Morgunblaðið - 23.12.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. des. 1953
MORGUNBLAÐ1Ð
7
HelandermáEinu er að Ijúka
Það hefir vakið mikla athygli
HELANDERMÁLINU er að
ljúka. — Mesta hneykslis-'
mál sænsku kirkjunnar, kalla
sumir það. — Svo mikið
er víst að aldrei hefur saensk-
ur biskup legið undir sakamála-
kæru fyrr en Diek Helander,
foiskup í Strángnas-stifti.
Fyrir rúmu ári fór fram bisk-
upskosning í Strángnas. Prestar
stiftsins tilnefna biskupinn og að
jafnaði skipar stjórnin þann, sem
flest fær atkvæðin. Meðal um-
sækjenda var Diek Helander,
prófessor í guðfræði við Uppsala-
háskóla. Hann hefur hvað eftir
annað sótt um biskupsembætíi á
undanförnum árum, þar á meðal
foiskupsembættið í Skarastifti
3951, en aldrei fengið meirihluta
fyrr en í fyrra. Annar umsækj-
andi var Hjalmar Líndroth, for-
stöðumaður guðfræðideildarinn-
ar í Uppsölum. Það hefur lengi
verið kalt milli hans og Heland-
ers.
Helander fór til Strangnás og
var settur inn í embættið með
mikilli viðhöfn, en þess varð
skammt að bíða að ýmsar ljótar
sögur færi að berast úr stiftinu.
Það kom á daginn að kringum 90
prestar þar höfðu íengið nafn-
laus bréf áður en kosningin fór
fram, og efni þeirra flestra var
að ærumeiða Lindrath, prófessor
og prestinn Eric Segelberg þó sér
staklega. En Helander var hælt
á hvert reipi og hann tvímæla-
laust talinn eini umsækjandinn,
sem verður væri ^bískupstignar.
Að meðaltali hafðí hver prest-
anna fengið fimm bréf, en alls
voru útgáfurnar af bréfunum 36.
Hver hafði skrifað þessi níð-
bréf? Einhver óhlutvandur fylg-
ismaður Helanders — eða var það
gert að hans undirlagi? Eða hafði
hann gert það sjálfur? — Fyrir
biskupskosningarnar í Skara, ár-
ið áður, höfðu prestarnir líka
fengið nafnlaus bréf. Og þar var
Helander líka í kjöri.
Síra Eric Segelberg, sem mest
hafði verið níddur, fór til lög-
reglunnar 6. des. í fyrra og kærði.
Og lögreglan hóf þegar rannsókn
í málinu. Skýrsla hennar varð
600 vélritaðar blaðsíður, auk 100
blaðsíða með fylgiskjöltun. Og
efni hennar var þess eðlis, að híð
opinbera höfðaði mál gegn He-
lander, biskupi, fyrir að hafa
samið og sent frá sér rógskrifin.
Sækjandi í málinu gerði þá kröfu
að biskupinum verði vikið frá
embætti, jafnvel þó að hann yrði
sýknaður af níðritaákærunni með
því að framkoma hans hafi verið
svo skrítin, að hann sé ekki hæf-
ur til að vera biskup.
SÖNNUNARGÖGNIN?
Eitt hið fyrsta í lögreglurann-
sókninni var að hafa uppi á rit-
vélunum, sem níðbréfin höfðu
verið skrifuð með. Þau voru
skrifuð með þrennskonar vélum
•— og sömu vélum höfðu nafn-
lausu bréfin í sambandi við
Skara-kosningarnar verið skrifuð
með. Og það þykir sannað aff He-
lander hafi haft affgang að öllum
þessum vélum, því að þær voru
notaðar á skrifstofum háskólans"
í Uppsölum. Ein vélín var Halda,
önnur Royal, en sú þriðja Rem-
ington ferðaritvél. Hana átti
Helander sjálfur, en hún er nú
horfin.
Haldavélin var eign guðfræði-
deildarinnar í Uppsölum, eft Hel-
ander tók hana með sér þegar
hann fór til Strángnas. Letrið á
þessari vél hafði verið eyðílagt
eftir að bréfin voru skrifuð, og
það er sannað að Helander hefur
gert tilraun til að fá nýja stafi
í véiina. Hann gat ekkí fengið
þá, en reyndi nú að fá keypta
aðra Haldavél, sem værí með
sem líkustu ver ksraí 5 junúm er i
og skemmda vélin. — Hann var
spurður til nafns í ritvélaverzlun
inni og kvaðst þá heita Georg
Arvidsson og eiga heima í Söder-
tálje.
Þegar Helander var yfirheyrð-
Helander
ur og spurður um þessa grun-
samlegu ritvélasögu sagðist hann
ekkert vita um hvernig letrið á
Haldavélinni hefði skemmzt (það
hafði verið lagt á hverfistein). —
Guðfræðideildin hefði skrifað
sér og heimtað ritvélina aftur.
En þegar hann fór að athuga
hana sá hann að letrið var skadd-
að. Þess /egna hefði hann keypt
aðra vél. Og eð hann laug til
nafns síns kvað hann stafa af því,
að fólk hagi sér stundum „irra-
tionelt“.
Fjölritafann, sem níðbréfin eru
„prenluð“ með, leigði Helander
af verzlun i Uppsölum 6. okt. í
fyrra — hálfum mánuði áður en
biskupskjörið fór fram í Strángn
ás. Um leið keypti hann 400 ark-
ir af pappír. Helander segist
hafa leigt vélina og keypt papp-
írinn til þess að fjölrita tillögur
að helgisiðabók, sem hann átti
að semja fyrir tilmæli biskups
eins í Suður-Afríku. Hann ætl-
aði að senda ýmsum guðfræðing-
um tillögurnar til álita.
Níðbréfin voru sett í póst 10.—
12. okt. í fyrra, flest í Stokkhólmi.
Málfræðingar hafa verið fengn
ir til að skera úr hvort orðalagið
á bréfunum bendi til að Heland-
er hafi skrifað þau. Þeir lína
ýmislegt til, sem geti bent á
þetta, en ekki getur það þó talizt
veigamikið sönnunargagn. Hitt
er mikilsverðara að fingraför
Helanders hafa fundizt á þremur
bréfunnm. Fyrsta fingrafarabréf-
ið hafði að vísu verið sýnt hon-
um af lögreglunni og hann snert
á því, og segir að farið hafi kom-
ið þá. Hin tvo eru eftir vinstri
bumalfingur og á öðru þeirra er
sami litur og á blekinu í fjölritar-
anum.
RÉTTARHÖLDIN
Hinn 4. nóvember kom málið
íiyrri ráðhúsréttinn í Uppsölum
og síðan hefur ekki verið meira
um neitt mál talað á Norðurlönd-
um en Helandersmálið. Og sama
"ólkið hefur setið dag eftir dag í
>'imm vikur til að hlusta á réttar-
höldin og hvert sæti verið skip-
að.
Börje Holmgren heitir sækj-
andinn. Fyrstu dagana las hann
upp skýrsluna — 700 blaðsíður —
sem Folke Ohlsson, lögreglufull-
trúi, hafði samið, og það var
hann sem annaðist eftirgrennsl-
anirnar, með aðstoð beztu sér-
fræðinga, sem völ var á í Sví-
þjóð, Holmgren hefur verið hvass
í sókninni, en hann átti skæðum
manni að mæta þar sem var Hugo
Lindberg, verjandi Helanders.
Því að Lindberg er talinn snjall-
asti og vígfimasti málaflutnings-
maður Svía nú á dögum. Sjálfur
mætti Helander jafnan í réttin-
um þangað til viku af desember,
að það spurðist að hann væri
horfinn. En hvarfið var ekki
alvarlegt — hann hafði látið
verjanda sinn vita að hann væri
farinn til Gautaborgar til að
hvíla sig. Síðan hefur hann þó
verið yfirheyrður þar.
Lindberg hefur varist eins og
hetja og stundum getað hrósað
sigri, t.d. er hann gat látið síra
Eric Segelberg játa fyrir réttin-
um að hann hefði skrifað mjög
ópfestlegar og strákslegar grein-
ar um kirkjumál. Ennfremur
vakti það athygli er Lindberg
sýndi fram á að Folke Ohlsson
hefði hlaupið á sig við rannsókn
málsins, m.a. með því að saka
Svior ætla að ainemo
vínskömmtun og hefja
baráttu gegn áfenginn
STOKKHÓLMUR. — Eins og kunnugt er, þá hefur verið gildandi
í Svíþjóð áfengisskömmtun. Þrátt fyrir það er Svíþjóð það land
álfunnar, þar sem áfengisneyzla er einna mest. Eru flestir þeirrar
skoðunar að skömmtunarfyrirkomulagið hafi ekki verið affara-
sælt. T. d. benti hin svonefnda Danielssonska bindindisnefnd á það,
að verið gæti að tilfinning manna um höft og takmarkanir í áfengis-
málum valdi lausung í áfengisdrykkju. Það má og minna á það, að-
vegna áfengisskömintunarinnar hafa sænskir ferðamenn valdið-
hneykslunum, þegar þeir hafa heimsótt lönd, þar sem frjálsræði er
í áfengismálum, svo sem Danmörku.
NEFNDARÁLIT BIRTAST <
V.irðast rnenn nú almennt'vera
komnir á þá skoðun að rétt sé
að afnema skömmtunarkerfið og
taka upp frjálsræði í áfengis-
málum. Hafa nefndir rannsakað
þetta í óða önn og virðist sem
flestir aðhyllist það að afnema
Skömmtun í ársbyrjun 1956.
BARÁTTA GEGN ÁFENGINU
Sérstök nefnd hefur haft til at-
hugunar, hvaða varúðarráðstaf-
anir bsri að gera, þegar áfengið
verður gefið frjálst. Hefur hún
nýlega skilað áliti. Leggur hún
til að hafin verði víðtæk auglýs-
ingastarfsemi og barátta gegn
áfengisneyzlu. Reiknar nefndin
með þVí að slík útbreiðslustarf-
semi komi til með að kosta 2,3
milljónir sænskra króna. Meðal
kostnaðarliða eru: 580 þús. krón-
ur i kvikmyndatökur, 700 þús.
kr. til auglýsinga í blöðum, 275
þús. kr. til veggauglýsinga, 275
þús. kr. til annarra auglýsinga
og 75 þús. kr. til að standast
kostnað af ferðasýningu.
VIÐTÆK
AUGLÝSINGASTARFSEMI
Varðandi þessa auglýsingaher-
ferð gegn áfenginu er lagt til að
einn Uppsalaprófessorinn, Sig-
frid von Engeström um að hafa
verið i ráðum með Helander. —
Þetta leiddi af sér að Engeström
hefur höfðað meiðyrðamál gegn
Folke Ohlsson.
. Nú er þessu leiðindamáli að
Ijúka. — Dómur átti sð ganga í
því 22. des. — Sk. Sk.
ii* og glaðir
auglýsingar um andúð á áfengi
verði prentaðar á íþróttaget-
raunaseðla, sama verði um ekl-
spýtnastokkana, einnig bíó og
leikhúsmiða, farseðla með stræt-
isvögnum og. langferðabílum. —
Einnig á að setja upp auglýsing-
ar varðandi baráttu gegn áfeng-
inu við alla þjóðvegi.
Nefndin. hefur farið þess á leifc
við ýmis stór félagasamtök að
þau taki þátt í baráttunni gegn
áfenginu. Hafa 40 félög þegar
svarað jákvætt. Þá telur nefndin
að semja þurfi danslagatexta,
sem sýni andúð á áfengi, þá skuli
þess farið á leit við revyu-höf-
unda og aðra rithöfunda að þeir
taki virkan þátt í baráttunni.
HÆRRA VÍNVERÐ
Önnur atriði, sem nefndin
leggur sérstaka áherzlu á eru að
vínverð hækki verulega um það
leyti sem sprúttið verður geíicf
frjálst. Einnig vill hún að allar
áfengisauglýsingar verði bann-
aðar.
(Eftir Dagens Nyheterf.
Gefraonaspá
SÍÐUSTU getraunaleikirnir á
þessu ári fara fram annan jóla-
dag, og skal síðasta seðlinum
hafa veri ðskilað fyrir Þorláks-
messukvöld. Þess skal getið, að
flest öll félögin eiga að leika dag-
inn áður eða á jóladag, og er því
viðbúið, að heimavöllur hafi
meira að segja en ella. — Staðan.
í deildakeppninni er nú:
1. tleild:
Franski utanríkisráðhesrann George Bidault hélt nýlega veizlu til heiðurs utanríkisráðherrum þeim,
er sóttu ráðherrafund Atlantshafsríkjanna í París. Myndin er tekin í veizlunni og sjást á henni frá
vinstri fisí Eidault, Anthony Eden og Dulles. Glaðlegir svipir þeirra sýna að þessir æfðu stjórnmála-
' menn kunna að aðskilja stjórnmál og samkvæmis iíf.
L U J T Mörk St.
Wolves 23 15 5 3 58-32 35
WBA 23 15 3 5 61-32 33
Huddersfld 23 12 6 5 42-25 30
Burnley 23 15 0 8 47-39 30
Bolton 22 8 9 5 39-32 25
Cardiff 23 10 5 8 29-38 25
Manch. Utd 23 7 10 6 39-33 24
Arsenal 23 9 6 8 45-43 24
Preston 23 10 3 10 50-33 23
Charlton 23 11 1 11 46-44 23
Tottenham 23 11 1 11 39-40 23
Blackpool 22 9 4 9 39-43 22
Chelsea 23 8 5 10 42-48 21
Sheff Wedn 24 9 3 12 37-42 21
Aston Villa . . .
Newcastle 23 6 8 9 36-41 20
Sheff. Utd 22 8 4 10 39-43 20
Portsmouth 23 6 6 11 47-57 18
Manch City 23 6 5 12 29-46 17
Sunderland 22 5 6 12 40-56 16
Middlesbro 23 6 4 13 33-44 16
Liverpool 23 5 5 13 43-61 15
2. deild:
L U J T Mörk St.
Leicester 23 12 7 4 56-31 31
Doncaster 23 14 3 6 39-24 31
Everton 23 11 8 4 46-38 30
Biimingh. 23 11 6 6 51-31 28
Luton 23 10 7 6 41-36 27
Nottingh. 23. 10 6 7 48-35 26
Rotherham 24 12 2 10 44-44 26
Blackburn 22 9 6 7 40-34 24
Leeds 23 8 8 7 49-44 24
Hull City 23 9 2 12 34-34 20
Notts Co 23 7 6 10 26-43 20
Plymouth 23 5 10 8 29-39 20
Stoke 24 6 11 7 36-37 23
Fulham 23 8 6 9 49-45 22
Bristol 23 7 8 8 45-37 22
West Ham 23 9 4 10 41-36 22
Derby Co 22 8 5 9 41-45 Frh. á bls. 21 10.