Morgunblaðið - 05.01.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 BÚSKAPURIIMIM 1953 AF AUSTURLANDI er mér skrifað, rétt fyrir áramótin: „Eftir mörg ill og erfið ár kom nú fágætt góðæri, sem hresst hef- ur menn og dýr. Sumarið er með allra beztu sumrum, sem ég man eftir og sama veðurblíðan hefur verið í allt haust, með smávægi- legum íhlaupum. Grasspretta var mjög góð, þó spruttu harðlend tún seint, vegna frostanna í vor“. Fréttaritari Morgunblaðsins, að Bæ í Skagafirði, kemst svo að orði um sömu mundir: „Sumarið var með eindæmum gott og gjöfult öllum, sem jarð- rækt stunduðu, svo menn muna varla slíkt.--- Haustið og það sem af er vetr- ar hefur einnig verið með ágæt- um, oftast auð jörð, vötn og læk- ir auðir og silungur haldið sig við land eins og á sumardegi. Mjög stormasamt hefur verið og haust- vertíð sjávarbóndans alveg brugðist.------ Mikið hefur verið framkvæmt af húsabótum og ræktun og véla- kostur aukizt. Áhyggjuefni er þó að fólki fækkar í sveitunum en flytzt í þorpin og kaupstaðina. Við horfum vonglaðir til auk- innar ræktunar í sambandi við Áburðarverksmiðjuna og sér- staklega sjáum við í hillingu raf- Ijósin á hverjum bæ, en um þau mál er einna mest talað. ---- Okkur Austur-Skagfirðingum virðist því bjartara fram að líta en oft áður“. Þessi tvenn ummæli bregða mjög réttu ljósi yfir aðstöðu bænda og landbúskapar á árinu sem leið, að því er til árferðis kemur, þó að blíðviðri hafi ekki verið óslitið alls staðar og veður- far síðustu mánuði ársins jafnvel valdið nokkrum erfiðleikum sums staðar og á ég þá einkum við votviðri og umhleypinga á Suðvesturlandi. Síðustu fjóra mánuði ársins hefur úrkoma á Suðurlandsundirlendinu verið álíka að vöxtum eins og meðal úrkoma ársins síðasta aldarfjórðung. — Úrkomu- magnið á árinu, á Sáms- stöðum í Fljótshlíð mun t.d. hafa orðið um 2200 mm, á móti 900—1100 mm á undanförnum ár- um. Þingvallavatn hefur sömu sögji að segja, en vatnsborð þess er um feti hærra heldur en nokkru sinni fyrr í manna minn- um. Og þó var sumarið með á- gætum og leyfði góða nýtingu á heyjum. Sýnir þetta bezt á hve miklu veltur hvernig veðurfar fellur á mismunandi tíma ársins, og að heildartölur hita og úr- komu tjá lítið um veðurheill búskaparins. HEYSKAPUR Landið okkar er grasland flest- um löndum fremur, og gras er í raun og veru hin eina uppskera, sem alltaf er örugg að heita má, ef þekkingar og dugnaðar er neytt við búskapinn. Undantekn- ingar í einstöku aftaka árum eru ekki annað en samræmi þess sem vitað er, að allar greinar ræktunar og jarðargróða geta orðið fyrir áföllum, í einstöku ár- um hvar sem er á hnettinum. Eitt í ár, annað að ári, eitt á þess- um stað annað á hinum. Taða í tóft, er undirstöðuatriði um alla afkomu bænda. En þrátt fyrir þetta hefur það allt til þessa verið heyleysi og aftur hey- leysi, sem hefir verið mesta mein semd íslenzks landbúnaðar. — Oeðlileg fóðurbætiskaup, í því sambandi, hafa girt fyrir að koma framleiðsluháttum í heil- brigt horf. Afkoma sumarsins um heyskap, varð yfirleitt með á- gætum bæði um magn og nýt- ingu, svo að velflestir bændur voru í haust óvenjulega vel undir veturinn búnir, en mestu munar þó hve bændur á Austurlandi mættu nú vetrinum við betri að- Stæður um heyjaforða, heldur en Aramótahugleiðiimgar EFTIR ÁRIMA G. EYLAIMDS WT^ mörg undanfarin haust. Hinn miKii og góði heyskapur hlýtur að spara bændum mikil kaup á fóðurbæti ó þessum vetri og bæta þannig aðstöðu þeirra, sem vel er. Þó kvarta margir bændur undan því að heyin séu létt og eigi jafn einhlýtt til gjafar eins og ætla mætti eftir útliti og verk- un. Mikil aukning nýræktar og mikil notkun tilbúins áburðar á sinn þátt í heyskapnum, en rangt er með öllu að eigna þeim mikils- verðu aðgerðum hina góðu út- komu að mestöllu leyti, eins og jafnvel heyrðist gert á umliðnu sumri, í fréttaflutningi. Árgæzka um veðurfar átti sinn mikla þátt í því hve vel heyjaðist, því má ekki gleyma við áframhaldandi átök til að tryggja fóðurfram- leiðsluna hvernig sem viðrar. Hinar miklu úrkomur á Suður- landi hafa valdið því að nokkur afföll hafa orðið á grænfóðri. Sums staðar eru slíkir akrar enn óslegnir og á öðrum stöðum hef- ur grænfóður nýzt illa sökum bleytu og forar á ökrunum. Um heyskap á fáeinum býlu'm má nefna: Á Bessastöðum 2400 hestar (1300) af töðu. Þar eru nú 60 nautgripir. Á Bessastöðum hafa hin síðustu 3 ár verið endurrækt- aðir 14 ha af gömlum nýræktar- túnum vegna áfalla kaláranna. Á Hvanneyri 5000 hestar (4000) af töðu og flæðiengjaheyi. Þar eru nú 120 í fjósi, 150 fjár og 15 hross. Á Hólum 4000 hestar (3000) nær eingöngu taða. Þar er nú á fóðrun 520 fjár, 60 nautgripir og um 60 hross. Á Vífilsstöðum 2500 hestar (2000). Nautgripir á Vífilsstöðum eru 85. Á Blikastöðum í Mosfellssveit 2400 hestar (1600). Þar eru nú 80 nautgripir. Á Sámsstöðum 1600 hestar (1300) af töðu. I Gunnarsholti á Rangárvöll- um heyjuðust um 6000 hestar. Þar er nú eitt mesta nautabú landsins, eða um 200 gripir. Af því eru um 60 blendingar af holdakyni. Allar svigatölur í grein þessari eru tölur ársins 1952. GARÐRÆKT OG KORNRÆKT Kartöflurækt heppnaðist ágæta vel. Engar heildartölur eru til um uppskeruna frekar venju, en áætlað er að uppskeran nemi allt að 150 þúsund tunnum, en 1952 er hún ekki talin nema 72 þús. tunnur. Mesta kartöfluuppskera undanfarna áratugi var 1941 124.860 tunnur. Grænmetisverzl- un ríkisins flutti inn 26.500 tunn- ur af kartöflum á fyrri helmingi ársins. Telja garðyrkjumenn að sá innflutningur hafi að nokkru leyti verið umfram réttmætar þarfir. Kál og annað grænmeti sem ræktað er úti spratt óvenjulega vel svo að varla hafðist undan með söluna. SúÝvenja skeði að hvitkál var t.d. selt á lægra verði heldur en gulrófur. Sölufélag garðyrkjumanna seldi meðal annars á árinu: 197 (180,6) smál. af tómötum, 12.523 (10.886) kassa af gúrkum, 117,8 (51) smál. af hvítkáli, 11,9 (7,3) af rauðkáli, 52,6 (38,4) smál. af gulrófum og 37.334 (45.098) kassa af blómkáli. Talið er að um 8új—90% af sölu slíkrar framleiðslu sé í höndum félagsins, en þó mismunandi eftir tegundum. Votviðrin í haust og skortur á hentugum geymslum mun hafa Birgðir af osti voru: 1. des. ’53 ca. 170 smál. 1. des. ’52 158 smál. Eitthvað af osti mun verða flutt út snemma á þessu ári. FJÁRSKIPTIN Þeim má nú heita lokið að fullu. Eyðingu hins gamla fjár- stofns í mæðiveikissveitunum lauk haustið 1952. Alls hefir á árinu 1944—’52 verið drepið nið- ur um 280.000 fullorðið fé, auk lamba, vegna fjárskiptanna og um 176.000 lömb hafa verið flutt inn á fjárskiptasvæðin um lengri eða skemmri veg. í haust voru flutt um 7000 lömb á svæðið milli Ölfusár og Árni G. Eylands. .Þjórsár, öll úr Þingeyjarsýslu. Á | svæðið milli Þjórsár og Rangár valdið verulegum afföllum af 500 lömb austan af Síðu. Á svæð- kartöfluuppskerunni og er ekki ið milli Rangár og Sólheimasands séð fyrir endann á því. Kartöflu- myglan greip um sig víða í geymslum. Hafa bændur í aðal- kartöflusveitunum sunnanlands notað kartöflur til fóðurs í all- miklum mæli af þeim ástæðum. Þó er þetta mjög misjafnt. Á Eyrarbakka var uppskeran talin nálægt 6000 tunnur. Þar voru menn að mestu eða öllu lausir við mygluna og uppskeran ágæt bæði að magni og gæðum. í Þykkvabænum er aftur á móti talið að skemmdir rýri mjög upp- skeruna og arð bænda af rækt- uninni. Af gróðurhúsum var mjög lítið byggt á árinu. KJÖTFRAMLEIÐSLAN Alls var slátrað 230 953 (246. 636) fjár, þar með talin sumar- slátrun Af því voru 222.957 (216. 040) dilkar. Meðalþungi dilka við haustslátrun var 14,93 kg en 14,6 kg haustið 1952. Innvegið kindakjöt í sláturhús- um var alls 3.505 smálestir, en haustið 1952 nam 3.747,9 smálest- um. Fækkun sláturfjár og minna kjötmagn í ár, er bein afleiðing þess að haustið 1952 var fargað mörgu fullorðnu fé í sambandi við síðasta áfanga fjárskiptanna. MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN Mjólkurbúin 9 að tölu (auk þeirra starfar 1 rjómabú á Egils- stöðum) tóku á 11 fyrstu mán- uðum ársins á móti 44,24 millj. kílóa af mjólk, en 39,84 millj kg á sama tíma 1952. Innvegið mjólkurmagn fyrstu 9 mánuði ársins var 37,98 millj. kg. Af því voru 15,83 millj. lítra selt sem neyzlumjólk (14,56). Seldur rjómi á sama tíma var 513.379 lítrar (490 þús. 1). Framleitt var þessa 9 mánuði: 10.000 lömb frá Vestfjörðum og 600 úr Öræfum og loks í Mýr- dalinn 2500 lömb af Síðu. Næsta haust verður enn flutt eitthvað af lömbum inn á svæðið milli Ölfusár og Hvalfjarðar. Hinn beini kostnaður ríkissjóðs vegna karakúlsjúkdómanna er nú orðinn 89,33 millj. króna. Má þó fullyrða að í raun og veru koma ekki öll kurl til grafar í þeirri upphæð. Af þessu er 15,36 millj. kostnaður við girðingar og vörslu. 3,07 millj. hefir verið varið til rannsókna og tilrauna á vegum Sauðfjársjúkdómanefndar, en 62,5 millj. króna hefir verið var- ið í bætur til bænda, uppeldis- styrki o. s. frv. Enn er garnaveikin eftir. Til- raunir með bólusetningu gegn henni halda áfram með fullum krafti og bændur láta bólusetja lömb og veturgamalt fé gegn veikinni. Áberandi mikill hugur er í bændum að fjölga fénu aftur. Ýtti hinn mikli og góði heyfeng- ur í sumar vel undir það. Þó en sé hægt að nýta hinn innlenda markað betur en gert er líður nú ört að því að undirbúa verður útflutning á frystu kjöti og leysa þann vanda, sem því er samfara um verðlag o. fl. Veltur þar á miklu. í því er engin framtíð fyrir sveitabúskapinn að hlífast við að framleiða. Hið eina sem dugir, er meiri og betri fram- leiðsla, er miðar að því tvennu í áenn að tryggja sölu í sam- keppni við aðra utan landstein- anna, þegar innanlandsþörfium er fullnægt, og að bæta hag fram- leiðendanna. JARÐARBÆTUR og BÚVÉLAKAUP Jarðræktarframkvæmdir á veg um ræktunarsambandanna héldu áfram fullum fetum á árinu. Hin- Kíló: Skyr....... 1.148.806 (1.063.996) Smjör .... 691.679 ( 503.895) Ostur .... 412.818 ( 553.035) Mysuostur . 65.199 ( 80 706) Nýmjólkur- duft .... 22.970 ( 20.765) Undanrennu- duft .... 72.380 ( 72.950) Lítrar: Undanrenna notuð í kasein . . 3.142.550 (3.350.570) Mjólk í niður- suðu .... 284.400 ( 146.640) Mjólkurflutningar til Reykja- víkur gengu yfirleitt vel allt árið og án verulegra truflana. Smjörbirgðir í landinu voru: 1. des. ’53 251 smál. 1. des. ’52 213 smál. ar miklu úrkomur í haust og vet- ur hafa þó tafið mjög mikið fyrir og ódrýgt mjög haustverk við jarðabætur, þó að ekki bagaði frost né klaki. Sums staðar hefur oifðð frá að hverfa að grafa skurði vegna óvenjulegrar bleytu í jörðu og á öðrum stöðum hefur orðið að grafa á hlerum, umfram venju og til stórtafa. Tölur yfir jarðræktarframkvæmdir ársins eru enn eigi til nema meira og minna áætlaðar. Hjá nýbýlastjórn var unnið í 8 byggðahverfum. 4 skurðgröfur unnu á vegum hennar og grófu 88,35 kílómetra af skurðum, 368,938 rúmmetra, en 1952 voru gröfurnar 3 og grófu 289.684 rúmmetra. I byggðahverfunum voru brotnir til nýræktar um 75 ha og sáð grasfræi í um 90 ha. Áætlað er að skurðgröfur Véla- sjóðs 30 að tölu hafi grafið rúm- lega 2 millj. rúmmetra, og eru það mestu afköst þeirra á einu ári til þessa. Þar við bætist svo afköst skurðgrafa ræktunarsam- bandanna en þær eru 10. Af grasfræi seldi SÍS og Mjólk- urfélag Reykjavíkur um 94 smál. en það svarar til.um 2350 ha nýræktar. Framlög ríkissjóðs til ræktun- arframkvæmda greidd á árinu (framkvæmdir 1952) námu: Til almennra jarðabóta 6,7 millj. kr. Til framræsluframkvæmda með skurðgröfum 4,03 millj. króna. Þar við bætist kostnaður vi>5 ræktunarframkvæmdir á vegum nýbýlastjórnar, jarðabætur á þjóð- og kirkjujörðum sem ganga til landskuldagreiðslu og framlög ríkissjóðs til kaupa á ræktunar- vélum. Því miður eru ekki tit neinar greinilegar tölur er sýna þetta allt ár frá ári. Skýrslum sem gerðar hafa verið um þessa hluti og birtar eru í Búnaðarrit- inu, Frey, Búnaðarskýrslum og víðar, ber lítt saman, ruglað er á milli ára og flest þar að lút- andi leiðinlega ógreinilegt. Er töluverð nauðsyn að úr þessu; verði bætt og teknir upp betri skýrsluhættir um slíka hluti. Nýbýlastjórn samþykkti stofn- un 84 (72) nýbýla og auk þess endurbyggingu á 35 jörðum, sem komnar voru í eyði, og ennfrem- ur flutning og endurbyggingu bæjarhúsa á 11 bæjum. Framlög til einstaklinga tiL ræktunar á nýbýlum námu ná- lægt 2 millj. króna (1.143.543) á árinu. Ræktunarsjóður veitti 623 lán á árinu, samtals 14.463.600 krón- ur. (17,16 millj.). Byggingasjóður veitti 174 ný lán á árinu og lánaði alls 8.978.500 krónur (9,9 millj.). Búnaðarbankinn eða þessir sjóðir hans fengu á árinu lán frá Alþjóðabankanum er nema um 23,9 millj. króna og þar við bæt- ast um 14,5 millj. sem veittar eru en eigi komnar til útborg- unar. Af tilbúnum áburði var selt 3.560 (2.406) smál. af köfnunar- efni, 1.670 (935) smál. af fosfór- sýru, og 1.380 (993) smál. af kalí. — Allt miðað við „hrein'* efni. Vélakaup ræktunarsamband- anna voru tiltölulega lítil, þatti hafa nú flest fullnægt nokkuð þörfum sínum á því sviði. Af nýjungum í búvélanotkún má nefna að 2 svokallaðir Skærpe-plógar komu til lands- ins. Annar þeirra var notaður í; Ölfusi með ágætum árangri. Hinn fór í Hornafjörð, en er enn eigi tekinn í notkun. Að Egilsstöðum á Völlum var keypt sax-sláttu- vél, það er vél sem sexar gras- ið jafnóðum og hún slær það og blæs því svo jafnharðan söxuðu upp í vagn til heimkeyrslu. Er það fyrsta vélin af þessari gerð, sem tekin er í notkun hér á landi. En vagnsláttuvélar, sem slá og fylla i vagn jafnóðum, án þess að saxa grasið, eru fáeinar í notkun. SKÓLARNIR Báðir bændaskólarnir eru full- skipaðir. Á Hólum eru 35 nem- endur í vetur, en 14 útskrifuð- ust vorið 1953. Á Hvanneyri eru 62 nemendur og af þeim 9 L framhaldsdeild. 29 luku þar venjulegu búnaðarnámi vorið 1953 og auk þess 3 úr framhalds- deild. í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum eru 7 nemendur en 10 útskrifuðust 1953. Nemendatalan í ár mótast að nokkru leyti af breytingu á reglugerð skólans. í vetur starfa 8 (7) húsmæðra- skólar i sveitum, tala nemenda var í des. alls um 211, en 184 á sama tíma 1952. í héraðsskóluhum eru um 650 Frh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.