Morgunblaðið - 03.01.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1954, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. janúar 1954 áii ábppta ríkisstjórna er iýðr filii Góðir Islendingar! ÉG ÁVARPA yður að venju héðan frá skrifstofu minni á Bessastöðum, og er vel til fallið, að það er á fyrsta degi hins nýja óskráða árs. fremur en á síðasta degi hins liðna árs, sem horfið er í skaut aldanna. Við hjónin þökkum fyrir gamla árið og óskum yður öllum, nær og fjær, á sjó og landi, gleðilegs og farsæls nýs árs. hetta er fyrsta heila árið, sem við höfum setið hér á Bessastöð- um, og væri margs að minnast, sem ég tel þó réttara að bíði seinni tíma. Visast þarf ekki skemmri tíma til að venjast nýju viðhorfi í þessari stöðu en öðr- um, sem forsjónin leggur oss á herðar. Það sem okkur er skylt og einkar ljúft um þessi ára- xnót er, að færa yður innilegar þakkir fyrir traust og velvild í ■okkar vandasama og veglega cmbætti. Við höfum haft ó- blandna ánægju af gestunum hér * Staðnum; við finnum að hér koma allir með gleðibrag og í vinarhug. Við vonum, að það styrki einingu þjóðarinnar, þó í litlu sé. Við höfum einnig feng- ið tækifæri til að heimsækja á árinu nokkur héruð Vestanlands, •og hér í nágrenninu og þökkum óUum þ^im, sem hafa veitt okk- ur ógleymanlegar viðtökur. Þær heimsóknir hafa aukið okkur styfk og trú í framhaldandi starfi. I sumar lék allt í lyndi til lands og sjávar — ef síld- inni er sleppt, og við höfðum ætlað okkur að gera víðreist. Bn þær áætlanir trufluðust af nokkuð langdreginni stjórnar-) myndun. 0—0—0 Þess er nú fyrst að minnast, að á hinu liðna ári fóru fram almennar kosningar til Alþingis og síðan myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Aðdragandi kosninga er alltaf nokkuð langur og stjórn- armyndun var ekki lokið fyrr en f)m göngur. Mér þótti rétt, að hafa fremur hægt um mig og fara ckki víða meðan á því stóð. Það er venja í lýðræðislöndum, að á eftir kosningum og stjórnar- myndun komi kyrrlátur kafli, þegar ríkisstjórnin og lið henn- ar gengur að störfum, og stjórn- arandstaðan bíður átekta um það, Forseti Islands, ekki jarðveg. Þetta og vona, að allir undir. 0—0—0 Hitt atriðið, sem ég vildi benda á, snertir sjálfa myndun ríkis- stjórna. Kosningabaráttu mætti, eins og ég sagði, stytta, og af- marka að skaðlausu. í þeirri baráttu rísa öldurnar hátt og til- finningum er gefinn laus taum- ur, samúðin hitnar og' óvild fer vaxandi. Þá eru hlaðin vígi, sem ekki hafa öll rétt á sér til fram- búðar. Það leitast allir að sjálf- sögðu við að afla þess fylgis sem málstaður og manndómur leyfir. En að kosningu lokinni er að vissu leyti breytt viðhorf. Þá eru úrslit og ef þingræðið á að halda í heiðri, verður að mynda ábyrgan þingmeirihluta, sem fer með stjórn landsins. Þetta vita allir kjósendur fyrirfram. Og ótti þingflokka er meir við sínar eigin fullyrðingar en heilbrigða skynsemi alls almennings í land- inu. Að kosningu lokinni verða ekki gerðar meiri kröfur til þing- flokka Um stjórnarmyndun en sem nemur atkvæðaafli þeirra. Sterkara umboð hafa þeir ekki fengið frá þjóðinni. I því þarf engin mótsögn að vera, þó kosn- ingastefnuskrá sé víðtækari en hvaða raun að úrlausnir stjórnar- samningur um stjórnarsamvinnu. liðsins gefa. Ef satt skal segja Samvinna og málamiðlun liggur þá finnst mér þessi eftirkosninga í eðli lýðræðisins, þegar ekki fró og friður vera lítt áberandi. verður mynduð ríkisstjórn með að þessu sinni. En mun eiga rót öðrum hætti. Þess eru dæmin, þó sína til þess að rekja, að enn erlend séu, jafnvel frá síðasta Asgeir Asgeirsson, í að Bessasíöðnni. skrifsto-íu sinni fullyrði ég | arnir úr lögum hvorir við aðra geti tekið | og kusu tvo lögsögumenn. Var i þó leitað um sættir. og tók Þor- gcir Ljósvetningagoði á sig þann vanda að segja upp ein lög fyrir báða. „Þykir mér það ráð,“ mælti Þorgeir, ,,að við látum þá eigi ráða, er mest vilja í gegn gang- ast, og miðlum svo mál milli þeirra, að hvorir tvegga hafi nokkuð til síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun og verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum einnig slíta friðinn". Hér var mikill vandi leystur með miklum hyggindum og á- gætri forustu, og mun það margra mál, að vér íslendingar megum sízt allra þjóða gera oss þá vansæmd, að slíta sundur lög- in af litlu tilefni. Fyrir hálfri tíundu öld var á Alþingi afstýrt borgarastyrjöld og borgið stjórn- skipun og sjálfstæði landsins, því innanlandsstyrjöld og þar af leiðandi einræði mundi á skammri stundu hafa færzt á erlendar hendur. Mun svo jafn- an verða, að einræði verður hér aldrei innlent til lengdar. Máske á engin þjóð meir undir því, að varðveita aldagamlan stjórn- málaþroska og aðaldrætti núver- andi stjórnskipulags en vér Is- lendingar, og illa reynslu höfum vér af því, að framkvæmdavald- ið sé veikt eða vafasamt. 0—0—0 er ólokið kosningum til bæjar- stjórna, og látum það gott heita. 0—0—0 Ég vil þó, í sambandi við stjórnmálaatburði síðasta árs, drepa á tvö atriði. Fyrst það, að almenningur í landinu, mundi áreiðanlega fagna því, að kosningabaráttan sjálf standi ekki allt kjörtímabilið. En stundum hefir stappað nærri, að svo sé á voru landi. Það er jafnvel ekki gróði að því fyrir flokkana sjálfa, að brenna upp allt sitt eldsneyti í ótíma. Eg minnist þess t. d. úr minni þingreynslu, að mikill eldur var eitt sinn kveiktur svo snemma, að hann var nær kulnaður, þegar að sjálfum kosningunum kom. Veit ég að vísu að þingmenn verða að duga vel kjósendum sínum og málefnum líkt og goðarnir forð- um, þegar bændur gátu sagt sig úr þingi og í. En hitt veit ég líka, að almenningur vill fá að xijóta dómgreindar sinnnar og réttra upplýsinga, og að þau blöð myndu vinna mikið á, sem ynnu sér það álit, að þau gerðu sér sérstakt far um að flytja sannar innlendar stjórnmálafrétt ir, hverjir sem i hlut eiga. Þetta er mikil nauðsyn, því hér á landi eru flest blöð ílokkseign með nokkrum hæcti. Sjálfur hinn ílokkslegj áróður verður alltaf sundurl'jitur, og má þó flytja iiann með ýmsum hætti. Það Súm háir oss íslendingum er návígið og stóryrðin, en múgsefj- ári, að ekki er vanþörf á, að minna skýrt og skorinort á þessa stjórnarmyndunarskyldu, ef menn vilja varðveita lýðræði og þingræði. Ég hefi þráfaldlega orðið var þess ótta, sem íslenzk- ur almenningur ber í brjósti, við langdregnar stjórnarmyndanir. Ekki vil ég þó taka undir það, að um yfirvofandi hættu sé að ræða með þjóð vorri. Það eru ýms lífgrös í íslenzkum jarðvegi, sem leggja má við þessa mein- semd. 0—0—0 En óttinn er skiljanlegur og ekki ástæðulaus, þegar vér lít- um í kring um oss í umheimin- um. Það er á því sem lýðræðið fellur, þegar ekki er hægt að mynda ábyrgar ríkisstjórnir. Ástæðurnar eru sjaldnast erfið viðfangsefni, sem engir þora að taka á. Til þess eru löng kjör- timabil, að þeir sem ábyrgðina taka á sig, fái tíma til að sýna árangurinn af sínum bjargráðum fyrir næstu kosningar. Nei, á- stæðan er venjulega sú, að upp komi einræðisflokkar, sem líta á sig eina sem þjóðina, og vilja ekki hlýta lýðræðisreglum. Þá er ríkið klofnað, tvær þjóðir eða fleiri í sama landi, og lýðræðið bjargast sízt úr þeim eldi. Það ber nú svo einkennilega til. að ísienzka þjóðin hefir að minnsta kosti einu sinni komizt í slíkan lífsháska og *þó bjarg- ast. Það var þegar heiðnir menn og kristnir drógu lið saman á A1 an einræðisaflanna hefir hérþingi árið 1000. Sögðust flokk- Nú má ekki skilja orci mín svo, þó ég hafi lagt áherzlu á samstarf og málamiðlun, að ég telji stjórnmálabaráttu skaðsam- lega eða óþarfa, enda hef ég ekki gefíð tilefni til þess. Allt líf er samstarf — og barátta. Það er engin leið að ljúka lífsbaráttunni í einu átaki. í stjórnmálum þarf hvorttveggja, aflið og mýktina. Það er eins og í íslenzkri glímu. Það er ein sú mesta íþrótt hverr- ir þjóðar, að stjórna sjálfri sér. En eins og í glímunni vill það oft verða, að einn hafi aflið, og annar mýktina í ríkari mæli. Hvorugs má þó án vera, og get- ur þannig einn bætt annan upp í mannlegu félagi en leikreglun- um þurfa allir að hlýta. Það er fornt mat, að berserkurinn nýt- ur aldrei óskertrar virðingar. Aflið og æðið hefur aldrei verið norræn hugsjón. Hjá hetjunum er aftur baráttu- og bróðurhug- urinn í jafnvægi — og það jafn- vægi, eða réttara sag hóf, á sér úr heiðni gott heiti, sem er drengskapur og í kristni kærleik- ur. Ef aflið, mýktin og hófið á sér nokkurn fulltrúa í íslenzkri stjórnmálabaráttu síðari tíma, þá er það Jón Sigurðsson. Honum var ósköpuð elja bóndans, óræði sjómannsins og vitsmunir fræði- mannsins, allt fellt í umgerð hins hóísama höfðingja. Með þessum skapsmunum vann hann að settu marki og leikreglur gat hann haldið, þó hann stæði í æfilangri baráttu — og ekki voru þá allir á eitt mál sáttir frekar en nú. Ef vér lítum nú til baka á baráttu Jóns Sigurðssonar og hans samherja, þá finnst oss máske undrun sæta, hve mark- vís hún var. Öil þjóðin er þeiin nú sammála. Hann er tákn bar- áttu vorrar og einingar. En ég tsk þrásinnis eftir þessu sama, hve öldur stjórnmálanna eru fljót ar að lægja, og þjóðin oft orðin ssmmála um það, sem barizt var hm af ir.iklu ofíoisi fyrir fáu.m árum. Þ: ð er furðu algengt um útkljáð mál, að allir vildu Lilju kveð'ö hafa. Hið sögulega sjón- arniið er mannbætandi í allri baratíu. , 0—0—0 Það vill nú svo til, að hið ný- ( byrjaða ár, er ár margra minn-! inga. í ár verður hið endurreista j lýðveldi t.u ára. Það er glæsileg minning um einhuga þjóð í lok langrar baráttu, og það er vel i að lýðveldinu var valinn afmæl- isdagur Jóns Sigurðssonar. Vér böfum reynslu fyrir því, að siík- um dögum hættir til að ganga úr sér og víkja fvrir nýjum til- efnum. Réttilega var þetta sam- einað, og verður ekki sundur- skilið. Þessa tvígilda afmælis verður minr.zt að verðleikum 17. júní. Efíir réttan mánuð er hálfrar aldar afmæli íslenzkrar heima- stjórnar. Stjórnarráð íslands var þá stofnsett í Reykjavík og hinn fyrsti íslenzki ráðherra tók við, með ábyrgð gagnvart Alþingi, og er það mörgum árum áður en þingræði var viðurkennt form- lega bæði í Danmörku og Sví- þjóð. Um Hannes Hafstein stóð jafnan styr, en þessara atburða mun þjóðin nú minnast sem einn maður. Fyrir 80 árum fékk ísland stjórnarskrá þá sem enn er í gildi í höfuðdráttum, og fjárforráð. Mætti minnast þess með heit- strengingum um að færa hina áttræðu stjórnarskrá til sam- ræmis við lýðveldisstofnunina við næstu kosningar, hvað sem líður samkomulagi um aðrar breytingar. Og á þessu ári er aldarafmæli hins algera verzlunarfrelsis — og má um leið nefna 40 ára afmæli Eimskipafélags íslands. Á sama hátt og dvínandi verzlun og sigl- ingar íslendinga sjálfra áttu sinn þátt í lokaþætti þjóðveldisins — á sama hátt verður það aldrei ofmetið, hve ríkan þátt vaxandi siglingar og frjáls verzlun inn- lerdra manna átti í stofnun lýð- veldisins. Eftir Þjóðfundinn þótti ekki horfa byrlega um málefni íslands, en þá segir Jón Sigurðs- son í bréfi: „Miðnefndin verður að starfa, þó leynilega og með gætni .... en þó jafnframt ekki forsórna allt það, sem snertir hið daglega, praktiska og framför í því, og þá einkum verzlunarmál- ið, því það er það fyrsta og aldrei fáum við pólilískt frelsi fyrr en verzlunin hefir verið laus nokkur ár.“ Þeíta er ritað skömmu eftir, að allir fulltrúar ísJands voru reknir af fundi frá því að ræða málefni sín og rétt- ir.di. Þ:tta var líkt þeira ágæta manni, og ekki brást glogg- skyggnin né hugurinn. Innan þriggja ára var svo rétturinn fenginn til alfi'jálsrar verzlunar. Allt hefir þetta bókstaflega ræzt, nema hvað ailt drógst lengur en vonir Jóns Sigurðssonar stóðu til. Hygg ég og að skilyrði hafi ekki verið fyrir alinnlendri verzl- un fyrr en innlendri bankastarf- semi óx fiskur um hrygg og síma- sambsnd komst á við útlönd. Deilur hafa jafnan verið miklar og átök um verzlunarmálin á hverju stigi, og er af því mikil saga — en þess eins skal hér getið, að allangt er nú síðan ssgja mátti, að verzíunararður- inn væri kýrrscttur í landinu sjálfu — en í því er hálft sjálf- stæoið svo ég nú noti orðtæki úr æfintýrum. 0—0—0 Læt ég svo útrætt um minn- ingardaga. Hið sögulega sam- hengi verðum vér að varðveita þrátt fyrir allar stökkbreyting- ar. Margar þessar öldur, sem risU hátt á líðandi stund, eru nú mild- ar og mjúkar, þegar horft er aft- ur á bak þeirra. Og þegar oss finnst hafið ólga kringum vorn litla bát og hvítfyssandi holskefl- ur framundan, þá skulum vép minnast þess hvaða brimróður forfeðurnir máttu taka og komu þó skútunni heilli þangað, sent vor kynslóð tók við. Ætli vér hættum þá ekki að vorkenna sjáflum oss! Hví skyldi þjóðin alltaf eiga að vcra í vondu skapi og hver nöldrandi við annan? Hér búum vér við góð kjör, sí» vaxandi afköst vélakost og byrj- andi stóriðju, arf langrar sögu, eina tungu og rótgróna mer.n- ingu í frjálsu og fullvalda nki. Nú reynir á oss sjálfa, hvort vér erum menn til að taka við þjóðararfinum og skila honum með vöxtum til komandi I vn- slóða. Ég geri ekki lítið úr því, sem urn er barizt og samið, en fullyrði þó, að viðfangsefni v.:rði leyst á lýðræðis- og þing' æð- islegan hátt, ef ekki bresi' r á bræðralagið. Áherzlan er i ík á x'relsi og jafnræði, og þó mis- munandi eftir því hver á held- ur en bræðralagið má ekkí bresta hjá neinni þjóð, se:vill verða langlíf í landinu. Biæðra4 lagið er sá þáttur þessarar þ.enn- ingar, sem engin lög verð -, sett um. Það er býsna mik /sxert sumt, sem stendur fyrir utan valdsvið löggjafarinnar. Með almennum kosningarétti, mál- frelsi, prentfrelsi og féla? sfrelsi, ætti örugglega að vera s:ð fyr- ir því, að vilji almennir 'js nái fram að ganga. En þjóði -■ þarf þó að vera hæf til að meli þcssi réttindi, fara vel með þau, og ganga til leiks þess að meiðsli og mannskemmdir hlj.ólist af. Það er bræðralag. 0—0—0 Góðir íslendingar. Ég endurtek svo ao lokum þakkir okkar hjónanra fyrir gamla árið, og væri os; þó öll- um skyldast að þakka forsjón- inni einstakt góðæri 03 mann- heill. Að vísu mun sumstaðar auður stóll eða rúm, cem var skipað fyrir ári síðan, og enn befur hafið tekið háan s! ett, eins og oft vill verða hjá fr manna- og fiskiþjóð. Þann ska*; greiða fáir fyrir marga, og mi mir það þjóðina á skylduna gi-i ilu, að gæta bróður síns. Þeir, sc m harm- ar hafa heimsótt eru ekki síður bænrækir en aðrir. Sá, se:-i aldrei þakkar Guði, greiðir oftleca ekki öðrum þakkarskuldir. Lc “iörðin er nauðsynleg fyrir oss sjálf. Ég endurtek einnig eskirnar um heill og farsæld á ! omandi ári. Ég óska þess að vonir okkar j rætist á næsta sumri um sð geta , farið víða um byggðir, hitt margt I manna og notið náttúrunnar. ) Land vort er fagurt og lifandi, . því fortíðin hefir dáið í lellin og ásana eins og sumir forr.manna. Fortíðin lifir á sögustöðum og í örnefnum og hver sveit á sín. ljóð og líkn fyrir þá, sni lifa. Þetta er nú mín áramótaósk. En allar óskir vorar þurfa staðfestingar drottins Gu;5s Al- föður. Hann blessi íslanc, 'and og þjóð, á komandi ári. Rú ssar reyna r ýj- ar orrus ufhipir WASHINGTON, 30. des. — The American Aviation Daily segir í dag, að Rússar geri nú tilri.unir með 6 nýjar gerðir af MIG-orr- ustuflugum. — Fara tilraunir þessar fram skammt frá Novosib- risk. — Ekki getur blaðið um gerð þessara nýju orrustuflug- véla. — Þá reyna Rússar og nýja gerð sprengjuflugvéla, scm tald- ar eru mjög fullkomnar. —• NTB-Reuter,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.