Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 7
Þriðjudagur 5. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 Amerískir hersnenn gíeðja þýzk börn Frú Ragnheiður Terladéttir Nýlega var haldinn jólafagnaður í ameríska hersjúkrahúsinu í Vestur-Berlín fyrir þýzk börn. Börnin fengu þar góðan mat og ýmislegt góðgæti. — Hér sést yfirmaður ameríksa hersins í Vestur- Berlín, Charles P. Craig, ganga meðal hermanna. Sýningar Pjúðliik- hússins fyrir skólaf ó UNDANFARNA þrjá vetur hefur Þjóðleikhúsið gefið nemendum framhaldsskólanna í Reykjavík kost á því að sjá allmargar leik- sýningar fyrir hálfvirði, í þeim tilgangi að veita skólafólki, sem lítil fjárráð hefur að jafnaði tæki færi til þess að sækja góðar list- rænar leiksýningar. Þetta hefur verið mjög vin- sælt í skólunum og aðsókn skóla- fólks að leiksýningum Þjóðieik- hússins stöðugt farið vaxandi. Ein staka hjái'ómaraddir hafa ein- stöku sinnum sézt í smáklausu- dálkum einstaka dagblaða, þar sem þessi starfsemi leikhússins hefur verið kölluð fjárplógsstarf- semi og sagt að börnin séu nörr- uð til þess að sjá siðspillandi leikrit. í fyrra mánuði skrifaði Þjóð- leikhússtjóri öllum skólastjórum framhaldsskólanna í Reykjavík bréf til þess að kanna hvor nokk- ur slík skoðun, sem að ofan er getið væri til meðal skólanna, og til þess að hafa sem bezt samstarf við skólana um skólasýningar og lagði fyrir þá eftirfarandi spurn- ingar: 1. Teljið þér það siðspillandi fyrir nemendur yðar að sjá þær leiksýningar sem þeim hefur ver- ið gefinn kostur á að sjá í Þjóð- leikhúsinu? 2. Teljið þér það f járplógsstarf- semi hjá Þjóðleikhúsinu að gefa nemendum yðar kost á að sjá ieiksýningar fyrir hálfvirði? 3. Teljið þér það óheppilega aðferð að auglýsa leiksýningarn- ar með því áð senda áskriftar- lista i skólana? Ef svo er, hvaða aðferð teljið þér heppilegrí? 4. Hve margar leiksýningar teljið þér að hæfilegt sé að gefa nemendum yðar kost á að sjá yfir veturinn? 5. Teljið þér að bjóða eigi nem- endum eingöngu til þess að sjá gamanleiki eða ieikrit alvarlegs efnis, eða hvorutveggja? 6. Óskið þér eftir að Þjóðleik- húsið hætti að bjóða nemehdum yðar í leikhúsið fyrir hálfvirði, eða haldi því áfram? Svör hafa nú borizt frá nær því öllum skólastjórunum sem öll eru á einn veg. Lýsa þeir einróma ánægju sinni yfir þessari starf- semi Þjóðleikhússins og óska að það haldi henni áfram, og telja hana til mikils menningar auka fyrir nemendurna og skólana. 1., 2. og 3. spurnifigu svöruðu all- ir neitandi. 4. spurningunni svara flestir, 4—5 sýningar yfir vetur- inn eða sem flestar. Sumir benda á að nemendur sæki kvikmynda- hús vikulega og' ættu nemendur þvi ekki síður að sækja leikhús. 5. spurningunni svara allir með því að óska bæði eftir gaman- leikjum og leikritum alvarlegs efnis. Allir svara 6. og síðustu spurningunni á þá leið að þeir óski eftir að Þjóðleikhúsið haldi áfram að gefa skólum kost á léik- sýningum með sömu kjörum og verið hefur og leggja áherzlu á menningargildi þess fyrir nem- endur að sjá góðar leiksýningar. Einn skólastjórinn segir t. d. með- al annars: „Ég tel að það sé fé- lagslegur og siðferðislegur ávinn ingur, að unglingar eigi þess kost að sækja leiksýningar í Þjóðleik- húsinu nokkrum sinnum á vetri. Þar kynnast þeir, að auki, um- gengnisháttum og samkvæmis- brag, sem verða mætti þeim til fyrirmyndar.“ Annar skólastjóri segir: „Menn ættu að geta verið sammála um það, að slík kynn- ing á bókmenntum og leiklist meðal æskufólks er heilbrigð og holl“. Þánnig eru skoðanir skóla- stjóranna og allir óska þess ein- dregið í lokin að Þjóðleikhúsið haldi skólasýningum áfram með sama sniði og verið hefur. A GOÐUM stofni var frú Ragn- heiður Torfadóttir göfug grein. í æskuheimilinu sínu í Olafsdal ólst hún upp við heimilisbrag fágætrar - menningar, en ættar- mótið bar hún með sér alla ævi og hún ávaxtaði þann góða sjóð sjálfri sér og foreldrum sínum til sæmdar, sem húsfreyja, móðir og kona. Hún giftist aldamótaárið Hirti Snorrasyni skólastjóra, síðar bónda, landbúnaðarfrömuði og alþingismanni. og tók þá stjórn á stóru heimili. En hún var stóru vön úr Ólafsdal og heimili sínu á Hvanneyri, Skeljabrekku og Arnarholti stýrði hún af frábærri atorku, svo að á orði var haft. Frú Ragnheiður var prýðileg- um gáfum gædd og yfir fram- komu hennar og öllum daglegum háttum var sú manndómsheið- ríkja, sem athygli hlaut að vekja. Lengi ævinnar lifði hún umsvifa- miklu lífi, en því sálarjafnvægi var hún gædd, að í öllum um- svifum og önnum varðveitti hún virðuleik hinnar skapföstu konu og þá rósemi í háttum, sem bar tiginni konu vott. Hinir fjölmörgu heimilismenn frú Ragnheiðar frá fyrri árum geyma mynd þeirrar konu, sem var móðir hússins í bezta skiln- ingi, stjórnsöm og regluföst í öll- um háttum, en jafnframt svo móðurleg og mild við margmenni það, sem tíðast var í húsum henn- ar, að í hennar hendi kusu allir að eiga hlut sinn. Þessi samruni móðurlegrar mildi og skapfastrar stjórnsemi einkenndi hana mest. Hún var hófsöm kona í meðlæti og rósöm í sorg, og hún var af- burða móðir sona sinna þriggja. Hún hafði fengið ágæta mennt- un bæði innan lands og utan, en arfurinn heiman úr Óiafsdal mun hafa enzt henni bezt. Um aldir hefir íslenzk heimilismenning verið borin uppi af þeim arfi, sem móðirin seldi dóttur sinni í hönd. Þár rann frá kynslóð til kynslóð- ar sú æð, sem nærði íslenzk heimili, og í þeirri keðju kynslóð- Minningsrorð anna var frú Ragnheiður Torfa- dóttir virðulegur fulltrúi. Allir, sem þekktu hana, minn- ast hennar með mikilii virðingu. Hún var göfug kona og góð. J. A. * ÞANN 27. des. s. 1. andaðist frú Ragnheiður Torfadóttir að heim- ili sínu Eiríksgötu 27 í Reykja- vík rúmlega 80 ára að aldri. Fædd var hún í Ólafsdal í Dalasýslu 17. júní 1873, dóttir hinna þjóðkunnu hjóna þar, Torfa Bjarnasonar skólastjóra og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Mun hún hafa , dvalið á æskuheimili sínu fram um tvítugsaldur að hún fór til nárns í Kvennaskóla Reykjavíkur. Fór hún að -því loknu til Danmerkur til frekara náms. Danir Voru þá taldir flest um þjóðum fremri um vöru vöndun búfjárafurða, einkum mjólkuraíurða. Kom henni þetta að góðu í æfisíarfi hennar síðar. Þann 19. september árið 1800, giftist hún Hirti Snorrasyni er þa hafði verið skólastjóri bún- aðarskólans á Hvanneyri frá því um vorið 1894. ■ | Vörubílaeigendur m m l Tökum að oss niðursetningu á vélsturtum ■ ■ ! og að ganga frá palii. iárnsmiðjón Kyitdill við Suðurlandsbraut — Sími 82778. LEICA Til söln Leiea myndavél á- samt 3 aukalinsum (2 tele- photo og 1 wide angle), f;lt- erum og fleiru. Allt sem nýtt. Hagstætt verð, ef sam- ið er strax. Þeir, sem vildu sinna þesu, sendi nöfn sín á afgi*. blaðsins fyrir 10. þ. m., merkt: „Leica — 442“. Stúlkur vanar saumaskap óskast strax. Feldur h.f. Saumastofan Laugaveg 105 (V. hæð). (Gengið inn frá Hlemmtorgi). Biðu hennar þar mikil og margvísleg verkefni. Búrekstur umfangsmikill. Heimilið mann- margt, 30—40 manns, nemendur og vinnuhjú, smiðir og aðrir starfsmenn við húsabyggingar er þá voru miklar. Erfiðastur mun. þó hafa verið veturinn 1903— 1904, þegar íbúðarhúsið brann í október um haustið og þau hjón- in misstu að kalla mátti aleigu. sína og sumarið eftir veikinda- samt og annríkisfullt vegna end- urbyggingar hússins og að afla allra hluta handa allslausu heim- ilisfólki. Varð þeim hjónum þetta mik- il þrekraun, sem nærri má geta. Mun mörgu af því heimllisfólki, sem enn er á lífi, minnisstæð- nærgætni og umhyggja húsmóð- urinnar. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, skildu þau hjónin við rausnar- bú og myndarlegan húsakost vor- ið 1907 er þau fluttu þaðan. Veit. ég vel, að gjarnan mundi Ragn- heiður, að minnst væri að nokkru. samstarfsfólks hennar á Hvann- eyri þessi ár, sem því miður gefst ekki kostur hér. Aðeins get ég Soffíu, systur Hiartar, siðar húsfreyju í Bónd- hól, dáin fyrir ári síðan. Af- burða dugnaðarkona. Góður starfsfélagi var einnig mágkona Soffíu, Jónína Jónsdóttir, hús- freyja í Hlöðutúni, með hátt- prýði sinni og , ljúfmennsku. Vorið 1907 keypti Hjörtur Ytri-Skeljabrelcku í Andakíls- hreppi. Niðurnídda jörð, nálega ,sem eyðijörð að húsum og öðru. Skildu þau hjón við hana upp- byggða og stórbætta að ræktun, er þau seldu hana og keyptu Arnarholt í Stofholtstungum vor- ið 1915. Hjörtur andaðist þar 1. ágúst 1925. Voru þá synir þeirra á æskuskeiði. Torfi þá nýlokið stúdentsprófi og Snorri og Ásgeir unglingar að aldri. Eftir það bjó Ragnheiður i Arnarholti í 10 ár, er hún seldi jörð og bú, og dvaldi þá um skeið eftir það hjá Torfa syni sínum, er þá var sýslumaður og- bæjarfógeti á ísafirði. Árið 1939 fluttist hún til Reykjavíkur. Var heimili henn- ar á Eiríksgötu 27 til dánardæg- urs. Hús þetta keypti hún þegar hún seldi Arnarholt. tlafði þá við orð, að þegar hún seldi fast- eign, vildi hún kaupa fasteign. Reyndist þetta farsæl ráðstöfun, er sýnir hagsýni hennar og ráð- deild. Þó að framangreind atriði í æfisögu Ragnheiðar sýni að hér er um að ræða konu, er haft hefur til að bera dugnað, hag- sýni og ráðdeild með afbrigðum, þá er æfisaga hennar þar með lítt rakin. Saga eiginkonunnar, móður- innar, gáfuðu og umhyggjusömu húsfreyjunnar. Sú mikla saga verður aldrei skráð til fullnustu. Hún verður aðeins til í hug og hjarta ástvinanna, samferða- jmanna og vina, sem nutu vel- | éerða hennar. Það eru dulrúnir j ástúðar og þakklætis. Helgi- I dómar, sem hikað er við að fjalla um, svo þsim verði ekki mis- j boðið. I Áhrif þeirra og gildi fyrir ást- ! vini og samferðamenn getur eng- inn rakið svo sem vert er. Allur sá hópur blessar minningu þess- arar góðu konu. Magnús Jónsson. Ungan mnnn vantar á endurskoðunarskrifstofu. Þarf að hafa lokið prófi frá Verzlunarskóla íslands eða hafa tilsvarandi verzlunarmenntun. Eiginhandarumsókn, ásamt meðmælum, éf fyrir hendi eru, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. janúar, merkt: „Endurskoðun og bókfærsla — 418“. arvmur Framh. af bls. 6. forystumanna þeirrar valda- stefnu. „Sovétríkin eru staðreynd", segir Kiljan. Og það er að sjálf- sögðu rétt. Með hverjum degi verður það erfiðara fyrir flolcks- menn hinnar íslenzku kommún- I istadeildar að sætta sig við þá staðreynd og hlíta þeim starfs- reglum og þeim aðgerðum sem hinum fjarstýrða flokki er fyrir- skipað að hlýða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.