Morgunblaðið - 13.01.1954, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.01.1954, Qupperneq 1
12 síður og Heimdallur . fe. A*. . 41, árgangur. 9. tbl. — Miðvikudagur 13. janúar 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjölþættar umhætur í skólamálum bæjarins Langhollsskólinn nýi Neyðarástand í Ölpum Lm 200 manns □---------□ Hraðlest í snfóflóði -s> r Aherzla lö«ð á að vernda ö heilsu barnanna og létta undir með heimilunum 6600 börn í barnaskólum Reykja- víkur í vetur REYKJAVÍKURBÆR hefur lagt hina mestu áherzlu á aS reisa vönduð skólahús, sem fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru á hverjum tíma til slíks reksturs. Fyrir atbeina bæjarfélagsins fer fram mjög víðtæk starf- semi í skólunum tii að vernda hreysti barnanna og létta undir með heimilunum um allt, sem lýtur að heilsu þeirra. Mörg nýmæli í skólarekstri hafa verið tekin upp. Á næstu árum mun skólaskyldum börnum og unglingum f jölga mjög og er þörf mikilla framkvæmda í skólamálum bæjarins á næstu árum. Sjálfstæðismenn vinna að framgangi þessara mála af al- hug, því þeim er ljóst, að velferð æskunnar er velferð Reykjavíkur. Hér fara á eftir nokkrir þættir um ýmislegt, sem lýtur að skólahaldi í Reykjavíkurbæ. gnafnir í snjóflóð VÍNARBORG 12. jan. — Að minnsta kosti 130 manns hafa farizt eða er saknað í stórkostlegum snjóflóðum, sem urðu i Vorarlberg-héraði í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Svisslands. Járnbrautasamgöngur hafa stöðvazt og sumir bæir eru gersamlega einangraðir, svo að fullkomna heildar- mynd hafa menn ekki yfir tjónið. Undanfarna daga hefur verið mikil snjókoma í Mið-Evrópu. Hefur fennt feykilega í Alpa- j fjöllum. í gær brá skyndilega til þýðu og var asahláka í dag. Olli það snjóflóðum. □-----------------------□ BÆRINN BLONS LIGGUR GRAFINN í FÖNN , I bænum Blons í Vorarl- berg búa 400 manns. Fyrsta snjóskriffan féll yfir bæinn Snemma í gærmorgun. Meðan tojörgunarsveitir voru aff vinna aff því aff grafa fólk út úr húsunum féll önnur skrið- an, sem var sýnu meiri. Bær- Inn er algerlega einangraður svo aff meira að segja lög- reglustjórinn í Blundez, sem er næsti bær, gat ekki gefiff ■nánari upplýsingar. Þó er vit- aff að 50 manns eru grafnir þar inni. Var þá unnið aff því að gera út leiðangur skíffa- manna til bæjarins. Verffa þeir aff fara stóran krók yfir heiffar, því að þykkir snjó- skaflar slúta yfir veginn til toæjarins, sem geta þá og þeg- ar falliff. □-----------------------□ SAMGÖNGUR ROFNAR Geysivoldugt snjóflóð kom yf- ir járnbrautarbæinn Dalars, sem er á aðaljárnbrautarlínunni milli Vínarborgar og Svisslands. Tvö lík hafa fundizt þar og einn kom- izt lífs af. Enn er grafið í snjóinn og leitað að níu manns til við- bótar, sem voru í stöðvarhúsinu. Fréttir berast víða að um snjó- flóð. Þó munu öll kurl ekki enn komin til grafar. því að síma- línur eru slitnar, vegir og járn- brautir ófærar. ÞYRILFLUGUR FÆRÐAR AÐ Opinber tilkynning var gefin út um það í kvöld að áfram- haldandi snjóflóðahætta væri í Vestur-Austurríki. — Eru ferðir bannaðar um ýmsa fjallvegi og björgunarsveitir kvaddar út. — Hermenn úr hernámsliðum Bandaríkjamanna og Breta vinna ötullega með austurrískum björg- unarsveitum. Kemur það sér sér- lega vel að Bandaríkjamenn eru að flytja til nokkrar þyrilflugur, sem einkum munu koma að gagni við bæinn Blons. FRÉTTIR AF SNJÓFLÓÐI HVAÐANÆVA Mikið snjóflóð féll milli bæj- anna Bartolomaesberg og Schruns í nótt. Tók það mörg hús með sér í úthverfum bæj- anna. Þar hefur 5 manns verið bjargað en 18 eru enn ófundnir. Tvö börn fórust þegar snjóflóð reið yfir hús eitt við Masserath. Síðustu fréttir • BERN, 17. jan. — Þeg- ar fréttastofurnar safna saman fréttaskeytum bæffi frá Austurríki, Svisslandi og ítal- íu, verður þaff ljóst að meir en 300 manns hafa grafizt í snjóflóff í Ölpunum. Er ekki hægt aff ætla að meir en litl- um hluta þeirra verði bjarg- aff. Á ÍTALÍU OG ÞÝZKALANDI Frá Norður-Ítalíu berast fregn- ir af snjóflóðum. Þar urðu fimm manns úti í fyrradag í hríðar- veðri. Úr Bæaralandi í Þýzka- landi berast og fregnir af snjó- flóðum og er vitað til að einn maður hefur látið lífið af þeim. HRAÐSKEYTI frá Vínar- borg í gærkvöldi hermdi að snjóflóð hefði fallið á V ínarborgarhraðlestina skammt frá Dalars, sem í voru eimreið, fjórir far- þ%»avagnar og einn far- angursvagn. Engar frekari fregnir fylgdu nema að snjóMóðið hefði hrifið hrað lestina með sér niður fjallshlíðina. □-----------------------□ 3æir í Sviss einangrast Snjóflóðin eru viða í Sviss- landi, en verst eru þau í nær- sveitum Bern, um mitt Sviss- land. Snjóflóð hafa rifið með sér fjölda húsa en manntjón er þó ekki eins mikið og í Austurríki. Vetraríþróttastaðirnir Davos og Arusa eru einangraðir og Skt. Gottharðs-brautin til Frakklands og Ítalíu lokaðist. ÖR FJÖLGUN NEMENDA Vegna mannfjölgunarinnar í bænum hefur þörfin fyrir aukið skólarými verið mjög brýn. Sem dæmi um hina hröðu aukningu má benda á, að 1940—41 voru rösklf ga 4000 nemendur í barna- skólum Reykjavíkur, en nú í vet- ur eru þar 6600 nemendur. Má nærri geta, að bæjarfélag- inu og öllum sem við skólana starfa, er hinn mesti vandi á höndum vegna fjölgunar skóla- skyldra barna á ári hverju. S KÓLAHÚSIN ERU HOLL, VISTLEG OG TIL PRÝÐI í Reykjavík eru nú 5 stór barnaskólahús og var eitt þeirra, Langholtsskólinn fullgert á sein- asta kjörtímabUi. Til þess að gefa hugmynd um stærð skól- anna, má geta þess, að allur not- hæfur gólfflötur skólanna er um 5 dagsláttur að stærð eða nánar tiltekið álíka stórt og svæðið, sem takmarkast af Aðalstræti, Hafnarstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti. í þessu húsnæði eru um 130 kennslustofur, þar sem Fulltrúaráðsfundur m cndir- búning bæjarstjórnarbsninganna Áríðanrli að fulltrúar mæti FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til fundar í kvöld kl. 8,30 i Sjálfstæðishúsinu. Á fundinum verffur rætt um undirbúning bæjarstjórnar- kosninganna og starfsemi fulltrúanna í sambandi við þær. Er mjög áriðandi, aff fulltrúar mæti á þessum fundi, og skulu þeir sýna skírteini við innganginn. um 200 kennarar kenna um 1000 kennslustundir daglega. Skólahúsin eru vönduð og gerð til að fullnægja ströngustu kröfum, eins og þær eru, þegar húsin eru byggð. Hér hefur hvergi verið tjaldað til einnar nætur. — Skólahúsin eru holl og vistleg og bæjar- prýði um leið. NÝTT VERKNÁM Á síðasta kjörtimabili var margt aðhafst í skólamálum bæj- arins. Langholtsskólinn var full- byggffur og gagnfræffaskóii verk- náms tók til starfa haustið 1951 og er hann til húsa á Hringbraut 121 (drengir) og á efstu hæð Austurbæjarskólans (stúlkur). Þarna fá nemendur mikla verk- lega kennslu, t. d. í trésmíði, járn smíði, vélvirkjun, saumaskap, hússtjórn, matreiðslu, netagerð o. s. frv. Hér er miðað við, að þeir nemendur, sem útskrifast, fái námstímann tekinn til greina við iðnskóla og stytti og létti iðnnám og námssamning iðn- lærlinga. Hér vill bæjarfélagiff hjálpa til aff beina æskunni á brautir verk- legra vifffangsefna og styrkja þá sérstaklega, sem til þess hafa hæfileika. Hefur verknámiff ver- ið mjög mikið sótt og er vin- sælt. Framtíð Reykjavíkur byggist ekki sízt á því, að sem flestir íbúar hennar séu vel verki farn- ir og hér er hugsað til framtíðar- innar í því efni. í þessu sambandi má geta þess, að Reykjavíkur- bær hefur styrkt Iðnskólabygg- inguna árlega og einnig veitt styrk til reksturs' Iðnskólans. NÝMÆLI OG BÆTTIR SKÓLAHÆTTIR Skólunum í Reykjavík og kennslustarfi þarf ekki að lýsa sérstaklega. Á það hefur verið lögð stund af forráðamönnum. bæjarins að kynna foreldrum skólahætti og skólastarf og má í því sambandi minna á „skóla- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.