Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 10

Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 10
10 MORCTJTSBLÁÐIÐ Þriðjudagur 29. des. 1953 Höfum til sölu nokkra nýtízku dieseltogara 275—400 tonna stærð. Myndin sýnir nýtt 275 tonna skip. Verð ca. 4,2 milljónir íslenzkra króna. Greiðsluskilmálar geta verið miög hagkvæmir, ef yfirvöld landsins eru velvilj að þessum kaupum. Allar nánari upplýsingar fúslega í té látnar. VÉLAR & SKIP h.f. - Hafnarh voli HúseigendiEr i Við málum húsin, bæði fijótt og vel. j Hannes Hannesson. Valgeir Helgason. ; Túngötu 39. Sími 5468. Blönduhlið 12. Sími 82171 | Staða ful!numa kandidats | í Fæðingardeild Landsspítalans er laus til umsóknar : frá 1. febrúar næst komandi. í Upplýsingar um stöðuna veitir deildarlæknir Fæð- ■ ingardeildar. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkis- ; spítalanna fyrir 25. jan. 1954. : Skrifstofa ríkisspítalanna. : ; við aðalverzlunargötu bæjarins losnar stuttu eftir nýárið. ■ : " Húsnæðið er í góðu ástandi, en innrétting fylgir ekki. ■ J ■ ■ Leigutilboð, er greini hverskonar verzlun, til hve iangs : : , • ; Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins í : • • „ : fyrir kl. 12 á hádegi á gamlársdag, merkt: „Umferð11—374 ; ■ > lls. Dronning Atexandrine Áæthm Janúar—Apríl Frá Kaupmannahöfn: 19/1. 3/2. 19/2. 5/3. 18/3. 2/4. Frá Reykjavík: 26/1. 11/2. 26/2. 11/3. 26/3. 9/4. Skipaaígreiðsla Jgs Zimsen (Ei'lendur Pétursson'). A BEZT AÐ AVCLÍSA ▼ I MORGVNBLAOim T A í KeyScjavík og nágrenni R j ó m i n n, sem ætlaður er 11 notkunar nú um áramótin, verður seldur á miðvikudaginn. Mjólkursamsalan CiuörÉn Torfadóttlr - snlrniing GUÐRÚN TORFADÓTTIR var fædd í Hvallátrum á Breiðafirði 25. okt. 1851, d. 17. des. s. 1. hjá dóttur sinni og tengdasyni. Guð- rúnu og Hirti búfræðingi Klausen í Skipasundi 18 hér í Reykjavík. í dag verður hún borin til mold- or og kvödd hinztu kveðjunni, eftir dáðríkan aldarlangan starfs- dag. Hún var kjarnakvistur af sterkum stofni. Að henni stóðu grónar bændaættir, breiðfirzkar í allar áttir, greint og þrekmikið manndómsfólk margþjálfað í fangbrögðum við harðbýla nátt- úru, sómafólk, sem aldrei tók ófrjálsri hendi bita, sopa eða annað meira frá meðbróður sín- um eða systur, en sótti björg sína í skaut náttúrunnar —■ vann „hörðum höndum ár og eindaga“. Og Guðrún var í engu eftirbátur þessara þrekmiklu starfsömu feðra og mæðra. Foreldrar henn- ar voru Torfi Brandsson og Guð- rún Einarsdóttir húshjón í Hval- látrum, bæði komin frá Jóni Rauðseyjarskáldi, þó það verði ekki nánar rakið hér. Það er sama hvar gripið er niður í ætt Guðrúnar. Allssttaðar er kjarni, þrek og góð greind. Það eru auð- raktar saman ætt hennar, Egg- erts Ólafssonar vicelögmanns eða Ólafs prófasts Sivertsen í Flatey. Hún var fjórmenningur að frænd semi við Björn Jónsson ritstjóra og ráðherra, Herdísi og Ólínu Andrésdætur, börn Sveinbjarnar í Skáleyjum Magnússonar og Hermann Jónsson skipstjóra í Flatey. Þremenningur við Gísla Gunnarsson, sægarpinn, Pál í Mýrartungu, föður Gests skálds, Þórarinn í Hvallátrum, Þor- björgu móður Andrésar Fjeld- sted á Hvítárvöllum, Pétur fræðimann á Stökkum og þá bændaskörungana Magnús Jó- hannsson í Svefneyjum og Jó- hannes í Skáleyjum Jónsson, föð- ur Andrésar Straumlands og þeirra mörgu, merku systkina, Systkinabarn við hana var at- orkumaðurinn Gunnlaugur skip- stjóri í Flatey, faðir Sveins skóla- stjóra á Flateyri, og bróðir henn- ar var Guðbrandur bóndi í Mikla garði, faðir Guðbjai’nar bók- bindara, föður Jens formanns Glímufélagsins Ármanns. — Torfanafnið I ætt hennar er kom- ið frá Torfa sýslumanni í Flatey, Jór.csyni bónda þar (þess er gaf Brynjólfi biskupi Flateyjarbók) Torfasonar. Guðrún ólzt upp við sára fá- tækt. Torfi faðir hennar var rosk- inn er hann kvæntist móður hennar, missti heilsuna nokkru síðar og varð. rúmliggjandi. Guð- rún kona hans sern var dæmafá atorkukona, vann þá fyrir bónda sínum og börnum. Kom þeim upp öllum sex, án sveitarhjálpar. Hún reri á vertíðum, jafnvel í Drit- vík. Hjá henni lærði Guðrún dóttir hennar verkshátt og nýtni. Það var harður skóli, en hollur. Vott um það bar framkoma hennar, skapfesta, nægjusemi, glaðværð og brosljúft viðmót. Hún tyllti sér ekki á tá, né hreykti sér hátt, var sanngjörn og heiðarleg í skiptum við lífið — við náttúruna eins og náung- ann, krafði ekki um meira en það, sem hún gat endurgoldið. Hun giftist ekki, en hjó um tíma með Pálma Jónssyni úr Strandasýslu. Þau unnu bæði hjá Torfa alþm. á Kleifum á Sel- strönd. Ætt hans er. mér ekki kunn, en ég sá hann. Hann var stórvaxinn, hæglátur, rauð- skeggjaður, svipmikill, svipgóð- ur skýr í hugsun og tali. Hann dó frá henni. Einkadóttir þeirra var Guðrún sem nú hefir alið önn fyrir henni síðustu árin. Þegar Pálmi var dáinn settist hún að í Skáleyjum. Þar ól hún upp dóttur sína, án aðstoðar annara. Jafnframt tók hún til sín móður sína háaldraða og ól önn fyrir henni. Hún dó hjá henni 97 ára, þá komin í kör. Hún var atkvæða kona til allra verka, hvort heldur var á landi eða sjó. Það var eng- inn svikinn, sem þáði verkin hennar. Hún hafði vanizt á og kunni ekki að vinna öðruvísi en af kappi og trúmennsku, var alltaf í skorpu, til þess að af- kasta sem mestu. Á sumrum var hún í kaupamennsku, við hey- skap. Yfir 20 sumur var hún hjá Torfa skólastjóra í Ólafsdal. Hann gaf henni þann vitnisburð, að hann hefði ekki haft aðra dug- meiri eða trúrri í verki. Vor og haust reri hún til fiskjar á ver- tíðum í Oddbjarnarskeri eða Bjarneyjum. Þá svignaði árin undan átaki hennar eins og full- röskra karla. Hún stóð við færið sitt, þurfti ekki, né þáði aðstoð til að draga það, þótt það kæmi í flyðru eða annan stórdrátt. „Það var svo gaman að leika við fiyðr- una| og fyrst guð gaf mér bless- aðan fiskinn á öngulinn, hefir hann ætlazt til þess, að ég drægi hann sjálf að borði.“ Á vetrum var hún við tóvinnu — þeytti rokinn. Hún raulaði ekki við hann eða söng — til þess var vinnuelja hennar of rík, var þó söngelsk og lagvís. Hafði dálag- lega söngrödd á yngri árum. Hún var fróð um margt. Þar átti við orðtakið fornal „Af sögu segjanda verður heyrandi fróðari." Ég veit ekki hvort hún var bók- hneigð, en lífið lét henni ekki í té nema takmarkaðan tíma til bóklesturs. Eins og þá gerðist, var fræðsla hennar öll fengin við móðurkné, og var eingöngu fólgin í lestrarnámi. Hún las vel, skýrt og með skilningi. Hún var vel sendibréfsfær. sagði umyrða- laust það sem segja þurfti og ekki meira, stafsetningin bar vott um sjónminni, þekkti orðið eins og stafina. Pálmi bóndi hennar hafði kennt henni að skrifa. Ég nefni hann svo, því að hann var henni maki og enginn annar, þó prestur hefði ekki vígt sambúð þeirra.- Þreki og heilbrigði hélt hún fram á háa elli. Á hundraðasta ári las hún gleraugnalaust — þó aðeins stórt letur og skírt og stutta stund í senn. Þá var hún 94 ára, er við urðum siðast sam- ferða á bát. Ég er einum degi eldri en dóttir hennar, en sá var færnimunur okkar, að ég staul- aðist yfir borðstokkinn og rétti svo hönd henni fil hjálpar, en hún studdi þá hendi á saxið, stökk yfir og sagði hálfhlæj- ar.di: „Ég er nú engin belja, sem ekki getur hreyft sig.“ Hún var smávaxin en stælt og eldsnögg í öllum hreyfingum. jafnlynd, glöð og hlý í viðmóti. Forsjál, nýtin á fé og tíma, hirðu- söm, þrifin og hélt sig vel að klæðum. Ég gjöri ekki ráð fyrir að ég standi yfir moldum þínum, kæra gamla sómakona. Ég kveð þig með þökk fyrir líf þitt og eftir- dæmið, sem þá hefir gefið, — trúmennskuna í starfinu. Líf þitt var linnulaust starf. Þú fagnað- ir komu vorsins. Það var timi starfsins. Nú er skammdegið að liða. Vorið er framundan. Ég samgleðst þér og. tek undir með skáldinu: „Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geim“. Blessuð sé minning þín. S. P. G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.