Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 1
41, árgangur. 18. tbl. — Laugardagur 23. janúar 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjálfstæðismenn neyddu Framsóknarflokkinn til fylgis við smáíbúðarlánin Ahaldahús bæjarins Á mynd þessari sjás’t nokkur af öflugum og stórvirkum tækjum, sem bærinn notar. Sjást þarna yélskóflur og kranabílar. Er þetta aðeins lítill hluti af vélaeign bæjarins, en allar framkvæmdir á yegum bæjarfélagsins eru leystar af hendi með fullkomnustu tækjum. Á bls. 9 er samtal við Sig- jnund Halldórsson, forstjóra Áhaldahússins um það hlutverk, sem sú stofnun gegnir í bæjarlífinu og hve vel hefur tekizt með öruggri stjórn að lækka reksturskostnaðinn. (Ljósm.: S. Vignir). Heimdallur KL. 2 e.h. í dag verður fundur I fulltrúaráði Heimdallar í félags- heimili V.R. — Áríðandi að full- trúar mæti stundvíslega. Erlendar fréttir í stuttu máii • LUNDÚNUM, 22. jan. — For- ’ ríkisráðherrar Vesturveldanna sætisráðherra Austurríkis sagði eru nú allir komnir til Berlínar í ræðu í dag, að þrátt fyrir að og ætla að halda með sér fund, Austurríkismenn litu vonaraug- áður en ráðstefnan hefst á mánu- um til væntanlegs Berlínarfund- J dag. — Molotov er væntanlegur ar væru þeir ekki of bjartsýnir um árangurinn, því að þeir hefðu orðið fyrir svo mörgum vonbrigð- um á undan förnum árum. Utan- Yfirkjörstjórn neitar ú breyta framboðslista „Þjóðvarnar^ ; Horfir til upplausnar í liði hennar. VFIRKJÖRSTJÓRN Reykjavíkur hefur nú komist að þeirri niður- stöðu að sig bresti heimild til þess að verða við ósk Bárðar Daníels- sonar um að má nafn hans út af framboðslista hins svokallaða ,.JÞjóðvarnarfIokks.“ En eins og kunnugt er hafði Bárður óskað þess og flokkur hans „fallist á“ þau tilmæli. KRAFA „ÞJÓÐVARNAR" — MÓTMÆLI ALÞÝÐU- FLOKKSINS Yfirkjörstjórn tók þetta mál fyrst til meðferðar á fundi sín- um í fyrradag. Lýstu þá umboðs- jnenn Sjálfstæðisflokksins, Fram SÓknar og kommúnista því yfir, að þeir létu það með öllu afskipta laust, hvort nafn fyrrgreinds frambjóðanda yrði máð út af lista „þjóðvarnar“ eða ekki. Um- boðsmaður „Þjóðvarnarflokks- ins“, Bergur Sigurbjörnsson, krafðist þess hinsvegar eindregið að nafn Bárðar Daníelssonar yrði samkvæmt ósk hans strikað út af F-listanum. Umboðsmaður Al- þýðuflokksins mótmælti því harðlega. Yfirkjörstjórn tók á þessum fundi ekki afstöðu til málsins en afstaða umboðsmanna flokkanna var bókuð. BREYTING AÐEINS HEIMIL EF FRAMBJÓÐANDI DEYR í gær, kl. 6 síðdegis, kom yfir- kjörstjórn síðan saman til fund- ar að nýju. Kvað hún þá upp úr- skurð sinn um málaleitan Bárð- ar Daníelssonar. Er kjarni úr- skurðarins á þessa leið: „Samkvæmt síðustu máls- grein 18. gr. laga um sveitar- Framh. á bls. 5. Bréfleg yfirlýsing eins af þing- mönnum Framsóknarffokksins Tímaklíkan notar aðstoðina við íbúða- byggingar Reykvíkinga sem rógsmál á hendur SjáIfstæðsflokknum út um land. í TÍMANUM þann 19. janúar s. 1. birtist grein með þversíðu-fyrir- sögn um að „forganga Framsóknarmanna um smáíbúðalánin hafi veitt 400 Reykvíkingum möguleika til að byggja“. Er birt hér mynd af þessari fyrirsögn Tímans. Þessari yfirskrift um „forgöngu“ Framsóknarmanna væri hægt að svara með mörgum tilvitnunum í Alþingistíðindi og önnur op- inber skjöl, sem sýna svo ljóslega sem verða má, að þarna áttu Sjálfstæðismenn forgönguna, en þó er miklu handhægara að vitna beint í orð eins af þingmönnum Framsóknarmanna, Páls Zóphonías- sonar, þar sem þætti þess flokks er lýst á einfaldan en ljósan hátt. til Berlínar á morgun. • FRAKKAR hafa sett lið á land á Annam-ströndinni Indó-Kína og hafa uppreistar1- menn ekki veitt viðnám enn. • FRAKKAR hafa sent spænsku stjórninni mótmæli vegna at- burðanna í spænsku Marokkó, undan farna daga. — í dag söfnuðust stúdentar fyrir fram- an sendiráð Breta í Madrid og kröfðust þess, að Gíbraltar yrði sameinað Spáni. • Varaforseti Júgóslavíu, Mil- ovan Djilas, sem fyrir skömmu var rekinn úr kommúnistaflokki landsins, getur ekki komið i heim sókn til Norðurlanda, eins og ráð hafði verið fyrir gert. | s • í dag setti þrýstiloftsfluga nýtt hraðamet á leiðinni Lund- únir-Karthún í Súdan. — Flug- leiðin er um 5000 km. og var vélin 6 tíma og 24 mínútur að fara hana. — Fyrra metið var 14 klst. og 25 mín. NTB-Reuter. ! UMBURÐARBREF PALS P. Z. skrifar kjósendum í N.-' Múlasýslu gjarnan löng og ítar- leg bréf fyrir kosningar og ligg- ur eitt slíkt fjölritað bréf fyrir, sem hann sendi nú á s.l. sumri. Bréfið er margar síður á lengd. Þar er Páll að lýsa því hvernig Framsóknarmenn hafi hugsað um hagsmunamál sveitanna, en alltaf þurft að láta Sjálfstæðismenn fá annað „í staðinn“, handa kaup- stöðunum og þá sérstaklega Reykjavík. í þessu sambandi seg- ir Páll m. a.: „-------við náðum fé í Bún- aðarbankann, en URÐUM jafn- framt að auka aðstreymið að Reykjavík, með meira fé fest i bygginga þar o. s. frv.“ (Leturbr. Mbl.) Þetta var þá öll „forgangan" að dómi eins af þingmönnum Fram- sóknar. Flokkurinn ,,varð“ að ganga að þeim neyðarkosti að „auka aðstreymið" að Reykjavík“ með því að ganga ekki beinlínis á móti því að aukið fé fengizt til húsabygginga í Reykjavík. Skýrari yfirlýsingu er ekki unnt að fá um hugarfar þing- flokks Framsóknar, þegar um það var að ræða, að fé yrði veitt til húsabygginga í Reykjavík. En það er ekki nóg með, að Framsóknarþingmaðurinn greini frá óvild Framsóknar í garð málsins, heldur gerir hann smá- íbúðalánin beinlínis að rógsmáll á hendur Sjálfstæðisflokknum meðal kjósenda á Austurlandi. Fólki, úti um land, er aðstreym ið til Reykjavíkur viðkvæmt mál sem veldur því erfiðleikum, ekki síður en Reykvíkingum sjálfum og er því hér um hægan leik að ræða af hálfu P. Z. Þingmaðurinn segir nefnilega, að fénu til húsabygginganna hafi verið varið til þess að „auka að- streymið að Reykjavík“. Nú er það vitað, að byggingar í Reykja- vík hafa á undanförnum árum hvergi nærri fullnægt þörfum bæjarbúa sjálfra, þó ekkert að- streymi kæmi til greina, og þarf ekki að orðlengja um þá firru, að ekki þurfi eða megi byggja hús í Reykjavík, vegna þess, að slíkt auki aðstreymið til bæjarins. Slík kenning, sem kemur frfci hjá P. Z., að halda ætti Reykvík- ingum í heljarklóm húsnæðis- skortsins með því að veita þeim ekki fé til bygginga, til þess eins að varna því, að nokkur mann- eskja gæti flutt til bæjarins, er svo hrakleg, að um hana þart engin orð að hafa. Það ætti að minnsta kosti að vera fullljóst, að slíkt og þvílíkt samrýmist því ekki, sem „Tim- inn“ segir, að Framsóknarflokk- Framh. á bls 2. lUykÞwlfc, þriMtbixetea lfc WS*. Forganga Framsóknarmanna um smáíbúðalánin veitti 400 Reykvíkingum möguleika til að byggja i í byggingar þar o.s.sfrv Efri myndin er af forsíðufyrirsögn Tímans um „forgöngu“ Framsóknar um smáíbúðalánin, en neðri myndin er af kafla úr bréfi framsóknarþingmannsins, sem segir að flokkur sinn hafi verið þvingaður til að vera ekki á móti lánum til húsbygginga í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.