Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 5
feiðvikudagur 3. febrúar 1954 MORGVNBLAÐIÐ 0 ÍÞRÓTT r * Arið 1953 var t GREIN minni í fyrra um þetta Jeyti, gat ég þess að á árinu 1952 hefði í fyrsta skipti í mörg ár IDrðið vart nokkurrar afturfarar & flestum greinum frjálsiþrótta hér á landi. ! Aðalástæðuna fyrir þessari aft- urför taldi ég verá þá að nokkr- £r af oeztu friálsíþróttamönnum Xandsins hefðu ekki tekið þátt í keppni þetta ár, sumir þeirra hætt með öllu, en aðrir verið í þann veginn að draga sig í hlé. Kvað ég ísl. frjálsíþróttamenn yera það fámenna, að þeir hefðu ekki mátt við því að missa marga ef sínum mestu afreksmönnum svona skyndilega, án þess að þess eæust einhver merki á afreka- ekrá ársins. j' S. 1. ár, 1953, hlaut því að verða nokkurskonar prófsteinn á isl. Srjálsíþróttamenn og frjálsíþrótta írömuði. Á því ári hlaut að koma £ ljós hvort ísl. frjálsíþróttir ættu eér viðreisnar von eður ei, hvort afturförin frá 1952 myndi hafa iamandi áhrif á frjálsíþróttalifið eða hvort hún yrði þeim, sem enn nentu að æfa og starfa, hvöt til þess að safna kröftum á nýjan ieik og reyna að fylla í skörðin og reisa njöa og sterkari múra en aður þekktust. Og hvernig hafa svo ísl. frjáls- Éþróttamenn staðizt þessa próf- raun? Ef satt skal segja tel ég enn of Bnemmt að svara þessari spurn- Sngu til fullnustu. Eitt er þó víst, Öfturförin er stöðnuð að mestu ieyti. En það tekur vitanlega sinn itíma að byggja upp að nýju. Góð- Ir írjálsíþróttamenn verða ekki ítil á einu ári, það tekur margra ára þrotlausa þjálfun að verða íiðtækur í keppni við aðrar þjóð- ir og er rétt að menn geri sér það vel ljóst. , Þrátt fyrir þessa staðreynd, hefði ég gert mér vonir um að yiðreisnarstarfið s. 1. ár yrði 1 raunhæfara og stórvirkara en steinn á ísl. frjálsíþróttamenn og síbróttafromuði Breyta þarf mótafyrir- komuiagi og mörgu öðru Eftir Jóftann Beroharð HÉR BIRTIST yfirlitsgrein um frjálsar íþróttir hér á landi á s. 1. ári. Næstu daga mun iþróttasíðan koma með svipaðar yfirlitsgreinar úr öðrum greinum íþrótta, sem hér voru stundaðar árið 1953, og eru þær ritaðar af mönnum, sem fylgjast vel með hver á sínu sviði. raun ber vitni, en komum að því síðar. MÓTIN voru þau sömu og með svipuðu sniði og næsta ár á undan. Meist- aramót íslands var nú í fyrsta skipti í 20 ár haldið utan Reykja- víkur eða á Akureæri. Gaf það góða raun. Þótt þátttaka hafi að vísu ekki verið nógu almenn. Einkum var fátækleg þátttakan í kvennameistaramótinu; enda mun það hafa farið fram hjá mörgum að það mót ætti að fa.a fram á Akureyri jafnhliða meist- aramóti karla. Meistaramót drengja (17—18 ára) var einnig haldið utan Reykjavíkur, á Sel- fossi, en hefði gjarnan mátt fær- ast fjær Reykjavík fyrst það á annað borð var haldið utan höfuðstaðarins. Unglingameistaramótið (19— 20 ára) var hinsvegar haldið í Reykjavík svo og önnur keppni Reykvíkinga og utanbæjarmanna sem vel að merkja var haldin alltof seint eða í lok sept. Fynd- ist mér fuil ástæða til þess að sú keppni yrði haldin úti á landi Frjálsíþróttakeppni í kvöld ! 26 keppendur á afmælísméti Ármanns. I KVÖLD er fyrsta kappmót er Ármenningar gangast fyrir í til- jefni af 65 ára afmæli félagsins. Keppt verður í frjálsum íþróttum (innanhúss) og fer keppni fram í KR-húsinu við Kaplaskjóisveg. Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, hástökki án at- Xennu og þrístökki án atrennu. Drengir keppa.í kúluvarpi og há- fctökki án atrennu. 26 keppendur frá 5 íþróttafé- lögum og samböndum eru skráð- ir til keppni og eru á meðal þeirra margir þekktustu íþrótta- menn landsins, t. d. Gunnar Huseby — Friðrik Guðmundsson Hörður Haraldsson — Hall- grímur Jónsson — Guðmundur JLárusson og Guðmundur Her- jnannsson. í gær hófust hátíðahöld Ár- fnanns með skemmtun í Þjóð- jeikhúsinu og var margt tiginna' gesta m. a. forseti íslands. Ræður og ávörp fluttu borgarstjóri, heil- brigðismálaráðherra og forseti ÍSÍ, sýndur var ballett, fimleikar og glíma og Karlakór Reykja- víkur söng og var einsöngvari Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari. Var skemmtuninni hið bezta tekið og var Ármanni til sóma. Myndin hér að ofan sýnir fim- leikaflokk Ármanns er sýndi á skemmtuninni í gær. næsta ár og síðan annaðhvert ár. Þá kæmi ekki að sök þótt aug- lýsing sumra þessara móta væri formlega og birt með meiri fyr- irvara en s. 1. sumar, t. d. er skemmtilegra að mótanefndirn- ar viti hver eru gildandi aldurs- ákvæði hjá unglingum og drengj- um og í hvaða greinum eigi að keppa. Keppni félaga og héraössam- banda utan Reykjavikur stóð með miklum blóma sem fyrr og virt- i«t frjálsar íþróttir eiga vaxandi gengi að fagna úti á landsbyggð- inni. ERLENDAR HEIMSÓKNIR 2 erlendir frjálsíþróttamenn komu í heimsókn á árinu, sænski stangarstökksmathafinn Ragnar Lundberg og norski heimsmet- hafinn í sleggjukasti, Sverre Strandli. Kom sá fyrri í maílok, en hinn í júlí-mánuði eða löngu áður en ísl. frjálsíþróttamenn eru almennt komnir í fulla þjálf- un. UTANFARIR voru engar á árinu og er ó- hætt að segja að það hafi verið vel ráðið. A. m. k. hefði okkur lítið þýtt að etja kappi við ná- granna okkar á Norðurlöndum t. d. í landskeppni. Litur því miður út fyrir að enn eigi eftir að líða 1—2 ár þar til við verð- um jafn sterkir hlutfallslega í iandskeppni gegn Norðurlönd- um og við vorum 1951. MET Þrátt fyrir fjarveru sumra af beztu afreksmönnum okkar, get- um við stært okkur af 13 nýjum íslandsmetum s. 1. ár, 7 utan húss, 5 innanhúss og í kvenna- meti. Ánægjulegast þessara meta var eflaust 10 km hlaup Kristjáns Jóhannssonar, ÍR, 31:45,8 min. Auk þess setti hann 2 met í tor- færuhlaupum 9:53,6 og 9:47,4 mín. og eitt í 2000 m hlaupi 5:38,9 mín. Þá seti Þórður B. Sigurðsson, KR, hinn efnilegi sleggjukastari okkar, 2 met í sleggjukasti, 48,02 og 48,26 m. Loks bættu hinir ósigrandi spretthlauparar Ármanns boð- hlaupmetið í 4x400 m. með 3:23,0 lmín., en annars má segja að boðhlaupin hafi verið með lakara móti s. 1. sumar. AFREKASKRÁIN Sé gerður samanburður á ár- angri áranna 1952 og 1953, kem- ur í ljós að s. 1. ár er hann lak- ari í 14 greinum og betri í 10 greinum en árið á undan. Er þá aðeins átt við árangur fyrsta manns í hverri grein, en að öðru leyti má segja að „breiddin" svo- kallaða hafi verið svipuð bæði árin. S. 1. 2 ár hafa nokkrir af mestu afreksmönnum okkar ýmist dreg ið úr æfingum eða hætt með öllu. Standa þó vonir til að sumir þeirra séu ekki alveg hættir, enda eru þetta menn, sem eru enn á bezta keppnisaldri. Þrátt fyrir þetta „stjörnuhrap" hafa þeir, sem enn halda hópinn, sýnt að þeir hafa fullan hug á því að fylla upp í skörðin og er ánægjulegt til þess að vita hve margir ungir og upprennandi menn prýða nú afrekaskrána. Því miður er hér ekki rúm til þess að nefna nein nöfn sérstak- lega eða ræða um hverja grein fyrir sig, heldur verður látið lægja að sinni að láta töiurnar tala með því að birta hér afreka- skrá karla í frjálsiþróttum fyrir s. 1. ár, 1953. LOKAORÐ Á árunum 1940—1950 uxu hér upp miklir afreksmenn á sviði frjálsra íþrótta, menn, sem gátu ekki aðeins leikið sér að hinum gömlu íslenzku metum, heldur einnig sigrað þá erlendu gesti, sem að garði bar, farið í víking til nágrannalandanna og unnið þar stóra sigra. Þetta kunnu íslenzkir íþrótta- unnendur vel að meta og áhorf- endur fjölmenntu á völlinn í hvert sinn, sem þessir kappar reyndu með sér. En þar kom að lokum að hinn fámenni hópur þessara íslenzku afreksmanna fór að týna tölunni. Sumir fóru að slá slöku við æfingar og aðrir heltust smátt og smátt úr lest- inni. Þá varð fólkið fyrir vonbrigð- um. Það var orðið svo vant því að sjá þessa sömu menn leika listir sínar og þá oft í keppni við erlenda iþróttamenn, að því fannst blátt áfram ekkert varið í að horfa á keppni milli þeirra næstbeztu eða þeirra, sem ó- reyndari og yngri voru að ár- um. Meðan afreksmannaaldan stóð sem hæst höfðu forustumenn ísl. frjálsíþróttamála gert sitt bezta til þess að „stjörnurnar“ gætu átt þess kost að keppa við jafn- ingja sína bæði hér heima og er- lendis. Aðaláherzlan var lögð við undirbúning og framkvæmd stærstu mótanna, erlendar heim- sóknir og þátttöku íslendinga í erlendum mótum. En þótt þetta geti allt verið gott og blessað, þá getur það líka farið út í nokkrar öfgar og svo fór einnig að þessu sinni. Það gleymdist sem sagt að leggja nógu mikla rækt við allan þann sæg áhugamanna unglinga, sem höfðu tekið ástfóstri við frjálsu íþróttirnar bæði hér í höfuð- staðnum og eins úti á landi. Þá sjaldan að haldin voru mót fyrir þessa menn, var kastað til þeirra höndunum og áhorfendur virtust hafa lítinn áhuga fyrir því að horfa á stjörnulaus mót. VONBRIGÐIN Eftir hið sigursæla en erfiða keppnivor 1951, virtist sem stjörn urnar væru ekki lengur í essinu sínu og lögðu sumar þeirra gaddaskóna alveg á hilluna a. m. k. um sinn. Að vísu var þó, vet- urinn 1951—52, gerð tilraun til þess að æfa upp úrvalslið með þátttöku í Olympíuleikunum fyr- ir augum, en því miður var engu líkara en að einhver þreytumerki sæust á þeim fáu stjörnum, sem enn fylltu þann hóp. Reyndist lið þetta hálf sundurlaust þegar á hólminn kom og mistókst því gersamlega að varpa svipuðum ljóma á nafn landsins og flokkum þeim, sem áður höfðu verið send- ir út frá íslands hálfu. Vissulega kom þetta betur í ljós fyrir þá sök að hér var um stærsta alheimsíþróttamót að ræða, sem nokkurn tima hafði verið haldið, enda urðu von- brigði manna hér heima yfir för- inni gífurleg. Virtist suma alveg skorta skiln- ing á orsökina til þessarar miður heppnuðu farar og báru því jafn- vel við, að ekkert væri að marba afrek þau, sem íþróttamennirnir hefðu náð hér heima fyrir- Gleymdust þá jafnframt þeir stóru sigrar og þau ágætu afrek, sem sömu menn höfðu unniÓ næstu ár á undan, utan lands og* innan. Framh. á bls. 12 rv Arsenal "slegið út Á LAUGARDAG fór fram 4. um- ferð ensku bikarkeppninnar og' tókst ekki að fá hrein úrslit nema í 10 af 16 leikjanna og fara hinir 6 fram að nýju í vikunni, flestir á miðvikudag. Af þeim 10 félög- um, sem þegar hafa tryggt sér sess í 5. umferð, eru aðeins 4 félög úr 1. deild, 2 úr 2. deild en. 4 úr 3. deildunum. Þessi umferð var með sama marki brennd og fyrri umferðir og keppnir fyrri ára, að nær hver leikur enda með hinum óvænt- ustu úslitum, hvað um Arsenal — Norwich 1—2, Cardiff — Port Vale 0—2, Ipswich — Birming- ham 1—0, Leyton — Fulham 2—1. Allt lið úr 3. deild, sem bera hærra hlut yfir 1. deildarliðum, eða 2. deildariiðum á góðri leið- upp í þá efstu. Það er draumur allra liða, sem. ná að komast í 3. umferð eða lengra en ekki gera sér vonir um frama í keppninni, að lenda á. móti einhverju „stórliðanna11. og helzt gegn Arsenal á velli þess, Highbury, vegna hinna miklu tekna, sem þau hlytu. En að þau létu sig dreyma um sigur? þa5 er svo víðs fjarri. En Norwich hélt til móts við Goliat og felldi hann. Arsenal varð fyrra til a& skora, en Norwich lét það ekki á. sig fá; eftir eitt upphlaupið úpp^ hægri kantinn, gaf hægri útherj- inn fyrir og þar var miðfram- herjinn fyrir til þess að skalla knöttinn í net Arsenal, og sama sagan endurtók sig aftur í síðari hálfleik, og síðasta stundarfjórð- unginn lagði Arsenal allt í að- jafna en árangurslaust. Árið eftir lok stríðsins kom. hingað enskur þjálfari til K. R., Freddie Steele, einn af þekktustu miðframherjum Englands fyrir stríðið. Fyrir nokkrum ármu gerðist hann framkvæmastjóri Mansfield, óþekkts félags í 3. deild, sem hann breytti í eitt af beztu liðum deildarinnar. Fyrir rúmu ári var félag æskustöðva hans, félagið Port Vale í Henley við Stoke, i hinni ömurlegu að- stöðu að vera í neðsta sæti í 3. deild. Hann var beðinn að taka við stjórn þess og í vetur hefur liðið komið öllum á óvart með því að taka forustuna í sinni deild og er nú með 8 stig fram næsta félag og síðan kórónar það allt saman með því að slá Cardiff út úr bikarkeppninni með yfir burðum. Vörn Jiðsins hefur hlot- ið viðurnefnið „Járntjaldið“ OB- hún bar það nafn með rentum á. laugardaginn, þegar hún átti I höggi við ekki óþekktari mann eu Ford miðframherja Cardiff. Úrslit 4. umferðar: Arsenal — Norwich 1—2 Blackburn — Hull 2—2> Burnley — Neweastle 1—1 Cardiff — Port Vale 0—2 Everton — Swansea 3—O Headington — Bolton 2—4 Ipswich — Birmingham 1—O Leyton — Fulham 2—1 Lincoln — Preston 0—2 Manch. Öity — Tottcnham 0—1 Plymouth — D 0—2 Scunthorpe — P<-• • or. h 1- 1 Stoke — Leicester 0—O Sheff. W. — Chesteri'ield 0—O W.B.A. — Rotherham 4—O W est Ham — Blackpool 1—i,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.