Morgunblaðið - 03.01.1954, Side 14

Morgunblaðið - 03.01.1954, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. janúar 1954 fl Ai SAGA FORSYTANNA - RÍKI MAÐURINN - Efiir John Galsworthy — Magnus Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 17 Soames var málflutningsmað- ur erfingja eignarinnar. Þvínær klukkustund fór í það að ræða við umboðsmanninn um verð- mæti landsins og framtíðar fyrir- •ætlanir. Er því var lokið, færði hann byggingarlóðina í tal, eins og það væri fyrst þá, sem honum :het'ði leikið ágirnd á henni. „Mér finnst nú, að ég ætti að fá hana fyrir sanngjarnt verð, þar sem ég er sá fyrsti, sem ætla að byggja hérna“, sagði hann. Umboðsmaðurinn hrissti höf- uðið. „Þessi lóð, sem þér viljið fá, er sú ódýrasta, sem við höf- um. Byggingarlóðirnar uppi á brekkunni eru mun dýrari." „Gleymdu því ekki, að ég er j enganveginn búinn að ákveða mig“, sagði Soames. „Langlíkleg- ast er, að ég byggi ekki“. — Fast- eignaskatturinn er svo hár.“. „Auðvitað þætti mér það mjög leitt, herra Forsyte, ef þér drag- ið að yður hendina, en ég held, að l>ér mynduð sjá eftir því. Hvergi í nágrenni Lundúna er til land, þar sem ú.tsýnið er jafnfagurt og ihér, og um ódýrari lóðir er held- ur ekki að ræða, þegar á allt er litið. Við þurfum ekki annað en að auglýsa til þess að fjöldi kaup- enda bjóðist". Þeir litu á hvorn annan. f svip beggja mátti greinilega lesa. „Ég ber virðingu fyrir yður sem kaup sýslumanni, og þér getið ekki ÍVænst þess að ég trúi einu orði áf því, sem þér segið.“ „Jæja“, sagði Soames. „Ég hefi nú ekki afráðið þetta ennþá — og sennilega verður ekkert úr |iessu“. Svo tók hann regnhlíf- ina sína, snart með kaldri hend- inni við hönd umboðsmannsins, svo létt að það vottaði ekki fyrir handtaki og gekk svo út í sólskin- ið. Hann gekk hægt og þungt hugs andi til lóðarinnar. Hugboðið sagði honum, að umboðsmaður- inn hefði haft rétt fyrir sér. Lóð- in var ódýr, og það bezta var, að umboðsmaðurinn hafði ekki grun um að svo væri, en hélt að hún væri dýr. Hann gekk því með sigri frá þessari viðureign. „Dýr eða ódýr! Skiptir engu, óg vil nú eignast hana“, hugsaði hann. Lævirkjarnir flögruðu fvrir fótum hans, fiðrildin suðuðu og ilmur villtra blóma barst að vit- um. Yfir í skóginum kurruðu skógardúfurnar í þykkninu, og í fjarska hringdi kirkjuklukka. Soames sá Bosinney hvergi og ætlaði að fara að hrópa á hann, er hann allt í einu kom auga á hann hjá stóru eikartré, sem stóð alveg út við hæðarjaðarinn. Soames varð blátt áfram að ýta við honum, áður en hann leit við. „Jæja, eruð þér komnir Forsyte. Hérna er það, sem húsið yðar á að standa “ Soames litaðist um. „Já, það má vel vera, að þér hafið rétt að mæla en lóðin hérna er mjög dýr“. „Skiptir engu, maður! Virðið fyrir yður útsýnið“. Himinninn var heiðblár og sólin skein á þroskaða kornakr- ana. Orsmáir jjistilhnoðrar svifu í loftinu og hunangsflugurnar suðuðu ölvaðar í sólarhitanum. Þýður sumarblærinn leið yfir akrana til blánandi hæða og ár- innar, sem blikaði í fjarska eins ,og skínandi silfurstrengur. Soames stóð lengi kyrr og naut útsýnisins. Fegurð staðarins, sól- in og sumarblærinn töfraði hann gegn vilja hans, eins og fegurð írenu hafði ölvað hann, er hann hann leit hana fyrsta sinni. Löng- unin til að eiga þetta gagntók hann — hugsa sér að búa hérna, eiga landið og geta sýnt það vin- um sínum. Blóðið svall í æðum hans. Mjúkur vindblær sveif yfir kornmóðuna og kældi brennheit- ar kinnar hans. „Hér gæti ég byggt fyrir yður hús, sem bæri af öllum öðrum“, sagði Bosinney, sem loks rauf þögnina. „Það má vel vera“, svaraði Soames þurrlega. „Þér eigið ekki að borga það“. „Ég gæti byggt yðurhöll fyrir átta þúsund pund.“ Soames var orðinn mjög fölur — hann átti í miklu hugarstríði. Hann leit niður og sagði kulda- lega: „Ég hefi ekki efni á því“. Þeir dvöldu þarna nokkura stund og ræddu um ýmislegt við- víkjandi húsinu. Svo gekk Soames til umboðsmannsins. Að hálfri stundu liðinni kom hann frá honum. Bosinney og hann héldu til stöðvarinnar. „Jæja, ég hefi nú keypt þessa lóð, sem þér stunguð upp á“, sagði hann, varirnar bærðust því nær ekkert. Það sem eftir var leiðarinnar gengu þeir steinþegjandi. Soames var sífellt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig þessi maður, sem hann með sjálfum sér mat mjög lítils hefði getað kollvarpað áforum hans og feng- ið sínum vilja framgengt. FIMMTI KAFLI Forsyte heimili. Soames, sem hafði lítið dáiæti á rauðum flos húsgögnum frem- ur en þeir menntaðri í stétt hans, bjó í húsi, sem hann hafði lagt mikla alúð við. Dyrahamarinn var úr eir og hinn sérkennileg- asti, gluggar af franskri gerð, hengi-blómakassar með blómgv- uðum fúsíum og að húsabaki — og það var höfuðprýðin — vai lítill garður, lagður grænum steinhellum og skreyttur með ljós rauðum hortensíum í blágrænum skrautkerum. Þar gátu húsráð- endur í skjóli japanskrar sólhlíf- ar, sem varpaði skugga á annan enda garðsins, setið óáreittir með gestum sinum og drukkið síðdegisteið. Skreytingin innanhúss var í keisarastíl. Húsið var sæmilega rúmgott, með óteljandi smáskot- um sem báru svip af íuglanreiðr- um, en silíurmunum var raðað þar eins og eggjum. I þessu andrumsiofti smekkvís- innar að almenningsáliti var háð fegurðarsamkeppni á bak við tjöldin. 1 þessu húsi bjó kona, sem hefði búið með glæsibrag jafnvel á eyðieyju, og maður sem lagði peningamat á íegurðina til hagsmuna fyrir sjálfan sig, og trúði því, að sá sem bezta hefði vígstöðuna kæmist lengst. Það var þessi þörf til þess að pota sjálfum sér áfram með að- stoð ytri glæsimennsku, sem á skólaárum Soames, hafði knúð hann til þess að leggja svo mikla stund á fatnáð sinn, að hann var fyrsti drengurinn sem gekk í hvítu vesti á sumrin og kordur og vesti á vetrum. Og af sömu ástæðu var það, sem hann gættu þess alltaf vandlega að bindið lægi ekki of ofarlega á flibban- um og skórnir væru ekki óburst- aðir. í deilunni sem hjónin höfðu háð um skreytingu og fyrirkomu lag hússins hafði írena orðið að láta í minnipokann og því svip- aði húsi þeirra til hundraða ann- arra húsa, þar sem smekkur hús- ráðenda var sá sami og Soames. Og alltaf var sama viðkvæðið: „En hvað litla húsið hans Soames Forsyte er yndislegt. Alveg ein- stakt í sinni röð“. Sunnudaginn hinn áttunda ágúst, viku eftir ferðina til Robin Hill sátu Soames og írena að miðdegisverði í borðstofunni sem var „alveg einstök í sinni róð, góði, — verulega glæsileg." Það var gamall og ríkmann- legur siður í þessu húsi sem á mörgum enskum efnaheimilum, að neyta heita miðdegisverðarins seint á sunnudögum. Soames BRANDUR 1 HLIÐINNI NORSKT ÆVINTÝRI 5 sem hafði svín meðferðis. Og ég skipti við hann á hestinum og fékk svínið í staðinn“. „Nei, nei, nei, nei,“ sagði þá kerlingin. „Það er einmitt sama og ég hefði gert. Nú fáum við flesk í matinn. Við ætt- um nú að geta boðið nágrönnunum í mat. Og nú sé ég, að við hestinn höfum við ekkert að gera. Nágrannarnir myndu bara segja, ef við færum að keyra í kerru til kirkjunnar með hest fyrir, að við gætum ekki lengur gengið sökum stæri- lætis. Farðu nú út og settu svínið inn,“ sagði kerlingin. „En, ég hef ekki svínið hérna,“ sagði þá Brandur. „Ég skipti nefnilega á því og geit.“ bætti hann við. Fram.tíharatvLima Stúlka, vön skrifstofustörfum óskast. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun áskilin. Umsókn sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Trygging —415“. THE ANGLO-ICELANÐIC SOCIETY Komið hefir til mála að leikflokkur frá Oxford-háskóla dveijist í Reykjavík vikutíma, síðari hluta marz-mán- aðar og sýni leikrit eftir Shakespeare. Er ætlunin að koma gestum þessum fyrir á einka- heimilum og eru meðlimir Anglia og aðrir þeir, sem hýsa vildu einhverja leikendanna, beðnir að hafa samband við Hallgrím Fr. Hallgrímsson í síma 1420 eða Hilmar Foss í síma 4824 fyrir 6. jan. Stjórn ANGLIA Tilley Sterkari Befri Ódýrari Spyrjið um þær hjá kaupmanni yðar. w > Agenleri ' X 246 TL'106 Tilley stormlugt. Vfc*" Tilley Borðlampi. 8 K0SENHAVN Nýkomin Gúmnústígvéi fyrir börn og unglinga, hagkvæmt verð. a efan kjunnaróóon Austurstræti 12 ■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■ ’i «■•■ Nr. 10/1953 Tilkynning Vegna breytinga á verðjöfnunargjaldi hefur Fjárhags- ráð ákveðið nýtt hámarksverð á olíum sem hér segir: Hráolía, hver lítri. kr. 0.74V2 Ljósaolía, hvert tonn. — 1310.00 Verð á benzíni helzt óbreytt kr. 1.72 hver lítri. Að öðru leyti haldast óbreytt ákvæði tilkynningar ráðsins frá 31. júlí 1953. Reykjavík, 31. desember 1953 VerSlagsskrifstofan, SLMDHÖLLIIM er opin í dag cins og venja er til á sunnudögum, en vcrður annars lokuð þessa viku vegna ræstingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.