Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 14

Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. des. 1953 ] SRCH FOBSYTRNNR - RÍKI MAÐURINN - Eítir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði . jag. ^ic rac..~-3tET 3C. 2T. .'3C. J Framhaldssagan 14 ekki vitað, að þetta var bláber vitleysa. En var ekki allt að verða snarvitlaust í þessum heimi? En svo brá allt í einu fyrir í huga hans Jolyon unga og þá hægðist honum nokkuð því að við hverju mátti búast af dóttur, sem átti siíkan föður. En það leiddi hug- ann að öðru, sem sízt var geð- feildara. Hvað mundi vera til í öllu því, sem sagt var um írenu og Soames? Forsytarnir höfðu, eins og aðr- ar virðingarverðar fjölskyldur, einskonar ,,kauphöll“, þar sem rekin var vöruskiptaverzlun með einkamál þeirra og lagt mat á þau. í Forsyte-kauphöllinni var það ekkert launungarmál, að írena iðraðist þess að hafa gifst Soames, og hún hlaut ámæli fyrir það. Hún átti að vita að hverju hún gekk. Engin hyggin kona rasaði fyrir ráð fram í þeim efnum. James varð fýldur á svip, þegar hugur hans reikaði til þeirra. Þau áttu snoturt hús, fremur lítið að vísu, en í ágætu standi, börn áttu þau engin, og efnahagurinn var góður. Soames var jafnan fáorður um fjármál sín, en á því lék enginn vafi, að iiann var vel á vegi með það að verða auðugur maður. Aðaltekj- ur hans voru af málflutningi, því að hann eins og faðir hans var meðeigandi í hinu þekkta mál- fiutningsfirma Forsyte, Bustard og Forsyte, og hann hafði ávallt verið mjög aðgætinn og varkár í fjármálum. Hann hafði grætt mikið á nokkrum veðum, sem hann hafði leyst út, og auk þess hafði hann verið heppinn með það að selja á réttum tíma. írena gæti því ekki haft hina minnstu ástæðu til þess að vera óánægð, og þó var sagt, að hún hefði far- ið fram á að fá sérstakt svefnher- bergi. Það var svo sem auðséð að hverju þetta stefndi. En ekki var því til að dreyfa, að Soames drykki. James renndi augunum til tendadóttur sinnar. Augnaráðið var kalt og tortryggilegt, en þó Jafnframt angurvært og biðjandi. Hversvegna var verið að kvelja hann með þessu? Sennilega var þetta einber heimska. Þetta kven fólk var svo undarlegt. Það ýkti allt og margfaldaði, svo að mað- ur vissi hvorki upp né niður. Og þar sem enginn varð til þess að segja honum neitt, þá varð hann sjálfur að skapa sér skoðanir um allt. Hann skotraði aftur augun- um til Irenu og frá henni til Soames. Hann var að hlusta á eitthvað, sem Juley frænka var að segja honum, en leit í sömu andránni til Bosinneys. „Hann elskar hana heitt“, hugsaði James. „Það má sjá af gjöfunum sem hann gef ur henni.“ Og aftur hvarflaði það að hon- um, hversu fráleitt það var, að hún skyldi ekki unna honum. Leitt var það, óneitanlega, því að töfrandi var hún, og blíður mundi James verða við hana, ef hún leyfði honum það. Upp á síð- kastið höfðu orðið dáleikar mikl- ir með June og henni, og það mundi síst verða henni að gæfu. Hún var farin að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir um allt, og hann skildi ekki, hvað hún hafði með það að gera. Hún átti gott heim ili og gat veitt sér allt, sem hún girntist. Honum fannst að það bæri nauðsyn til að velja henni vini. Það var hætta á ferðum ef haldið var áfram á þessari braut. June, sem alltaf studdi þá, er höllum fæti stóðu, hafði fengið írenu til þess að segja sér frá einkamálum sínum, hvatt hana til þess að láta ekki hlut sinn og 1 krefjast skilnaðar, ef annars væri ekki kostur. írena hafði hlustað þögul á hughreystingar og hvatn ingarorð hennar, og það var svo að sjá, sem hún teldi vonlaust að hefja þessa baráttu. Hún sagði June, að Soames myndi aldrei gefa eftir skilnað. „Skiptir engu mál“, hrópaði June. „Lofaðu honum að fara sínu fram, en láttu engan bilbug finna á þér“. Og hún hafði ekki hikað við að láta orð falla í þessa átt hjá Timothy. James hafði bæði orðið hryggur og skelfdur, þegar hann heyrði þetta. Og ef írenu skyldi nú detta það í hug — hann átti örðugt með að koma orðum að því -— að skilja við Soames? En þessi hugs- un var honum svo óbærileg, að hann hratt henni samstundis frá sér. En við og við brá þessum skuggamyndum fyrir í huga hans, fjölskyldu slúðrið suðaði í eyrum hans, og hann hryllti við, ili og gat veitt sér allt, sem hún girntist. Honum fannst, að það ef þetta ætti eftir að að koma fyrir eitt af börnunum hans. Guði sé lof, að hún var eignalaus — vesöl fimmtíu pund á ári. Hann hugsaði með fyrirlitningu um hinn látna föður hennar, sem hafði skilið cið hana allslausa. Hann grúfði sig yfir glasið, kross lagði fæturnar undir borðinu, og reis ekki upp, þegar konurnar stóðu upp frá borðinu og gengu út. Hann ætlaði að tala við Soames og vara hann við. Svona gat það ekki lengur gengið til nú, þegar honum var orðið ljóst, hvað fyrir got komið. Hann veitti þvi athygli, og líkaði stórilla, að June hafði ekki dreypt á vín- glösunum sínum. „Stelpan er undirrótin að þessu öllu“ hugsaði hann. „írenu mundi aldrei hafa komið það til hugar“. James var gæddur ímyndunar- afli. Rödd Swithins reif hann upp úr þessurn draumórum. „Ég gaf íjögur hundruð pund fyrir það“, heyrði hann Swithin segja. „Auðvitað er það ósvikið listaverk". „Fjögur hundruð. Það er nú dálaglegur skildingur", rumdi í Nicholas. Listaverkið, sem rætt var um, var íburðarmikil myndastytta úr áströlskum marmara, sem stóð á háum marmarastalli. Hún setti menningarsvip á allan salinn. Sex naktar konur, frámunalega vel gerðar, litu allar upp til mynd arinnar, sem gnæfði í miðjunni, sem líka var af nakinn konu, sem benti á sig sjálfa. Allt þetta vakti þá þægilegu kennd hjá áhorfend- anum að konan væri göfug og tigin. Juley frænska, sem hafði setið því nær andspænis mynd- inni, hafði með naumindum getað haft augun af henni allt kveldið. Jolyon gamli hafði hafið um- ræðurnar um styttuna, og nú tók hann til máls. „Fjögur hundruð! Bölvað slúð- ur. Þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um, að þú hafir gefið fjögur hundruð fyrir hana?“ I annað sinn á þessu kveldi hreyfði Swithin hökuna milli flibbahornanna, og sársaukinn sagði til sín. „Fjögur — hundruð — ensk — pund. Ekki einum eyri minna. Og ég iðrast þess ekki. I Þetta er ekki venjulegt enska smíði, heldur ósvikin, ítölsk myndlist “ Það kom kipringur í munnvik- in á Soaes, hann leit til Bosinneys Byggingameistarinn reykti vindl- ing og brosti. Já, satt var það, nú var hann líkur ræningja. „Þetta er mikið verk“, flýtti James sér að segja — honum! fannst mjög til um stærð mynda styttunnar. „Hún mundi seljast hátt hjá Jobson". „Þessi útlendingsskolli, sem bjó hana til, vildi fá fimm hundr- uð fyrir hana“, sagði Swithin, „en ég gaf honum fjögur. Hún er átta hundruð punda virði. Mann- skömmin sýndist vera að því kom inn að sálast úr sulti.“ BStAfciÐUR I nummi NORSKT ÆVINTÝRI • 2. Þegar Brandur hafði gengið nokkurn spöl, mætti hann manni; sem vildi selja hest. Brandur spurði manninn hvort hann vildi ekki skipta við hann á hestinum. Mað- urinn féllzt strax á að skipta við hann. Því næst hélt Brand- ur leiðar sinnar með hestinn. Hann hafði ekki farið langt þegar hann mætti manni, sem var með stórt svín í eftirdragi. Brandur hugsaði með sér, að það væri miklu betra fyrir hann að eiga stórt svín en þennan hest, sem hann hafði fengið. Maðurinn féllst strax á að skipta við Brand. Þegar Brandur hafði gengið nokkra hríð, varð á vegi hans maður, sem teymdi geit. Um leið og Brandur kom auga á geitina, fékk hann ágirnd á henni og falaði hana. Það var auðsætt mál. Síðan þrammaði Brandur áfram með geitina í eftirdragi. En maðurinn gekk á braut með svínið. Nokkru seinna mætti Brandur manni, sem var með sauð- kind. Hann skipti strax við manninn. Og hann hafði ekki gengið lengi, þegar hann mætti öðrum manni, sem hafði meðferðis gæs. Hann skipti við hann á sauðkindinni. Svo hitti hann mann, sem var með hana. „Það hlýtur að vera miklu betra að eiga hana heldur en gæs“. hugsaði Brandur með sjálfum sér. Og svo skipti hann á gæsinni. Brandur hélt svo áfram ferðinni. Hann gekk lengi dags' Það cr forn og þjóðlegur siður, að minnast vina sinna á hátíðum með góðri gjöf. Einkum hafa þó jólin þótt kjör- inn tími til þess að rækja vináttu og frændsemi með gjöfum. ! Fagur gjafagripur minnir eigandann á góðan vin og merka stund. Fólk hefir gjarnan leitað í verzlun vora, þegar það hef- ur þurft að velja fagran grip til minjagjafa, hvort heldur á jólum eða við önnur tækifæri. Því við verzlum með fagra gripi og starfsfólk okkar hefur smekk, æfingu og þekkingu við gerð og val slíkra gripa. Skartgripir: gull, silfur, gimsteinar „ Borðsilfur Úr: Rolex og aðrar tegundir Klukkur: L.M. Sjónaukar Kristall Keramik: Laugarnesleir Tréskurður Veglegur gripur er varanleg eign og miunisstæð gjöf. Jón Jiiqmunösson Skorlpripaverzlun Húrra krakkar: í dag og næstu daga seljum við Flugelda Pappírshúfur Hatta í mik'iu úrvali. BAZARINN % Kjólvesti m Kjólskyitur ^lÖHclal h/( j Óvenju falleg þýzk stjörnuljós — aðeins lítil sending. — Komið því strax. Nonnabúð, Vesturgötu 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.