinni og mjög er það talið þýðingarmikið að kalkúninn verði steiktur í samá mund og kmið er úr kirkjunni, Því það er húsbóndinn, sem á að skera steikina og skammta hverjum sitt. Húsmóðirin kem- ur fyrir kartöflunum á diskana, grænmetina og öðru því, sem á að borða með steikinni. Þegar búið er að afhenda jóla- gjafirnar um morguninn og j kirkjugangan er úti, árdegisgest- I irnir farnir. er sezt að jólaborð- í inu. Þá er klukkan orðin 2—3 eftir hádegi. Það skemmir ekki að fólkið sé þá orðið matlystugt. Hátíðlegastta athöfn máltíðar- innar er framreiðsla jólabúðings- ins og er hann kapítuli út af fyr- ir sig. Búðingurinn hefur verið gerður fyrir mörgum mánuðum og er að lokum soðinn í gufu klukkustundum saman. Og þegar búðingurinn kemur, sjá menn það fyrir alvöru hve mikil át- vögl Englendingar eru. Áður en borðhaldið er úti ger- izt mesta hátíð útvarpsins á ár- inu, er drottningin flytur út- varpsræðu sína kl. 3 e. h. En í ár er ræðan flutt á Nýja Sjá- iandi. Allir hlýða á hana í hátið- legri þögn og rísa á fætur, þegar kemur að því að syngja þjóðsöng- inn„God save the Queen.“ □—o—□ Þá er aðalhátíðahöldunum lok- /40FNASMIÐJAN . ið og jólaleikirnir byrja, en bæði íti»»D. ! fujiorgnjr og börn taka þátt í -------------------- þeim. Menn skemmta sér af hiartans lyst, vegna þess, að enskir jólaleikir eru ekki aðeins skemmtilegir, heldur eru í þeim margar erfðavenjur svo að þeir elztu og mest lasburða taka þátt í þeim og lifa í glöðum endur- minningum um æsku sína. Leik- irnir halda áfram unz börnin eru úrvinda af þreytu. Þá er borið á borð að nýju fyrir hið mikla jólate. Er þar ekki um að ræða einfaldan tebolla með köku, heldur geysilega máltíð með miklu sælgæti, hnetum, plúmköku, og hvellhettum. Mikið má vera, ef börnin geta haldið sér vakandi allan tímann allt þangað til að þau yngstu eru rekin í rúmið, og fullorðna fólkið getur tekið til sinna ráða að hópast utan um jólapúnsið og skemmta sér með sögum og söng. □—0—□ í Gestir koma og fara og gest- risnin er ótakmörkuð og heldur áfram á annan í jólum. Er það líka frídagur. — Venjan er, að á þeim degi er borgað hið árlega þjórfé til póstmanna, mjólkur- sendla, sorphreinsunarmanna, kolaburðarmanna og allra, sem alla ársins daga eiga erindi í heimilið, heimilisfólkinp til hag- ræðis. Þá verður heimilisfaðir- inn að hafa budduna og seðla- veskið uppi við og venjulega er gefið ríflega. Því menn finna til þess, að alit þetta sendifólk hef- ur unnið vel fyrir heimilisfólkið, er knýir dyra á öllum dögum ársins. En á hádegi er þessari afgreiðslu lokið og fuílorðna fólkið heldur í veitingahúsin, þar sem það venur komur sínar all- an ársins hring og menn óska kunningjum sínum þar gleði- legra jóla. En æskan fer á knatt- spyrnuvelii og kvikmyndahús, eða hvað sem býðst af skemmt- unum. □—o—□ ! Jólin eru liðin og þar eð ný- árið er ekki hátíðlegt haldið í Englandi er langur tími virkra daga fram undan, þar sem næsta hátíð er páskarnir. Verða menn að paufast áfram þá löngu dimmu daga þangað til, í með- vitundinni um, að dagarnir eru þó hvað sem öðru líður að lengj- ast. Attræður í dag: Jénas Bjurnsson á Hólabaki í DAG er 80 ára Jónas Björnsson fyrrum bóndi á Hólabaki í Húna- vatnssýslu. Hann er fæddur á Hæli á Ásum 23. des. 1873, elsta barn hins landskunna bónda Björns Eysteinssonar er lengst bjó í Grímstungu í Vatnsdal. Móðir Jónasar var fyrsta kona Björna, Guðbjörg dóttir hjón- anna Jónasar Erlendssonar bónda á Tindum og Helgu Jónsdóttur frá Fremsta-Gili. Var Jónas síð- an maður Helgu, en dóttir henn ar af fyrra hjónabandi var Guð- rún Björg Sveinsdóttir móðir Ingvars Pálmasonar alþm. For- eldrar Björns Eysteinssonar voru Guðrún Erlendsdóttir frá Sveins stöðum í Þingi og Eysteinn Jóns- son frá Flekkudal í Kjós. Bjuggu þau lengi á Orrastöðum á Ásum. Björn Eysteinsson átti tvö börn með Guðbjörgu og er hitt Guð- rún kona Páls Hannessonar á Guðlaugsstöðum. Er hún ári yngri. Þau hjónin Björn og Guð- björg slitu samvistir er Jónas var fjögra ára gamall. Var hon- um þá komið í fóstur hjá hjón- unum Guðrúnu Jónsdóttur og Páli Ólafssyni hreppstjóra á Akri. Ólst hann upp á því ágæta heimili og dvaldi þar til þrjátíu ára aldurs, að hann giftist syst- urdóttur Guðrúnar, Gróu Sig- urðardóttur frá Vestur-Botni í Patreksfirði, mestu dugnaðar- konu. Þau voru í vinnumennsku fyrstu árin, en reistu bú á Geira- stöðum í Þingi 1904 og bjuggu þar til 1911. Þá keypti Jónas Hólabak og hefir átt þar heima síðan. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu og Helgu. Ingibjörg dó 18 ára gömul. Var hún hin mesta efnisstúlka. Helga hefir starfað lengi á afgreiðslu Morgunblaðsins og er að góðu kunn fyrir frábæran dugnað og samviskusemi, enda prýðilega greind stúlka. Jónas varð fyrir þeirri þungu raun að kona hans kendi van- heilsu á miðjum aldri, er ágerð- ist svo, að hjónin urðu að bregða Jólatréð sótt í skógimi verður ávallt vinsæl jólagjöf Útsala í Reykjavík: * á BtrSJ/IVIH Skógareigandinn hefur leyft þessum skólapilti að veija sér tré úr skóginum. Hann heldur glaður heimleiðis öslandi nýfallinn jólasnjóinn. búi og hún að leita vistar á sjúkrahúsi. Dvaldi hún þar það sem eftir var ævinnar 21. ár. Andaðist 1950. Þegar Jónas brá búi vegna veikinda konunnar, leigði hann jörðina en dvaldi lengst af á Hólabaki en nokkuð á Þingeyr- uin. Nú er heilsa hans það biluð, að hann dvelur á sjúkrahúsi á Blönduósi og hefir verið þar nærri tvö ár. Jónas minnist þess oft sem mikillar gæfu, að alast upp ög fá sinn þroska hjá hans ágætu fósturforeldrum á Akri, sem reyndus: licnurn sem sínum eig- in börnum. Var þar og vinátta milii svo sem ferist meðal syst- kir.a Jónas Björnsson er greindur maður og gagnmerkur, hreinskil inn, djarfur og ákveðinn í skoð- unum. Hann er maður sem alla tíð heíir farið sínu fram og ekki látið sinn hlut fyrir neinum. Búskapur hans stóð föstum fót- um fjárhagslega. Skuldabasl og vafasöm fyrirtæki hefir Jónasi alla tíð verið jafn fjarlægt sem vestrið austrinu. Hann er sá mað- ur sem fyrirlítur hræsni og yfir- drepskap. Gildir það jafnt í persónulegum og pólitískum efn- um. Strax í æsku var Jóna mjög bókhneigður og námfús. Lét ekk- ert færi ónotað til að afla sér góðra bóka til lestrar og alla æfi hefir hann fylgst mjög vel með öllum atburðum félagsleg- um og sögulegum og enn fylgist hann með af miklum áhuga. Hann er vel að sér í öllum okkar fornu fræðum og var og er jafn- an reiðubúinn til að vitna til þeirra hvenær sem til þurfti að taka. Jónas naut um langt skeið góðs trausts sinna sveitunga og ann- arra héraðsmanna. Hann var sýslunefndarmaður um skeið, átti lengi sæti í hreppsnefnd, var safnaðarfulltrúi, og um margra ára bil fulltrúi á fundum sam- vinnufélags Húnavatnssýslu. — Flutti hann jafnan mál sitt af heilindum og festu og var ótrauð- ur stuðningsmaður góðs málstað- ar. Á 80 ára afmæli þessa mæta manns flytja venslamenn, vinir og frændur honum beztu ham- ingjuóskir með þakklæti fyrir liðna tíma. Ég óska honum og dóttur hans allrar blessunar og gleði á komandi jólum og nýári og um alla framtíð. Jón Páimason. Os!ó—íhicago OSLÓ, 17. des. — Bandaríska flugfélagið Pan American Air- ways ætlar næsta .vor að koma á foeirium flugsamgöngum milli Osló og borganna Chicago og Detroit í innsveitum Bandaríkj- anna. En sem kunnugt er búa norskir innflytjendur í Banda- ríkjunum einkum í innsveitum Bandaríkjanna og því mestar sam göngur þar á milli. •—NTB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.