Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. febrúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 erkustu skáldin EF NEFNA skal þrjá rithöfunda ' sem fulltrúa þess bezta í dönsk- um samtíðarbókmenntum, hlýtur það að verða H. C. Branner, Aage Dons og Martin A. Hansen. Þeir eru álíka gamlir og hafa allir „slegið í gegn“, eins og það er kallað, fyrir alllöngu síðan. Skáld skapur þeirra allra er fullmótað- ur, innra sem ytra og höfundar- einkenni þeirra augljós. Allir eru þeir löngu viðurkenndir og mik- ið lesnir í ættlandi sinu og þeir eru einna kunnastir utanlands af hinum yngri höfundum, bækur þeirra mest þýddar, ekki aðeins á Norðurlandamál, heldur einnig á heimsmálin. Jafnvel hina vand- látu frönsku lesendur hafa H. C. Branner og Martin A. Hansen unnið á sitt band og hafa fransk- ar þýðingar af beztu verkum þeirra hlotið mikið hrós. í bókauppskeru þeirri sem lauk á aðfangadag 1953 vöktu þeir all- ir athygli og þótt skrítið sé, á mjög líkan hátt. Þeir gáfu ekki! út neín stórverk, heldur fremur litlar bækur, en þær voru allar einkennandi fyrir höfunda sína og svo nákomnar hver annarri, að þær samanlagðar gefa Ijósa hugmynd um möguleika og ætl- unarverk danskra nútímabók- mennta. Hin nýja bók H. C. Brenners heitir „Bjergene“ (,,Fjöllin“) og hefur inni að halda tvær stórar smásögur. Höf. segir í formála, að eiginlega hefðu sögurnar átt að vera fjórar og fjalla allar um sama efni þannig, að það væri tæmt á listrænan hátt. En þær urðu aðeins tvær: „Ótti“ <»Angst“) og „Fjöllín“ („Bjerg- ene“). — Hvers vegna? Vegna þess að með þeirn hefur höf. bundið enda á einn þátt skáld- skapar síns og mun hefja nýjan. Báðar sögurnar eru reistar á sama grundvelli: stríðinu og fyrstu árunum eftir stríðið. — Stemning beggja er hin sama: hinn algerði ótti. Persónur beggja eru sömu tegundart hjón, sem eyðileggja hvort annað, en geta þó ekki lifað skilin hvort frá öðru. í báðum er eiginmaðurinn skáld, maður sem notar mikið af orðum, fögrum orðum — stórum orðum, en einskis verðum í þeim heimi, sem hann Iifir í. f fyrri sögunni er hin myrkvaða Kaup- mannahöfn umhverfið, en í hinni síðari þýzkar borgarrústir hinn hræðilega vetur 1946. ★ Höf. sýnir með þrúgandi þrótti óhuggnaðinn og óttann, ill- mennskuna og skepnuskapinn, hvert sem litið er sýnist allt ægi- legt og tilgangslaust. Það eru ekki aðeins hinar löngu, myrku götur Hafnar og rústir þýzkra borga heldur er heimurinn allur óskapnaður og brjálæði. — Hann reynir að rísa gegn þessu öfug- streymi með trú, ýmist á guð, menninguna eða kynslóðirnar, sem koma skulu, en trúnni er svift úr höndum hans, honum er ekkert eftir skilið, nema óttinn og örvæntingin. Og í angist sinni heidur hann dauðahaldi í kon- una. „Hver, hver á að skilja þetta, ef þú viit ekki hlusta á mig!“ segir hann í fyrri sögunni. Og í þeirri síðari er endirinn á þessa leið: „Svo þreytt og hrædd sem hún var, svo lítil og veikbyggð i og fávís sem hún fann sig vera, j var hún samt sem áður eina mannekjan, er gat borið ábyrgð- ina fyrir hann.“ En jafnvel þetta hálmstrá á hafi tilgangsleysisins gat hann ekki gripið. Því hið eðlislæga í sögunum báðum er ekki aðeins1 efniskjarninn um skáldið hvers orð eru vanmáttug gagnvart veruleikanum, heldur einnig hið , síendurtekna efni skáldskapar Branners: tvær manneskjur, sem eru hlekkjaðar saman og geta ekki verið án hvor annarrar, en eiga eigi að síður i sífelldri bar- áttu. Taugaveiklun samtíðarinnar hefur enga lausn veítt þeim. Þau réttabréf frd Danmörku Efllr dsr. phli Hakon Stangcrup espa sig upp hvort á móti öðru,' kvelja hvort annað. Branner ger- ir mikið úr hinni sársauka blöndnu nautnakennd í sigri, sem er unninn á þann hátt, að auð- mýkja og hrekja aðra manneskju. 'k Bæði ,,Ótti“ (sem gerist 1944) og „Fjöllin" (sem hefst 1946) eru ritaðar í áhrifaríkum, bylgjandi stíl, sem tekur lesandann óhugn- anlega föstum tökum. Það er ó- mögulegt að losna við þessa mar- tröð, fyrri en hún er á enda kljáð. En sögur þessar eru þó ekki allt, sem Branner hefur upp á að bjóða. Þær sýna á hálistrænan fann þjáning hans sér farveg, líkt og óhamið sársaukavein. Síðan hefur hann með öruggri sjálfs- stjórn þaggað kveinstafina — éinnig af þeim sökum að sársauk- inn hefur minnkað. En að taugarnar veiti enn list hans innblástur er augljóst af nýjustu bók hans þar sem jafn- vel trén „stíga derviskadans, sem stjórnað er af taugakerfi vinds- ins“. Hin litla meistaralega skáld- saga fjallar um dreng, er vex upp í hjónabandi, þar sem faðirinn er fíngerður og veiklyndur og deyr að lokum, en móðirin er há- spennt, hávær, eigingjörn og ó- tin A. Hansen manninn bundinn af straumi sögunnar, þar sem Joh. V. Jensen vill brjóta öll bönd, reynir Martin A. Hansen að hnýta þau við arfsiði. Hann iítur ekki á hina lítt þekktu ís- öld sem móðurskaut nútímans, heldur hinar kunnu miðaldir og að baki þeim helgisiði heiðinna tíma. Af þessu tvennu: heiðni og kristni finnur hann djúpstæðar leyfar í þeirri alþýðumenningu, sem hann er vaxinn úr og sem í bernsku hans átti sér enn lifandi samhengi og samheldni. ★ Arfsögnin, söngurinn, sagan og bænin eru frumöflin í þeirri und- irstöðu, sem Martin A. Hansen byggir á. Þess vegna ákveðast H. C. Branner hátt bylgjudal örvæntingarinnar á hinum óróasama og óróavekj- andi rithöfundarferli hans. Hann hefur risið upp, eftir að þær voru gerðar, og öðlast nýja trú, sem hefur gert honum fært að skrifa „Piytteren" og „Söskende", — trúna á kreddulausan húman- isma, á manngæði hins veikgerða óeigingjarna manns. Hvort þessi formlausa og þokukennda trú dugir til nokkurs, mun framtiðin sýna. H. C. Branner mun enn eiga eftir að kanna nýjar leiðir. Hann er einn af þeim rithöfund- um sem tileinka sér í blóðugri alvöru orð Ibsens um að halda dómsdag yfir sjálfum sér. Per- sónur hans eru undir sífelldu fargi, þær eru raddir þjáningar- innar. H. C. Branner mun einnig í framtíðinni bera sinn kross. — Það hefur hann ávallt gert. ★ Bók Aage Dons er „short- novel“ — „— altid at spörge“ (,,— ávallt að spyrja“). Hún er svo tær, svo einföld og svo fín- gerð í mótun sinni, að hún mun ávallt verða talin listrænn tind- ur í skáldskap hans. Og hún er jafnframt fjarska einkennandi fyrir höfund sinn og fyrir þróun skáldskapar hans. í henni er allt það, sem áður hefur gert Dons að þýðingarmiklum rithöfundi, en einnig nokkuð af því, sem hefur breytt honum úr mjög ströngum, já, því nær miskunnarlausum mannlýsanda í mildara skáld, sem er sátt við lífið þrátt fyrir allt. í fyrstu bókum hans gætir nokkuð haturs, sem bæði er vörn og viðskotadreifing. Um tíma var meinfýsni aðalánægja þessa höf- undar. Og þolinmæðin hugrekki hans, — en hin fyrrnefnda ávallt í forsæti. Þetta unga skáld var flestum fremra í því, að setja frekar og háværar manneskjur í gapastokkinn, háspennta pils- varga og vöðvagrobbandi karl- menn. Enginn efaðist þó um að taugar hans væru fullt eins næm- ar og H. C. Branners. En hann hélt lengi aftur af sínum innra manni. Aðeins í tveimur sam- stæðum skáldsögum af flóttafólki í Stokkhólmi á stríðsáruxium Martin A. Hansen þolandi. Drengurinn, sem þrosk- ast fljótt, leggur einfaldlega hat- ur á hana og fer frá henni. Mörg- um árum seinna hittir hann hana aftur, þá orðinn stúdent, vonsvik- inn, þreyttur og mildur af reynslu, já: mannlegur. Og svo birtist niðurstaða bókarinnar og skáldsins, seint fundin, en fögur: „Hversu dásamlegt var það ekki að fólk eltist og varð gamalt, að tíminn umbreytti því og gerði það friðsamt, já því nær virðu- legt. Það var að vísu ekki því sjálfu að þakka, heldur miskunn- sömu náttúrulögmáli". Þetta hljómar eins og það væri — og er kannski? — bergmál frá Hjalmar Söderberg: „Det ska bli skönt att bli gammel, det var för jékligt at vara ung“. (Það verð- ur dásamlegt að komast á efri ár, æskan var andskotans plága.“) ★ Hin nýja skáldsaga Aage Dons sýnir, þrátt fyrir hið þrönga form, höfund sinn frá öllum hlið- um. Hún er glitrandi fyndin og töfrandi meinfýsin í lýsingum sínum á ruddafengnu og óhefl- uðu fólki, hún fjallar um eðlis- lægasta efni skáldskapar hans: drenginn og unglinginn, sem er „öðruvísi“ en umhverfi hans, og hún endar í ljósi þeirrar sáttfýsi, sem lífið hefur tendrað í hinni vonlausu veröld hans. Martin A. Hansen hefur ekki skrifað eina, heldur tvær bækur á þessu ári. Hvor um sig er frem- ur lítil, en báðar eru þær ágæt kynning þess rithöfundarferils, sem á margan hátt er þýðingar- mestur í dönskum samtíðarbók- menntum. Ef nefna skal eitthvert danskt skáld sem primus inter pares, (fremstan sinna jafningja), þá er það umtalslaust Martin A. Hansen. — Hann er eitt þeirra skálda sem tímaskeið draga nafn af, svo sem annað tímaskeið er kennt við Joh. V. Jensen t. d. Það stafar ekki sízt af því, að þótt þeir séu jafningjar að list- rænu gildi, þá standa þeir önd- vert hvor öðrum á sviði hugsjóna og skoðana á mannlífinu. Þar sem Joh. V. Jensen sér manninn bundinn af náttúrunni, sér Mar- Aage Dons persónur hans frá nútímanum af trú, en ekki einfeldnislegri raun- hyggju, af arfsögn, en ekki véla- öld. Og fyrir bragðið flytja verk hans, eins og verk Joh. V. Jen- sens, bæði boðun og skáldskap, er auðvicað eiga sér eðlislægt innra samhengi, sem er byggt á rannsökun. Joh. V. Jensen vann það furðuverk, í krafti sinnar dæmalausu skáldgáfu að skapa heilan heim styrks og fegurðar á grundvelli afneitunar andans sem sjálfstæðs hugtaks. — Martin A. Hansen sveigir boðun sína og frá- sögn undir sameiginlegt lögmál er birtir manninn sem andlega veru. Hann er ekki síður raun- hæft skáld af þeim ástæðum, heldur þvert á móti, og ekki síð- ur tengdur náttúrunni. Það má lesa þetta greinilega úr nýju bókunum hans báðum, smásögusafninu: „Paradísarepl- in“ og greinargerðinni: „Danskt veðurfar". Smásögurnar, eða sagnirnar, eins og hann kallar þær sjálfur, til þess að einkenna frásagnarháttinn, eru látnar, ger- ast í heimkynnum hans, Btevns, í nútímanum og fortíðinni. Þær eru einfaldar, efnismiklar, „lestr- arbókarhæfar" í eðlilegum skír- leik sínum. Aðeins sá, er hefur staðizt prófraun góðs stíls og byggingar, getur leyft sér a# ganga þannig á snið við alla list- króka og klætt verk sitt svo sjálf- sögðum einfaldleik. Þetta er al- veg eðlileg veröld, en þó felld inn i arfsögnina og veðurfarið, slungin duldum öflum og mik}- um. „Danskt veðurfar" er gefin út með teikningum eftir Ernst Clau- sen, sem áður hefur látið frá sér fara teikningasafnið „Norskt veðurfar“. En Martin A. Hansen. hefur auðvitað ekki látið sér nægja að skrifa myndskíringar. Hann leggur í þær heimspeki veðurs og landslags, heimspeki, sem dregur athuganir sínar frem- ur af hinni stórfenglegu lýsingu skáldsins en af myndunum. Einn*- ig í þessari bók er sýnilegt hiö tvöfalda upplag hans sem skálds', að lýsa atvikunum og finna þeim samhengi, og draga jafnframt af þeim álit, kenningu. Hann sýnir ljós og liti, en'hugleiðir jafnframfe hvaða þýðingu ljós og litir hafa fyrir manneskjurnar, — einnig fyrir nútímafólk. Loks rennur lýsing og athugun saman í mat á. list samtíðarinnar, list lita og stíls, og í áminning fyrir fram- tíðina: „List nútímans virðist vefa byrjun, flutningur úr stað, en ennþá eru ný heimkynni ekki fundin. Enn er ekki til nein vold- ug sameining, sem gerir birtingu listar og skáldskapar einfalda og sjálfsagða. Listgreinarnar eru £ upplausn af þrá eftir hinu var- anlega." Þrjár beztu bækurnar, serri nú- tímaskáld dönsk hafa ritað áu þessu ári eru allar litlar. Það er aðeins kostur á þeim og gerir þær auðveldari viðfangs, einnig fyrir vini Danmerkur meðal bræðraþjóðanna, er ekki ættu aö líta á ytra form, heldur hið innra, því þessar litlu bækur eru allt annað en lágkúrulegar. -— Þær veita innsýn í verk þriggja þýð- ingarmikilla bókmenntamanna, er samanlagðir sýna stöðu danskra bókmennta í dag, — í samleik skáldgáfna og mótsetn- ingum skoðana. Hakon Stangerup Dr. phil. KlaksSaos jörð veStirblífla MYKJUNESI, 10. jan.: — Eftir drungalegt og óveðrasamt skamm degi er nú aftur tekið að lengja daginn þó hægt gangi. Ennþá er dimmt í lofti og úrkomusamt. Nýju ári heilsaði klakalaus jörð og hefur svo löngum verið það sem af er þessum vetri. Til jóla gátu menn unnið að skurðgreftri og öðrum útiverkum og má slikt til tíðinda teljast, jafnvel hér um slóðir. Þegar litið er til baka yfir liðið ár verður ekki annað sagt en það i hafi verið gott ár. Vetur frá ára- I mótum snjóléttur og löngum lítið frost. Sumarið frá uphafi hlýtt og milt, jarðargróði allur með mesta móti og nýting í bezta lagi. Vetur til ársloka dimmur og nokkuð : stórviðrasamur. Framkvæmdir hér öllu meiri á liðnu ári en síð- ustu árin. LÍTIÐ UM ÆSKUFÓLK Mjög er nú fátt um ungt fólk heima hér í sveit, flestir ungling- ar í Héraðsskólanum í Skógum og hefur svo verið síðustu veturna. Nokkrir menn fara einnig í at- vinnuleit á vertíðinni. Það fólk, sem heima er, er ekki of margt til að geta sinnt búverkunum og má lítið útaf bera svo að hálf- gerð vandræði skapist. Er sú saga kunn og gerist víst í flestum sveit um á þessum tímum. Yngra fólk- ið leitar burt að vetrinum og sú hefur viljað verða raunin á að i gegnum skóla og atvinnu á fram- andi stöðum hefur komig los á ýmsa unglinga, þrátt fyrir mjög bætta aðstöðu í sveitunum frá þvi er áður var. Aðstöðurriunurinn er ennþá of mikill á milli þéttbýlis og strjálbýlis. Þessvegna er nú brýn nauðsyn að hafa hraðar hendur í rafmagnsmálunum. því sennilega er nú það málið, er vonir flestra í sveitunum eru bundnar við. B Y GGING AFR AMK V ÆMDIR Allmikið var um bygginga- framkvæmdir hér á síðastliðna Fiamh. k bla. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.