Morgunblaðið - 13.01.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. jan. 1354 SEGM FORSYTHNNE - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði Framh'aldssagan 25 að segja góða mín, á meðan það er í smíðum. En gleymdu því ekki, að undir því er fvamtíð hans komin. Þegar ég var á hans aldri vann ég jafnt nætur sem daga. Konan mín elskuleg var vön að segja við mig: „Bobby, þú mátt ekki vinna svona mikið. Hugsaðu um heilsuna!“ En ég hlífði mér nú aldrei.“ June hafði kvartað undan því, að unnusti hennar gæfi sér aldrei tíma til þess að koma til Stan- hope Gate. Svo þegar hann kom þar næst, höfðu þau naumast verið saman fjórðung stundar, þegar frú Septimus Small, sem ávallt kom, þegar hún var óvelkomn- ust, rakst þangað, og samstundis hafði Bosinney farið inn í litið lesherbergi, til þess að bíða þar, þangað til hún færi. „Góða June“, sagði Juley frænka, „en hvað hann er grann- ur. Hann má alls ekki verða grennri. Við eigum Barlows ket- seiði. Það dugði Swithin frænda Jjínum ágætlega." June, sem stóð bein eins og kerti fyrir framan arininn, átti fullt í fangi með að dylja reiðina yfir þessari óheppilegu heimsókn frænku sinnar, sem henni fannst persónuleg móðgun. Hún svaraði f yrirlitlega: „Það er af því, að hann er svo önnum kafinn. Menn, sem vinna eru aldrei gildir né feitir.“ Juley frænka varð fá við. „Þú ættir að reyna að fá menn til að hætta því að kalla hann ræn- ingjann“, sagði hún. „Það lætur illa í eyrum, þegar hann er að hyggja fyrir Soames. En ég vona að hann leggi sig fram, það skift- ir svo miklu fyrir hann. Soames er svo smekkvís maður.“ „Smekkvís“, hrökk samstundis fram úr June. „Ég gef nú ekki liætishót fyrir smekk hans eða annarra ættmenna minna.“ „Swithin frændi þinn“, svaraði frú Small furðulostin, „hefur framúrskarandi góðan smekk. Og litla húsið hans Soames er þó reglulega yndislegt. Þú ætlar þó ■ekki að halda því fram, að það sé ekki failegt?“ „Ojæja“, sagði June. „Það er xiú eingöngu vegna þess, að Irena er þar“. Juley frænka reyndi að segja eitthvað vingjarnlegt. „Hvernig heldurðu að Irenu muni geðjast að því að búa upp í sveit?“ June kenndi dálítils samviskubits. Auðvitað var það ekkert ánægjulegt fyrir Irenu að hverfa burt úr borginni. En umhyggjan fyrir Bosinney mátti sín meira en nokkuð annað. „Auðvitað mun hún hlakka til l»ess. Því ætti hún ekki að gera það?“ Frú Small varð dálítið órótt. „Ja-áh, ég hélt nú bara, að henni mundi þykja sárt að yfir- gefa vini sína. James frændi þinn segir að hún láti sig lífið svo litlu skipta. Okkur — það er að segja Timothy — finnst, að hún ætti að fara meira að heirnan". June spennti höndunum um hnakkann. „Ég vildi gjarna, að Timothy frændi talaði örlítið minna um það, sem honum kemur ekkert við“. Juley frænka reygði sig. „Mér finnst nú, að manni sé leyfilegt að tala um fjölskyldu sína“. June sá auðvitað eftir því, sem hún hafði sagt. „Þú mátt ekki vera reið, frænka, ég óskaði þess einungis, að írena fengi að vera óáreitt". Juley frænku, sem fannst að hún hefði ekki meira um þetta að segja, þagnaði. Skömmu seinna bjóst hún til brottferðar. „Og hvernig hefur nú bless- aður afinn það?“, spurði hún út á göngunum. „Hann er líklega heldur einmana núna, þegar þú ert öllum stundum hjá Bosinneý". Hún laut niður, kyssti frænku sína og trítlaði út. June vóknaði um augu. Hún æddi inn í litla herbergið þar sem Bosinney sat við borð og teikn- aði fugla á umslag, fleygði sér 'niður í stól við hliðina á honum og hrópaði: „Ó, Phil! Þetta er allt svo andstyggilegt“. Næsta sunnudag, að morgni, er Soames var að raka sig, kom þjónustustúlkan og sagði honum að Bosinney biði niðri og óskaði eftir því að tala við hann. Hann opnaði hurðina að herbergi konu sinnar og sagði: „Bosinney er kominn. Viltu gera svo vel og rabba við hann á meðan ég er að raka mig. Ég kem eftir andartak — sennilega ætlar hann að sýna mér teikn- inguna af húsinu“. írena leit á hann, svaraði engu og gekk niður rétt á eftir. Soames gat ekki fyllilega áttað sig á því, hver hugur hennar var til þessa húss. Hún hafði engum andmælum hreyft gegn því, og svo virtist, að henni geðjaðist vel að Bosinney. Út um gluggann á snyrtiher- berginu gat hann séð, að þau sátu í litla garðinum og spjöll- uðu saman. Það var eins og Soames hafði gizkað á. Bosinney var kominn til þess að sýna honum teikn- ingarnar. Hann tók hattinn sinn og fór með honum. Teikningarnar lágu á víð og dreif á stóra eikarborðinu í skrif stofu byggingarmeistarans. Soames stóð lengi álútur yfir þeim og sagði ekkert. Loks sagði hann dálítið hika- ndi: „Þetta er einkennilegt hús“. Teikningin sýndi rétthyrnt tveggja hæða hús, byggt í fer- hyrning utan um garð. Þessi garð ur, sem var með þaksvölum á efri hæð var með glerþaki, sem hvíldi á átta súlum. í augum eins af Forsytunum leit þetta alleinkennilega út. „Hér^er í meira lagið farið ó- sparlega með rúmið“, hélt So- ames áfram. Bosinney var farinn að stika um stofuna. Soames geðjaðist ekki að svipnum á honum. „Ætlun mín með þessu húsi var sú, að þér hefðuð olnboga- rými og gætuð búið þar eins og höfðingi". Soames glennti sundur þumal- og vísifingur, eins og hann væri að mæla þann heiður og það álit, sem framundan væri. Hann svaraði: „Jæja, það kann nú að vera nokkuð til í þessu.“ A andliti Bosinneys brá fyrir þeim sérstaka svip, sem ávallt kom á það, þegar hann komst í mikla hrifningu. „Ég hefi reynt að teikna fyrir yður stílfast hús, sem þér gætuð verið þekktur fyrir að búa í. Þér skuluð segja það umbúðalaust, ef yður geðjast ekki að því. Ég játa að stíll er það, sem almenn- ingur skeytir minnst um. Allt í einu benti hann á aflanga svæðið á miðri teikningunni. „Hérna er nægilegt rúm fyrir málverkin yð- ar, og það er skilið frá garðinum með fortjaldi. Þær myndir sem þér viljið ekki hafa þar, getið þér haft á veggsvölunum og í öðrum herbergjum. Það er eins með byggingarlistina og lífið sjálft — þegar hann sagði þetta hvíldu augu hans á Soames, en þó var sem hanri sæi hann ekki, og það orkaði illa á Soames — að þér getið ekki fengið virðingu fyrir sjálfum yður nema að þér vinnið stílfast. Það munu gefast menn, sem segja yður, að þetta sé orðið úrelt, en það er nú samt sem áður nauðsynlegt. Það sem allt veltur fyrst og fremst á er stíll, án hans engin sjálfsvirðing“. BLÓIViAÁST 6 hverfis þig er ríki mitt, fáblóma og fátæklegt að vísu, en á óefað fagra framtíð fyíir höndum. Fyrir löngu réð hér drottning sú ríkjum, er Björk hét, mikil og máttug drottning. Afkomendur hennar voru lengj lágir í loftinu og lítilmenni, og var þeim því hrundið af stóli. En nú hyggja þeir á að ná aftur völdum, og hafa nú þegar hafizt handa með aðstoð mannanna að leggja undir sig ríki mitt. Ég er að vísu lág í loftinu, en þó er óvíst, hvor betur má. Öllum þykir vænt um mig — allir munu harma mig, ef ég hverf á braut. Ég ann þér, Ásta mín, þrýstu mér að brjósti þínu.“ „Finndu mig, Ásta,“ kallaði ofurlítið holtablóm til litlu stúlkunnar. „Finndu mig, þér hefur ætíð þótt svo vænt um mig. Ég heiti Lambagras og er lítið vexti. Við systkinin hjúfrum okkur hvert upp að öðru og mynd- um dálitlar blárauðar smáþúfur, sem prýða sérlega mikið hallargarð Holtasóleyar drottningar. Okkur þykir vænt um drottninguna okkar og góðu börnunum gleymum við aldrei. Þú ert góð stúlka. Lofaðu mér að fallast í faðm við þig.“ „Nei, þarna er hann Ilmkollur minn!“ hrópaði Ásta upp yfir sig, er hún sá plöntu, sem hún kannaðist við, vera að kinnka til sín blómkolhnum sínum þar skammt frá. „Ég heiti ekki Ilmkollur; nafn mitt er Ljósberi. Þú ert UTSELEN stendur sem hæst Úrval af margskonar metravöru og fleiri vörum, selt með miklum afslætti. Notið þetta einstaka tækifæri. BÆKUR ; Erum nýbúnir aS fá bókasafn með miklu af eigulcgum ! og fáséðum bókum. — Einnig nokkur tímarit. ■ * BÓKAMENN leggið leið yðar í Fombókaverzlun Kr. Kristjánssonar Hverfisgötu 34 S herbergja íbiíðarhæ5 ■ ■ • 112 ferm. í nýlegu húsi í Kópavogi til sölu, 3 herbergi ; eldhús og bað laust strax. — Góð lán hvíla á hæðinni. — ■ ! Utborgun er aðeins kr. 44 þús. ■ ■ ■ Nýja fasteignasalan [ Bankastræti 7. — Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 Simirnittgsstöð okkar ■ ■ : verður fyrst um sinn opin frá kl. 8—12 f. h. og 1—7 e. h. ■ ■ ■ ■ ■ j Ræsir h.f. : Skúlagötu 59 — Sími 82550 Bréf ritari Maður vanur enskum bréfaskriftum óskast strax. Tilboð merkt: „Framtíðaratvinna — 436“, sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Verzlunarstjóri ; óskast til að sjá um nýja dömufatnaðarvöruverzlun ; við eina aðalgötu bæjarins. m Til greina kemur sameign ef um semst. Tilboð merkt • „Samvinna —54“, sendist afgr. Morgunbl. fyrir 15. þ.m. ; • »• *■ ***■ ■■ ■■ iiiirMiiiiiriniTmiiiiiiiDiMitiiuiiiiiiiMiir ? ■ tll,I,ala(iaaila,llaalllllltIIIIIIallalllllI1Iiria( r ................................................ •iTaniiriiiiiaiiniiTiiiiiiiriirrriiiri f ; ninríriinniTitrmii■rnirriv rimrTrrrrrrrrrrrnni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.