Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. febrúar 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinason. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Einhuga og sterkur flokkur FYRIR kosningarnar á s.l. sumri töldu andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins, að þá væri sú stund upp runnin, að þessi langsamlega stærsti og þróttmesti flokkur þjóðarinnar biði varanlegan hnekk og sundraðist e. t. v. að verulegu leyti. Voru þessum hug- smiðum daglega gerðir skórnir í málgögnum þeirra. EN ÚRSLIT alþingiskosn- inganna urðu þessum flokkum mikil vonbrigði. Sjálfstæðis menn töpuðu ekki, heldur unnu þeir mikinn sigur. Þeir unnu fjögur ný kjördæmi, eitt frá kommúnistum, eitt frá Framsókn og tvö frá Alþýðu flokknum. Urðu þeir nú sterk ari á Alþingi en nokkru sinni fyrr og tóku að sér forystu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú hafa farið fram aðrar kosn- ingar, bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar í kaupstöðum og kaup túnum um land allt. Úrslit þeirra sýna áframhald þeirrar þróunar, sem hófst með alþingiskosning- unum. Sjálfstæðismenn hafa unnið mikið á. Þeir hafa aukið fylgi sitt í Reykjavík síðan í sumar um nær 3400 atkvæði, haldið öruggum meirihluta í bæjar stjórn höfuðborgarinnar og stóraukið fylgi sitt í mörgum kaupstaðanna. Hreinan meiri- hluta hafa þeir unnið í Ólafs- firði, þar sem vinstri flokkarn ir voru áður í meirihluta. Jafn framt hafa þeir unnið hreinan meirihluta í mörgum kaup- túnum. Það er af þessu auðsætt, að Sjálfstæðisflokkurinn stendur í dag sterkur og einhuga. All- ar vonir andstæðinga hans um hrun hans eða klofning eru að engu orðnar. Þetta er öllu Sjálfstæðisfólki að sjálfsögðu hið mesta gleðiefni. Fiokkur þess hefur nú tækifæri til þess að halda áfram barátt- unni fyrir hinni víðsýnu stefnu sinni. Hann mun neyta kosninga- sigra sinna til þess að herða sókn- ina fyrir fjölmörgum hagsmuna- málum fólksins í landinu. Nú sem fyrr mun hann gæta hagsmuna allra stétta hins íslenzka þjóð- félags. Takmark hans verður framvegis sem hingað til að vinna hreinan þingmeirihluta. Sósíalisminn á undanhald! ÖNNUR staðreynd þessara bæjar- og sveitarstjórnakosn- inga er sú, að sósíalisminn er á hröðu undanhaldi á íslandi. Bæði kommúnistar og Alþýðu flokksmenn hríðtöpuðu at- kvæðum, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur og I fjöl- mörgum öðrum kaupstöðum og kauptúnum. Kommúnistar hafa nær allsstaðar tapað at- kvæðum í stórum stíl. Hér í Reykjavík hafa þeir tap- að um 2000 atkvæðum frá þeirri atkvæðatölu er þeir hafa fengið hér hæsta. Er auðsætt orð- ið að alvarlegur flótti er nú brost inn í lið þeirra. Jafnvel í Nes- kaupstað, sem hefur verið öflug- áista vígi þeirra hér á landi, caisstu þeir nú mikið atkvæða- magn og einn bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn er og mjög á fallanda fæti. Hann hefur nú glatað meirihluta sínum í bæjar- stjórnum tveggja aðalvígja sinna, Hafnarfirði og ísafirði í Vest- mannaeyjum og á Siglufirði hef- ur fylgi hans hrakað stórkostlega og í fjölda mörgum kauptúnum hefur hann tapað atkvæðum. Það er af þessu auðsætt, að formannaskiptin í flokknum hafa ekki reynst honum neitt hress- ingarlyf. Þau hafa þvert á móti rýrt traust hans hjá þjóðinni og leitt yfir hann stórfellt hrun og upplausn. Hinir svokölluðu „Þjóð- varnarmenn“ urðu fyrir mikl- um vonbrigðum af kosninga- úrslitunum hér í Reykjavík. Höfðu þeir talið fullvíst að þeir fengju 2 fulltrúa í bæjar- stjórn og mikla atkvæðaaukn ingu. En reyndin varð sú, að þeir bættu aðeins við sig rúm- um 500 atkvæðum. Er nú auð- sætt að sókn þessa stefnulausa hálfkommúnistaflokks er tek- in að Iinast. Þegar þjóðin hef- ur fengið betra tækifæri til þess að kynnast honum munu örlög hans verða svipuð og kommúnista. ÚR DAGLEGA LÍFINU ★ ★ NÖFNIN gera fréttirnar. I síðustu viku var það ekki sízt nafn hins heimsfræga rithöfund- ar, Ernest Hemingway, sem kom fréttariturum úr jafnvægi. Það er ekki algengt, að menn komist svo nálægt dauðanum, að þeir geti sjálfir lesið minningargrein- ar um sig. En svo var það í þessu tilfelli. Aragrúi víðþekktra bók- menntafræðinga settist niður með penna í hönd til þess að lofsyngja hinnsta sinni rithöfundinn Hem- ingway, sem ávann sér vinsælda og virðingar tugmilljóna manna, en síðar kom í ljós að þessi sami jbó — en (ijí rithöfundur var bráðlifandi og var meðal hinna fyrstu sem minningargreinarnar lásu. X—□—X ★ ★ HEMINGWAY var staddur í Afríku. Frá heimili sínu á Kúpu hafði hann ásamt 4. konu sinni tekið sér far með skipi til Afríku, þar sem hann elskar að dvelja. Og í Afríku hafði hann ferðast um frumskógasvæði í stórum og sterkbyggðum bíl. Enda hefur flug aldrei verið hans áhugamál. En nýlega skrifar kona hans til New York, að Hemingway hafi komizt í kynni við djarfan flugmann Bob Marsh að nafni. Og frú Hemingway skrifar: „Poppa (þ. e. maður henn ar) er svo ákafur í að fljúga með Bob fyrir 600 shillinga (rúml. 80 dalir) per hálfan dag, að við munum brátt enga peninga eiga iiema fyrir gini og káli ....“. X—□—X ★ ★ OG SVO hugðist Heming- way skipta um dvalarstað, — yfirgefa frumskógana og komast til strandar til að fiska. Hann VJuak andi ibri(ar: K Framsókn guggin á svip TÍMINN er eðlilega heldur gugg- inn á svipinn eftir að kosninga- úrslitin urðu kunn. Hann hafði lagt barnalega áherzlu á, að sanna Reykvíkingum, að Fram- sóknarflokkurinn hefði eiginlega gert allt, sem til heilla horfir í bæjarfélagi þeirra. Gekk þessi barnaskapur svo langt, að al- mennt var hlegið að þessu Tíma- grobbi. Reykvíkingar fengust heldur ekki til þess að trúa því. Niðurstaðan varð sú, að Fram- sókn tapaði á fjórða hundrað at- kvæðum frá þingkosningunum í sumar. En ekki er óeðlilegt, að fólk úti í sveitum hafi orðið dálítið undr- andi að heyra af öllum þeim ósköpum, sem Framsóknarmenn segjast hafa gert fyrir Reykvík- inga. Hingað til hefur Tíminn sagt sveitafólki, að Framsókn væri fyrst og fremst flokkur þess, og gætti fyrst og fremst þess hagsmuna. Getur varla far- ið hjá því, að mörgu sveitafólki finnist ólíklegt; að þessi flokkur hafi haft tíma aflögu til þess að sinna málum þess, þegar hann stóð í slíkum stórræðum í Reykja vík!!! Sannleikurinn er sá, að grobb Tímans hefur ekki síður þótt spaugilegt úti í sveitum en hér í Reykjavík. Hinn offforskenndi málflutningur hans hefur heldur ekki verið talinn sönnun fyrir því, að hann hefði raunverulega unnið öll þessi afrek, sem hann vildi ólmur að Reykvíkingar þökkuðu sér. Niðurstaðan varð líka sú, að almenningur í Reykjavík tók ekkert mark á gortinu. Fram- sóknarflokkurinn tapaði at- kvæðum og verður enn að sætta sig við þá staðreynd, að vera lítill og áhrifalaus flokk- ur í höfuðborg landsins. „Tímaleysinginn“ — ,,Æðikollur“. ÆRI Velvakandi! Ég átti tal við gamlan vin minn hér í Reykjavík, er það barst í tal að í ráði væri að sýna leikritið „Æðikollur" eftir Hol- berg í Þjóðleikhúsinu. „Mér skilst — sagði þessi gamli vinur minn — að þetta sé sama leikrit- ið, sem við lékum á Blönduósi fyrir 56 árum (1898) og kölluð- um við það „Tímaleysingjann", en þannig þýddum við danska heitið „Den Stundeslöse". Tímaleysingjann lék þá Hall- grímur Davíðsson, þá verzlunar- maður hjá P. Sæmundssen á Blönduósi, en Pernillu lék þessi gamli maður, sem nú er 80 ára. „Fólkið mitt er farið“ HANN heitir Tryggvi Ág Páls- son frá Klömbrum og var þá kennari í Húnavatnssýslu en nú er hann til heimilis hér í Reykja- vík og er enn hinn hressasti í viðtali. „Heldurðu, að þú gætir leikið Pernillu núna“ — spurði ég hann. Hann þagði fyrst í stað og hugsaði sig um. Síðan sagði hann: „Fólkið mitt er farið, sem hafði gaman af mínum leik, og annað nýtt komið í staðinn, mér ókunnugt að mestu. Svo er ég orðinn eldri núna — og annað er það, að ég var svo óheppinn að tapa „rollunni“ minni í bruna — ég sá ég mikið eftir henni“. Ég tók þetta niður aðeins til gamans. — Gamall vinur“. Margt ólíkt. JÁ ÞAÐ er óhætt um það, að margt hefir breytzt síðan „Tímaleysinginn“ var færður upp á Blönduósi fyrir 50—60 árum og þar til nú, að lærðir og þaulæfð- ir listamenn leika „Æðikollinn" á hinu glæsilega sviði Þjóðleik- hússins. Jafnvel sjálft nafn leiks- ins er nú allt annað. Og getið þið hugsað ykkur hvílíkur mun- ur hefir verið á aðstöðu Blöndu- ósleikaranna árið 1898 og leikara Þjóðleikhússins í dag. En hver er kominn til með að segja, að ekki hafi verið alveg jafn dátt og kátt yfir áhorfendunum sem horfðu á Tryggva Pálsson í hlut- verki Pernillu og gestum Þjóð- leikhússins sem í dag skemmta sér við að horfa á Herdísi Þor- valdsdóttur í sama hlutverki — að hinum snjalla leik frúarinnar alveg ólöstuðum. Af hverju? BRANDUR skrifar: „Það var saga sagan nú og áður við talningu atkvæðataln- | anna frá bæjarstjórnarkosning- j unum s.l. sunnudag. Tölur drifu 1 að jafnskjótt og kjörfundi var lokið í kaupstöðum og kauptún- um utan af landi, en í Reykjavík gekk allt með hinum venjulega silagangi Kjörfundi lauk þar að vísu miklu seir.na en annars stað- ar — látum það alveg vera, en þegar loksins talning var byrjuð leið óratími á milli hverra nýrra talna — ég held að það hafi kom- ið um 5—6 tölur alls. Hversvegna þarf þetta að vera svona? Hvers- vegna þarf Reykjavík að hlíta öðrum reglum í þessu efni en aðrir bæir á landinu? Margir hinna mörgu, sem sátu uppi alla aðfaranótt mánudagsins til að bíða eftir úrslitunum í Reykjavík voru all óþolinmóðir og létu ómjúk orð falla í garð yfirkjörstjórnarinnar — og út- varpsins — eða hvern er hér um að saka? Fróðlegt væri að fá skýringu á í hverju þetta liggur. — Brandur.“ Hulðukonan og húsfreyjan að Leiti. ARIÐ 1900 dreymdi húsfreyju að Leiti á Skógarströnd, að kona kæmi til hennar, sem hún þekkti ekki, en það þóttist hún vita, að það væri huldukona. Kona þessi bað hana að hjálpa sér um mjólk í ákveðinn tíma, því að hún kvaðst hafa alið barn nýlega, en hafa enga mjólk handa því. Draumkonan gat þess og, að húsfreyja skyldi ekki hafa verra af því, ef hún yrði við bæn sinni. Húsfreyja hét góðu um mjólkina. Eftir þetta lét hún mjólk í ask á hverju kvöldi og skyldi hann eftir í bæjardyrunum en mjólkin var ávallt horfin að morgni. Þá er tíminn var liðinn dreymdi húsfreyju aftur huldu- konuna. Hún kvaðst nú ekki þurfa mjólkurinnar lengur við, því að hún hefði eignazt kú. Ekki fékk húsfreyja nein laun beinlín- is, en skepnur hennar lánuðust mjög vel eftir þetta og var það þakkað huldukonunni. Lát af þræt- unni, áður en rifrildi hefst. leigði flugvél Bobs til fararinnar og í síðustu viku lagði vélin upp áleiðis til þorpsins Masindi, En þangað kom flugvélin aldrei. Farþegaflugvél frá BOAC flugfélaginu var send af leið sinni til að líta eftir flugvél Heming- ways og flugmaðurinn sá flak hennar hangandi í trjám frum- skógarins og ekkert lífsmark þar umhverfis. X—□—X ★ ★ UMHEIMURINN tók sín viðbrögð. Hemihgwey var örugg- lega talinn af. Maðurinn sem þráð hafði að vera í nálægð við hætturnar, maðurinn sem oft áð- ur hafði staðið augliti til auglitis við dauðann, hafði nú skyndilega og óvænt verið gripinn af sjónar- sviðinu. Blaðamenn sömdu stór- ar fyrirsagnir — milljónir af les- endum Hemingways syrgðu ást- fólginn vin. X—□—X ★ ★ EN DAGINN eftir kom í Ijós að „Poppa“ var bráðlifandi. í nauðlendingunni, sem gripið var til til að forðast þyrpingu skógarfugla, hafði flugvélin ekki skemmst að öðru leyti en því að hjólaútbúnaður hennar eyðilagð- ist. Flugmaðurinn og farþegarnir tveir klifruðu yfir kletta niður að ánni, þar sem soltnir krókódílar biðu bróðar. Heil ský af moskító- flugum sveimuðu yfir höfðum fólksins meðan það kveikti eld. Hemingway sagði síðar: „Það stóð fíll í 12 feta fjarlægð — og hlustaði á hroturnar í konu minni“. Þegar hann vakti hana, svaraði hún: „Ég hrýt aldrei. Þetta hefur verið ímyndun þín. „Og fílsins þá líka“, svaraði skáldið. X—□—X ★ ★ EN RAUNIR þeirra voru ekki búnar. Daginn eftir komust þremenningarnir til Butiaba á strönd Albert vatnsins. Þar klifr- aði Hemingway og kona hans upp í aðra flugvél — sem brann til kaldra kola í flugtakinu. Enn sluppu þau við alvarleg meiðsli. Hemingway hlaut skurð á höfuð, ,og kona hans slapp með 2 rif brot in. Síðan hafa þau ferðast í bíl- um og hvílast nú í borginni Entebbe í Uganda — og báðum líður vel. 4 (Þýtt og endursagt). . i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.