Morgunblaðið - 03.01.1954, Qupperneq 9
Sunnudagur 3. janúar 1954
MORCVNBLAÐIÐ
9
VÉR ÍSLENDINGAR megum
kveðja árið, sem nú er að
enda sitt skeið með þakklát-
um huga. Hér hefir verið góðæri
til lands og sjávar, gróður jarðar
óvenju mikill og nýting víðast í
bezta lagi, sjávarafli mikill, ef
frá er skilin Norðurlandssíldin,
verðlag yfirleitt gott og sala
gengið greiðlega. Undantekning-
arlítið hafa menn haft nóg að
starfa og flestir borið venjufrem-
ur mikið úr býtum. Hefir ver-
aldlegur velfarnaður þjóðarinnar
aldrei meiri verið.
—★—
í grein um galdrabrennur á
íslandi, sem birtist í Lesbók
Morgunblaðsins fyrir rúmum
mánuði segir frá því, að í lok 17.
aldar hafi allir þingmenn orðið
sammála um svohljóðandi lýs-
ingu á hag landsins:
„Að um allt land hafi yfirgeng-
ið á næstliðnum vetri stór neyð
óg landplága upp á fjúk og frost,
krapaveður og jarðbönn í langan
tíma, svo í sérhverju héraði hafi
margir menn til neyðst sinn kvik
fénað að fella og niðurskera láta.
t>ar til f iskleysi við sjóinn í f lestum
veiðistöðvum öllu meir en fyrir-
farandi ár, svo fólkið til sveit-
anna kann þar af lítið eða ekk-
ert sér til bjargar innkaupa fyrir
utan tros og fiskahöfuð, sökum
þess að þeir, sem við sjókantinn
búa, verða þann fisk, sem fengið
hafa, til kaupmannanna inn að
setja fyrir sína áliggjandi nauð-
syn, svo sem er mjöl og veiðar-
færi, járn og skipaviður, en þeir
uppi á landinu hljóta daglega
með að nægjast mjólk undan
þeim allfáu kúm og ám, sem lífs
á þessum hallærisvetri afkom-
ust. Auk þess hefir hér í landi
ein stór sótt og óvenjulega þung-
ur sjúkdómur á legið, sem sig
daglega um sveitirnar og við
sjávarsíðuna útbreiðir og mikinn
manndauða orsakar, svó fólkið er
enn daglega þar og þar niður að
hrynja, auk þeirra vesalinga, sem
allvíða eru í hungri og vesöld út-
slokknaðir“.
Hér er ekki verið að lýsa hin-
um sögukunnustu hörmungum
svo sem Svartadauða, Stórubólu,
Móðuharðindum eða öðrum við-
líka eldraunum, sem þjóðin varð
að þola. Hér segir aðeins með
látlausum orðum frá hversdags-
legum þrengingum, sem þjóðin
öðru hverju átti við að búa vegna
harðinda, aflabrests, grasleysis
eða annars ófarnaðar og getu- og
varnarleýsis, fátæktar og fá-
mennis í viðureigninni við þess-
ar þrengingar. En þó er þetta
ömurleg og átakanleg raunasaga.
—★—
Ég fór að hugleiða hvernig
svipað árferði myndi nú bitna á
mönnum og hverníg annáll þess
myndi hljóða. Líklega eitthvað á
þessa leið:
„Vetrarhörkur hafa verið í
meira lagi. Bændur urðu að taka
fé sitt snemma á gjöf. Hey voru
því víða á þrotum í vetrarlok,
þótt fóðurbætisgjöf hafi verið
óvenju mikil. Fiskigengd var lítil
á grunnmiðum og afli því víða
rýr á smábáta. Þá hefir og inflú-
enza geisað víða um byggðir
iandsins".
Sennilega hefði svo verið bætt
við, að skiðafæri hefði verið af-
bragðs gott víðast um landið.
—★—
Það er að sönnu rúm hálf
þriðja öld liðin frá því er sögu-
lokin voru um örlög þeirra
„vesalinga, sem allvíða eru í
hungri og vesöld út slokknaðir“.
En nú er lika öldin önnur. Nú búa
íslendingar við betri kjör en flest
ar aðrar þjóðir veraldar, jafnt um
fæði sem klæði og jafnvel líka
húsakost, þótt enn sé stórra átaka
þörf einmitt í þeim efnum. Skal
ég ekki fjölyrða um það, sem
flestir vita, að nú hefir á hálfri
öld verið ræktað meira land en
áður á 10 öldum. Þjóðin hefir
eignazt mikinn flota fuUkominna
iTieiiii hennar til að standa
vörð um fengið frelsi
Þfóðirelsið og athafnafrelsið
óaðskálionkega samofið
Ulvarpsévarp fiíafs Thcrs forsæiisráSherra
fiuH í iíkisiífvsrpiS é gamlárskvöld
örlögum genginni kynslóða, held-
ur baráttan um farsæld og frelsi
að sjálfsögðu áfram, því sú bar-
átta er ©g verður jafngömul þjóð-
inni sjálfri.
—★—
En viðfangsefnin eru ný og
vandinn annar.
Vér þurfum ekki lengur að
deila við Dani um rétt vorn til
þess að fara sjálfir og einir með
stjórn allra málefna vorra, held-
ur að gæta þess þjóðfrelsis, er véi
höfum sótt í hendur Dana.
Vér þurfum ekki framar að
óttast að harðindi leiði til hor-
fellis, heldur þurfum vér að verj-
ast því, að velsæld leiði til of-
metnaðar og ofmetnaður til falls.
—★—
Að þjóðfrelsi íslendinga sækja
nú m. a. tvær hættur. Önnur staf-
ar af því að segja má, að ger-
byltingin á sviði samgangna og
hernaðartækni hafi flutt ísland
í hlaðvarpa jafnt austurs og
vesturs. Island getur því hvenær
sem er orðið fórn á altari alheims
átaka. Telja sumir, að þá þætt-
ina í örlagaþræði íslendinga
spinni aðrir og fari því bezt á, að
vér leiðum hest vorn hjá þeim
málum. Aðrir, og þeir eru miklu
fleiri, teija hinsvegar, að þó vér
séum litlir séum vér samt ekki
þýðingarlitlir. Vér séum þvert á
móti vegna legu landsins svo þýð
ingarmiklir, að hugsanlegt sé, að
heimsfriðurinn velti á því, að
varnarieysi íslands freisti ekki
hugsanlegs árásaraðila til átaka,
sem hann ella hefði ekki stofnað
til. Og þeir telja víst, að komi til
átaka sé a. m. k. mjög sennilegt,
að öflugar iandvarnir á íslandi
auki líkur fyrir sigri mannhelgi j
og þjóðfrelsis, og dragi jafnframt
Olafur Thors, f
og stórvirkra fiskiskipa í stað
árabátanna, myndarlegan kaup-
skipaflota og vélar og tæki til
iðnaðar, sem engan óraði fyrir
til skamms tíma. Hafa íslending-
ar með þessu skapað sér lífvæn-
leg atvinnuskilyrði, sem reynzt
hafa og reynast munu örugg
vopn í viðureigninni við þær
þrengingar, sem áður felldu eigi
aðeins búpening manna, heldur
og landsfólkið sjáift. En auk þess
sem tæknin hefir tryggt flestum
þeim iífsviðurværi, sem vilja og
geta unnið, þá er það fulikomið
efamál, að nokkurs staðar á
byggðu bóli eigi menn jafn ör-
uggt skjól gegn elli, sjúkdómum,
slysum eða hvers konar óhöppum
sem einmitt hér á landi, þegar
saman eru talin lagalegur kröfu-
réttur þegnsins á hendur þjóð-
télaginu eða stofnunum þess, að-
stoð sú, sem hið opinbera oftast
með sérstökum aðgerðum lætur í
té, ef harðindi, aflabrestur eða
önnur stærri óhöpp steðja að og
loks leynd og ijós hjálp í landi
kunningsskapar, vináttu og
frændsemi.
—★—
Hér skal ekkert um það stað-
hæft hvort þjóðin kahn að meta
þau kjör, sem hún á við að búa.
En víst er um það, að margur
myndi meta meir sitt hlutskipti,
ef hann íhugaði oftar hverra
kosta þeir áttu völ, sem á und-
anförnum öldum hafa byggt þetta
land eða gerði sér grein fyrir því,
að meira en helmingur mannkýns
sveltur heilu eða hálfu hungri.
En hvað sem um þetta má
rsætisraöherra
segja er mönnum holt að hug-
leiða, hvaða öfl hafa verið að
verki og valdið því, að Islend-
ingar hafa á skömmum tíma kom
izt frá hörmungum og hungur-
dauða til bjargálna og jafnvel
velsældar. Það má segja þá sögu
langa, þvi að það er saga þjóðar-
innar. En það má líka segja hana
í fáum orðum. Um margar og
dimmar aldir hafði erlend áþján
drepið athafnaþrá og framtak
hins íslenzka kynstofns í dróma.
En eftir að frelsisbaráttan hófst
á öndveðri siðustu öld og allt
fram til þess, að lýðveldið var
endurreist 1944, leysti hver nýr
sigur þessi öfl úr læðingi og
aldrei urðu framfarirnar risa-
vaxnari en einmitt fyrsta áratug
inn eí'tir að stjórnin fluttist inn
í lanaið og nú síðustu 10 árin,
hinn fyrsta áratug hins endur-
reista íslenzka lýðveldis.
Þetta er rödd sögunnar. Hún
lofsyngur brjóstfylkingu frelsis-
baráttunnar og hina nýju land-
námsmenn athafnalifsins. Hún
segir í'rá því, að það sé þjóðfrels-
iö og athafnaírelsið hvort um sig
og óaðskiljaniega samtvinnað,
sem fært hafi íslendingum fram-
farirnar og þá velmegun, sem
þeir nú búa við. Hún brýnir fyrir
þjóðinni að glata ekki f jöregginu
og eggjar þjóðina og forystumenn
liennar Iögeggjan að bregðast
ekki skvldunum.
íslendingum ber að hlusta á
þessa rödd og hlýða fyrirmælum
liennar. Þeim ber að láta sér
skiljast, að enda þótt þjóðin þurfi
ekki framar að sæta ömurlegum
úr þeim hættum, sem íslending-
um stafi af skelfingum nýrrar
heimsstyrjaldar.
Það er þessi grundvallar skoð-
un lýðræðisflokkanna, sem réði
því, að íslendingar árið 1949
gerðust aðilar að varnarbanda-
lagi hinna frelsisunnandi vest-
rænu þjóða, Atlantshafsbanda-
laginu. Og það var vegna þess,
að horfur á að heimsfriðurinn
héldist, versnuðu, að lýðræðis-
flokkarnir tveim árum síðar af
raunsærri dómgreind, fólu
Bandaríkjunum að verja landið
á vegum Atlantshafsbandalags-
ins. Tóku menn þá vitandi vits á
sig vandkvæðin, sem ævinlega
leiða af dvöl erlends varnarliðs
í landinu, til þess með þeim hætti
að freista þess að bægja frá þjóð-
inni og jafnvel mannkyninu öllu
ómælanlegum hörmungum nýrr-
ar gereyðingar styrjaldar.
—★—
Oss Islendinga greinir að vísu
á um með hverjum hætti vér
helzt fáum varizt yfirvofandi
ógnum hernaðarátaka. — En
vér erum á einu máli um,
að svo geti farið, að erlend
bára flæði yfir ísland og færi
land og lýð í kaf. En slíkt hið
sama má segja um flestar menn-
ingarþjóðir veraidarinnar. Það er
að sjálfsögðu þjóðleg skylda vor
að gera allar þær skynsamlegar
varnarráðstafanir, sem vér höf-
um vit á og getu til, en hitt er
engu síður áríðandi að vér forð-
umst að láta óttann við það, sem
vér litlu fáum um ráðið, skyggja
á þau sannindi, að hver er sinnar
liamingju smiður. Oss ber því
vandlega að forðast að láta vitn-
eskjuna um það hversu litlu vér
forystu-
ráðum um margt, er mestu skift-
ir, lama þrótt vorn og baráttu-
hug þar sem og þegar sigurhorf-
urnar velta á eigin afrekum.
Þetta boðorð verðum vér í,
heiðri að hafa, því ella vegum
vér að aff þjóðfrelsinu innan frá.
—★—
Margir óttast, að þjóðfrelsinu
stafi voði af óeiningunni og glund
roðanum í þjóðlífinu og sívax-
andi kröfuhörku manna. Vissu-
lega er bessi ótti ekki með öllu
ástæðulaus, en ef menn kunna
skil á því, sem á veltur munu þú
engin stórslys af hijótast.
Vér, sem í stjórnmálunum
stöndum, segjum stundum: Það
er tilgangslaust að eyða æfinni
í slitulaust strit, og erjur stjórn-
málabaráttunnar. íslendingar-eru
að eðlisfari svo óstýrlátir, að þeir
fást ekki til að hlíta forystu
manna, sem þeir þó treysta og
hafa falið að kynna sér málin og
finna úrlausn þeirra.
En þetta er ekki rödd sannleik-
ans, heldur rödd þolleysisins.
Brugðust kjósendur 1944 þegar
loks hafði tekizt að fá þá, sem
bíða vildu eftir viðræðum við
Dani að styrjaldarlokum til þess
að falla frá sérstöðu sinni, og
foryztumenn allra flokka fylktu
sér um endurreisn lýðveldisins?
Hefir þjóðin brugðist í deil-
unni um landhelgina?
Er það ekKÍ einmitt með óveigj
anlegum vilja allra sannra ís-
lendinga, rótföstum í siðferðileg-
um og lagalegum rétti, sem oss
mun áður en lýkur lánast að
vinna bug á andstöðu fámenns
hóps öflugra eiginhagsmuna-
manna og takast að eyða því, sem
enn er eftir að vanþekkingu
hinnar brezku vinaþjóðar á hög-
um vorum, þörfum og rétti?
Hafa ekki Islendingar undan-
tekningarlítið verið einhuga í
sókninni á hendur Dönum um
heimflutning handritanna, deilu,
sem Islendingar eru að vinna,
vegna þess að þeir hafa sín megin.
réttlætið og Dani, en móti enga
nema fáeina feyskna danska fúa-
lurka og framhleypni og óhátt-
vísi einstaka íslendings.
Þessi dæmi og mörg önnur
sanna að þegar stjórnmálaleið-
togarnir eru sammála, fyigir
þjóðin þeim nær óskipt.
—★—
„En hvernig stendur þá á því,
að þetta litla þjóðfélag logar svo
oft í sundrung og úlfúð?“ spyrja
menn. „Er það vegna þess, að
forystumennirnir bregðist skyldu
sinni?“ Nei. Það stafar af hinu,
að eðli málsins samkvæmt eiga
forystumennirnir svo sjaldan sam
leið í stjórnmálunum. Menn,
skiptast einmitt í flokka vegna.
grundvallar ágreinings í þjóð-
málum, svo sem eftir viðhorfi
hvers og eins til þess með hverj-
um hætti muni auðið að draga
sem mest í þjóðarbúið og hvernig
björginni beri að skipta þannig,
að í bráð og lengd verði sem
bezt séð fyrir þörfum þjóðarinn-
ar. I þessum efnum og fleirum er
djúp staðfest miili manna og
flokka, sem aldrei verður brúað,
þótt stundum sé látið kyrrt liggja
um skeið, ef flokkar þurfa að
vinna saman á þingi og í stjórn.
landsins.
Islendingum er því hvorki
kleift né hollt að komast hjá
deilum, þótt hóf sé bezt á hverj
um hlut. Þetta er óhagganleg
staðreynd. En í skjóli hennav
tefla menn og flokkar svo tafli
sínu eða refskák.' Þannig heimta
•menn t. d. lækkun skatta, en,
hækkun ríkisútgjalda, lækkun
framleiðslukostnaðar en hækkað
kaupgjald, hærra fiskverð en
minni bátagjaldeyri o. s. frv., og
fer þá oft eftir því hvort þeir
bera ábyrgðina eða eru í stjórn-
arandstöðu. Mun þessa sama
gæta víða um lönd og er ekki um
að sakast meðan hófs er gætt.
Allt veltur á því, aff upp úr
Framh. á bls. 10.