Morgunblaðið - 05.01.1954, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. janúar 1954 j
SMGJl rOESYTMJVNM
- RÍKI MAÐURINN -
Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði
Framhaldssagan 18
hafði látið svo um mælt skömmu
cftir að hann kvæntist: „Þjón-
ustufólkið verður að gefa okkur
heitan mat á sunnudögum. Það
hefur hvort sem er ekki annað
að sýsla en að spila á harmoníku“
Þessi venja hafði ekki mætt
neinum mótmælum hjá þjón-
ustufólkinu, því að það bæði
elskaði og virti Irenu, sem æ var
reiðubúin, þrátt fyrir allar erfða-
venjur og siðu, til þess að virða
rétt þess. Soames fannst fremur
•fátt til um þetta hjá henni.
Hjónin sátu saman, en ekki
andspænis hvort öðru við fagra
rósviðarborðið, sem var dúklaust
-- tákn fyrirmennsku og við-
hafnar. — Hvorugt hafði mælt
orð af munni á meðan hann mat-
aðist.
Soames naut þess á meðan
hann mataðist, að tala um við-
skipti sín eða annað, sem við
hæfði borið um daginn, og þögn
Irenu særði hann ekki þá stund-
ina. En þetta kvöldið var honum
tregt um tungutakið. Samvizku-
bitíð hafði ónáðað hann alla vik-
una, sökum þess að hann hafði
ckki sagt henni frá byggingar-
áformum sínum, en nú hafði
hann ákveðið að úr því skyldi
verða.
Hvað olli því, að hann varð
ávallt hikandi og óstyrkur í
návist hennar? Hún hafði ekki
einu sinni 'rennt augunum til
hans frá því að þau settust við
borðið, og hann braut heilann
um, hvað hún gæti verið að
hugsa. Það var óneitanlega nokk-
uð hart, að hún skyldi sitja þarna
með hálfgerðum ólundarsvip,
cnda þótt hann legði hart að sér
til þess að láta hana hafa alls-
nægtir. í rauninni var þetta næg
ástæða til þess að standa upp og
ganga út.
Bjarminn frá lampanum, með
rósrauða hjálminum, lék um háls
hennar og handleggi. Soames
hafði unun af því að hafa hana
samkvæm'isklædda við miðdags-
borðið. Það vakti hjá honum þá
kennd, að hann stæði þrepi
hærra en flestir stéttarbræður
hans, því að konur þeirra létu
sér nægja að vera í kjólum háum
í hálsinn, þegar þær snæddu
heima. Rafgullt hárið og bjart
liörundið skar dásamlega af við
dökk fögur augun í rósrauðum
1 j ósbj armanum.
Gat nokkur maður hrósað sér
að eiga nokkuð snotrara en þetta
borð með hinum hlýja, sefandi
lit, skrautlegum rósum í rúbin-
rauðum glösum og dýrmæta
silfurborðbúnaði. Og gat nokkur
maður átt nokkuð fegurra en
þessa konu. Þakklætissemin var
ekki Forsytunum í blóð borin.
Þeir höfðu brotist áfram af eigin
rammleik þurftu ekkert á þeim
eiginleika að halda. Og í huga
Soames bjó aðeins gremja, sem
nálgaðist kvöl út af því að vita
það, að hann átti ekki þessa
konu, sem að lögum var hans, og
að hann skyldi ekki geta rétt út
hendina eftir henni eins og rós-
unum, sogað að sér ilminn og
komist að innstu og dýpstu leynd
armálum hjarta hennar.
Allt annað, sem hann átti allt,
sem hann hafði safnað, sjaldgæfu
silfurmunirnir, málverkin, húsið,
og eignirnar, allt þetta vakti hjá
honum innilega og djúpa gleði —
en hún veitti honum enga.
„Skriftin á veggnum“ í þessu
húsi hans, minnti hann sí og æ
á að þessi kona væri ekki fyrir
hann, enda þótt hin raunsæa
skynsemi hans reyndi að andæfa
gegn þessum dularfulla ógæfu-
boða. Hann hafði kvænzt Irenu,
hún var hans eign, og honum virt
ist það andstætt þeim rétti, eign-
arréttinum, sem hann virti mest,
ef hann ætti aðeins líkama henn-
ar, ef hann þá var hans eign, en
um það var hann jafnvel farinn
að efast. Ef einhver hefði spurt
hann, hvort hann girntist það að
eiga sál hennar, mundi honum
hafa fundist spurningin bæði
hlægileg og væmin, en þó var
það í rauninni þetta, sem hann
þráði, en skriftin á veggnum
sagði honum, að það myndi hon-
um aldrei auðnast.
Hún var alltaf þögul og hlé-
dræg. f hinu blíða viðmóti henn-
ar lá falin ákveðin andúð gegn
því að láta tilfinningar sínar í
Ijós. f rauninni hafði hann ekki
hugboð um, hvort hún elskaði
hann eða ekki — og hann spurði
sí og æ sjálfan sig: „Á þetta
ávallt að vera svona?“
Eins og flestir af samtímamönn
um hans, sem lásu skáldsögur —
og Soames var mjög sólginn í
það — komst hann ekki hjá því
að þær mótuðu mjög lífsskoðun
hans, og allur þessi lestur hafði
smám saman sannfært hann um,
að hér væri aðeins um tímaatriði
að ræða: Að síðustu fór það
ávallt svo, að maðurinn vann ást
konunnar. Og ef það bar við, að
svo færi ekki, þá dó konan alltaf
með beizkar sjálfsávítur á vör-
unum, eða ef það var maðurinn
sem dó — og það var nú fremur
ógeðfelld tilhugsun ■— þá kastaði
hún sér yfir náinn, þjáð og kval-
in af samvizkubiti! En þær sög-
ur, sem þannig enduðu voru
Soames ekki að skapi.
En þetta kvöld var Irena
óvenju þögul. Hann hafði aldrei
fyrr séð þenna svip á henni, og
þar sem það ávallt er hið óvenju-
lega, sem vekur geig, þá varð
Soames mjög órótt. Hann át eggja
kökuna, og rak á eftir þjónustu-
stúlkunni, þegar hún strauk mat-
inn af borðinu með silfurburst-
anum. Hún var ekki fyrr komin
út úr stofunni, þegar hann hellti
í portvínsglasið sitt og sagði:
„Hefur nokkur komig hér í
dag?“
„Já, June“.
„Hvað vildi hún?“ Öllum For-
sytunum tannst það sjálfsagt að
menn hefðu eitthvert erindi, ef
þeir fóru eitthvað. „Hún hefur
auðvitað komið til þess að tala
um unnustann“.
Irena svaraði þessu engu.
„Mér sýnist svo sem hún muni
vera hrifnari af honum en hann
af henni. Hún er alltaf utan í
honum“.
Svipurinn á Irenu móðgaði
hann.
„Þú hefur engan rétt til þess
að tala svona“.
„Því ekki? Þetta dylst eng-
úm“.
„Það er ekki satt, og þá svo
væri, þá er það dónalegt að hafa
orð á því“.
Nú var þolinmæði Soames
þrotin.
„Þú ert ágæt kona“, sagði hann,
en með sjálfum sér furðaði hann
sig á, hversu óstint hún hafði
svarað honum — það var svo
ólíkt henni. „Þú sérð ekki sólina
fyrir June, en það get ég sagt
þér, að eftir að hún fékk „ræn-
ingjann“, í eftirdrag, er henni
nákvæmlega sama um þig, og
það muntu komast að raun um.
En annars muntu nú ekki hafa
svo mikið af henni að segja hér
eftir, því að við flytjum út í
sveit“.
Honum þótti gott að hafa get-
að haft þessa misklíð að yfir-
skyni, er hann færði henni þessa
frétt, en gleðin dofnaði skjótt,
er hún svaraði honum engu
„Það sýnist svo sem þú látir
þig þetta litlu skifta“, hélt hann
áfram.
„Mér var þetta kunnugt".
Hann leit hvasst á hana.
„Hver hefur sagt þér það?“
„June“.
„Hvaðan vissi hún það?“
Irena svaraði engu. Hann hélt
áfram ruglaður og reiður.
„Þetta er ágætt fyrir Bosinney.
Það bætir aðstöðu hans. Hún hef-
ur auðvitað sagt þér allt?“
„Já“.
BRANDUR í HLÍÐIIMfta
NORSKT ÆVINTÝRI
6
„En ég skipti á henni og geit,“ sagði Brandur við konu
sína.
„En hve þú ert hugulsamur,“ hrópaði kerlingin upp yfir
sig. „Nú skaltu fara niður og hleypa geitinni inn,“ bætti
hún við.
„Geitina á ég ekki lengur,“ sagði þá Brandur. „Þegar ég
var kominn nokkurn spöl með hana, skipti ég á henni og
sauðkind.“
„Já, það er sem ég gegi, þú gerir allt eins og ég hefði sjálf
gert. Við höfum bókstaflega ekkert að gera við geit. Á
hverju kvöldi þyrfti maður sýknt og heilagt að koma henni
heim á kvöldin. Nú fáum við aftur á móti kjöt af kindinni
og band til þess að vefa í föt. Hleyptu nú kindinni inn,“
sagði konan við Brand.
„En ég hef ekki sauðkindina“, sagði Brandur. „Ég skipti
nefnilega á henni og gæs.“
„Þakka þér hjartanlega fyrir hugulsemina,“ sagði kerling-
in. Þetta Var þjóðráð, að skipta á kindinni, því ég á engan
rokk. Hleyptu nú gæsinni inn,“ sagði kerlingin.
„Ég skipti á henni og hana,“ sagði þá Brandur. „Ég hafði j
ekki gengið lengi, þegar ég mætti manni, sem var með hana, •
og ég lét hann hafa gæsina, en fékk í staðinn hana.“ |
„Ég er svo aldeilis hissa á þessu öllu saman,“ hrópaði
kerlingin og Ijomaði ölí af ánægju. 1
Stöðvarhifreið
óskasl keypl.
Uppl. í síma 80715.
Ráðskona
óskast á fámennt sveita-
heimili í nágrenni Reykja-
víkur. Uppl. í síma 6769.
ÍBÚD
Fámenna, reglusama fjöl-
skyldu vantar íbúð. Stand-
setning á íbúðinni kæmi til
greina. Einnig væri um að
ræða húshjálp eða píanó-
kennslu. Uppl. í síma 2403.
Einhleypur maSur óskar
eftir góðri
STOFU
eða herbergi með sérinn-
gangi. Mætti vera í kjallara.
Tilboð, merk: „Einhleypur
— 445“, sendist afgr. Mbl.
fyrir 14. þ. m.
Peniogaská pur
til sölu.
Verzlun
Axels Sigurgeirssonar,
Barmahlíð 8.
Ræstingaikonu
vantar nú þegar.
Verzlun
Axels Sigurgeirssonar,
Barmahlíð 8.
Góð stúlka
vantar í Sjúkraskýli Rauða
krossins í Sandgerði næst-
komandi vetrarvertíð. Uppl.
í skrifstofu Rauða krossins,
Thorvaldsensstræti 6, símar
4658 og 80311.
3 herbergi
og eldhús óskast til leigu.
Get útvegað stúlku í hálfs
dags vist. Uppl. í síma
80314 eftir kl. 8 í kvöld.
IMykomíÖ
stórt úrval af sænskum
byggingavörum:
ÍJtidýraskrár, krómaðar
Útidyralamir, kopar-króm.
Skápalamir
Altanhurðalamir
Hilluvinklar
Ilorðvinklar
Kistulainir
Bílskúralamir
Innidyraskrár með hunum
Gluggajárn galv.
Gluggakrækjur
FjaSralamir (svinglamir)
Stormkrókar, krómaðir.
JLZa
/
a mi j «v i ii
Bíll
4—6 manna, óskast (sendf-
ferða- eða pallbíll koma til
greina). Uppl. í síma 6950.
HERBERGI
til leigu á Ránargötu 11, I.
hæS. — Reglusemi áskilin.
Gtgerðamien n
HafnarfirSi.
2 áreiðanlegar stúlkur óska
eftir ráðskonustöðum á kom-
andi vertíð. Uppl. Öldugötu
15, Hafnarfirði.
Hafnfirðingar
Tvo unga sjómenn vantar
eins eða tveggja manna her-
bergi í Hafnarfirði í vetur.
Tilboð leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir fimmtudagskvöld,
merkt: „Sjómenn — 438“.
Ritvél
óskast á leigu til vorsins. —
Gæti litið eftir börnum á
kvöldin eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 81517
eftir kl. 3 síSd. Skólastúlka.
SjómaSur í millilandas'gl-
ingum óskar eftir góðu
HERBERGI
Uppl. I síma 82733.
TIL SÖLU
nýr Phillips . plötuspilari,
long playing plötur, krystall
og silfurborðbúnaður og
önnur búsáhöld. Upplýsing-
ar Tjarnargötu 11, 3. hæð,
eftir kl. 6,15 daglega.
STÚLKA
óskast á fámennt svcita-
heimili. Má hafa með sér
barn. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir föstudagskvöld,
merkt: „Ábyggileg - 443“.
Klæðskerasveinn
óskar eftir atvinnu strax
eða síðar. 1. flokks meðmæli.
Tilboð, merkt: „1. flokks —
444“, sendist blaðinu fvrir
hádegi á laugard. 9. þ. m.
HERBERGI
Ung stúlka óskar eftir her-
bergi með innbyggðum skip-
um, í mið- eða vesturbsn-
um. Gæti setið hjá börnum
1—2svar í viku. — Tilboð
seiítíist Mbl., merkt: „Stúlka
— 441“, fyrir 8. þ. m.
Duglegir
Trésmiðir
óskast í mótavinnu. Taxti
eða tímakaup. — Uppl. í
síma 5120.
Ungur, reglusamur skrif-
stofumaður óskar eftir
HERBERGI
til leigu frá 1. febr., helzt í
Austurbænum. — Uppl. í
síma 82833 og 81810.