Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 12
/
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. febrúar 1954
Framh. af bls. 5.
Það, sem raunverulega hafði
gerzt, var þó aðeins það, að við
vorum ekki færir um að fylla
fyrirvaralítið, upp í þau skörð,
sem höfðu myndast við fjarveru
eða algera burtför okkar mestu
afreksmanna. Það hafði gleymst
að mestu leyti að hugsa um þá,
sem hlutu fyrr eða síðar að leysa
þessa afreksmenn af hólmi — og
því fór sem fór.
Þegar menn höfðu loks gert
sér þetta ljóst, var strax ákveðið
að hefja mikið uppbyggingarstar*
og koma þannig í veg fyrir að
sagan endurtækist. Tillögur voru
samþykktar og fyrirheit unnin,
en það gagnar lítið, ef fram-
kvæmdirnar láta á sér standa.
Það, sem nú er hvað mest knýj-
andi nauðsyn fyrir Frjálsíþrótta-
sambandið, er að láta hendur
standa fram úr ermum og hefja
nú þegar öfluga útbreiðslustarf-
semi. Það þarf að ná betra sam-
bandi við hin einstöku héraða-
sambönd og frjálsíþróttaráð úti á
landi og vinna að því að til séu
góðir frjálsíþróttakennarar
hverju íþróttahéraði. Stuðla að
því að betra skipulag komizt á
mótafyrirkomulagið og að ávallt
séu til staðar nægilega margir
haefir dómarar, er fullvissi sig um
eð mótin fari löglega fram.
Það þarf að stofna til út
breiðslumóta, svo sem afreks-
merkja og stigamóta, sem svo
eru bezta leiðin til þess að fá
fjöldann með. Það þyrfti enn-
fremur að koma á stað nýjum
mótum, svo sem keppni milli
landsfjórðunga, B-keppni Reykja
víkur og landsins, íþróttadags-
keppni o. s. frv.
Hér í höfuðstaðnum þarf móta-
fyrirkomulagið að gerbreytast
Ekki ætti að leyfa nein opinber
mót, önnur en víðavangshlaup,
fyrr en um mánaðamótin maí
júní. Síðan þyrfti að fjölga eins-
dagsmótunum og sjá.til þess að
val íþróttagreina væri alhliða
fjölbreytt og skemmtilegt. Eink-
um þyrfti að gæta þess að hafa
nóg af skemmtilegum hlaupum
og boðhlaupum á hverju móti,
þannig að alltaf geti eitthvað ver-
ið að gerast á hlaupabrautinni.
Þá þyrfti að leggja niður öll 2ja
og 3ja daga mót önnur en lands-
og meistaramót.
Leggja þyrfti drög að móta-
skrá sumarsins strax upp úr ára-
mótum og auglýsa hana síðan sem
rækilegast með löngum fyrir-
vara.
Ekki ætti að leyfa neinar heim-
sóknir erlendra íþróttamanna né
utanfarir innlendra fyrr en í-
þróttamenn okkar væru komnir
í góða þjálfún, en það er varla
fyrri en í júlímánuði. Er nauð-
synlegt að hafa einhvern stíganda
í mótaskránni, byrja á léttum
mótum og þyngja þau svo smátt
og smátt þegar komið er lengra
fram á sumarið.
Á þessu ári þyrfti helzt að
bæta við einu meistaramóti, þ. e.
a. s. meistaramóti sveina 14—16
ára, með fáum og léttum íþrótta-
greinum. Auk þess þyrfti að jafna
meistaramótunum meira niður á
hina ýmsu landshluta. Halda
t. d. 1—2 þeirra í Reykjavík, eitt
á Akureyri, eitt í Vestmannaeyj-
um, eitt á Austurlandi o. s. frv.
Þá þyrfti skipulag og framkvæmd
mótanna almennt að taka mikl-
um stakkaskiptum. Þau þurfa að
vera aðgengilegri fyrir keppend-
Ur og áhorfendur en verið hefur.
Gefa þarf út ný og hentugri móta
skýrslueyðublöð, útvega fleiri og
betri skeiðklukkur og íþróttaá-
höld og vanda betur til leik-
skránna en gert hefur verið.
Þá er og nauðsynlegt að vanda
betur val dómara, halda nám-
skeið fyrir eldri og yngri dóm-
ara, svo þeir geti sem bezt fylgst
með öllum nýjungum í leikregl-
um.
Eflaust tekur það sinn tíma að
koma öllu þessu í framkvæmd,
en ekkert er ómögulegt ef nægur
vilji er fyrir hendi og menn vilja
eitthvað á sig leggja fyrir gott
málefni.
(Afrekaskráin 1953 birtist í
næsta blaði.)
— Litir 09 tilfinningar
Framh. af bls. 7.
strita við andleg störf, sem krefj-
ast umhugsunar og einbeitingar,
virðist vinnast bezt til lengdar í
umhverfi, þar sem Ijósblái litur-
inn er mest áberandi þar sem
hinsvegar að heppilegast er, að
skólastofur ungra barna séu í
yfirgnæfandi rauðleitum litum,
sem verið geti nokkurskonar
uppbót fyrir hlýju og unað heim-
ilis þeirra og móður.
LITIR OG SJÚKLINGAR
Á sjúkrahúsum og lækninga-
stofum er litaval húsakynnanna
oft miðað við aðstæður þær, sem
um er að ræða. Fölir litir, sem
minnt geta á sjúkleika og ógleði
ættu að vera bannfærðir á slík-
um stöðum.
Sjúklinga, sem þarfnast hvíld-
ar, svo sem konur, sem eru að
því komnar að fæða barn, ætti að
setja í sjúkrastofur, þar sem rautt
er aðalliturinn.
Fyrir sjúklinga, sem þjást af
sálrænni truflun er litasamsetn-
ing af grænum eða bláum rönd-
um á mildum, ljósleitum grunni
heppilegust.
BLÁGRÆNAR VINNUSTOFUR
Einnig 1 iðnaðinum, hefir kom-
ið í Ijós, að litavalið hefir mikla
þýðingu fyrir heilbrigði og
vinnuafköst starfsfólksins.
Blágrænt hefir reynzt mjög
heppilegur litur á vinnustofum
í verksmiðjum. Hann vekur í
undirvitund mannsins tilfinningu
um hið víða og frjálsa rúm —
það er^ einnig eftirlætislitur
flestra kvenna. Sönnur hafa ver-
ið færðar á, að bæði körlum og
konum, sem fást við eina eða
aðra sérhæfða vinnu, vinnst bezt
umkringd af sterk blágrænum
lit, einkum ef uppfyllingarlitir
hans eru valdir í góðu samræmi.
RAUÐI LITURINN FYRIR
ERFIÐISMENN
Rauði liturinn er heppilegast-
ur á stöðum þar sem leyst er af
hendi ströng líkamleg erfiðis-
vinna, sem krefst mikillar
áreynslu og hraða.
Óheppilega málaðar eða skreytt
ar verksmiðjustofur geta valdið
óþægindum og árekstrum meðal
starfsfólksins eins og eftirfarandi
dæmi sýnir: I verksmiðju einni
kom allt í einu kvörtun upp á
meðal verkamannanna um að
þeim væri kalt við vinnuna. í
fyrstu lét verksmiðjustjórinn
kvörtun þeirra sem vind um eyru
þjóta, þar eð hitastigstöflurnar
sýndu að hún var ekki á rökum
byggð.
MÁLNIN G ARBURSTINN
LEYSTI VANDANN
En skömmu síðar urðu ýmsir
miður þægilegir atburðir til þess
að knýja vinnuveitendurna til að
taka kvörtunina til athugunar á
ný. En það reýndist enginn leik-
ur að ráða bót á vandræðunum.
Það var að lokum fyrir hreina
tilviljun, að skýringin kom í ljós:
vinnustofan var ,,köld“ af því að
hún var máluð með „köldum"
litum. Það var undirvitund verka
mannanna, sem skynjaði þennan
„kulda“. Málningarburstinn kom
á vettvang — og vandinn var
leystur.
Að því er varðar sjáanlegan ár-
angur vísindamanna í þá átt, að
samræma notkun hinna ýmsu lita
við hinar daglegu þarfir og við-
fangsefni mannfólksins — þá
verður að játa, að þau eru þar
enn á byrjunarstigi. — En hvað
um það — þessi byrjunarárangur
hefir þegar vakið mikla athygli
— og lofar góðu.
- Elzfa kvenfélagið
Framh. af bls. 7.
er hin síðari ár hafa látið þar
mest til sín taka og í fjölda ára
hafa átt sæti í stjórn félagsins, en
það eru þær frú Gunnhildur Ryel
og frú Soffía Thorarensen. *
AKUREYRINGAR ÞAKKA
Baráttumál félagsins í dag er
stofnun elliheimilis á Akureyri.
Er það í rauninni gamalt baráttu-
mál, sem á sínum tíma vék fyrir
byggingu hins nýja sjúkx-ahúss.
Félagið á nú rúmar 300 þús. kr.
í Elliheimilissjóði. Núverandi
stjórn þess skipa frú Ásta Jóns-
son, formaður, frú Jósefína Páls-
dóttir ritari og frú Soffía Thor-
arensen gjaldkeri. Félagskonur
eru nú rúmlega 80 talsins.
Akureyringar senda „Framtíð-
inni“ innilegar ái’naðaróskir á
þessum merku tímamótum þess
og þakkar því göfugt og óeigin-
gjarnt starf í þágu hinna minni
máttar. — Vignir.
Allmargar kýr látazt af doða á 8íðu
KLAUSTRI, 5. jan. — í dag er
hér vestan rok og éljagangur, en
það sem af er vetri hafa verið
hér mikil þíðviðri og miklar rign’
ingar. Þó gerði kuldakast með
snjógangi upp úr miðjum nóv-
ember. Voru lömb þá tekin á gjöf
og ekki sleppt aftur. Fullorðnu
fé var þó mjög lítið gefið fram
yfir hátíðar.
KÚADAUÐI
Allmikið hefur borið hér á
doða í kúm kringum burð, og
hafa einar 7 kýr drepist af þeim
orsökum. Er það alveg óvenju-
legt hér um slóðir og ekki gott
að gera sér grein fyrir hvað veld-
ur, líklega ónóg bætiefni í fóðr-
inu. Samt hefur það lítið komið
að gagni, þótt kúnum hafi verið
gefið lýsi, kalk og annað, sem
talið er að geti bætt þeim upp
lélegt fóður. Óvíða eru hér nema
2—3 kýr á bæ og er þetta þvi
mjög bagalegt og tilfinnanlegur
skaði, sem menn verða fyrir við
að missa gripi sína á þenna hátt.
BÓNDI í FLUGVÉL
Enda þótt ekki geti það talist
til stórtíðinda, má geta þess til
gamans og dag einn í vetur bar
flúgandi gest að garði á bæ ein-
Njósnarar teknir
MOSKVU 2. febr. — Nokkrir
menn hafa verið dæmdir fyrir
njósnastarfsemi sem ■ beint er
gegn kommúnistastjórninni í
Kína, að því er Tass fréttastofan
rússneska skýrði frá í dag.
X BEZT AÐ AVGLÝSA
t MORGVlSBLAÐim
um hér á Síðunni. Það var bóndi
norðan úr Húnaþingi, sem var
að heimsækja son sinn og tengda-
dóttur. Hann var staddur í Rvík,
hafði nauman tíma og gat ekki
sætt bílferðum hingað austur.
Þess vegna leigði hann sér litla
flugvél til að skreppa í þessa
kynnisferð. Viðstaðan varð ekki
löng, aðeins 1—2 klst. Sagt er að
margir bændur í Bandarikjunum
eigi einkaflugvélar. Langt á það
nú víst í land, að bændur hér
eignist slíka farkosti.
Viðskipli Svía
og Rússa
STOKKHÓLMI 2. febr. — Sví-
þjóð og Rússland undirrituðu í
dag nýjan viðskiptasamning. Sam
kvæmt honum munu viðskipti
landanna aukast verulega frá því
sem verið hefur.
Svíar munu nú kaupa um 600
þús. tonn af olíum. Ekki er nán-
ar greint á um tegund olíunnar,
og við kaupin hafa sænskir inn-
flytjendur algerlega frjálsar hend
ur um það. Þá kaupa Svíar einn-
ig rís og málmvörur, — NTB.
Traust — án
mótatkvæða
★ BRUSSEL 2. febr. — Stjórn
katólska flokksins í Belgíu
fékk í dag' traustsyfirlýsingu
belgiska þingsins fyrir gerðir
sínar í félagsmálum.
'k E11 áður en atkvæðagreiðslan
fór fram, höfðu allir stjórnar-
andstæðingar yfirgefið fund-
arsalinn í mótmælaskyni við
það að stjórnin sagði eklti af
sér er felld var í þinginu ein
af tiflögum hennar.
Forsætisi'áðherrann, van Houtte
sagði í dag, að engin ástæða væri
fyrir stjórnina að segja af sér,
því nefnd þingsins hefði breytt
tillögu stjórnarinnar svo mikið,
að þar væri vart unx að ræða
sömu tillöguna. — NTB-Reuter.
KF 13
KF 13
Kvöldskemmtun
í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 4. febr. kl. 11.
Stærsta skemmtun ársins!
Atrið'i :
Sigrún Jónsdóttir, dægurlög.
Ingþór Haraldsson, munnharpa.
Gestur Þorgrímsson, eftirhermur.
Kristjana Breiðfjörð
Inga Hjaltalín
gamanþátt
Baldur og Konni, gamanþáttur,
Emelía og Auróra, gamanþættir.
Svertinginn ? Söngur.
Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar.
Aðgöngumiðar seldir í bókabúðum Sigfúsar Eymunds-
sonar og Lárusar Blöndal.
Enskir siúdentar
kynna Island
ENSKI stúdentinn John D. Ives
í Nottingham-háskóla í Bretlandi
hefur haldið nokkra fyrirlestra
um ísland á ýmsum fundum fé-
laga m. a. í Grimsby.
Segir blaðið News-Pictorial frá
því að John hafi verið í flokki
stúdenta frá Nottingham-háskóla
og athuguðu þeir jökla á íslandi
og hversu mikið ísbungur jökl-
anna þynntust.
Hann sagði í fyrirlestrinum að
dvölin á íslandi væri eitthvert
hið dásamlegasta ferðalag, sem
hugsazt gæti og íslendingar væru
mjög vinveittir og gestrisnir.
Hafa þeir stúdentarnir í hyggju
að koma aftur til íslands í júlí
n.k. ef þeir fá leyíi hjá íslenzkum
yfirvöldum. Síðasta sumar settu
þeir rauðan lit á flöt á yfirborði
jökulsins og geta þeir séð hve
mikill is hefur bætzt við, er þeir
korna aftur.
John Ives sýndi litskuggamynd
ir, sem þeir stúdentarnir tóku og
hi-ifust áhorfendur af fegurð
landsins.
Stærsta blað Japans 75 ára.
TOKYO — Hið viðkunna jap-
anska dagblað Asahi, sem er hið
stærsta þar í landi, varð nýlega
75 ára. Upplag blaðsins er 6
milljón eintök.
BEZT AÐ AVGLÝSA
I MORGVNBLAÐVSV
4
M A R K Ú 8 Fftlr Ed Dodd
I COULDNT
Astay with the
SCOTTYf) VAN HORNS, JANIE...
k___VOU AND
SRAMP PUT ME
...AND t HAVE
A PLAN TO HELP
YOU CAISE ^
ENOUGH MONEY
TO PAY VOUR i
TAXESJ J
Meanwhile back
IN THE EVECGLADES/ ANDY,
WITHOUT MARK, IS BECOVUNG
AtORE AND MORE RECTIJIRS
1) — Siggi, ertu kominn aftur?
— Já, ég gat ekki hugsað mér
að búa hjá van Horn. Má ég hafa
■aðsetur hjá ykkur í nótt?
2) — Mér þykir það leitt að
ég er að troða mér inn til ykkar,
en ég er svo blankur, ég á aðeins
peninga fyrir farmiðum með
lestinni til baka.
— Vertu vellcominn drengur
minn.
3) — Afi gamli. Ég hef verið
að hugsa um þetta mál og ég hef
gert áætlun um að hjálpa þér að
fá nóga peninga.
4) En niður í Flórída er Andi
að verða æ eirðarlausari. Hann
saknar Markúsar.